Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MARGMIÐLUN 28.990 TX tum 200 Mhz MMX 32 mb SDRAM 3200 MB U-DMA 15” skjár Ati Xpression 3Dbooster 2mb 24 hraða geisladrif Soundblaster 16 180 wött 33.6 bás fax & símsvari 4 mán. hjá Margmiðlun Windows 95b & bók Win 95 lyklaborö & mús Bókin um Windows 95 Epson 400 prentari og kapall þessi vél á aðeins... 129.990 Jedi Knight viðbót Mystery ofSith iiwiinim TexMurphy Overseer G»Schneider MONTANA Flatur SUPER Blackline myndlampi - Nicam Stereo 2 x 35 wött - Textavarp, Scart tengi - Sjálfvirk stöövainnsetnina - Fjarstýring ofl. - OPIÐ Virka daga 10-19 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 13-17 www.bttolvur.is B.T. Tölvur Grensásvegur 3 - Sími 588 5900 Fax 588 5905 Gagnavistunarstafrófssúpa Mikið er að gerast í gagnavistunarmálum um þessar mundir og CD-R, CD-RW, CD-R DVD og fleiri staðlar bítast um hituna. Árni Matthíasson gluggaði í staf- rófssúpuna og kannaði muninn á litarefn- unum cyanine og phthalocyanine. urum, því leysigeislar í þeim og stýribúnaður ráða ekki nema við einfóldustu gerð geisladiska. Nýjasta í geisladiskasúpunni er svo DVD-diskar, sem eru svipaðrar gerðar og hefðbundnir geisladiskar, nema þá að því leyti að þeir geta rúmað meiri gögn vegna ýmissar tækni, meiri bylgjulengdar les- leysigeislans, tvöfalds lags á hverjum diski og svo mætti telja. Skammt er síðan fyrstu DVD-R-drifin komu á markað og kosta enn talsvert, en á slík- um diski má geyma allt að 3,95 Gb af gögnum, eða fimm sinnum meira en á venjulegum CD-R-diski. Á þeim er notað azolitarefni, sem sumir framleiðendur nota reyndar í dýrari gerðir CD-R-diska, gjarna í svonefnda „silfurdiska". Þótt ekki sé langt liðið á tölvu- öld hafa breytingar orðið örari en nokkur gerði sér í hugarlund, ekki síst í gagnageymslutækni. Þegar er gríðarlegt magn gagna ólæsilegt vegna þess að hugbún- aðurinn sem skrifaði þau er ekki til lengur, eða drifin eða segul- böndin sem þarf til að komast að þeim eru ónýt eða komin á haugana. Það verður því æ áleitnari spurning hver sé öruggasta leiðin til að geyma gögn. Svarið við því er reyndar einfalt; best er að nota sýrulausan pappír til að geyma gögn sem ekki mega glatast, en geisladiskurinn er handhægur og traustur geymslumáti. Samkvæmt könnunum virtra stofnana vestan- hafs eiga CD-R-geisladiskar að end- ast í 50 til 100 ár hið minnsta, en máli skiptir að þeir séu rétt varð- veittir. Það liggur í augum uppi að þar sem litarefnið í þeim er ljós- næmt, þótt sterkan geisla þurfi til að breyta því, þá þolir það miður að vera mikið í sterku ljósi eða óvarið fyrir útfjólubláum geislum. Þess eru fá dæmi að gögn hafi glatast af diskum þótt þeir hafi legið óvarðir í sólarljósi, til að mynda úti í glugga, en allur er varinn góður og því best að geyma þá í hulstrinu og helst á dimmum stað ef tryggt á að vera að ekkert glatist. Litarefnin sem notuð eru eru og misnæm fyrir ljósi, og þannig telja menn að diskar með cyanine-litarefninu endist í 70 ár, en hinir með phthalocyanine í um 100 ár. Phthalocyanine-litarefnið gerir og meiri kröfur til leysigeislans, þol- ir minna frávik, eða 5mW, +/- 0,5 mW. Cyanine-litarefnið aftur á móti vill 6mW, +/- lmW, sem gerir að verkum að það gengur í fleiri gerðir skrifara, aðallega eldri gerðir GEYSIÖR þróun er í gagnavistunarmálum og þannig má nú fá geisla- diskabrennara fyrir til- tölulega lítið verð, 30-40.000 kr., og diskarnir sjálfir