Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Úps, aftur sjómanna- verkfall? ALLTAF jafn óvænt. Ekki nema rúmlega ár síðan '-Asamningar losnuðu. Og ríkisstjómin sem hefur með ítarlegri skýrslu svokallaðrar þríhöfða- > nefndar viðurkennt að » sjómenn búi við full- i komlega óviðunandi 5 réttarstöðu og samn- - ingsbrot. Ríkisstjórnin ? hefur meira að segja látið smíða lagafrum- vörp til að taka á vand- anum og fengið Þjóð- hagsstofnun til að reikna út að það sé þjóðhagslega hag- kvæmt að setja slík lög. Hvað er þá ^gð gerast? Lítum fyrst á hlut . stjórnvalda og athugum svo hvað er að gerast í samningamálunum. Skilyrtar lagabætur Sjávarútvegsráðherra datt það snjallræði í hug að segja við sjó- menn, að stjómvöld muni ekki taka Það er miður að heil starfsstétt fólks skuli búa við það, segir Arnar Guðmundsson, í seinni grein sinni, að stöðugt sé reynt að grafa undan löglegum kjarasamningum. á því himinhrópandi óréttlæti, sem lýst var í fyrri grein minni, nema sjómenn afsali sér því eina vopni sem vinnulöggjöfin tryggir þeim til að knýja á um gerð kjarasamnings. . Eftir að hafa viðurkennt vandann og kynnt ítarlega áð þjóðarbúið hafi ávinning af því að tekið sé á honum, %ber þingmönnum siðferðileg skylda til að gera eitthvað í málinu. Hvers konar stjórnvald er það sem segir við heila stétt manna: Þið megið áfram búa við skipuleg samnings- brot, réttleysi og skert atvinnuör- yggi okkar vegna, nema þið afsalið ykkur möguleikum ykkar til að fá gerðan löglegan kjarasamning eftir 15 mánaða streð? Við skulum ímynda okkur að ein- hver samviskusamur þingmaður kæmist að þeirri niðurstöðu að það væri hlutverk Alþingis að tryggja þegnunum viðunandi og réttláta löggjöf og flytti frumvarpsdrög þrí- höfðanefndarinnar á þingi. Myndi , ríkisstjómin leggjast gegn eigin til- 'Úögum - tillögum sem hún segir þjóðhagslega hagkvæma lausn á al- varlegum vanda sem hún hefur í reynd viðurkennt? Heilsárstúrar frystiskipa Sjómenn búa við þær alvarlegu aðstæður að hluti viðsemjenda Vor 1998 mW HARM.ITS Kringlunni s: 553 7355 þeirra leitar allra leiða við að rangtúlka kjara- samninga þeiiTa. Bar- átta sjómanna við að fá fram löglegan og undirritaðan kjara- samning snýst ekki síst um að fá fram skýrari ákvæði um fjölda atriða. Mörg hver skipta sjómenn sköpum og við skulum nefna nokkur raun- veruleg dæmi. Hugmyndaríkum út- gerðarmönnum frysti- togara hefur dottið það snjallræði í hug að landa ekki alveg öllum afla eftir hvern túr og segja að þar með sé túmum ekki formlega lokið. Vegna þessa telja þeir sig ekki þurfa að gera upp við áhöfnina og veita henni samningsbundið hafn- arfrí. Dæmi eru um frystitogara sem eru í sínum þriðja túr en út- gerðin telur þetta allt einn túr. Verði ekki girt fyrir þetta getum við bráðum séð 12 mánaða túra og mannskapurinn fær ekki að fullu uppgert fyrr en í desember. Stopp á heimleið Þegar veiði á úthafsmiðum hefur verið hvað slökust eru þess dæmi að sjómenn hafi dólað norður í Smugu vikum saman á kauptrygg- ingunni einni saman. Eftir fimmtíu daga túra á strípuðum kauptrygg- ingartaxtanum hefur hugmyndarík- um útgerðarmönnum dottið í hug að á heimleiðinni sé upplagt að staldra við innan landhelginnar í aðra tíu til tuttugu daga til þess að láta mannskapinn fiska upp í kaup- trygginguna. Annars yrði útgerðin að gera kauptrygginguna upp við mannskapinn og greiða svo afla- hlutdeild af því sem fæst í næstu veiðiferð innan landhelginnar. Þetta þýðir að vísu að túrarnir geta lengst upp í ríflega tvo mánuði en það bitnar jú bara á sjómönnunum og fjöískyldum þeirra. Nauðsyn samninga Þetta eru aðeins tvö dæmi um þau mál sem taka verður á. Það er mjög miður að heil starfsstétt fólks skuli búa við þá stöðu að stöðugt sé reynt að grafa undan löglegum kjarasamningum. Ekki skortir