Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 27 Hann telur ekki raunhæft að ætla að nauðsynleg verkaskipting verði milli fyrirtækjanna nema þeim verði fyrst komið að mestu leyti undir eina stjórn. króna. Vegna tæknilegra örðug- leika var verksmiðjan ekki tekin í notkun fyrr en eftir sláturtíð í haust og segir Þórir Páll að starf- semin sé nú komin í fullan gang. Allur úrgangur frá sláturhúsi og kjötvinnslu fyrirtækisins er brædd- ur í verksmiðjunni og þangað er einnig fluttur allur kjötúrgangur og bein frá Sorpu í Reykjavík. Úr þessu er unnið kjötmjöl sem selt er til útlanda eða notað í refafóður og fita sem mest er notuð í svínafóður. Kjötmjölsverksmiðjan í Borgarnesi er sú eina sinnar tegundar í landinu og gæti annað því að vinna kjöt- og sláturúrgang af öllu Suður- og Vesturlandi. „Þetta er merkileg verksmiðja, í henni eru framleiddar verðmætar afurðir úr úrgangi sem annars væri urðaður. Hún getur einnig skapað okkur ýmis sóknar- færi í framtíðinni," segir Þórir Páll. Rætt um keðjusamstarf og sameiningu Hann segir að höfuðverkefnið hjá Afurðasölunni sé að stöðva tap- rekstur fyrirtækisins og tryggja áframhaldandi starfsemi þess. Að þessu er unnið að hans sögn, meðal annars með því að endurskoða framleiðsluna og ræða möguleika á samstarfi við önnur fyrirtæki. „Það eru allt of mörg og lítil fyrirtæki að berjast á markaðnum. Flest eru fyrirtækin með svipaða framleiðslu og kemur samkeppnin því fyrst og fremst fram í verði afurðanna en minna í gæðum og þjónustu,“ segir Þórir Páll. Kaupfélagsstjórinn segir að flest fyrirtæki tapi á kjötvinnslu og slát- urhúsarekstri. Því þurfi að fækka sláturhúsunum og nýta betur þau sem eftir eru. Síðan þurfi að nýta betur samtakamátt kjötvinnslufyr- irtækjanna í vöruþróun og sölu. Telur hann ekki raunhæft að ætla að nauðsynleg verkaskipting verði milli fyrirtækjanna nema þeim verði fyrst komið að mestu leyti undir eina stjóm. Ymsar þreifingar hafa verið í gangi um sameiningu eða sam- vinnu. Athugað hefur verið um auk- ið samstarf og verkaskiptingu þeirra kaupfélagsfyrirtækja sem eiga aðild að Kjötumboðinu hf. Samvinna við KASK á Höfn og kjötvinnslur KA og Hafnar á Sel- fossi hefur komið til tals og einnig hefur verið rætt við aðila á Norður- landi. „Ennþá er þetta allt í þeim farvegi að menn em að velta fyrir sér möguleikunum á auknu sam- starfi með breyttu eignarhaldi eða keðjusamstarfi. Menn eru sammála um að þetta þurfi að gerast og þar eru engir kostir útilokaðir,“ segir Þórir Páll. Mikið { húfi fyrir KB Afurðasalan er einn af stærstu vinnustöðunum í Borgamesi og orðið hefur vart við ótta um afdrif fyrirtækisins eftir sameiningu við önnur fyrirtæki. Þórir Páll segist ekki óttast að starfsemi sláturhúss og kjötvinnslu leggist af í Borgar- nesi. Sláturhúsið sé það langstærsta á Vesturlandi og til- tölulega vel búið og það ætti að eiga góða möguleika þótt sláturhúsum fækkaði umtalsvert frá því sem nú er. Og þótt reksturinn hafi verið erfiður sé kjötiðnaður öflugur í Borgamesi. „Þetta er með stærstu einstöku afurðastöðvum landsins og bættar samgöngur við Reykja- vík með tilkomu Hvalfjarðarganga gefa ný tækifæri. Við þurfum hins vegar að finna betri rekstrargrund- völl fyrir fyrirtækið. Mér finnst ekki raunhæft að ætla að það takist nema í samstarfi við aðra.“ Um áramót var rekstri Afurða- sölunnar Borgamesi hf. skipt á milli tveggja einkahlutafélaga sem bæði em í eigu Afurðasölunnar. Kjötvinnslan er rekin undir merki Borgames kjötvara hf. og slátrunin undir nafni Sláturfélags Vestur- lands ehf. „Tilgangurinn er að greina á milli slátmnar og vinnslu til að auðvelda samstarf við aðra aðila,“ segir Þórir. Sem stærsti eignaraðilinn hefur Kaupfélag Borgfirðinga tekið á sig ábyrgð á rekstri Afurðasölunnar, meðal annars með því að tryggja greiðslur til bænda í sláturtíðinni. Hefur KB lánað Afurðasölunni há- ar fjárhæðir og hafa afdrif Afurða- sölunnar því mikil áhrif á framtíð kaupfélagsins. KB var rekið með 29 milljóna kr. tapi á árinu 1996. Þórir Páll telur að rekstur kaupfélagsins