hafa hrapað í verði; kostuðu víða á annað þús- und fyrir ári en fást nú á allt niður í 250 kr. Tækninni hefur fleygt ört fram því diskar sem skrifa má á aftur og aftur, allt upp í 1.000 sinnum, svonefndir CD-RW-diskar, eru komnir á al- mennan markað og skammt í að hægt verði að kaupa á skaplegu verði CD-R DVD-diska sem nærfellt fjögur gígabæti af gögnum. Geisladiskar eru steyptir eftir kolefnismóti með grópum. Gróp- irnar eru jafn breiðar og djúpar, en lengd þeirra er breytileg og bilið á milli þeirra. Styttri gerðin kallast 3T-gróp og sú lengri 11T. Á brennanlegum diskum svoköll- uðum er ljósnæmt litarefni og þegar leysigeisli skín á efnið af réttum styrkleika breytist það og ýmist endurkastar ljósi eða drekkur það í sig. Leysigeisli í brennara er með þrjár stykleikastillingar. Á hæsta hitar hann lagið sem á að skrifa á og fyrir vikið gleypir það í sig ljós. Á miðstillingu bræðir hann litarefnið og kristallar það þannig að það endurkastar ljósi. Með því móti má líkja eftir grópum á hefð- bundnum geisladiski. Ekki er þó auðhlaupið að því að tryggja að merkin (,,grópirnar“) á viðkomandi diski séu af réttri lengd, enda haga litarefnin sér ólíkt eftir því hversu lengi þau eru hituð. Þannig er ekki hægt að ganga út frá því sem vísu að merki sem leysigeisli gerir á slík- an disk verði helmingi lengra þótt geislinn skíni helmingi lengur. Við það bætist að líka getur skeikað í lestrinum og því ekkert svigrúm fyrir frávik. Til að sigrast á þessum vanda er svo búið um hnútana að brennarinn beitir ákveðinni tækni til að breyta merkjunum til að kom- ast sem næst því sem upphafleg gögn krefjast. Skrifarar nota tvær aðferðir til að brenna á diska, svokallað Long Write Strategy, LWS, og Short Write Strategy, SWS, og eiga við mismunandi gerðir af brennara- diskum, hvort litarefnið á þeim er cyanine eða phthalocyanine, en bæði eru þau bláleit eins og nafnið gefur til kynna. Mismunandi litur á diskunum sjálfum ræðst af húðinni sem sett er yfir litarefnið og er mis- munandi eftir framleiðendum, frá gulllit í eins konar bláma eða silfur. Þeir halda og fram að mjög muni á diskum eftir lit, en þar sem þeir verða allir að lúta sama stranga staðlinum er munurinn sáralítill. Fyrir cyanine-diska hentar betur að nota LWS, því 3T-merki verða nákvæmari með henni, en á móti er betra að nota SWS fyrir pht- halocyanine-diska. Sem stendur er ekki hægt að breyta um brennslu- aðferð í drifum, en tillaga að nýjum staðli kveður á um að á diskinum séu upplýsingar ætlaðar brennnar- anum sem segja til um hvaða brennsluaðferð á að nota. Endurskrifanlegir diskar Svonefndir endurskrifanlegir diskar, CD-RW, hafa verið lengi í þróun og komnir á almennan mark- að á mjög svo viðráðanlegu verði. Þeir geyma gögnin á svipaðan hátt í grunnatriðum, þ.e. þeir líkja eftir grópum með sérstökum merkjum á diskinum, líkt og CD-R-diskar. Efn- ið í þeim er aftur á móti annars eðl- is, tellurium-málmblanda sem skipt- ir um fasa eftir því sem leysigeisli hitar það og myndar þannig á þeim merki sem ýmist endurkasta geisl- anum eða gleypa hann í sig. Á slíkum diski má koma fyrir um 650 Mb af gögnum, en skrifa má á hvern disk allt að 1.000 sinnum, því efnið glatar hæfileikanum til að breytast smám saman. Til að skrifa á diskinn eru ýmsar aðferðir; hann er ýmist allur skrifaður í einu eða í stórum skömmtum líkt og hægt er að gera með CD-R-disk, en með ýmsum CD-RW-geislabrennurum