Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Særast í spreng-- ingu í A-Jerúsalem Jerúsalem. Reuters. Viðræður um framtíð Norður-Irlands Sinn Fein reiðu- búinn South Orange í Bandaríkjunum. Reuters. GERRY Adams, leiðtogi Sinn Fein, sagði á fimmtudag að flokkur sinn væri reiðubúinn að mæta aft- ur til viðræðna um frið á Norður- írlandi, eftir að hafa verið meinuð þátttaka í 18 daga vegna meintrar aðildar írska lýðveldis- hersins (IRA), sem tengist Sinn Fein, að morðum í Belfast. „Ég held að þetta sé ekki spurning um hvort heldur hvenær,“ sagði Adams við upphaf sex daga heim- sóknar til Bandaríkjanna. „Okkur var það á móti skapi að okkur skyldi vísað frá viðræðunum.“ David Trimble, leiðtogi flokks Sambandssinna Ulster, sem fylgj- andi er forræði Breta á Norður-Ir- landi, átti í fyrrakvöld fund með Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, og varaði þá við því að flokk- ur sinn teldi koma til greina að mótmæla því að Sinn Fein fengi að taka aftur þátt í viðræðunum. Sinn Fein, líkt og IRA, berst fyr- ir endalokum breskra yfirráða á N- Irlandi. Ráðstefna um framtíð hér- aðsins hefur staðið í Belfast að undirlagi írskra og breskra stjóm- valda með þátttöku stjórnmála- flokka deiluaðila. Adams sagði í gær að hann hefði átt fund með öðrum leiðtogum Sinn Fein og hefðu þeir komist að „eins konar“ samkomulagi um að taka aftur þátt í viðræðunum. Drög fyrir páska? írar og Bretar vænta þess að drög að samkomulagi í deilunni liggi fyrir um páska. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, átti á fimmtudagsmorgun fund með Ad- ams og sagði eftir hann að sam- komulagsdrög væru „hræðilega skammt undan“. BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, aflýsti öllum fundum sínum í gær vegna barkakýlis- og barkabólgu. Talsmenn forsetans sögðu að Jeltsín tæki inn sýklalyf vegna veikindanna og væri nokkuð rám- ur. Fréttin olli í fyrstu nokkrum óróa á fjármálamörkuðum í Rúss- landi en litlar breytingar urðu á gengi verðbréfa. Með kvef og hæsi Fréttastofan Interfax hafði eftir skrifstofustjóra forsetans, Valentín Júmashev, að Jeltsín hefði fengið kvef og væri „svolítið hás“. Þýski þingmaðurinn Rudolf Seiters, sem ætlaði að ræða við Jeltsín í gær, hafði eftir Anatolí Tsjúbajs, aðstoð- arforsætisráðherra Rússlands, að forsetinn hefði fengið flensu á fimmtudag. Heimildarmenn í Kreml sögðu að embættismenn þar tækju frétt- SPRENGJA sprakk í Austur-Jer- úsalem í gærmorgun, þar sem arabar eru í meirihluta, og særði fjóra, að því er lögregla í ísrael greindi frá. ísraelskir lögreglu- og hermenn voru í viðbragðsstöðu í gær vegna óeirða sem brotist hafa út á Vesturbakkanum undanfama tvo daga í kjölfar þess að ísraelskir landamæraverðir skutu þrjá Pal- estínumenn til bana skammt frá Hebron á miðvikudagskvöld. Lögregla sagði að tvö ungmenni hefðu verið meðal þeirra sem særð- ust, enginn væri alvarlega meidd- ur. Sprengjan sprakk skammt utan inni með ró og hefðu ekki miklar áhyggjur af veikindum Jeltsíns. Hann hefði fengið hósta á fimmtu- dagskvöld þegar verið var að taka upp útvarpsávarp hans og búist væri við að hann færi ekki aftur