Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 59 BREF TIL BLAÐSINS Frá Árna Helgasyni: RONALD Reagan Bandaríkjafor- seti reisti sér veglegan minnisvarða þegar hann stuðlaði að þvi að lög- aldur til áfengiskaupa í Bandaríkj- unum var hækkaður í 21 ár. Til þess naut hann stuðnings margi’a góðra manna, meðal annarra landlæknis þar vestra og nokkurra öfiugra al- mannasamtaka. Telja fróðir menn að hann hafi bjargað tugþúsundum unglinga frá limlestingum eða bana. Jóhanna Sigurðardóttir þingmað- ur hefur hins vegar fengið þá rang- hugmynd að lækkun áfengiskaupa- aldurs sé æskileg - ef ekki bráð- Við sama heygarðshornið nauðsjmleg. í því efni er hún alltaf við sama heygarðshornið. Að sjálf- sögðu eru bjórknæpueigendur og aðrir sem græða á áfengissölu sama sinnis. (Það eitt ætti að fá fólk með almenna greind til að hugsa sitt ráð!) Svo eru auðvitað nokkrir þing- menn á svipuðu þroskastigi og Jó- hanna. Og öll eru þau að reyna að fiska atkvæði í gruggugu vatni því alltaf eru einhverjir svo fáráðir að Dagvistarvandinn Frá Valgerði Einarsdóttur: GREIN eftú unga konu í Morgun- blaðinu um dagvistarmál 4. mars sl. vakti athygli mína. Ekki var það vegna þess að dagvistarmál hafi farið hátt í umræðunni undanfarið sem greinin vakti athygli mína heldur kannski einmitt vegna þess hve lítið hefúr farið fyrir þessum málaflokki miðað við ástand mála. Dagvistarmál eni mikil- vægur málaflokkur og mikilvægt að vel sé haldið á þessum málum. Brotalöm í dagvistarmálum Hin unga kona sagðist eiga 2 ára gamalt barn sem væri á biðlista eftir plássi á leikskóla og lítil von væri að það kæmist að í bráð. Sagði hún að 900 börn væru á biðlistum sem ég veit að er rétt, en jafnframt sagði hún að ljóst væri að önnur börn væru af einhverjum ástæðum tekin fram yfir hennar barn. Ljótt er ef satt er. Engin ástæða er þó til að tortryggja konuna um það enda ým- islegt sem bendir í þessa átt eftir því sem ég hef heyrt. í því umhverfi sem ég lifi í, fjölskyldu-, vina- og kunn- ingjahópi, skynja ég það mjög að brotalöm er í dagvistarmálum í borginni. Það virðist sem seint gangi á biðlista enda hefur miðstýring orð- ið allsráðandi í þeessum málaflokki efth’ að vinstri menn komust í meiri- hluta í borgarstjórn. Nú hafa heim- greiðslur verið afnumdar og þeim foreldrum sem vilja hafa börn sín all- an daginn á leikskóla er gert hærra undir höfði en þeim sem vilja aðeins hafa börn síri hálfan daginn. Margir foreldrai' eiga kost á að vera með börnum sínum hálfan daginn og vilja því aðeins hafa þau á leikskóla hinn helming dagsins. Það á að vera frjálst val fólks, en ekki vera háð miðstýringu forsjárhyggjuafla í borgarstjórn hvernig foreldrar eyða tíma sínum með börnum sínum auk þess sem vafasamt er hversu gott það er börnunum að vera allan dag- inn á leikskóla. Svikið Ioforð Að lokum spyr hin unga kona og beinir spurningu sinni til borgar- stjóra, hvort rétt sé að R-listinn hafi lofað að öll börn 2 ára og eldri yrðu búin að fá leikskólapláss fyrir lok árs 1997. Þessari spurningu get ég svar- að en virðing R-listans og borgar- stjóra fyrir kjósendum er minni en konuna giunar. R-listinn lofaði að svo fljótt sem haustið 1996 myndu öll börn 2 ára og eldri hafa fengið leik- skólapláss og að fyrh- lok kjörtíma- bilsins hafi öll börn 1 árs og eldri fengið þá vistun sem foreldrar þeirra vilja nýta sér. Allh' vita hvað um þetta loforð hefur orðið og verð ég að taka undir með konunni að mér líkar ekki heldur við stjórnmála- menn sem komast til valda með því að lofa einhverju sem þeir hafa svo hvorki getu né vilja til að standa við þegar á hólminn er komið. Þykh- mér það standa valdaráni næst. VALGERÐUR EINARSDÓTTIR, Laugarnesvegi 40, Reykjavík. Laugardagur í Kópavogi Frá Guðmundi Hallgrímssyni: KLUKKAN er átta að morgni. Er virkilega kominn laugai'dagur? Og laugardagurinn byijar alltaf á laugar- dagsgöngu Hana nú klukkan 10 og það er augljóst mál að maður þarf að drífa sig, þvo sér og raka og greiða og fá sér eitthvað að borða. Þegar því er lokið