Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 49
ÓLAFUR
EIRÍKSSON
+ Ólafur Eiríksson
fæddist í Reykja-
vík 5. júh' 1933. Hann
lést á Landspítalan-
um 3. mars síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík 12.
mars.
Það eru mjög fáir
menn sem eru svo ein-
stakir að slíkum mönn-
um kynnist þú ekki
nema einu sinni á æv-
inni. Það eru til margir
menn með ólíkar skoðanir og sann-
færingar, en mjög fáir sem fylgja
þeim eftir af slíkum krafti sem Ólaf-
ur Eiríksson vinur minn sem nú er
fallinn í valinn fyrir aldur fram. Að
eiga köllun og kraft til að fylgja
henni eftir er ef til vill dýrmætasta
eign hvers manns. Slíkur maður
hnýtir ekki bagga sína sömu hnútum
og samferðamennimir, hann lætur
sér fátt um fínnast hvað er viðtekin
venja og hvað er góð pólitík. Hann
fylgir sinni köllun og fer þangað sem
hún kemur honum, hvað sem öðru
viðvíkur.
Eg kynntist Ólafi fyrst þegar við
vorum báðir að vinna hjá Raforku-
málaskrifstofunni á seinni hluta sjö-
unda áratugarins. Ólafur sá um véla-
málin hjá RARIK meðan ég var í
straumfræðirannsóknum hjá
Raforkudeildinni. Leiðir okkar lágu
lítið saman í starfinu, en maður
komst ekki hjá að taka eftir þessum
þróttmikla manni sem var alveg
sama hvort verkefnið var að reka
dísilrafstöð á Austurlandi, setja upp
vélarnar í Smyrlabjörgum eða stand-
setja gamla gufutúrbínu á Skaga-
strönd. Vandamál eru bara til að
leysa þau sagði Ólafur alltaf.
Strax á þessum árum var hann
kominn með mikinn áhuga á að finna
leiðir svo dísilvélar RARIK gætu
notað svartolíu, sem var svo miklu
ódýrara eldsneyti en hin eiginlega
dísilolía, að verðmunurinn gat verið
margfalt vélarverðið á endingartíma
vélanna. Það átti eftir að verða mikil
barátta hjá Ólafi að afla þessum
skoðunum viðurkenningar og sumir
trúa því sjálfsagt ekki ennþá að
svartolíuvélar séu ódýrari í rekstri í
höndum þeirra sem kunna til verka.
Þegar Ólafur fór að kenna í Vél-
skólanum fann hann í þeim ungu
mönnum sem þar voru við nám sam-
starfsmenn sem höfðu áhuga og þor
til að kanna ókunna stigu þó það
kostaði ómælda vinnu. Ólafur og Vél-
skólanemamir urðu landsþekktir
fyrir óvenjulega uppfyndingasemi
við að framkvæma það sem aðrir töl-
uðu og skrifuðu skýrslur um en eng-
inn vissi hvernig átti að gera. Vél-
skólanemar undir forystu Olafs fóru
vítt og breitt um landið til að stilla
olíukynditæki og laga hitaveituhemla
að ógleymdum tilraunum við að
brenna svartolíu á öllum mögulegum
vélum og tækjum.
En hæst reis athafnasemi Ólafs í
þjónustunni við fiskiskipaflotann. A
þessum árum bjó hinn blessaði höf-
uðatvinnuvegur íslendinga, sjávar-
útvegurinn, við mun lægra fiskverð
en nú og varð auk þess að komast af
án allrar blessunar frá kvótamilljón-
um nútímans, en hafði á herðum sér
sömu kröfur um atvinnusköpun fyrir
heilu sjávarþorpin. Olíukreppur átt-
unda áratugarins litu nánast út sem
rothögg á útgerðina, því ljóst var að
hin gömlu ráð um að slá enn meiri
lán á enn hærri vöxtum en hin fyrri
lán dugðu ekki lengur. En það voru
flutningaskipin sem riðu á vaðið,
flest öllum skipum hjá Eimskip og
Hafskip var breytt yfir á svartolíu og
til þess notað kerfi Ólafs. Síðan kom
röðin af öllum stóru fiskiskipunum,
togurum og loðnubátum. I þessu
verki naut Ölafur enn aðstoðar nem-
enda sinna, í breytingunum voru
heilu „gengin" af ungum vélstjórum
sem lögðu nótt við dag að breyta
þessum skipum. Þessi gengi fóru út
á land og til annarra landa til að
breyta vélunum meðan skipin voru í
höfn og á ótrúlega skömmum tíma
var búið að breyta nán-
ast öllum vélum fiski-
flotans sem breyta
mátti svo þær gátu
gengið á svartolíu eða
dísilolíu að vild.
