Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand f Þegar maður er hvolpur er eitt Veistu þá hvað mamma Mundu eftir að þvo þér um ! af því fyrsta sem manni er kennt segir alltaf? loppurnar á eftir ... ! að „heilsa með handabandi". BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Mamma, af hverju? Frá Ardísi Henriksdóttur: MAMMA, af hverju ætlar þú að hætta að vera hjúkrunarkona? Þessa spurningu fékk ég frá syni mínum nú um daginn er hann heyrði frétt í útvarpinu þess efnis að hjúkrunarfræðingar á Sjúkra- húsi Reykjavíkur og Ríkisspítölum væru að hugsa um að segja upp. Af hverju? Þetta er sú spuming sem ég sjálf hef verið að reyna að svara síðastliðna mánuði. Þegar hjúkrun- arfræðingar gerðu síðast kjara- samning sl. vor var gerður kjara- samningur þar sem félagið mitt, Félag íslenski'a hjúkrunarfræð- inga, samdi um nýtt launakerfi, þar sem í miðlægum kjarasamningi var m.a. samið um launatöflu, vinnu- tíma og fleiri slíka þætti. Síðan skyldu fulltrúar stéttarfélagsins og stofnunar semja um það á hverjum vinnustað fyrir sig hvaða forsendur yrðu lagðar til grundvallar ákvörð- un launa hjúkiunarfræðinga í nýju launakerfi. Átti þá m.a. að taka mið af starfslýsingu hjúkmnarfræð- inga, ábyrgð þeirra, menntun, reynslu og fæmi. Þessari vinnu átti að ljúka 30. nóv. 1997 og í fram- haldi af því myndu laun hjúkmnar- fræðinga taka breytingum í sam- ræmi við samkomulag sem gert yrði á hverri stofnun fyrir sig. Núna er kominn marsmánuður og samningur liggur ekki enn fyrir á þeirri stofnun sem ég starfa hjá. Það eina sem heyrist er að það eigi að raða öllum almennum hjúkmn- arfræðingum í launaramma A. Skilgreining á launaramma A er m.a. að starfið felst í almennum störfum sem unnin era undir ábyrgð eða umsjón annarra. Þetta get ég ekki skilið öðmvísi en að okkar viðsemjendur telji það að hjúkrunarfræðingar beri enga ábyrgð á eigin störfum og eigi því að raðast neðst í lægsta launaflokk. Ef ég myndi samþykkja að þiggja laun samkvæmt launaramma A væri ég í raun að brjóta gagnvart siðareglum hjúkmnai-fræðinga, þar sem stendur í 6. grein að hjúkranarfræðingur ber faglega og lagalega ábyrgð á störfum sínum. Einnig er þessi lýsing í fullu ósam- ræmi við starfslýsingu almennra hjúkmnarfræðinga á þeirri stofnun sem ég starfa hjá. Eg tel því að skárri kosturinn væri að finna mér vinnu þar sem ég ber enga ábyrgð, þarf ekki að vinna á öllum vöktum , fæ frí á hátíðis- og tyllidögum, að ég tali nú ekki um helgar, og fái sambærileg laun ef ekki hærrí. Þess vegna, sonur sæll, er mamma að hugsa um að hætta að starfa sem hjúkrunarfræðingur! ARDÍS HENRIKSDÓTTIR, hjúkrunarfræðingui’ á Landspítala. Gegn valdníðslu Frá Önnu Þorsteinsdóttur: OPIÐ bréf til Ingibjargar Pálma- dóttur ráðherra. „Milljónir í bætur“ hljóðar fyir- sögn blaðagreinar DV frá 7. mars sl. Greinin segir frá því að Karl Steinar Guðnason, forstjóri Trygg- ingastofnunar í'íkisins, hafi með ólögmætum hætti, að mati umboðs- manns Alþingis, vikið Guðjóni Al- bertssyni lögfræðingi úr stöðu sinni. Bótaféð var sótt til skatt- greiðenda. Guðjón Albertsson átti að baki 25 ára starf í þjónustu ríkisins og hafði um árabil gegnt yfirmanns- stöðu sem deildarstjóri Ti’ygginga- stofnunar ríkisins, eða allt þar til honum var skyndilega sagt upp stöðu sinni, en Karl Steinar hafði skömmu áður komið að stofnun- inni. Ástæða brottvikningar var sú að Guðjón neitaði að verða við til- mælum Karls Steinars forstjóra Tryggingastofnunar að segja af sér deildarstjórastöðu vegna svokall- aðrar „endurskipulagningar" og gerast undirmaður að nýju. Olögleg brottvikning embættis- manns úr stöðu til að rýma sæti hans íyrir annan, er ekki einkamál þolandans, heldur mál er varðar alla þegna landsins, a.m.k. þá sem gera þær kröfur til stjórnvalda að þau sjái sóma sinn í að almenn mannréttindi séu viðhöfð í landinu. Að skáka ríkisstarfsmanni frá eftir dygga þjónustu hjá ríkinu í sam- fleytt 25 ár, er afar grimmileg að- för að einstaklingi. Málið horfir al- varlega við þegar sannast að upp- sögnin var bæði ólögmæt og ástæðulaus og að þolandinn vann sér ekkert til sakar. Á sama tíma og ráðuneyti yðar sker niður þjónustu til heilbrigðis- og tryggingarmála sökum fjár- skorts, er því gert að greiða bætur fyrir brotalamir í stjórnsýslu Tryggingastofnunar ríkisins, án þess að nokkur sé dreginn til ábyrgðar. Það þykir mér óréttlátt. Ég geri þær kröfur til yðar, hæst- virtur heilbrigðis- og tryggingaráð- herra, að þér upplýsið okkur al- menning um, hver ber ábyrgð á lögbrotinu og hvort sá sem brýtur lög á öðram fái að starfa áfram óá- talið við stofnun sem heyrir undir ráðuneyti yðar? ANNA ÞORSTEINSDÓTTIR, gmnn- og framhaldsskólakennari, Hjellandshaga, 6011 Alesund, Noregi. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.