Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 57 < i i í i i i i 4 I 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 Fiskvinnslufólk ekki haft með í ráðum DEILD fiskvinnslufólks innan Verkamannasambandsins hefur sent sjávarútvegsráðherra bréf þar sem gagnrýnt er að fiskvinnslufólk hafi ekki verið haft með í ráðum í störfum fiskverðsnefndar nýlega. Bent er á að ýmsir hagsmunahópar hafi verið kallaðir til. Bréf deildar- innar til Porsteins Pálssonar sjávar- útvegsráðherra fer hér á eftir: @texti: „Samkvæmt því sem kom- ið hefur fram í fjölmiðlum hefur þriggja manna nefnd „fiskverðs- nefnd“, sem falið var af sjávarút- vegsráðherra að setja fram tillögur til lausnar kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna nú skilað tillögum sín- um. Pað hefur jafnframt komið fram að fundað hefur verið með hluta þeirra aðila sem hagsmuna hafa að gæta um tillögurnar. Að venju hefur einn aðili, sá fjölmenn- asti, sem ekki hefur minnstra hags- muna að gæta, samtök fiskvinnslu- fólks, ekki verið kvaddur að málinu. Það liggur þó ljóst fyrir að allar ákvarðanir um fískveiðar, fiskveiði- stjórnun og verðlagsmál sjávarút- vegsins geta haft áhrif á kjör þess fjölmenna starfshóps sem vinnur í landvinnslunni. Samtök fiskvinnslu- fólks innan Verkamannasambands íslands harmar þá afstöðu sem kemur fram í þessum vinnubrögð- um og telja hana ekki til farsældar atvinnugi-eininni." Bílagasolía sam- kvæmt Evrópu- staðli hjá ESSO OLÍUFÉLAGIÐ hf. hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: „Olíufélagið hf. ESSO reið á vaðið árið 1992 og hóf sölu á bílagasolíu yfir vetrartímann með frostþol -24 gi'áður. Nýjung Olíufélagsins hf. að þessu sinni er sala gasolíu til notk- unar á bifreiðar og vinnuvélar sam- kvæmt EN 590 staðli Evrópubanda- lagsins. Gasolían sem um ræðir er umhverfisvænni en áður hefur þekkst og gefur hreinni bruna auk þess sem brennisteinsinnihald er að jafnaði aðeins 0,04% af þyngd olí- unnar. Gasolían er nú á öllum sölustöð- um Olíufélagsins hf. hvar sem er á landinu." Valferð og skíðaganga á dagskrá FI FERÐAFÉLAG íslands efnir til tveggja ferða á sunnudaginn. Kl. 10.30 er skíðaganga á Þingvalla- svæðinu. Farið verður þangað sem snjóalög eru hagstæðust. Farar- stjóri er Bolli Kjartansson. Kl. 13 er svokölluð valferð. Þetta er gönguferð í 2-3 klst. á skemmti- legu svæði norðaustan við höfuð- borgina m.a. verður skoðaður foss í vetrarbúningi. Verð 1.000 kr., frítt fyrir börn með fullorðnum. Farar- stjóri er Sigurður Kristjánsson. Brottför er frá BSÍ, austanmegin, og Mörkinni 6. Fyrirhugaðri Selatangaferð er frestað. Námskeið um ofvirkni barna og unglinga NÁMSKEIÐ verður haldið í Gerðu- bergi föstudaginn 27. mars og laug- ardaginn 28. mars næstkomandi um ofvirkni barna og unglinga. Fjallað verður um orsakir, horfur og að- stæður fjölskyldunnar. Þá verður sagt frá meðferð og kennslu fyrir ofvirk börn og unglinga, bæði í leik- skóla og grunnskóla. Eirð, fræðsluþjónusta um uppeldi °g geðheilsu barna