Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 45
j d MORGUNBLAÐIÐ ____________LAUGARDAGUR 14, MARZ 1998 4jjv- AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Kjarni málsins er gott mannlíf HVATINN að baki þátttöku minni í bæj- armálum í Hafnarfirði undanfarin ár byggist fyrst og fremst á áhuga mínum til að bæta manngildi og mannrækt. Þegar ég hugleiddi hvaða leið var að því markmiði, komst ég fljótt að raun um að hún liggur í gegnum fjölskylduna og heimil- ið. Heimilið er alla jafna sá vettvangur, þar sem mótun ein- staklinga í æsku á sér stað og það er innan fjölskyldunnar sem sjálfsímynd bama og unglinga mótast að mestu leyti og viðhorf þeirra til sam- borgaranna verður til. í mínum huga er því afar brýnt að skapa að- stæður og búa til það umhverfí sem hjálpar fjölskyldunni að vera sam- an, þroskast og dafna og mynda þannig kjölfestuna í þjóðfélaginu. Ut frá þessari áherslu er fjöl- margt sem ég vil beita mér að og hefur bein áhrif á manngildi og mannlíf. I fyrsta lagi vil ég sjá aukna áherslu á skóla- og menntamál, allt frá dagvistarmálum upp í fram- haldsskóla. Það er mikilvægt að böm fái notið leikskóladvalar sem fyrsta skólastigs, sem hefur þýð- ingu bæði gagnvart foreldmm og bömum. Markviss uppbygging og vinna í dagvistar- málum skiptir gríðar- lega miklu máli á fyrstu árum bamsins og hér vil ég sérstak- lega leggja áherslu á foreldrasamstarf. Almennt vil ég efla tengsl og samstarf milli kennara, nem- enda og foreldra, um leið og aukin áhersla er lögð á aðbúnað og öryggi í skólum. Ekki síst er þetta mikil- I mínum huga er því afar brýnt að skapa aðstæður, segir Hafrún Dóra Júlfusdóttir, og búa til það umhverfi sem hjálpar fjölskyldunni. Vægt nú, á tímum vaxandi ágangs eiturlyfa. Þar er sterk samstaða kennara og foreldra mikilvægur hlekkur í öflugum forvörnum. Einnig tel ég áhugavert að tengja saman kennslu og reynslu fyrri tíma sem er að finna hjá eldri íbú- um bæjarins og varðveita og nýta Hafrún Dóra Júlíusdóttir á þann hátt mikilvæga menningar- arfleifð. Umgjörðin utan um fjölskylduna og skólann skiptir miklu máli. Hluti af umgjörðinni er framboð og stuðningur við æskulýðs- og íþróttamál af ýmsu tagi. Það skipt- ir miklu máli að böm og unglingar hafi vettvang til að virkja þrótt sinn og kraft á jákvæðan hátt. Á þetta vil ég leggja áherslu. Ég vil sjá markvissa vinnu sem hefur þann útgangspunkt að hér sé um mikilvægt forvamarstarf að ræða, um leið og slíkt eflir félagslegan þroska einstaklingsins og gerir hann hæfari til að taka þátt f sam- vinnu og nýsköpun á öllum sviðum þjóðfélagsins. Kjami málsins er því þessi; við aukum manngildi og mannrækt með því að leggja áherslu á fjöl- skylduna sem homstein fjölskyld- unnar og skapa henni skilyrði til að hlú að hverjum einstökum fjöl- skyldumeðlimi, um leið og við byggjum upp skóla- og stuðnings- kerfi sem hjálpar til. Bætt mann- gildi og mannrækt er um leið for- senda þess að við byggjum upp vandaða einstaklinga. Vandaðir einstaklingar, sem hafa uppeldi, þekkingu, getu, metnað og áhuga til að takast á við sameiginleg verkefni á ólíkum sviðum þjóðfé- lagsins, em forsenda árangurs, hvort sem horft er til atvinnulífs, menningarmála, umhverfismála eða annarra sviða. Að þessu vil ég einbeita mér. í vinnu, sem beint eða óbeint tengist þessum áherslum, vil ég beina mín- um kröftum af áhuga, metnaði og trúmennsku. Höfundur býður sig fram í 2. tíl 4. sæti í pröfkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Hafnarfj örður - bærinn minn HÉR hef ég búið alla mína ævi og hér ætla ég að búa og eng- inn fær því breytt. Sem borinn og bam- fæddur Hafnfirðingur sætti ég mig ekki við hvað sem er bænum mínum til handa, hvorki hver stjómar né hvemig er stjómað. Ég vil að það verði jafnaðarmenn og fé- lagshyggjufólk sem við alþýðuflokksfólk er- um, sem hefur mann- gildið að leiðarljósi. Mörg verkefni bíða Mörg ný verkefni bíða nýrrar bæjarstjórnar, segir Þorlákur Oddsson, svo sem í skólamálum, stækkun hafnarinnar, uppbygg- ingu nýrra hverfa og samgöngum í gegnum bæinn. nýrrar bæjarstjómar næstu 4 ár, svo sem í skólamálum, stækkun hafnarinnar, uppbyggingu nýrra hverfa og samgöngum í gegnum bæinn. Hugsanleg sameining sveitarfélaga og að viðhalda þróttmiklu atvinnulífi í náinni framtíð. Sköpun nýrra atvinnutækifæra. Opna stjómkerfí bæj- arins og bæta þjón- ustu, t.d. að koma allfP' þjónustu bæjarins á einn stað. Að undanfömu hef- ur verið mjög neikvæð umræða um Hafnar- fjörð og bæjarfélagið, þar sem fjölmiðlar hafa farið hamfömm, upplýsingar þeirra hljóta að koma frá aðilum sem vilja ekki veg Hafn- arfjarðar sem mestan. Blásum til sóknar og tryggjum jákvæða ímynd Hafnarfjarðar aftur eins og var. Opið prófkjör Alþýðuflokksins verður nú um helgina 14.-15. mars frá kl. 10-20 báða dagana cfgt tryggjum eðlilega endumýjun list- ans. Kjósendur geta hvergi haft svo afgerandi áhrif annars staðar en hjá Alþýðuflokknum. Bæjarbúar, notið rétt ykkar og veljið þá frambjóðendur sem þið treystið til að fara með stjómun bæjarins. Ég býð mig fram í 4 efstu sætin, stöndum saman. Höfundur er bifreiðastjóri. Þorlákur Oddsson Skapti Hallgrímsson ræðir við Völu Flosadóttur, í blaðinu á sunnudaginn. éngSijS ...jákvæt góðs, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.