Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ kaup verslunina eins og fram hefur komið. „Eg tel að það hefði verið skynsamlegt fyrir kaupfélagið að kaupa þessa verslun og nýta til að koma upp öðru afbrigði af verslun en hér er í dag. Við rekum tvær verslanir með vannýtta afkastagetu og höfum í sjálfu sér ekkert við þriðju verslunina að gera. Eg horfði hins vegar til þess að ekki væri ástæða til að fá nýjan verslun- araðila hér inn á þennan litla mark- að. Næg samkeppni er á matvöru- markaðnum til að halda okkur við efnið, við erum að keppa við góða kaupmenn á Akranesi og síðan beint við höfuðborgarsvæðið,“ segir Þórir Páll. Auk þess verslunarrekstrar sem um hefur verið rætt er Kaupfélag Borgfirðinga með mikla flutninga- starfsemi, bakarí og veitinga- og bensínsölu. Veitingareksturinn í Hymunni hefur stöðugt aukist frá því staðurinn var opnaður fyrir rúmum sex árum og farið langt fram úr væntingum að sögn kaupfé- lagsstjórans. Olíufélagið hf. sem á húsnæði Hymunnar lét stækka það á síðasta ári og var viðbótin einkum notuð til að stækka veitingasalinn. Þórir Páll tekur ekki mark á spám um að viðskipti muni minnka í Hymunni vegna Hvalfjarðarganga. „Það getur vel verið að þeir sem era á leiðinni á milli Norður- og Suður- lands munu ekki staldra eins mikið við hér og þeir hafa gert vegna þess að leiðin frá Reykjavík sé orðin of stuttur áfangi. Eg er hins vegar sannfærður um að umferðin eykst það mikið að viðskiptin muni aukast þegar á heildina er litið.“ Taprekstur hjá Afurðasölunni Kaupfélagið á ráðandi eignarhlut í þremur sjálfstæðum hlutafélögum í Borgarnesi, Afurðasölunni Borg- amesi hf., Engjaási ehf. sem fram- leiðir matvæli í mjólkursamlags- húsinu og Vírneti hf. sem framleiðir nagla, þakjám og fleira. Vírnet er gamalgróið fyrirtæki sem nýlega lét skrá hlutabréf sín á Opna til- boðsmarkaðnum. Hin fyrirtækin era ung og þar er við margvíslega erfiðleika að etja sem ekki er séð fyrir endann á. Afurðasalan Borgarnesi hf. tók yfir rekstur sláturhúss og kjöt- vinnslu KB 1. janúar 1994. Þórir Páll segir að tilgangurinn hafi verið að skilja þennan rekstur frá öðram rekstri kaupfélagsins. „A þessum tíma var rætt um að bændur ættu að hafa meiri áhrif á rekstur af- urðastöðva og með stofnun hlutafé- lagsins var verið að opna fyrir aukna eignaraðild þeirra og ábyrgð á rekstrinum. Reynslan hefur hins vegar orðið sú að bændur hafa aldrei eignast veralegan hluta í þessu fyrirtæki. Þefr eiga nú um 15%, KB á 45% og sveitarfélög og aðrir aðilar afganginn." Rekstur sláturhúss og kjöt- vinnslu KB var orðinn mjög þungur áður en hlutafélagið var stofnað, vegna minnkandi sauðfjárfram- leiðslu, stöðugt harðnandi sam- keppni í kjötvinnslu og lækkandi verðs afurðanna. Vonast var til að með því að skilja reksturinn frá öðr- um rekstri kaupfélagsins yrði hægt að halda betur utan um hann og snúa þróuninni við. Það hefur ekki tekist og enn er mikið tap á rekstr- inum, að sögn Þóris Páls sem situr í stjórn Afurðasölunnar hf. Hann vill þó ekki greina frá því hvað fyrir- tækið hafi tapað miklum peningum frá því það var stofnað. Að hans sögn hefur húsnæði fyiirtækisins og öll aðstaða verið lagfærð mikið og gæðamálin tekin í gegn. Hann segir að hluta tapsins megi