og unglinga, hefur nýlega verið stofnuð. Að henni stendur fagfólk sem starfar á barna- og unglingageðdeild Land- spítalans og Dalbrautarskóla. Þau hafa langa reynslu í greiningu og meðferð ofvirkra barna og unglinga °g ráðgjöf við foreldra og kennara. Hópurinn hefur undanfarin ár hald- ið fjölda námskeiða og íyrirlestra um athyglisbrest með ofvirkni, fyrir fagfólk og foreldra, bæði á höfuð- borgarsvæðinu og úti á landi. Upplýsingar veita Kristín Krist- mundsdóttir, félagsráðgjafi, Mál- fríður Lorange, sálfræðingur, og Guðríður Guðbjartsdóttir, fulltrúi, milli kl. 18-20. Kaffídagur Dýrfirðinga- félagsins DÝRFIRÐINGAFÉLAGIÐ í Reykjavík heldur árlegan kaffidag félagsins sunnudaginn 15. mars í Bústaðakirkju. Hefst hann með guðsþjónustu kl. 14 en þegar henni lýkur hefst kaffisala í safnaðai'heim- ilinu. Prestur verður sr. Pálmi Matthíasson. Allir velunnarar fé- lagsins og Dýrafjarðar eru vel- komnir og er félagsmönnum 70 ára og eldri sérstaklega boðið. Tilgangur þessarar samkomu er tvíþættur, segir í fréttatilkynningu. I fyrsta lagi rennur allur ágóði til byggingar aldraðra heima í Dýra- firði og í öðru lagi styi'kir samkom- an samheldni þeirra Dýrfirðinga sem flutt hafa að vestan á liðnum árum eða eiga ættir sínar þangað að rekja. Ferðafundur húsbilaeigenda FERÐAFUNDUR Félags húsbíla- eigenda verður haldinn næstkom- andi sunnudag kl. 14 á Dugguvegi 12, Reykjavík. Fundarstjóri er Hólmar Tryggvason. Á ferðafundunum eru teknar ákvarðanir um ferðir sumarsins, alls 7 ferðir. Einnig verður mynda- sýning úr 10 daga svokallaðri stóru ferð síðasta sumars sem farin var á sunannverða Vestfirði. JÓHANN Krisljánsson vefstjóri íslandsbanka (t.v.) afhendir Guðjóni Steindórssyni verð- launin í netleik bankans. Verðlaun afhent í netleik íslandsbanka DREGIÐ hefur verið í verðlauna- leik íslandsbanka og datt Guðjón Steindórsson í lukkupottinn. Leikurinn fór fram á vefsíðum Is- landsbanka dagana 2.-17. febrúar og fólst í því að fara í gegnum allar kynningarsíður Heimabankans. Dregið var úr nöfnum þeirra sem luku keppni og hlaut sá heppni 20.000 frípunkta sem hann getur ráðstafað að vild. Fræðslu- bæklingur um skógrækt ÚT ER kominn bæklingur um fræðslu- og félagsstarf Skógræktar- félags íslands fyrir árið 1998. Þessi bæklingur er hluti af fræðsluátaki skógræktarfélaganna og Búnaðar- banka íslands hf. sem styrkir verk- efnið. Bæklingurinn er sendur til allra félagsmanna í skógræktarfélögun- um og í honum eru kynntir helstu liðir í fræðslustarfi skógræktarfé- laganna í landinu. Bæklingnum er einnig dreift í útibúum Búnaðar- bankans. Fræðslustarf Skógrækt- arfélags Islands er fjölbreytt og helstu liðir þess eru: Skógræktar- námskeið ætluð sumarbústaðaeig- endum og öðrum landeigendum, framhaldsnámskeið í skógrækt um sérhæfðari mál, skógargöngur, opn- ir fræðslufundir í Mörkinni, nám- skeið einstakra skógræktarfélaga í landinu og fræðsluferðir innan- og utanlands. Þeir sem áhuga hefðu á að nálg- ast bæklinginn og frá frekari upp- lýsingar