Þau voru mörg vél-
fræðilegu vandamálin
sem þurfti að leysa. Það
var legið í símanum
heOu og hálfu sólar-
hringana til að ná í er-
lenda sérfræðinga og fá
hjá þeim ráð eða finna
réttu vélarhlutina. Aður
en varði var farið að
endurhanna orkukerfi
skipanna, hitun, loftræstingu og
skrúfubúnað og taka viðhaldsyinnu
með. Við þessa vinnu fékk Ólafur
ómetanlega aðstoð hjá samstarfs-
mönnum sínum. Má þar sérstaklega
nefna menn vélsmiðjunnar Gjörva,
sem að öllum öðrum ólöstuðum
sýndu ótrúlega hæfni og útsjónar-
semi við lausn þessara verkefna.
Ólafur var frumkvöðullinn og drif-
krafturinn, hans hugsjón var að
menn ættu að bjarga sér sjálfir og
treysta á sjálfa sig. Hann hafði óbeit
á allri skriffinnsku og kerfiskalla-
veldi og taldi allt slíkt af hinu vonda.
Hann hafði óbilandi trú á íslenskri
vélstjórastétt, sem hann taldi hina
best menntuðu í heimi, og treysti sér
til að gera allt með þeim mönnum.
Hann vildi prófa hlutina og sannfæra
sjálfan sig með beinum tilraunum og
vafasamar bollaleggingar og
kerfiskallafræði voru eitur í hans
beinum. Stundum þegar vafasöm
tala kom upp í umræðunni átti Ólaf-
ur til að segja: „Við þessa tölu er
ekkert að gera nema taka af henni
lógaritmann.“ Þar með var umræð-
um um hana lokið og hægt að snúa
sér að öðru.
Nú er Óli fallinn frá, dyrabjallan
hringir ekki lengur hans sérstöku
hringingu, hann kemur ekki þjótandi
upp átta stiga á 35 sekúndum. Hann
stendur ekki lengur með kaffikrús-
ina í hendinni og talar um jazzinn
sem hann hafði svo mikið dálæti á.
Hans verður sárt saknað og þeirra
frísku vinda sem alltaf blésu í kring-
um hann. Ég vil senda öllum að-
standendum hans og vinum innileg-
ustu samúðarkveðjur mínar, einkum
börnum hans sem önnuðust hann á
hinum síðustu dögum.
Jónas Elfasson.
Látinn er minn góði vinur og fé-
lagi Ólafur Eiríksson. Fyrir tæpum
aldarfjórðungi hófst samstarf okkar
Ólafs sem hefur haldist síðan. En
mínar fyrstu minningar af honum
eru þó enn eldri eða upp úr miðri
öldinni, en þá lék hann knattspyrnu
með Víkingi. Það gekk oft á ýmsu
hjá Víkingum á þessum árum og á
Melavellinum var oft barist til síð-
asta blóðdropa, þar komu fram þeir
eiginleikar Ólafs að gefast aldrei
upp. En leikurinn er ekki búinn fyrr
en dómarinn hefur flautað hann af,
var sú setning sem hann hafði að
leiðarljósi og oft var notuð seinna er
erfið vandamál hversdagsins þurftu
skjótrar úrlausnar.
Ólafur lærði rennismíði í Vél-
smiðjunni Héðni, og var mjög stolt-
ui- af þeim vinnustað og taldi sig
hafa þar fengið gott veganesti. A
námsárunum í Iðnskólanum var
Ólafur formaður iðnnema og komu
þar fram forystuhæfileikar hans. A
árunum milli 50 og 60 var erfitt að
komast í framhaldsnám og fáir kost-
ir í boði, þó var sá möguleiki að
komast til A-Þýskalands en þangað
hélt Ólafur og lauk þaðan prófi í
vélatæknifræði. Að loknu námi réðst
hann til starfa hjá Rarik, en þar öðl-
aðist hann gífurlega reynslu í upp-
setningu á rafstöðvum og keyrslu
dísilvéla. Einhvern veginn æxlaðist
það svo eins og hann sagði sjálfur að
hann hóf kennslu við Vélskóla ís-
lands og varð kennsla í vélfræðum
honum mikið hjartans mál. Hann
vildi oft fara aðrar leiðir en þeir sem
valdið höfðu í þeim efnum. Það var
síðan í gegn um kennsluna í Vélskól-
anum að Oafur var settur í svokall-
aða svartolíunefnd, en þá má segja
að nýr kafli hafi hafist í lífi hans.