á skrifstofu sína í Kreml fyrr en eftir að minnsta kosti viku. Hann gæti verið frá vinnu í hálfan mánuð ef hann fengi alvarlega flensu. Hefur ekki áhrif á hjartað Rússneskir fjölmiðlar sögðu að líkamshiti Jeltsíns væri eðlilegur og hann dveldi í embættisbústað nálægt Moskvu. Forsetinn hefur a.m.k. tvisvar sinnum fengið hjartaáfall og gekkst undir hjarta- aðgerð árið 1996 en sérfræðingar segja að engin hætta sé á að barka- kýlis- og barkabólga hafi áhrif á hjartað. Meðferðin ætti að taka eina eða tvær vikur. við Damaskushlið Gömlu borgar- innar, og tjáði lögreglustjóri, Yair Yitzhaki, fréttamönnum að í henni hefðu verið 300-400 grömm af sprengiefni. Sagði Yitzhaki að sprengjan liti út „eins og hún hefði verið gerð fyrir hryðjuverka- menn“. Landnemar að verki? Yitzhaki sagði að ekki lægi ljóst fyrir hvert skotmarkið hefði verið. Lögregla teldi koma til greina að ætlunin hefði verið að flytja sprengjuna til vesturhluta borgar- innar þar sem ísraelar eru í meiri- LOFTSTEINNINN 1997 XFll mun alls ekki rekast á jörðina ár- ið 2028, að mati bandarfsku geim- ferðastofnunarinnar (NASA) og í versta falli segir stofnunin, að beina megi honum framhjá með því að skjóta stórri sprengju á hann. Alþjóðastjarnfræðisambandið (IAU) tilkynnti í fyrrakvöld, að XFll, hinn nýfundni loftsteinn, hefði verið flokkaður með hlutum á ferð í alheiminum sem jörðinni stafaði hætta af. í þeim flokki eru 108 geimhlutir. Búast mætti við að loftsteinninn færi framhjá jörðu árið 2028 í aðeins 42.000 km fjarlægð en vegna hugsanlegrar reikningsskekkju vegna fjarlægð- ar á þessari stundu gæti hann alit eins rekist á jörðina og haft mikla eyðileggingu f för með sér. VerðurXFll sprengdur framhjá jörðu? Þessum útreikningum er NASA ekki sammála, að sögn Dons Sav- age, talsmanns stofnunarinnar. „Nýjustu útreikningar okkar sýna að hann muni fara framhjá f 960.000 kílómetra fjarlægð," sagði Savage. Er það talsvert utar en tunglið, sem er á 384.000 kíló- hluta „og einnig kemur til greina að einhverjir gyðingar hafi búið hana til,“ sagði Yitzhaki. Háttsettir, palestínskir embætt- ismenn sökuðu ísraelska landnema um að hafa komið sprengjunni fyr- ir til þess að valda óróa áður en múslímar byrjuðu bænahald. Ahm- ed Abdel-Rahman, aðalritari palestínsku heimastjómarinnar, sagði að staður og stund spreng- ingarinnar benti til þess hver hefði staðið að henni. Landnemamir hefðu gert það til þess að gefa her sínum tilefni til að tmfla bænahald múslíma. metra hárri braut frá jörðu. Á þessari stundu telur NASA því nær engar lfkur á árekstri loft- steinsins við jörðina. Háttsettur sérfræðingur þjá NASA, Don Yeomans, segir, að auðveldlega megi breyta stefnu XFll með sprengju þann veg að hann fari örugglega framhjá jörðu. „Við búum nú þegar yfir tækni til þess að senda stóra sprengju, svo sem kjarnorku- sprengju, út í geiminn með geim- flaug," sagði Yeoman. „Með því að sprengja hana í hæð yfír stein- inum sem jafngildir þvermáli hans mætti hægja nógu mikið á ferð XFll til að tryggja að hann fari framhjá jörðu," bætti hann við. Yeoman sagði að kjörið væri að reyna þessa tækni á XFll. Gera þyrfti