geta haft samband við Skógræktarfélag Islands. Kvikmyndasýn- ingar fyrir börn KVIKMYNDASÝNINGAR eru fyrir börn í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Sunnudaginn 15. mars verða sýndar þrjár teikni- myndir um Gubben Pettson Sýndir verða þrír skemmtilegir þættir um kallinn Pettson sem er svolítíð skrýtinn og köttinn hans Findus. Kötturinn á til dæmis 3 af- mælisdaga á ári og þá bakar Pett- son alltaf uppáhaldskökuna hans, „pönnukökuköku“. Teiknimyndirn- ar hafa notið gífurlegra vinsælda hjá yngstu kynslóðinni, segir í fréttatilkynningu. Myndin er með sænsku tali. Áhrif lækkaðs lögaldurs til áfeng-iskaiipa alvarleg ÁFENGISVARNARRÁÐ varar við lækkun áfengiskaupaaldurs og seg- ir að flestum muni ljóst að áfengis- neysla 15-17 ára unglinga muni aukast verulega ef lögaldur til áfengiskaupa verður lækkaður í 18 ár. „Slíkt gerðist í Bandaríkjunum og annars staðar þar sem slíkt hef- ur verið rannsakað enda kaupa ung- lingar gjarnan áfengi fyrir vini sína sem ekki hafa náð lögaldri til kaup- manna. Hér á landi er sérstök ástæða til að gefa gaum að þeirri staðreynd að aldursmörkin lenda á miðjum framhaldsskólaaldri ef lækkuð verða. Um tvítugt eru hins flestir við háskólanám, starfsnám eða í atvinnu. Ekki er kunnugt að nokkur staðar hafi verið sýnt fram á að lækkun lögaldurs til áfengiskaupa hafi stuðlað að minni drykkju og tjóni af völdum hennar," segir í fréttatilkynningu frá Áfengisvarn- arráði. Framhaldsnám við KHÍ í tölvu- og upplýsinga- tækni KENNARAHÁSKÓLI íslands býð- m- upp á framhaldsnám skólaárið 1998-1999 á nýrri 15 eininga náms- braut um tölvur og upplýsingatækni. Námið er skipulagt sem fjamám í eitt á með nokkrum staðbundnum lotum. Fléttað verður saman fræði- legri umfjöllun og reynslu til að auka þekkingu og fæmi nemenda varð- andi nýtingu tölvu- og upplýsinga- tækni í námi og kennslu, námskrár- vinnu og námsefnisgerð. Eitt 5 ein- inga námskeið verður á haustmisseri, annað 5 eininga námskeið á vorönn og tvö námskeið á sumarönn, þriggja og tveggja eininga. Unnt er að ljúka námi af brautinni með tvennum hætti, með formlegri viðurkenningu eða sem hluta af meistarprófsnámi. Rétt til að sækja um inngöngu eiga þeir sem lokið hafa fullgildu starfsmenntanámi á sviði kennslu, þjálfunar, uppeldis og umönnunar. Gilt er nám frá Fósturskóla íslands, Háskóla íslands, Háskólanum á Akureyri, Iþróttakennaraskóla ís- lands, Kennaraháskóla íslands, Kennaraskóla íslands, Þroska- þjálfaskóla íslands og öðrum skól- um sem veita sambærilega mennt- un. Auk þess þurfa umsækjendur að hafa lágmarksfæmi í tölvunotk- un (ritvinnsla, myndvinnsla, tölvu- póstur, veraldavefur). Valið verður úr hópi umsækjenda með hliðsjón af menntun þeirra og starfsreynslu sem tengist nýtingu tölva- og upplýsingatækni í námi og kennslu. Breskir fjölmiðl- ar heimsóttir NEMAR í hagnýtri fjölmiðlun við Háskóla Islands heimsóttu nýlega helstu fjölmiðla í London, m.a. BBC, WTN, Financial Times og The Independent. í tilefni þeimsóknarinnar