Hann fékk frí frá kennslunni og var
ráðinn starfsmaður svartolíunefnd-
ar. Mjög var erfitt að fá menn til að
brenna þessu eldsneyti og voru
skrifaðar margar greinar í blöð með
og móti svartolíunni. Varð þetta
nánast eins og trúarbragðastríð.
Mikið reyndi á Ólaf á þessum tíma
og sigldi hann milli skers og báru
eins og honum einum var lagið. Á
tiltölulega stuttum tíma var á annað
hundrað skipum breytt undir hans
stjóm til brennslu svartolíu.
I þessum svartolíuslag kynntist
Ólafur fjölda manna hérlendis og er-
lendis og má segja að hann hafi nán-
ast verið heimagangur hjá öllum
helstu vélaframleiðendum Evrópu.
Voru það ómetanleg tengsl sem
þarna mynduðust. Síðustu 25 árin
rak Ólafur ráðgjafafyrirtæki, bæði
með öðrum og eins sjálfur. Allan
þann tíma hef ég verið svo lánsamur
að njóta þjónustu hans og þekking-
ar.
Margs er að minnast, allra ferð-
anna til útlanda, útvegunar vara-
hluta og jafnvel skipakaupa í fjar-
lægum heimsálfum, það var hægt að
treysta því að saman fóru þekking
og hagkvæmni þegar hann átti í
hlut. Síðustu tvö árin má segja að
hann hafi eingöngu unnið fyrir mig
og mitt fyrirtæki en það er með út-
gerðarrekstur í Kanada, ég held að
engum hafi verið betur treystandi
en Ólafi til að sjá um alla umsýslu,
viðhald skipanna í Kanada var í
hans höndum, svo og samskipti við
skipshafnirnar sem eru Rússar. Þar
þurfti sérstaklega laginn mann til að
halda öllu góðu, einkum þar sem
tungumálaerfiðleikar háðu mönnum,
þá kom sér oft vel hve góður lát-
bragðsleikari Ólafur var. Gat það
verið mikil skemmtan að fylgjast
með þeim tjáskiptum.
Vinnudagurinn var oft langur,
þegar hafa þurfti samband við
Þýskaland vegna varahluta og unnið
var fram á kvöld á kanadískum tíma
en þarna er um sex tíma mun að
ræða. Voru menn stundum ansi
framlágir þegar dagarnir liðu í þess-
um vinnugír, en aldrei kvartaði Ólaf-
ur. Hann naut þess að hafa fingur-
inn á púlsinum og vera með í slagn-
um. Þegar vandamálin virtust óleys-
anleg settist hann niður með sér-
stökum svipbrigðum og helgaði sig
lausn málsins. Þegar málin voru í
höfn var enginn maður glaðari en
hann og ég sé fyrir mér gleðibrosið
og einlægnina sem skein úr öllu
hans fasi. Ég á eftir að sakna félaga
míns og samstarfsmanns. Skarð
hans verður vandfyllt. En nú hefur
dómarinn flautað síðasta leikinn af.
Baráttan við krabbameinið stóð yfir
í sex mánuði. Það var aðdáunarvert
að fylgjast með hvernig fjölskylda
Ólafs stóð saman og barðist með
honum allan tímann.
Ég og fjölskylda mín vottum öll-
um ættingjum Ólafs dýpstu samúð
okkar.
Genginn er drengur góður. Guð
blessi minningu Ólafs Eiríkssonar.
Sæmundur Bj. Árelíusson.
Þótt það sé alkunna að dauðinn er
jafn sjálfsagður og lífið sjálft þá
kemur það alltaf á óvart er hann
reiðir til höggs í raðir samferða-
manna okkar og vina. Og þótt sjúk-
dómar herji og fróðir menn telji oft
auðsýnt um framhaldið kemur högg
dauðans manni einatt í opna skjöldu.