rekja til fjárfestinga af þessu tagi. Eina kjötmjöls- verksmiðjan Afurðasalan keypti kjötvinnslu- hluta Islensks-fransks eldhúss. Sú fjárfesting skilaði fyrirtækinu litlu í upphafi en Þórir Páll segir að mjög góð sala hafi verið í afurðunum nú fýrir jólin og það hafi fyllilega rétt- lætt þessi kaup. Á síðasta ári var unnið að endur- bótum á kjötmjölsverksmiðju Af- urðasölunnar fyrir tugi milljóna Morgunblaðið/Ásdís ÞÓRIR PÁLL Guðjónsson, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borgfirðinga, í vöruhúsi KB en þar hafa miklar breytingar verið gerðar á undanförnum mánuðum. VERÐUMAÐ VERA í TAKT VIÐ TÍMANN VIÐSKIFTIAIVINNULÍF Á SUIMNUDEGI ► Þórir Páll Guðjónsson, kaupfélagssljóri í Borgarnesi, er fæddur á Ljótarstöðum í Skaftártungu 26. apríl 1945. Hann lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri, prófi frá Samvinnuskólanum á Bifröst og stundaði nám í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla íslands. Hann var við starfsnám hiá Sambandi íslenskra samvinnufélaga, verslunarsfjóri hjá KÁ á Laugarvatni og síðan kennari við Samvinnuskólann 1973 til 1987. Hann var um nokkurra mánaða skeið framkvæmda- stjóri Eðalfisks hf. í Borgarnesi og hefur verið kaupfélagssljóri Kaupfélags Borgfirðinga frá 1988. Þórir Páll er kvæntur Helgu Karlsdóttur húsmóður og skrifstofumanni og eiga þau þijú böm. eftir Helga Bjarnason AUPFÉLAG Borgfirð- inga í Borgarnesi hefur gengið í gegnum dýrar og sársaukafullar breytingar í afurðasölumálum og enn er ekki séð fyrir endann á erfiðleikum á því sviði vegna taprekstrar Afurðasöl- unnar hf. Þessa dagana stendur fyrirtækið frammi fyrir aukinni samkeppni í verslun, hinu aðal- starfssviði sínu, með því að Hag- kaup hefur opnað verslun á staðn- um. Framundan er síðan aukin samkeppni við höfuðborgarsvæðið í verslun og jafnframt tækifæri vegna aukinnar umferðar. Rætt er við Þóri Pál Guðjónsson kaupfé- lagsstjóra um starfsemi kaupfé- lagsins og framtíðarhorfur. Óttast ekki samkeppnina „Hér í Borgarnesi hefur lengi verið önnur matvöraverslun sem við höfum verið í samkeppni við. Ef þetta verður eingöngu matvöru- verslun verður breytingin ekki ýkja mikil,“ segir Þórir Páll um áhrif Hagkaupsverslunarinnar sem opn- aði fyrir helgina í húsnæði Verslun- ar Jóns og Stefáns. „Samkeppnin verður væntanlega með öðra móti, hugsanlega annað þjónustustig og verðlagning, en það veit ég ekki á þessari stundu. Ég hef alltaf litið svo á að við værum í beinni sam- keppni við Hagkaup og Bónus í Reykjavík, við höfum alltaf verið bomir saman við þessar verslanir þótt það sé ósanngjamt hvað varð- ar Bónus. Við höfum talið okkur standa jafnfætis sambærilegum verslunum á höfuðborgarsvæðinu í vöravali og þjónustu. Aftur á móti er ekki hægt að bera okkur saman við lágvöruverðsverslanir eins og Bónus, við eram á allt öðru þjón- ustustigi en þær.