sjálfs hafi sloppið fyrir hom á nýliðnu ári. Ljóst er að tap verður af hlutdeild- arfélögum. Segir hann of marga þætti enn of óljósa til þess að hægt sé að fullyrða um endanlega niður- stöðu kaupfélagsins í heild. Morgunkorn og sultur Annar þungur baggi á rekstri kaupfélagsins er Engjaás ehf., fyr- irtæki sem stofnað var til að setja upp rekstur í mjólkursamlaginu eftir að það var úrelt. Kaupfélagið á 50% hlutafjár í félaginu. A þeim tveimur ámm sem liðin era frá því mjólkurvinnslu var hætt hefur ver- ið byggð upp önnur starfsemi. Haldið hefur verið áfram fram- leiðslu á ICY-vodka og hafin vín- blöndun fyrir Katco sem keypti áfengisframleiðslu ÁTVR. Þórir Páll segir að hjá Engjaási ehf. fari nú fram öll blöndun á víni fyrir inn- lenda markaðinn og útflutningur vaxi. Borgames-pizzur em fram- leiddar þarna eins og áður. Þá em ennþá ákveðin umsvif í mjólkinni, því mjólkurvörum er dreift um hér- aðið frá Engjaási. Þessu til viðbótar hafa verið sett- ar upp tvær nýjar framleiðsluein- ingar, efnagerð sem framleiðir vör- ur undir vörumerkinu Barón og verksmiðja sem framleiðir morgun- kom. Framleiðsla á sultum og ávaxtagrautum undir Barón-merk- inu hófst á síðasta ári og hefur farið vaxandi. Verið er að þróa fleiri vör- ur. Þá hefur verksmiðjan tekið að sér framleiðslu grauta fyrir Sól hf. Fyrirtækið Morgunkom var keypt fyrir rúmu ári og síðan hefur verið unnið að uppsetningu tækja og vömþróun. Úm þessar mundir er verið að hefja markaðssetningu fyr- ir alvöm á kókókúlum og hafra- hringjum en báðar þessar afurðir eiga greinilega fyrirmynd í þekkt- um erlendum vömm á markaðnum. Þórir Páll er afar ánægður með uppbygginguna hjá Engjaási en viðurkennir að hún hafi tekið lengri tíma og verið erfiðari en menn áttu von á. Segir að húsnæði mjólkur- samlagsins sé fullnýtt með þeim tækjum sem þar hafa nú verið sett upp. Hjá fyrirtækinu starfa 25 menn og með annarri starfsemi em í húsinu næstum því jafn margir starfsmenn og var þegar þar var rekið mjólkursamlag. „Við þurfum bara að selja miklu meira til þess að þetta sé hagkvæmt og tíminn einn getur leitt í ljóst hvort það er hægt,“ segir hann. Vegna þess þróunarstarfs sem unnið hefur verið hjá Engjaási ehf. hefur verið tap á rekstrinum til þessa. Segir kaupfélagsstjórinn að þetta verkefni hafi tekið á og menn geri sér grein fyrir því að rekstur- inn sé áhættusamur. Aðlögun að breyttum aðstæðum Þrátt fyrir erfiðleikana segist Þórir Páll Guðjónsson vera bjart- sýnn á framtíð kaupfélagsins. „Það hafa orðið ægilega miklar breyting- ar í Borgarfjarðarhéraði. Það byggðist á landbúnaði sem mjög hefur dregist saman. Sem dæmi get ég nefnt að á síðustu fimm árum hefur hefðbundnum búskap verið hætt á 75 jörðum. Starfsemi kaup- félagsins hefur byggst á afurðasölu fyrir bændur og sölu rekstrar- og byggingarvara til þeirra. Þessi samdráttur hefur því bitnað hart á rekstri félagsins. Því er afar mikilvægt að stjóm- endur félagsins haldi vöku sinni og séu í takt við tímann. Menn verða að laga sig að breyttum aðstæðum. Eitthvað annað verður að koma í staðinn og ég held að okkar leið sé að grípa þau tækifæri sem gefast með aukinni umferð sumarbústaða- eigenda og annars ferðafólks. Þá mun héraðið halda velli og kaupfé- lagið njóta góðs af,“ segir Þórir Páll Guðjónsson. Allt að Örfá verðdæmi afsláttur SMATÆKI verð frá kr. HEIMILISTÆKI verð frá kr. Brauðristar 1.590 Zanussi þvottavél 1200 sn. 54.900 Samlokugrill 1.890 Zanussi uppþvottavélar 43.900 Matvinnsluvélar 4.900 Zanussi þurrkarar 29.900 Handþeytarar 2.290 Zanussi kæliskápar 29.900 Djúpsteikingapottar 4.990 Creda þurrkari 19.900 Kaffivélar 990 Teba ofn með helluborði 32.500 Hárþurrkur 790 Teba keramik helluborð 29.900 Gufustraujárn 2.290 Zanussi eldhúsvifta 6.800 Hitateppi 990 Zanussi frystikistur 150I 32.900 Baðvogir 690 Teba ofn með 2 hellum 15.900 Opið virka daga frá kl. 9.00-18.00, laugardag frá kl. 10.00-16.00 Raðgreiðslur SUÐURLANDSBRAUT 16, 108 REYKJAVIK Sími 588 0500 Raðgreiðslur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.