Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 18.01.1998, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Pakkhús í Kaupmannahöfn verður N-Atlantshafssetur Menning í stað lýsis og ullar HUGMYNDIR eru uppi ura að breyta stóru, gömlu pakkhúsi í Kaupmanna- höfn í menningar-, vísinda- og viðskiptasetur íslands, Færeyja, Grænlands og Norður-Noregs. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver- andi forseti íslands, stýrir nefnd sem hefur endur- byggingu hússins að mark- miði, en aðrir nefndar- menn eru fulltrúar danskra yfirvalda, arki- tektar og fulltrúar þjóð- anna sem hlut eiga að máli. Vöruhúsið stendur þar sem áður hét Islands Hand- els Plads, en þar lögðu Is- landsför að landi fyrr á öldum, beint á móti Ný- höfn. Húsið er í eigu „ NordFotx) PAKKHUSIÐ við Grönlands Handels Plads, þar sem áður var Islands Handels Plads, mun væntanlega verða menningar-, vísinda- og viðskiptasetur fslands, Færeyja, Grænlands og Norður-Noregs. danskra tolla- og skattayf- irvalda, en undanfarin ár hefur hluti þess verið nýtt- ur sem geymsla. „Þetta stóra pakkhús ilmar enn af íslensku lýsi, íslenskri ull og grænlensku selskinni,“ segir Vigdís Finnbogadótt- ir í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Forstöðumaður Dansk Polarcenter eða dönsku heimskautastofn- unarinnar átti hugmyndina að því að breyta pakkhús- inu í menningar-, vísinda- og viðskiptasetur fyrir gamlar nýlendur Dana við Norður-Atlantshaf og við nefnum húsið nú þegar Nord-Atlantens Brygge.“ ■ Siðferðileg/20 Hæg af- greiðsla EES-mála KJARTAN Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri EFTA, áttí viðræður við íslenzk stjórnvöld á fóstudag, en ísland tók við formennsku í EFTA um áramót. Kjartan segist í viðtali við Morgunblaðið hafa tekið upp í þess- um viðræðum að afgreiðsla á nýjum reglum Evrópska efnahagssvæðisins, sem Alþingi eigi að staðfesta, gangi ekki nógu hratt fyrir sig hér á landi. „Það eru alltaf einhveijir hnökrar. Eg hef til dæmis gert það að um- ræðuefni í þessari heimsókn minni að afgreiðsla EES-mála, sem þurfa að fara í gegnum þingið, sé ekki alltaf eins greið og fljót og hægt væri að óska sér, hvemig sem á því stend- ur. Ég skal ekki segja hvort ábyrgð- in á því liggur hjá ráðuneytunum eða þinginu," segir Kjartan. Hann segir ísland þó á heildina litið hafa staðið sig vel í EFTA. ■ Kanadasamningurinn/24 Rauðir á rauðu ljósi Morgunblaðið/Kristinn Fundir með frönskum stjórnvöldum Utskyra hagsmuni Is- lands vegna Schengen Sjúkraflug hugsanlega boðið út VERIÐ er að kanna í heilbrigðis- ráðuneytinu hvort sjúkraflug á landsbyggðinni verður boðið út, en hugsanlegt er að ákvæði í EES- samningnum kveði á um að slíkt þurfí að gera. Ráðuneytið tók yfír þennan málaflokk um síðustu ára- mót, en hann heyrði áður undir sam- gönguráðuneytið. Á þessu ári er áætlað á fjárlögum að 15,7 miOjónir fari til sjúkraflugs. Dagný Brynjólfsdóttir, deildar- stjóri í fjármáladeild heilbrigðis- ráðuneytisins, sagði að mál þetta væri til skoðunar í ráðuneytinu m.a. með vísan tíl EES-samningsins. Þess væri ekki að vænta að neinar breytingar yrðu gerðar á fyrirkomu- lagi sjúkraflugs fyrsta hálfa árið. Fjögur flugfélög sinntu sjúkra- flugi á