Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 1
112 SIÐUR B/C/D/E STOFNAÐ 1913 14. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Skemmdir kannaðar SLÖKKVILIÐSMAÐUR í Montr- eal kannar frostskemmdir á svo- nefndri lífhvolfsbyggingu í borg- inni. Hluti borgarbúa er enn án rafmagns 11 dögum eftir að frostrigning eyðilagði rafveitur. Frosthörkur eru enn í austan- verðu Kanada og í gær var spáð vaxandi frosti og áframhaldandi snjókomu í norðaustanverðum Bandaríkjunum en á þeim slóð- um hefur kvartmilljón manna verið án rafmagns í rúma viku. Kastró vill full torg Ilavana. Reuters. FÍDEL Kastró Kúbuleiðtogi flutti á fóstudagskvöld sex stunda ávarp í beinni sjónvarpsútsendingu þar sem hann hvatti þegna sína til þess að fylla öll torg og götur Havana þegar Jóhannes Páll páfi kemur í heimsókn til Kúbu næstkomandi miðvikudag. Kastró sagði að sannir byltingarsinnar myndu víst hejnra ýmislegt frá páfa sem þeim geðjað- ist ekki að en bað menn að hafa engan byltingaráróður í frammi. Reuters Saddam hótar að hætta samstarfí Bagdad. Reuters. SIRENUHLJÓÐ rauf kyrrðina í Bagdad í írak í gær er þess var minnst að þá voru sjö ár liðin frá upphafí Persaflóastríðsins, sem lyktaði með því að innrásarher Iraka í Kúveit var gjörsigraður á nokkrum vikum. Saddam Hússein einræðisherra flutti sjónvarpsávarp og hótaði að slíta öllu samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) og stöðva allt vopna- eftirlit af hálfu stofnunarinnar verði viðskiptabanni á írak ekki aflétt tafarlaust. Þolinmæði á þrotum Beindi hann einnig spjótum sín- um að Bandaríkjamönnum, en að sögn Williams Cohen, varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna, er þolin- mæði þeirra gagnvart írökum á þrotum vegna stöðugra ögrana þeirra í gai-ð SÞ og eftirlitssveita stofnunarinnar, sem hafa það verk- efni að leita uppi og eyða gjöreyð- ingarvopnum Iraka. Færeyskir stjórnmálamenn vilja endurskoða sambandið við Dani Vilja fá aukna sjálfssljórn Þórshöfn. Kaupmannaliöfn. Morgunblaðið. NIÐURSTÓÐUR rannsóknar- skýrslunnar um yfirtöku Færeyinga á Færeyjarbanka hafa orðið til þess að auka kröfur Færeyinga um aukna sjálfsstjóm í eigin málum og skýrari mörk í sambandinu við Danmörku. Virðist almennur stuðningur meðal stjómmálamanna í Þórshöfn við þá tillögu Javnaðarflokksins að Lög- þingið kjósi stjórnlaganefnd er geri tillögur um nýja stjórnskipan er leysi af hólmi heimastjórnarlögin frá 1948. Sjálvstýrisflokkurinn vill reyndar ganga lengra og hyggst leggja fram tillögu um að efnt verði til þjóðaratkvæðis um fyrirkomulag sambandsins við Dani fyrir árið 2002. Marita Petersen, fyrrverandi lög- maður, segir að fyrirkomulag heima- stjómarmálanna sé úrelt og fullyrðir að mál Færeyjabanka hefðu farið öðra vísi með annarri stjórnskipan. Hún segir að skýra verði efnahags- legt samband ríkjanna og Færeying- ar verði að fá að vera sjálfstætt ríki. Bjami Djurholm, þingmaður Fólkaflokksins, lýsir stuðningi við að samband Færeyja og Danmerkur verði endurskoðað en Edmund Joen- sen lögmaður er ekki samþykkur því og hefur birting rannsóknarskýrsl- unnar ekki breytt þeirri afstöðu hans. Ábyrgðin hjá Nyrup Fréttaskýrendur danskra fjöl- miðla fjölluðu í gær, laugardag, um rannsóknarskýrsluna um yfirtöku Fæ'reyinga á Færeyjabanka, og vom sammála um það, að endanleg ábyrgð á meintri sviksemi Den Danske Bank og óskilvirkni embætt- ismanna hvfldi hjá Poul Nyrap Rasmussen forsætisráðherra. Einna harðast í gagnrýni sinni á Nyrup er Information, en önnur blöð segja að forsætisráðherra beri siðferðilega ábyrgð og að boðskapur hans til Færeyinga á fóstudag um einhvers konar íjárbætur hafi verið vel við hæfi. í leiðara á forsíðu segir In- formation að það sé neyðarlegt að Nyrup skuli nú skjóta sér á bak við embættismenn, sem hafi greinilega álitið bankamálið snúast um pólitík en ekki aðeins um efnahagsmál. Embættismennirnir hefðu því ekki álitið sig geta tekið málið fóstum tökum, þar sem fundin yrði pólitísk lausn. Að mati blaðsins var Nyrap og Mogens Lykketoft fjármálaráðherra mest umhugað um að Den Danske Bank slyppi sem best frá Færeyja- banka, þótt þeir hefðu í raun verið í sterkri aðstöðu tfl að þrýsta á danska bankann. Togstreita ráð- herranna hefði staðið milli þess að ganga ekki of hart að danska bank- anum og hins vegar að þurfa ekki að láta Færeyinga hafa of mikla pen- inga. Nú eins og þá reyndi stjórnin að hylma yfir þennan þankagang. En þótt frammistaða bankans og emb- ættismanna sé ámælisverð sé þó verst að Nyrup og félagar axli ekki ábyrgð sína, heldur tali sig frá henni. „Af ýmsum hagkvæmnisástæðum er meirihluti þingmanna tilbúinn til að taka því,“ segir blaðið. Önnur blöð era vægari í dómum sínum. Aktuelt, sem oft endurspegl- ar skoðanir Jafnaðarmannaflokks- ins, bendir á danska bankann sem sökudólg. Skýrslan sé skelfilegt dæmi um hvernig afdrifaríkai’ ákvarðanir séu teknar á ónógum for- sendum. Hins vegar megi ekki líta framhjá því, að kjarni málsins sé eyðsla Færeyinga um efni fram, og sú yfirsjón færeyskra stjómmála- manna, að grípa ekki í taumana. Þar við bætist þáttur danskra stjórna, sem af kurteisi hafi ekki þorað að láta Færeyjar tfl sín taka. Danska stjórnin vart í hættu Af viðbrögðum er Ijóst að skýrslan mun að öllum líkindum ekki leiða til falls stjórnarinnar, en enginn vafi er á að þingið mun samþykkja þungar ákúrar á hendur Nyrup og Lykketoft. Skýrslan inniheldur dæmi um að þessir tveir ráðherrar hafi gefið þingnefndum og þinginu upplýsingar, sem telja má villandi, en eins og Information bendir á verður varla meirihluti til að fella stjórnina. Fólkið og kvótinn Siðferðileg álitamál eru mér hugleikin VERÐUMAÐ VERA í TAKT VIÐ TÍMANN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.