“ Kaupfélagið rekur vörahús í kaupfélagshúsinu við Egilsgötu. Þar er matvöruverslun og sérversl- anir á vegum kaupfélagsins auk þess sem húsnæði er leigt til ann- arra verslana og þjónustuaðila. Fé- lagið rekur aðra matvöruverslun í Hymunni við Borgarfjarðarbrúna. Þar er langur afgreiðslutími en tak- markaðra vöruúrval en í aðalmat- vöraverslun félagsins. „Nei, það tel ég ekki. Að minnsta kosti ekki ef þeir reka þessa versl- un á svipaðan hátt og annars staðar á landsbyggðinni, Akureyri og Njarðvík," segir Þórir Páll spurður að því hvort KB væri illa undir harðari samkeppni búið. Hann seg- ist ekki óttast verðstríð, kaupfélag- ið muni auðvitað leggja áherslu á að standa sig í samkeppninni. „Við er- um ekki í lágvöruverðsverslun hér, það liggur íyrir. Og ef þeir koma með Bónusverslun verður ekki um beina samkeppni á þeim grandvelli að ræða. Okkar markmið er að bæta þjónustu okkar við viðskipta- vinina og að hafa verðlagið í takt við verðlag annarra á markaðnum. Því höldum við áfram,“ segir Þórir Páll. Möguleikar með aukinni umferð Kaupfélagið hefur verið að breyta vörahúsi sínu, bæta fram- stillingu á vöram og gera verslun- ina hagkvæmari. Telur Þórir Páll að vel hafi tekist til. Þá standa fyrir dyrum framkvæmdir við stækkun Hyrnunnar og verður viðbótar- plássið einkum notað til að stækka verslun KB þar. Á viðbótin að vera komin í gagnið fyrir sumarið. Með þeirri framkvæmd er verið að hugsa til Hvalfjarðarganga. „Við teljum að umferð aukist með tilkomu Hvalfjarðarganga, bæði með dagsferðum og aukinni umferð í sumarbústaði, og að það leiði til aukinna viðskipta. Ég spái því að sumarhúsabyggð í héraðinu aukist og þá ekki síður nýting þeirra húsa sem íyrir er, að með bættum samgöngum muni fólk dvelja meira í þeim vor og haust. Þá verður auðveldara að komast í sumarbústaði í Borgarfirði yfir vet- urinn en í bústaði fyrir austan fjall. Á leiðinni hingað er engin Hellis- heiði. Fólkið kemur mikið við hjá okkur á leiðinni í sumarbústaðina, ekki síst í Hymunni, og margir líka á leiðinni í bæinn aftur. Þá má bú- ast við að þau glæsilegu íþrótta- mannvirki sem hér hafa verið byggð leiði til þess að sumarbú- staðafólkið dvelji meira hér í Borg- arnesi en það hefur gert til þess. Við ætlum að bæta þjónustu okkar sérstaklega með tilliti til þessa markhóps," segir kaupfélagsstjór- inn. Hann gerir sér einnig grein fyrir hinum áhrifum Hvalfjarðarganga, að þeir sem búa á svæðinu eigi auð- veldara með að kaupa inn í Reykja- vík. „Við verðum komin í jaðar höf- uðborgarsvæðisins, verslunarrekst- ur í Borgarnesi verður eins og í út- hverfum Reykjavíkur. Við verðum einfaldlega að standa okkur í sam- keppninni ef við ætlum að lifa og að því höfum við verið að vinna." Þórir Páll telur að harðasti slagurinn verði hjá sérverslunum. Á litlum markaði sé erfitt að bjóða upp á þá fjölbreytni sem fólkið vill. Þórir Páll bendir á að göngin hafi jákvæð áhrif á framleiðslufyrirtæk- in í Borgamesi, ekki síst þau mat- vælafyrirtæki sem Kaupfélag Borgfirðinga á aðild að. Vegalengd- in á aðalmarkaðssvæði landsins styttist og flutningskostnaður minnki. „Þau stytta þann tíma sem það tekur að koma vöranni á mark- að. Fyrirtækin geta auðveldlega komið ferskri vöra í verslanir að morgni og þurfa ekki að hafa áhyggjur af veðri eða færð.“ Vildi kaupa JS Þórir Páll hafði áhuga á að Kaup- félag Borgfirðinga keypti Verslun Jóns og Stefáns þegar hún var til sölu síðasta sumar og var búinn að ná um það samkomulagi við eigend- ur hennar. Málið náði ekld fram að ganga vegna andstöðu í stjórn kaupfélagsins og þá keypti Hag-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.