síðasta ári. Sérstakur samn- ingur er í gildi milli ráðuneytisins og íslandsflugs um sjúkraflug til Vest- fjarða, en um sjúkraflug til annarra staða hefur ekki verið gerður form- legur samningur. Tryggingastofnun ríkisins tekur þátt í að greiða fyrir sjúkraflug. UMFERÐIN í Reylqavíkurborg hefúr gengið allvel það sem af er árinu enda aðstæður til aksturs ákjósanlegar. Margar hættur bíða þó ökumanna. Sólin getur auðveld- lega blindað þá og veðurfarið þarf h'tið að breytast til að hálka mynd- ist á götunum. Þessir ökumenn fylgdust vel með öllu þar sem þeir biðu á rauðu ljósi í Lækjargötu. SENDINEFND íslenzkra stjóm- valda, skipuð þeim Helga Ágústs- syni, ráðuneytisstjóra utanríkis- ráðuneytisins, Kristni F. Amasyni, skrifstofustjóra viðskiptaskrifstofu ráðuneytisins, og Jóni Agli Egils- syni, skrifstofustjóra alþjóðaskrif- stofu, átti í síðustu viku fundi með ráðuneytisstjóra franska utanríkis- ráðuneytisins og embættismönnum innanríkisráðuneytis Frakklands í París. Stefnt að reglulegum fundum Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er að því stefnt að koma á reglulegum fundum íslenzka og franska utanríkisráðuneytisins, en slíkir fundir em nú haldnir bæði með þýzkum og brezkum stjóm- völdum. Er tilgangur þeirra bæði að ræða tvíhliða samskipti ríkjanna og málefni, sem varða Evrópska efna- hagssvæðið og samskipti Islands við Evrópusambandið. Á fundunum í París lögðu ís- lenzku embættismennirnir sérstaka áherzlu á að útskýra hagsmuni og stöðu Islands í fyrirhuguðum samn- ingaviðræðum um aðlögun að breyttu Schengen-vegabréfasam- komulagi. Schengen heyrir nú undir Evr- ópusambandið en ríki þess hafa til þessa verið fremur treg til að sam- þykkja að ísland og Noregur, sem hafa gert samstarfssamninga við Schengen-ríkin, fái undanþágur frá valdsviði yfírþjóðlegra stofnana ESB. Lögfræðinganefnd, sem skil- aði utanríkisráðherra áliti fyrir stuttu, segir slíkar undanþágur nauðsynlegar, eigi nýr samstarfs- samningur við ESB að standast ís- lenzku stjómarskrána. Einkum var rætt um Schengen- mál á fundinum með innanríkis- ráðuneytinu, en á fundinum með ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneyt- isins var farið yflr breitt svið sam- skipta Islands við Frakkland og Evrópusambandið. Jóhaiin Hjartarson með 2.630 stig Er í 37. sæti á FIDE-listanum JÓHANN Hjartarson, stórmeist- ari í skák, er nú í 37. sæti á stiga- lista Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, með 2.630 stig. Jóhann naut mikillar velgengni á skák- mótum á liðnu ári og hefur hækk- að úr 83.-96. sæti á styrkleikalist- anum frá því í byrjun síðasta árs. Jóhann hefur því hækkað um 45 stig og 46 sæti á heimslistanum á einu ári. í upphafi 1997 var hann með 2.585 stig. Þann hóp stórmeistara sem hafa 2.630 stig skipa, auk Jóhanns Hjartarsonar, Artur Jusupov, Viktor Kortsnoi, Alexey Dreev Zoltan Almasi og Jolio Granda Zuniga. Efstur á listanum er GaiyKaspa- rov með 2.825 stíg. Anatoly Karpov, sem nýlega varði heimsmeistaratít- ilinn, er í fjórða sæti með 2.735 stíg. Anand, andstæðingur Karpovs, er þriðji með 2.770 stig. Yfir 20.000 skákmenn eru á stigalista FIDE. ■ Jóhann í 37. sæti/32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.