hug- myndaflugið þegar kemur að því. Eg á ekki von á því að lesendur þurfi að íhuga stöðu sjómanna mjög lengi til að átta sig á því að þeim er nauðugur einn kostur að fá fram skýr og ótvíræð ákvæði um stöðu sína í kjarasamningi. Burtséð frá því hvaða skoðanir hver og einn vill hafa á tekjumöguleikum sjómanna þegar best fiskast held ég að við hljótum að viðurkenna að við svona aðstæður ætlum við. engii annarri stétt landsins að vinna. Höfundur starfar hjá Alþýðusam- bandi Islands. Amar Guðmundsson Nýir tímar SAMFYLKING fólks á vinstri væng stjórnmál- anna undir kjörorðun- um jafnaðarstefna, fé- lagshyggja og kven- frelsi um allt land hefur verið undri líkast og boðar nýja tíma í ís- lenskum stjórnmálum. Samfylkingin boðar að sá tími sem okkur hef- ur dreymt um svo lengi er í vændum, að um allt land stai-fi stór, öflugur og sannur jafnaðar- mannaflokkur sem geti ráðið hvort tveggja, landsmálum og sveitar- stjómamálum. Við þekkjum gildi þess í Hafnarfirði þar sem jafnaðarmenn hafa ráðið mestu sl. tólf ár. Einfaldur samanburður á t.d. æskulýðsstarfsemi og öldmnar- þjónustu við Kópavog, fyrirmyndar- bæ forsætisráðherra segir allt sem segja þarf. Mikill hugur var og er hjá flestum alþýðuflokksmönnum í Hafnarfirði að ná samfylkingu með öðmm jafn- aðar- og félagshyggjumönnum. I þessum áfanga tókst það ekki. Ef vel verður haldið á spil- um mun það þó gerast á næstu misseram þó ferlið verði annað. For- ingjar flokkanna beggja í Hafnarfirði og félaga okkar í Jafnað- armannafélaginu verða þá að sitja á strák sín- um og fara að hegða sér eins og fullorðnir menn sem meina eitt- hvað með sameiningar- og samfylkingartali. Þeir hafa hegðað sér eins og klíkugengi sem hrópast á yfir einhverja ímyndaða markalínu á milli yfirráðasvæða þeirra, mála skrattann á vegginn og draga upp hina skuggalegustu mynd af foringjum hinna sem þeir svo þykjast vera laða til samstarfs. Engan þarf að undra þó í Hafnar- firði hafi fleiri ljón verið í vegi sam- fylkingar en annars staðar. Það er hreinn barnaskapur ef menn ímynda sér að orð þeirra og persónulegar árásir hver í annars garð séu ekki hindranir fyrir samstarfi og sam- fylkingu. Þeir foringjar samfylkling- Unnur A. Hauksdóttir Engan þarf að undra þótt í Hafnarfirði, segir Unnur A. Hauksdóttir, hafí fleiri ljón verið í vegi samfylkingar en annars staðar. arhópsins sem vilja styðja okkur, áköfustu samfylkingarsinnana innan Alþýðuflokksins, verða að sýna að þeir meini eitthvað með því. Tor- tryggni og tilheyrandi strýðsyfirlýs- ingar verða að víkja fyrir sáttfysi og samstarfsvilja í verki. Við alþýðuflokksmenn þurfum síðan í þessu prófkjöri að gæta að því að tryggja breidd í forystuliði okkar og að samfylkingaröflin verði meðal þeirra sem skipa efstu sæti listans. Eg hef allnokkra reynslu af landsmálum, bæjarmálum og af verkalýðsmálum, auk þess að sitja í stjórn fulltrúráðs Alþýðuflokksins í Hafnarfirði og hafa setið í bráð- byrgðastjórn samfylkingar A-flokk- anna. Atvinnumál, félagsmál og samfylkingarmál eru því mín hjart- ans mál. Höfundur gefur kost á sér í próf- kjöri Alþýðuflokksins i Hafnarfírði og sækist eftir 3. sæti. Prófkjör Alþýðuflokksins í Hafnarfírði um helgina GÓÐIR Hafnfirðing- ar! Brátt líður að lokum þessa kjörtímabils. Þann 23. maí nk. fara fram kosningar þar sem kjósendur ákveða hverjir leiða bæjarfé- lagið inn í nýja öld. AI- þýðuflokkurinn í Hafn- arfirði hefur verið for- ustuafl hér í bænum síðustu kjörtímabilin og stefnir á að svo verði áfram. Umhverfísmál - skipulagsmál Um næstu helgi gefst þér, kjósandi góður, kostur á að hafa áhrif á hveijir veljast til forystu á framboðslista stærsta sjómmálaaflsins í bænum. Eg hef ákveðið að gefa kost á mér í 4. sæti listans. Með þátttöku minni vil ég vinna að framgangi ýmissa mikil- vægra