Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ 42 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 AÐSENDAR GREINAR hafast þau að VASKLEG fram- ganga Árna Sigfússon- ar við að bæta hag ís- j, lenskr a bifr eið aeig- yenda hefur vakið verð- skuldaða athygli. Bar- átta hans sem formað- ur FÍB hefur leitt til lækkunar bifreiða- trygginga um allt að 30%. Ég þekki það af eigin raun úr mínu fvyimili.sbókhaldi. Þessi lækkun hefur vita- skuld ekki aðeins náð til reykvískra heimila heldur landsmanna allra. Utgjöld almenn- ings vegna trygginga eru yfirleitt veruleg. Virkari sam- keppni á tryggingamarkaðnum hefur því skilað heimilunum í landinu drjúgri kjarabót. I ljósi þessara staðreynda vekja heiftúðug viðbrögð nokkurra aðila við framgöngu formanns FÍB verulega furðu. Því er haldið fram að Arni Sigfússon sé með baráttu- aðferðum sínum að nota for- ijjjennsku í FÍB í pólitískum til- gangi vegna komandi borgar- stjórnarkosninga. Það vita allir sem fylgst hafa með kröftugri framgöngu Arna að barátta hans fyrir bættum hag bifreiða- eigenda er ekki nýtil- komin, enda hefur Arni gegnt starfi for- manns FIB síðastliðin þrjú ár, við góðan orðstír. Það er ekki fyrr en nú að árangur Arna virðist ýmsum aðilum sérstakur þyrnir í augum, svo Svanhildur Hólm einkennilegt sem það Valsdóttir nú er. Getur verið, að sá ávinningur sem hann hefur náð sem formaður FIB veki í einhverjum tilvikum óþægi- legar spurningar og viðkvæmni þegar árangur hans er borinn saman við árangur R-listans á því kjörtímabili sem nú er að líða? Álögur auknar um 30% Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri aftók það með öllu fyrir síðustu kosningar að R-list- inn ætlaði sér að hækka skatta. Þegar svo skammt er til kosninga í borginni er forvitnilegt að bera saman orð og efndir í þessu efni. Eitt fyrsta verk Ingibjargar Sólrúnar var að beita sér fyrir stórhækkun fasteignagjalda með svokölluðum holræsaskatti. Fast- eignagjöld hækkuðu við það að Þrátt fyrir ríkjandi góðæri á valdatíma R- listans, segir Svanhild- ur Hólm Valsdóttir, hafa öll þessi loforð verið svikin. meðaltali um 26% en um 60% hjá tekjulágum öryrkjum og ellilífeyr- isþegum. Strætisvagnafargjöld voru stórhækkuð og sérstaklega fargjöld aldraðra, eða um 100%. Þá voru dagvistar- og leikskóla- gjöld hækkuð verulega, sömuleiðis hiti og rafmagn, aðgangseyrir að sundstöðum, auk gjalds fyrir þjón- ustu i félagsmiðstöðvum aldraðra og svo mætti áfram telja. Þá hafa arðgreiðslur til borgarinnar frá eigin fyrirtækum, svo sem Hita- veitu og Rafmagnsveitu, verið hækkuð um yfir 100% frá því að Ingibjörg Sólrún tók við stjórn borgarinnar. En Ingibjörgu Sól- rúnu þykir ekki nóg að gert. Hún hefur boðað stórhækkun á leigu af íbúðum í eigu borgarinnar. Sú hækkun skal hins vegar ekki koma til framkvæmda fyrr en eftir kosningar. Þegar þessar hækkanir R-list- ans eru teknar saman kemur í ljós að heildarálögur á borgarbúa hafa verið auknar um nálægt 30%. Áframhaldandi halli og skuldasöfnun Ætla mætti að stórauknar álög- ur R-listans hefðu skilað sér í bættum hag borgarinnar og niður- greiðslu skulda. Við skoðun á árs- reikningum borgarinnar fyrir liðin ár kemur í ljós að því fer fjarri að sú sé raunin. í fjárhagsáætlun R- listans fyrir árið 1998 er t.d. gert ráð fyrir því að líklegur halli á borgarsjóði á árinu 1997 verði á annan milljarð króna eða 8-9% af tekjum. Á árinu 1998 er gert ráð fyrir svipuðum halla. Þrátt fyrir það góðæri sem nú ríkir og stór- hækkun á sköttum og gjöldum er því gert ráð fyrir áframhaldandi halla. Eyðsla um efni fram hefur vitaskuld í för með sér samsvar- andi hækkun á skuldum borgar- innar. I huga almennings er það eitt meginhlutverk stjórnmálamanna að vinna að almannahag. Traust það, er kjósendur kunna að bera til stjórnmálamanna, er undir því komið að orð þeirra og efndir fari