ráðstafanir af því tagi sem fyrst því of seint væri að grípa til sprengingar af þessu tagi einu til tveimur árum fyrir hið væntan- lega stefnumót. Steinninn er á sporöskjulaga braut um sólina og er 21 mánuð f hverri hringferð. Það þýðir að hann á eftir að skera sporbraut jarðarinnar um sólu með reglu- legu millibili. Finnska stjórnin hélt velli FINNSKA stjómin stóð af sér vantrauststillögu á þingi í gær og er það í níunda sinn sem tillaga um vantraust er borin upp og felld frá því stjóm Paavos Lipponens tók við völdum 1995. Miðflokkur- inn bar upp tillöguna í gær vegna óánægju með niður- greiðslur til landbúnaðar. Hún hlaut aðeins 50 atkvæði, 121 þingmaður greiddi mótat- kvæði, þrír sátu hjá og 25 þingmenn voru fjarverandi. Aukin þungun stúlkna ÞRIÐJA árið í röð fjölgar breskum stúlkum sem verða þungaðar fyrir 16 ára aldur, samkvæmt opinbemm tölum, sem birtar voru í gær. Svokölluð „fjölskyldusamtök" bmgðust við með því að hvetja til þess að kynfræðslu í skólum yrði hætt. Þykir bresku stjórninni upplýsing- amar gera væntanlegar til- lögur sínar um leiðir til að draga úr þungun ungra stúlkna enn meira aðkallandi. Árið 1996 urðu 8.829 breskar stúlkur undir 16 ára aldri ófrískar og hafði fjöldinn ekki verið meiri í 11 ár eða frá 1985 er þær vom 9.406 talsins. Af þeim vora 459 stúlkur undir 14 ára aldri, tæplega 2.000 14 ára og rúmlega 6.300 15 ára. Bretar eiga nú metið í Evrópu hvað varðar hlutfall þungunar meðal stúlkna 16 ára og yngri, eða 9,4 á hvert þúsund árið 1996. Swissair bannar reykingar SVISSNESKA flugfélagið Swissair hefur ákveðið að banna reykingar um borð í flugvélum sínum á öllum áætl- unarleiðum félagsins, stuttum sem löngum, frá 1. júm'. Sagði félagið rannsóknir sýna, að 80% farþega félagsins, þ.á m. stórreykingamenn, vildu að flugvélamar yrðu reyklausar. Sakaruppgjöf ANC-manna ógilt? SANNLEIKS- og sáttanefnd- in í Suður-Afríku óskaði eftir því í gær að dómstóll ógilti sakaruppgjöf sem nefndin hafði veitt 37 háttsettum fé- lögum í Afríska þjóðarráðinu (ANC), þeirra á meðal Thabo Mbeki varaforseta og væntan- legum arftaka Nelsons Mand- ela forseta. Nefndin hafði veitt mönn- unum sakamppgjöf vegna ótilgreindra mannréttinda- brota ANC á tímum aðskiln- aðarstefnunnar án þess að þeir væm yfirheyrðir eða skýrt væri frá því hvaða glæpi þeir hefðu framið. Þjóðar- flokkurinn mótmælti sakar- uppgjöfinni og hafði sjálfur óskað eftir því að henni yrði hnekkt. Gerry Adams 1337 Dec 6 V Uaq: 19.2 Díscovery Jím Scotti Rate: 0.35 Deg/Dy Areo: 100“ XI00” Obse.rvation Spccewatch 0.9 Meter Telescope RA: 07:5S:2S Kítt Peúk, A2 Dec: 4-13:31:16 Reuters STJÖRNUFRÆÐISTOFNUN Arizona-háskólans hefur sent frá sér þessa mynd af loftsteininum 1997 XFll. Gulu örvarnar vfsa á steininn, sem mun fara framhjá jörðu f 960.000 km fjarlægð árið 2028, að sögn NASA. Stofnunin telur nær útilokað að hann skelli á jörðinni eins og Alþjóðasljömufræðistofnunin (IAU) sagði í fyrradag að hugsanlega gæti átt sér stað. Jeltsín aflýsir fundum vegna veikinda Moskvu. Reuters. Engin hætta sögð af loftsteininum XFll Washington. Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.