málaflokka. Sérstaklega mun ég leggja áherslu á umhverfismál, skipulagsmál og bættar samgöngur. Umhverfismál fá stöðugt meira vægi í okkar daglega lífi. Fólk gerir sér betur grein fyrir hversu mikilvægt það er að ganga vel um náttúmna. Það hefur oft verið sagt að við þörfnumst hennar en hún ekki okkar. Uppbygging í Hafnarfirði Halda þarf áfram myndarlegri uppbygg- ingu í æskulýðs-, íþrótta- og skólamál- um. Með því gerum við bæinn okkar að ennþá betri valkosti fyrir þá sem hyggja á búferlaflutninga, jafnt af lands- byggðinni sem innan höfuðborgar- svæðisins. Það er áberandi hversu margir íbúar frá landsbyggðinni, sem tekið hafa þá ákvörðun að flytja búferlum til höfuðborgarsvæðisins, velja Hafnarfjörð til að búa í. Bær- inn hefur marga þá bestu eiginleika Með þátttöku minni vil ég vinna að, segir Gísli O. Valdimarsson, fram- gangi ýmissa mikil- vægra málaflokka. sem einkennir bæjarfélög á lands- byggðinni. Ný öld - nýtt fólk Eg hvet kjósendur í Hafnarfirði til að taka þátt í prófkjöri Alþýðu- flokksins um næstu helgi og stuðla þannig, að eðlilegri endurnýjun á framboðslista flokksins. Ég er reiðu- búinn að leggja mitt af mörkum í þeim miklu verkefnum sem framundan era hjá bæjarfélaginu, fái ég til þess stuðning. Veljum gott fólk, í öfluga forystu í sterkum flokki, inn í nýja öld.. Höfundur er byggingarverkfræð- ingur og tekur þátt í prófkjöri AI- þýðuflokksins I Hafnarfirði. Gísli Ó. Valdimarsson Tryggjum farsæla framtíð Arborgar í DAG fer fram próf- kjör sjálfstæðismanna í hinu nýja sveitarfélagi, Árborg, þar sem valdir verða fulltrúar á lista flokksins vegna sveitar- stjórnarkosninganna í vor. Mikilvægt er að tU starfans veljist fólk sem hefur áhuga, kraft og vilja til að vinna að margþættum málefnum sveitarfélaganna, sem oft geta reynst erfíð viðureignar. Komandi kjörtímabil kemur til með að móta framtíð þessa unga sveitarfé- lags verulega og þess vegna er nauðsynlegt að rétt sé að öllu staðið. Þau era allnokkur málin er taka þarf á. Nauðsynlegt er að stuðla að frekari uppbyggingu atvinnulífsins, t.d. með eflingu ferðaiðnaðar og þjónustugreina á svæðinu. Einnig er brýnt að hvetja tU nýsköpunar á öðram sviðum og að auki er eðlilegt og sjálfsagt að komi til frekari flutn- ings ríkisstofnana á landsbyggðina verði Arborg fyrir valinu, bæði vegna stærðar sinnar og legu. Rétt er að hafa í huga að til að viðhalda góðri uppbyggingu í vaxandi sveitarfélagi er mikilvægt að líta einnig til þjónustu- stigs á svæðinu, eink- um hvað snertir dag- vistar- og skólamál. Staðreyndin er sú að ungt fólk velur sér búsetu með vaxandi tilliti til þessara þátta. Það er því rökrétt fyr- ir sveitarfélag sem Árborg að þar sé hröð og öflug uppbygging í þessum málum. Mikilvægt er að hefja sem fyrst byggingu nýs skólahúsnæðis þar sem núverandi byggingar hafa víða sprengt utan af sér allt rými. Hið sama má segja um leikskólapláss. Það ætti enginn að þurfa að vera í þeirri stöðu að geta ekki komið börnum sínum í Ég er tilbúin að leggja fram krafta mína, segír Sædís Ósk Harð- ardóttir, til að vinna að bættri framtíð. fyrsta flokks leikskóla, sama hvar á svæðinu þeir búa. Þeir sem starfa á þessum vettvangi þurfa einnig að kunna til verka og brýnt að sem flestir af starfsmönnum skólans séu menntaðir til þeirra starfa. Þessi atriði ásamt fleiri þáttum eru mál sem taka þarf á. Ég er tilbú- in að leggja fram krafta mína til að vinna að bættri framtíð. Þess vegna óska ég eftir stuðningi þínum í 3.-4. sæti í prófkjörinu á laugardag. Höfundur tekur þátt íprófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Árborg og er formaður Sjálfstæðisfélags Eyrar- bakka og varaformaður Hersis, fé- lags ungra sjálfstæðismanna \ Ár- nessýslu. Sædís Ósk Harðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.