saman. Ingibjörg Sólrún lofaði fyrir síðustu kosningar að hækka ekki skatta á kjörtímabilinu. Hún ætlaði einnig að reka borgarsjóð með afgangi og lækka skuldir. Þrátt fyrir ríkjandi góðæri á valdatíma R-listans hafa öll þessi loforð verið svikin. Olíkt hafast þau að Þegar árangur Árna Sigfússon- ar, formanns FIB, er borinn saman við árangur Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á síðasta kjörtímabili kemur í ljós að álögur á borgarbúa hafa að meðaltali hækkað um 30%. Á sama tíma tókst Árna Sigfússyni að lækka bifreiðatryggingar heim- ilanna um 30%. Það má því með sanni segja að ólíkt hafist þau að. Höfundur er nemi. Fasteigna- og skipasala Austorlands ehe. " tryggir farsœl fasteignaviðskipti - Jónas A. Þ. Jónsson hdl., lögg. fasteignasali Kaupvangur 2, Egilstöðura, sími 471 2090, fax 471 2426. Fyrírtæki Sport og útivöruverslun á besta stað á Austurlandi. Þetta er verslun í leiguhúsnæði, sem þjónar viðskiptavinum um allt Austurland. Er með umboð fyrir mörg þekkt vöru- merki. Verslunin hefur getið sér gott orð fyrir fjölbreytt vöruúrval og lipra þjónustu. Afkoma þessa fyrirtækis er góð, og eru miklar líkur á verulegri söluaukningu á þessu ári, enda er þetta eina sérvöru- verslunin af þessu tagi á stóru svæði. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Fast- eigna- og skipasölu Austurlands. Atvinnuhúsnæði Miðvangur 5-7, jarðhæð Egilsstöðum Draumastaður viðskipta og verslunar. Höfum fengið til sölumeðferðar jarðhæð glænýrrar hótelbyggingar í hjarta bæjar- ins. Hæðin selst annað hvort sem ein heild eða skipt (tvo eða fleiri hluta. Selst tilbúið undir tréverk, með fullfrágenginni lóð og bílastæðum. Að auki er sorp- geymsla og fl. sameiginleg með hótelinu. . Nú er rétta tækifærið til þess að koma upp starfsemi sem hentar bæði ferða- mönnum sem og heimamönnum en staðsetningin gerist vart betri. Nánari upplýsingar á skrifstofu Fasteigna- og skipasölu Austurlands. Kauptún 2 - Fellabæ Við þjóðveg nr 1 í alfaraleið getum við boðið upp á þetta húsnæði sem selst í einum eða tveimur hlutum. Húsið er stálgrindarhús og eru út- veggir hlaðnir með svokölluðum Mývatns- steini. Annar hlutinn skiptist í tvo sali sem báðir henta vel undir hverskonar við- gerðaþjónustu. Einnig tilheyrir þessum hluta móttaka, skrifstofa og salemi. Hinn hlutinn er nýrri, en lengi var starfrækt prentsmiðja þar. Á efri hæð eru 3 skrif- stofuherbergi, salerni og opið rými sem geymir einnig lítinn eldhúskrók. 3ja fasa rafmagn. Þetta er húsnæði sem býður upp á óteljandi möguleika Lagarfell 2 - Fellabær Um er að ræða steinhús, sem byggt hef- ur verið í þremur hlutum og eru þessir eignarhlutar skv. Fasteignamati rlkisins 172,9 fm. Skv. teikningum er sameign um 42 fm. Á efri hæð sem er um 150 fm er veitingasalur, bar, salerni og eld- húsaðstaða. Á neðri hæð sem er 22,8 fm (án sameignar) er geymsla og hluti af eldhúsi. Eigninni tilheyrir stór lóð og bílastæði. Aðgengi að húsinu er mjög gott en gengið er beint inn í húsið af götu. Húsið er nú uppsett sem veitinga- hús með eldhúsi, veitingasal og bar, en auðvelt er að breyta húsinu að þeim þörfum sem hentar. Hægt er að skoða nýjan skiptasamning, teikningar o.fl. á skrifstofu Fasteigna- og skipasölu Aust- urlands. Ný sending Stuttir frakkar, ítölsk buxnadress og dragtir k&QýGafiihiMi rJ Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Líkamsrækt, endurhæf- ing og heilsuvernd ^ í Heilsustofnun NLFÍ HEILSUHÆLI NLFÍ í Hveragerði, nú Heilsustofnun, var rek- ið með litlum breyting- um frá stofnun þess ár- ið 1955 fram til ársins 1992. Þá voru gerðar breytingar á starfsem- inni og við rekstrinum tók Heilsustofnun, sem er einkastofnun í eigu N áttúrulækningafélags Islands. Þessar breyt- ingar voru gerðar til að laga starfsemina betur að heilbrigðiskerfinu og styrkja sérhæfða starf- semi, jafnframt sem tryggt var