Við andlát Ólafs Eiríkssonar
koma upp í hugann myndir frá lið-
inni tíð. Þar sem hann var faðir vin-
ar míns Sölva, var óhjákvæmilegt að
fundum okkar bæri alloft saman á
unglingsárunum. Var það í fyrstu
hressileikinn sem hann bar alla tíð
með sér, og framkoman sem hann
beitti á alla jafnt, sem vöktu athygli.
Brosandi andlitið og glettin augun
fannst manni stundum ekkert eiga
skylt við skilaboð sem hann flutti
um að lækka tónlistina eða fai’a
hljóðlegar um. En þar sem virðing
okkar í hans garð var slík kom ekk-
ert annað til mála en að hlýða til-
mælunum, þótt ekki hefði það verið
auðsótt mál öðrum. Var ljóst að kyn-
slóðabil fyrirfannst ekki í huga
þessa manns. Það var líka eftirsótt
hjá okkur félögunum að eiga rök-
ræður við Óla eða „lútennet" eins og
við nefndum hann stundum í bríaríi.
Sú nafngift var tilkomin sökum
hæfileikans að fá svona gúbba eins
og okkur til að ganga í einhver þau
mál sem honum þótti akkur í. Við-
ræðurnar gengu gjarnan út á að
hann leiddi okkur að svarinu eða
niðurstöðunni með spurningum og
innskotum og sló síðan í botninn
með áherslunni á „ég meina það“.
Fannst okkur þetta snjöll ræðulist
og var hún æfð þar sem hægt var að
koma henni við.
Þá er mér ekki síður minnisstætt
frá þessum árum hversu gott okkur
þótti að fá hrós frá Óla og sannfær-
ast um að vel hlyti að vera að verki
staðið ef það var í hendi. Bílavið-
gerðirnar sem við félagarnir inntum
af hendi á bílum hans fannst okkur
sjálfsagt mál og fórum við í þær
óumbeðnir. Það að hann treysti okk-
ur í þær var umbun næg. Þá sakaði
ekki að vita af því hversu áberandi
maður Óli var úti í þjóðfélaginu á
þessum árum, maður byltingarsinn-
aðra umbóta á sínu sviði.
En eins og gengur bar fundum
okkar æ sjaldnar saman eftir því
sem árin liðu. Þó fylgdist ég með Öla
svona úr fjarlægð og nú síðast
óbilandi áhuga hans á að koma upp
margvíslegri starfsemi vina og
vandamanna á Laugaveginum, þar
sem allar hugmjmdir áttu hljóm-
grunn. Þá er minnisstætt hversu
vænt mér þótti um að fá upphring-
ingu frá honum út til London eftir
langt hlé, þar sem hann spurði í
þaula um framtíðaráætlanir mínar
og bað um að fá að fylgjast með þró-
un mála eftir að heim væri komið frá
námi. Síðan þá hefur fundum okkar
ekki borið saman þrátt fyrir ítrekað-
ar tilraunir og ljóst er að við erum
skildir að skiptum í þessu lífi. En
eftir stendur minningin um athygli-
verðan samferðamann og góðan
dreng og er skarð fyrir skildi. Eftir
slíkan mann er sporrækt vel.
Vini mínum Sölva og aðstandend-
um okkur flyt ég samúðarkveðjur.
Jón Smári Úlfarsson.
Við kynntumst Óla í Vélskóla ís-
lands þar sem hann kenndi vélfræði
á 4. stigi. Óli var afbragðs kennari
og hafði þá eiginleika að útskýra
flókin mál á einfaldan hátt svo að
nemendur skildu þau.
Þegar við lukum 4. stigi vélskól-
ans vorið 1976, var ákveðið að ár-
gangurinn færi í skólaferðalag út í
Evrópu. Óli kom með þá hugmynd
til fjáröflunar, að nemendur tækju
að sér að breyta vélakerfi Akraborg-
ar svo að skipið gæti brennt svartol-
íu í sparnaðarskyni. Þetta var síðan
ákveðið og verkið var framkvæmt á
nóttunni á milli ferða. Fyrir verkið
fékkst fé sem allt fór til þess að fjár-
magna ferðalag nemenda, en Óli
starfaði að þessu af hugsjón eins og
svo mörgu öðru. Hann tók ábyrgð á
öllu verkinu, og að Akraborgin
stöðvaðist ekki. Hann tók einnig
ábyrgð á að nemendur mættu í tíma
þó að verið væri að vinna í þessu á
nóttunni. Á morgnana mætti hann
eldhress á bryggjuna með vindla
þegar Akraborgin kom til Reykja-
víkur. Áhugi okkar nemendanna var
geysilegur á framkvæmdinni. Breyt-
ingin á Akraborg var mjög mikið af-
rek og sýnir hvað hægt er að gera
með samstilltu átaki nemendanna.