fylgir hugbúnaður sem gerir kleift að skrifa á diskinn í litlum skömmt- um, eins og hvert annað diskadrif. Heldur eru drifin hægvirkari en vinsæl drif með miklu rými, til að mynda Zip-drif, þar sem geyma má 100 Mb á hverjum diski, eða Jaz- drif, þar sem geyma má 1 Gb á hverjum diski. Diskarnir hafa það þó fram yfir keppinautana að hægt er að „loka“ þeim, ef svo má segja, þ.e. skrifa þannig skráatöflu á þá að lesa má diskinn í hvaða geisladrifi sem er og þar sem geisladrif eru í velflestum tölvum gefur augaleið að það er mjög handhæg leið til að senda gögn á milli staða. Þó verður að geta þess að vegna eðlis tellur- ium-blöndunnar er endurkastgeta hennar mun minni en litarefnanna í CD-R-diskum og því geta margar eldri gerðir geisladrifa ekki lesið CD-RW-diska. Diskinn er síðan hægt að „opna“ aftur í CD-RW-drifinu og bæta við gögnum, eða þurrka út og byrja upp á nýtt. Ekki er hægt að skrifa tón- list á slíka diska og spila í geislaspil- VEPPÖNQ ► SLÓÐIN http://www.sintercom.org/mak- an/index.html er ætluð svöngum Singapore- búum, ekki síst þeim sem eru fjarri föður- landinu og komast ekki í góðmetið heima fyrir. Séu menn aft- ur á móti í Singapore eða á leið þangað er sagt frá helstu veitingastöð- um, hvað sé gómsætt þar að finna og hvaða staði ætti að forðast eins og heitan eldinn. Prýðilegur listi er yfir grænmeti það og jarð- ávexti sem Vesturlandabúum finnst framandi og gefnar ábendingar hvað komið geti í stað þess, en mest um vert er þó uppskriftasafn slóðarinnar, því þar er að finna uppskriftir frá Malaysíu, Singapore, Indónesíu, Tælandi, Víetnam og Kóreu, aukinheldur sem þar er að finna nokkurt safn flækingsuppskrifta. \0 ► Grænmetisætur eru víða með slöðir með fróðleik og uppskriftum til að breiða út sitt evangelíum. Meðal merkra slóða er http://www.veg.org/veg/ en þar má finna ýmsar upplýsingar, til að mynda fréttir fyrir grænmetisætur, sagt frá mótum þeirra um víða veröld og þess getið að næsta alheims- þing grænmetisæta verði haldið í Tælandi í sumar. Mikill slóðabanki er af uppskriftum, sagt frá bókum og hugbúnaði og birtar grein- ar um grænmetisát, þar á meðal mikil saman- tekt bandaríska matvælaeftirlitsins sem rek- ur kosti og galla þess að vera grænmetisæta. ► Culinaria Online heitir fyrirtæki sem hefur sérhæft sig í að tína út úr umræðuhópum um mat á alnetinu bitastæðar uppskriftir og safna þeim saman og flokka. Á slóðinni http://www.culinaria.com/cgi/culinari- aHome.cgi kemur fram að rótin að þessu öllu saman var kennsluforrit fyrir einkatölvur sem aldrei komst á koppinn en í staðinn varð til Culinary Assistant, gagnagrunnur á netinu með ríflega 10.000 uppskriftum og matseðl- um með 1.500 uppskriftum. ► Cordon Bleu er matreiðsluskóli í París sem nýtur mikillar virðingar og hefur gert lengi. Þar er frönsk matreiðsla kennd samkvæmt gamalli hefð eins og sjá má á síðum sýndar- veitingahúss sem skólinn hefur komið upp á heimsýningarslóð. Á http://sunsite.unc.edu/ expo/restaurant/restaurant.html er liægt að skoða matarsýningu sem byggist á sjö daga matseðli með uppskriftum. ► Það má líka læra matreiðslu eftir Cordon Bleu-hefðinni utan Frakklands og í New York er til að mynda skóli sem kennir Cordon Bleu-matreiðslu. Slóð skólans er http://www.frenchculinary.com/ en þar má fá frekari upplýsingar um námið, hægt er að óska frekari upplýsinga og lesa fréttabréf skólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.