að hlúð yrði að gömlum meðferðarhefðum og áhugamálum náttúrulækninga- manna. Með þessu var staða Heilsustofnunar Náttúrulækninga- félags íslands viðurkennd í ís- lensku heilbrigðiskerfi. Lífsgæði! Öll höfum við mismunandi þarfir og markmið í lífinu, sem við reyn- um að ná. Sumt kemst í fram- kvæmd, annað breytist af ýmsum orsökum. Að hafa möguleika á að gera það sem hvern mann langar til er í hugum flestra merki um lífs- gæði. Stundum verða tækifæri okkar minni til að ná settum mark- miðum, t.d. vegna sjúkdóma og Vor 1998 É|P ^íj|P^ Mfc Jp, V WARNEKS Kringlunni s: 553 7355 slysa. Einkenni sjúk- dóma geta einnig kom- ið fram við of mikið andlegt eða líkamlegt álag. Þetta leiðir til þess að við höfum ekki sömu tækifæri og áður til að stunda vinnu, heimili eða frístundir. Þörf getur skapast á að fá sérhæfða hjálp til að bæta getu okkar og styrkja það heilbrigða í okkur svo að við getum náð því sem við viljum kalla lífsgæði. Starfsemin I Heilsustofnun er iðkuð bæði sérhæfð og almenn endurhæfing. Fjöldi sérhæfðra starfsmanna vinn- ur þar nú. Starfandi eru meðal ann- arra sjúkraþjálfarar, sjúkranudd- arar, sjúkraliðar, læknar og hjúkr- unarfræðingar, auk næringarfræð- ings og sálfræðings. Sérfræðingar í endurhæfingarlækningum, melt- ingar- og hjartasjúkdómum starfa við stofnunina. Á meðferðardeild- um eru stundaðar baðlækningar m.a. lækningajurtaböð, víxlböð og leirböð auk annarra viðurkenndra aðferða við endurhæfingu og gigt- lækningar svo sem sjúkranudd og sjúkraþjálfun. Góð heilsuræktarað- staða er í Heilsustofnun þar sem hægt er að iðka alhliða heilsurækt. Einnig eru möguleikar á líkams- þjálfun og göngutrimmi í stórbrot- inni náttúrufegurð. Læknisfræði- legar upplýsingar þurfa að fylgja beiðni um dvöl í Heilsustofnun en dvalarbeiðni þarf að koma frá lækni. Með slíkum upplýsingum er hægt að velja rétta meðferð og ráð- leggja hæfilegan dvalartíma. I framkvæmdastjóm Heilsu- stofnunar, sem sér um daglegan rekstur, eru framkvæmdastjóri, hjúkrunarforstjóri og yfirlæknir. Markmið og meðferð Heilsustofnun NLFI hefur það sem grundvallarmarkmið að bæta andlegt og líkamlegt atgervi dval- argesta og efla lækningamátt lík- amans með heilsusamlegu liferni, Heilsustofnunin, segir Guðmundur Björnsson, er tilvalinn staður fyrir fólk með hvers kyns sjúkdóma. svo sem neyslu hollrar fæðu og lík- amshreyfingu. Hér er beitt nýjum og gömlum meðferðaraðferðum þar sem byggt er á nýjustu vísind- um og kunnáttu ásamt þeirri löngu reynslu sem er til staðar í meðferð óþæginda frá stoðkerfí. Mikil áhersla er lögð á fræðslu og stuðn- ing fyrir dvalargesti sem vilja breyta um lífsstíl. Meðferð hefst með nákvæmri greiningu á þörfum hvers dvalargests til að geta skipu- lagt endurhæfingu hans. Dvalar- gestir taka þátt í dagskrá sem er auðkennd ákveðnum „línum“. Gerðar eru einstaklingsbundnar áætlanir í meðferð og við útskrift eru gefin ráð um framhaldið. Markmiðið með „línum“ er fjór- þætt: Að sem flestir geti nýtt sér allt sem í boði er. Að samræma meðferð og fræðslu dvalargestum í hag. Að ná fram vinnuhagræðingu og nýtingu í starfínu. Að auðvelda dvalargestum yfirsýn yfir meðferðar- og fræðsluþætti. Reynsla og árangur Reynslan sýnir að fólk vill breyta lifnaðarháttum sínum vegna svo- kallaðra „menningarsjúkdóma" svo sem streitu, rangs mataræðis og rangrar neyslu lyfja. Á undanfóm- um árum hefur aukin áhersla verið lögð á fræðslu með forvarnir í huga og til að kenna fólki að skilja gang og eðli sjúkdóma og læra að lifa við það sem ekki er hægt að bæta lík- amlega. Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði á mikla framtíð fyrir sér þvi hér hefur fólk sem þarfnast meðferðar og endurhæfingar náð miklum og góðum árangri. Höfundur er yfirlæknir Heiisustofn- unar NLFÍ í Hveragerði. Guðmundur Björnsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.