bauð Benedikt Ásgeirsson sendiherra hópnum til móttöku í bústað sínum við Park Street. Auk þess voru í boðinu starfsmenn íslenska sendi- ráðsins og forvígismenn íslendinga- félagsins í Bretlandi. Fyrirlestur um dauðarefs- ingar í Banda- ríkjunum BANDARÍSKU hjónin Hugo Bedau og Constance Putnam halda óformlegan fyrirlestur á vegum Fé- lags áhugamanna um heimspeki og Siðfræðistofnunar Háskóla íslands þriðjudaginn 17. mars kl. 12. Fyrir- lesturinn er fluttur á ensku í Odda, stofu 101 og er öllum opinn. Fyi-irlesturinn ber yfirskriftina „The Current Status of Death Penalty in the U.S.“ Efni fyrirlest- ursins fjallar um þær siðferðilegu og réttarheimspekilegu deilur um réttmæti eða óréttmæti dauðarefs- inga sem blossað hafa upp með reglulegu millibili, segir í fréttatil- kynningu. Saga Boutique í Leifsstöð NÝ verslun, Saga Boutique, var opnuð hinn 7. mars sl. í Leifsstöð á Keflavíkurflugvelli en Flugleiðir hafa rekið Saga Boutique, toll- frjálsa sölu ýmiss konar varnings, í árabil um borð í flugvélum fé- lagsins. Markmiðið með opnun verslunarinnar er að veita úrvals þjónustu í Leifsstöð og gefa fólki kost á að kaupa gæðavöru á hag- stæðu verði og nýta þannig tím- ann í stöðinni, segir í fréttatil- kynningu. Nýja verslunin, sem er nálægt veitingasölunni, býður upp á léttan herrafatnað og aukahluti frá Hugo Boss, svissneska og ítalska skó frá Bally, kvenföt frá Aquascutum, Kello, Donna Karan, Betty Barcley og fleirum en einnig verður boðið’ upp á ýmiskonar fylgihluti, s.s. sokkabuxur frá Orebleu, töskur frá Longcamp, belti, slæður, nærföt og fleira frá viðurkenndum framleið- endum. Verslunin verður opin frá kl. 5.30 til 18.30 fyrst um sinn en hún verð- ur opin lengur fram á kvöldið yfir sumartímann. Þau Putnam og Bedau hafa hald- ’ ið ýmsa fyrirlestra víðs vegar, eink- um um mál tengd dauðanum, m.a. við Háskóla Islands nú þessa dag- ana. Putnam vinnur nú að doktors- verkefni við Tufts-háskóla í Banda- ríkjunum um líknarmeðferð og dauðahjálp en Bedau er prófessor við sama skóla. Píanótónleik- ar á Akureyri RICHARD Simm píanóleikari heldur tónleika á vegum Tón- listarfélags Akureyrar í Safn- aðarheimili Akureyrarkirkju og hefjast þeir 20.30 annað- kvöld, sunnudagskvöldið 15. mars. Á efnisskránni fyrir hlé eru þrjár sónötur eftir Scarlatti, Scherzo eftir Chopin og Années de Pélerinage númer 1. 2 og 3 eftir Liszt. Eftir hlé leikur Richard ljóðræn smá- verk eftir Grieg, Études Tabl- eaux op. 39 nr. 5 og 6 og tón- leikana endar hann með því að leika þrjá þætti úr Préludes bók II eftir Debussy, en flest þessara verka marka djúp spor í þróun píanósins sem hljóðfæris. Richard Simm fluttist til Is- lands árið 1989 og stundaði tónlistarkennslu í Skagafirði til ársins 1991 er hann fluttist til Akureyrar. SIGRÚN Björnsdóttir, stundakennari við Háskóla íslands, Benedikt Ásgeirsson sendiherra ásamt hópi nema í hagnýtri Qölmiðlun, starfs- mönnum sendiráðsins og öðrum gestum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.