skal spá í veður og færð. Utlitið er gott. Logn. 3 stiga frost en smáfól á jörðu, ákjósanlegt gönguveður. Og nú af stað upp í Gjábakka. Uti fyrir dyrum stendur maður, sem býð- ur góðan daginn um leið og maður nálgast, tekur í hendi manns, spjallar aðeins ef svo stendur á, býður svo að ganga í hús og fá sér nýlagað mola- kaffi. Þama er giunnurinn að hinni lifandi Hana nú hreyfingu. Grunnurinn sem byggt hefur verið á í tæp 15 ár. Og sí- fellt er verið að byggja við. Þetta handaband að morgni og eðlilegt við- mót skapar sterka samkennd meðal þess fólks sem sífellt fer f Hana nú göngu á laugardögum og aðra starf- semi Frístundahópsins. Við göngum í hús, bjóðum, góðan dag, því það eru þegar nokkrir Hana nú liðar mættir, fáum okkur kaffitár og síðan er farið að rabba við þá sem fyrir eru um daginn og veginn. Nú sem fyrr er rætt um veður, hið eilífa umræðuefni og svo um eftirtektar- verðar nýjustu fréttir úr fjölmiðlunum. En nú er kl. 10 og tími kominn til að fara í göngu. Hin „þróttmikla" forusta kallar tilbúin til göngu og allir rísa úr sætum og hverfa út. Það er létt yfir fólki því það er dásemdardagur. Stefnan er tekin niður í Kópavogs- halda að hlutir sem þessir séu ung- lingum til góðs. Aftur á móti vekur það furðu að Jóhanna skuli nefna Ólaf landlækni sem stuðningsmann við glapræði heygarðshornsfólksins á þingi. Og nefnir hann meira að segja í sömu andrá og Böðvar Bragason og fé- lagsmálaráð Reykjavíkur sem hefur unnið sér það helst til ágætis að stuðla að gegndarlausri fjölgun vín- veitingahúsa í umdæmi sínu. Landlæknamir Guðmundur Björnsson og Vilmundur Jónsson áttu veigamikinn þátt í því að áfeng- isneysla íslendinga var minni en annarra Evrópuþjóða fram yfir miðja þessa öld og tjónið af hennar völdum að sama skapi minna. Það gerðist þannig að menn beittu al- vöru forvörnum - sem einfeldningar og hagsmunapotarar hafa verið að brjóta niður undanfarin ár - en ekki með gagnslausu spjalli við börn og unglinga. Fyrir það minnumst við þeirra, sem og baráttumanna Góð- templarareglunnar, með sérstakri virðingu. Ósköp hefði nú verið gam- an fyrir núverandi landlækni að bætast í þann hóp. En ef það er satt hjá Jóhönnu að hann kjósi heldur að vera í kompaníi við Böðvar Braga- son og félagsmálaráð þá er ekki hægt annað en að taka sér í munn orð Lása kokks: Til lukku með líkið! ÁRNI HELGASON, Stykkishólmi. dal og síðan út í vesturbæinn meðfi’am Kópavoginum. Það er ekki margt sem vekur eftirtekt nú á þon-a, því það má segja að allt sé í dvala nú um hávetur. En þó eru fuglar á voginum, sem draga að sér athyglina og verið er að spá í. Þessi umrædda ganga var ljúf og létt og allir skiluðu sér heim endur- nærðir. Þannig hefur þetta gengið fyi’- ir sig í tæp 15 ár, gengið alla laugar- daga, aldrei fallið úr laugardagur þótt veður hafi verið válynd. Eitt dæmi um hvemig gönguhópn- um er tekið á sínum ferðum. Það var í haust að við gengum fram hjá húsi sem stendur dálítið sér. Þar kom út kona, bauð góðan dag og sagði. Mikið er gaman að sjá ykkur, gerið það fyrir mig að líta inn og fá hressingu. Boðið vai’ þegið og þáðar veitingar. Og þama ríkti svo sannarlega Hana nú gleði og hlýja. Síðan var þakkað fyrii- sig og lokið göngu með frjásri aðferð. Hana nú vefurinn er mjög litríkur nú í dag og hefur verið það undanfarin ár. Þar blómstrar bókmenntaklúbbui’ og er vís til stórræða. Á síðasta vetri var lesið um Færeyjar og síðan blásið til ferðar þangað, sem tókst afar vel. Enda er djörf forasta fyrir hópnum sem sýndi úrvals takta þá sem oft áð- ur. Og ekki má gleyma öllum þeim ferðum sem famar hafa verið á hina ólíklegustu staði. Og spjallkvöld og kleinukvöld hafa staðið fyrir sínu. Allt sem að framan er sagt stuðlar að því að halda heilbrigðri sál í hraustr um líkama og hver dagur býður uppá eitthvað nýtt og er tilhlökkunarefni. GUÐMUNDUR HALLGRÍMSSON, skíðakennari og Hana nú félagi. Sprenghlægilegur gamanleikur Cf |í | /f |T IjtóiSiAvfKUR^I / BORGARLEIKHÚSIÐ m
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.