Þetta hefði aldrei tekist nema af því
að Óli var frumkvöðull að þessu og
hélt utan um verkið. Með þessu lagi
hann drjúgan skerf í skólaferðalagið
okkar um vorið. Breyting á Akra-
borg tókst vel í alla staði og hafði
mikil áhrif á viðhorf okkar gagnvart
spamaði og að auknu frumkvæði
nemenda seinna í lífinu. Ekki er
annað hægt að segja en að 4. stigs
nemendur sem tóku þátt í þessu sér-
stæða og jákvæða verkefni séu stolt-
ir af því.
Með svartolíunni tókst honum að
ná fram miklum spamaði í togaraút-
gerðinni, en það vora mjög margir
sem unnu á móti þessu þó að
brennsla svartolíu á toguranum sé
algeng í dag.
Óli var fyrst og fremst hugsjóna-
maður og eldhugi og hafa margir
átt erfitt með að skilja hann. Þess
vegna hefur virst sem hann hálf-
partinn skildi menn eftir. En áhug-
inn var svo mikill að erfitt var að
stöðva hann, og þrátt fyrir mótbyr-
inn við svartolíuna gafst hann ekki
upp. Hann var geysilega frjór í
hugsun og hafði áhrif á alla í kring-
um sig. En yfirleitt miðaðist allt við
að ná fram sparnaði í útgerðinni.
Það má segja að hann ýtti við
mönnum og fékk menn til að hugsa
öðruvísi og fara upp úr gamla
hjólfarinu.
Óli helgaði líf sitt sparnaði í út-
gerðinni og hann er frumkvöðull að
svartolíubrennslu á fiskiskipum. Það
má segja að líf hans sé hluti af sögu
fiskiskipaútgerðar á íslandi og
ástæða til að skrifuð verði saga
svartolíunnar á íslenskum fískiskip-
um.
Óli hafði mikinn áhuga á skóla-
málum og hafði sínar hugmyndir um
þau. Eitt af mörgu sem hann gerði
vel var að ráðast í þýðingu á West-
armann-töflubókinni úr þýsku og yf-
ir á íslensku. Þetta er eitt af því sem
kemur til með að gagnast iðnaðinum
í landinu mjög mikið nú og í framtíð-
inni. Þýðing á bókinni er frábært
framtak og er í þeim anda sem hann
lifði eftir.
Við vottum fjölskyldu hans inni-
lega samúð vegna fráfalls hans.
Orn Marelsson, Helgi
Þór Bjarnason.
Fallinn er frá langt um aldur fram
vinur okkar Ólafur Eiríksson. Glað-
værðar hans og hressandi heim-
sókna á verkstæði okkar fáum við
ekki notið lengur.
Það var ekki lognmollan þar sem
Óli fór. Það geislaði af honum kraft-
urinn og atorkusemin í öllu því sem
hann tók sér fyrir hendur. Verkefni
þau sem hann var beðinn fyrir, vora
bæði mörg og margvísleg, og oftar
en ekki erfið. Hann leysti þau af
slíkri kostgæfni og ósérhlífni að sér-
stakt var.
Óli var maður sem ekki fór troðn-
ar slóðir og var brautryðjandi á ýms-
um sviðum. Hann var góður vinur og
samstarfsmaður, sem ávallt var
hægt að leita til, þegar vanda bar að
höndum.
Ólafs er sárt saknað af vinum. Það
er skarð fyrir skildi en minning um '
góðan dreng verður varðveitt í hug-
um okkar. Við þökkum samfylgdina
og sendum fjölskyldu Ólafs okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Helgi og Vilhjálmur.
Sérfræðingar
í blómaskreytinoum
við (»11 tækifæri
| TFfe blómaverkstæði I
I BinnaJ I
Skólavörðustíg 12.
á horni Bergslaöaslrætis.
sími 551 9090
I HOTEL LOFTLEIÐIR.
j tCELANDAIR HOTELS
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA
UPPLYSINGAR I SIMUM
562 7575 & 5050 925