Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 15 LANDIÐ Morgunblaðið/Björn Blöndal VERÐLAUNAHAFARNIR frá Suðurnesjum í stærðfræðikeppni grunnskólanna. Frá vinstri til hægri eru: Kristján Ásmundsson, síðan koma nemendur úr 8. bekk, Ágúst Ingi Brynjarsson úr Keflavík, sem varð í 1. sæti og Kristín Rúnarsdóttir úr Njarðvík, sem varð í 3. sæti. Þá koma nemendur úr 9. bekk: Ingunn S. Gunnlaugsdóttir úr Keflavík, sem varð í 1-2. sæti og Guðný P. Þórðardóttir úr Keflavík, sem varð í 3. sæti. Næst eru nemendur úr 10. bekk: Jóhann Már Jóhannsson úr Keflavík, sem varð í 1. sæti, Ragnar Már Skúlason, Keflavík, sem varð í 2. sæti og Heiða Björg Árnadóttir úr Njarðvík, sem varð í 3. sæti. Lengst til hægri er Una Steinsdóttir þjónustufulltrúi íslandsbanka, sem styrkti keppnina. Stærðfræðikeppni grunnskólanna Keflavík - Stærðfræðikeppni grunnskólanna fór fram í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja 21. febrú- ar sl. AUs tóku 87 krakkar þátt í keppninni og voru þau úr 10. bekk, 9. bekk og 8. bekk. Krökk- unum sem tóku þátt í keppninni voru siðan veittar viðurkenningar um síðustu helgi og sagði Ólafur Jón Arnbjörnsson skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja við það tækifæri að árangurinn í keppninni hefði verið góður sem sæist af samanburði við aðra Góður ár- angur hjá Suðurnesja- krökkum landshluta og vonandi yrði þetta að árlegum viðburði. Keppendur voru úr öllum skólum á svæðinu, flestir úr Holtaskóla, eða 44, 17 úr Njarðvík, 6 úr Gerðaskóla, 7 frá Stóru-Voga- skóla, 9 frá Sandgerði og Grinda- vík sendi fjóra keppendur. ísa- landsbanki styrkti keppnina og veitti peningaverðlaun en þrír efstu í hverjum árgangi hlutu verðlaun og tíu efstu fengu viður- kenningarskjöl frá Fjölbrauta- skóla Suðurnesja fyrir góða frammistöðu. Kristján Ásmunds- son, svæðis- og deildarstjóri í stærðfærði og raungreinum við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sá um keppnina. Kvennaveldi í Skallagrími Borgarnesi - Aðalfundur Ung- mennafélagsins Skallagríms í Borgarnesi fór fram 9. mars sl. í húsnæði félagsins við Skalla- grímsgötu 7a. Húsnæðið fékk fé- lagið til afnota á síðasta ári og bætir það mikið aðstöðuna. Áður hafði félagið eitt herbergi í íþróttamiðstöðinni, en nú hefur hver deild sitt herbergi auk sameiginlegs rýmis í húsinu. Húsið er á góðum stað í bænum í nágrenni íþróttamiðstöðvarinnar og Skallagrímsvallar. Innan félagsins eru starf- andi fimm deildir: Bad- mintondeild, fijálsíþrótta- deild, knattspyrnudeild, körfuknattleiksdeild, Ieik- deUd og sunddeUd. Starfið var öfiugt í þeim öllum á síðasta ári. Meðal málefna sem rædd voru á fundinum var vímuvarnastefna Skallagríms sem er í mót- um um þessar muudir. Ekki er hægt að segja að hlutur kvenna í stjórn- unarstörfum sé rýr innan Skallagríms. Af fimm for- mönnum deilda eru þijár konur við völd. Þá er aðal- stjórn félagsins eingöngu skipuð konum. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir var endurkjörin for- maður til tveggja ára. Anna Björk Bjarnadóttir var kjörin ritari í stað Helgu Halldórsdóttur en fyr- ir í stjórn var Kristín María Val- garðsdóttir. Varamenn voru kosn- ir Svanur Steinarsson og Sigríður Karlsdóttir. Morgunblaðið/Ingimundur STJÓRN Ungmennafélagsins Skalla- gríms í Borgarnesi. F.v. Anna Björk Bjarnadóttir ritari, Jófríður Hanna Sig- fúsdóttir formaður og Kristín María Val- garðsdóttir gjaldkeri. Nýtt íþróttahús í Snæfellsbæ haustið 1999 TILLÖGUR arkitektastofunnar Glámu/Kím urðu fyrir vali dómnefnd- ar í lokaðri samkeppni sem haldin var um hönnun nýs íþróttahúss í Snæ- fellsbæ. Stofurnar Arkþing og Batt- eríið tóku einnig þátt í keppninni, en 30 ai’kitektastofur sóttu um þátttöku að undangengnu forvali. Áætlað er að framkvæmdir hefjist á sumri komanda og á húsið að vera tilbúið til notkunar fyrir 1. september 1999, segir í fréttatilkynningu. Bygg- ingin er rúmlega 2.500 fm og inni- heldur meðal annars íþróttasal, for- sal, búningsherbergi, þreksal og fjöl- notasal. Bæjaiyfirvöld Snæfellsbæj- ar, í samstarfi við Framkvæmdasýslu ríkisins, efndu til samkeppninnar þegar fyrir lá að vanda yrði til hönn- unar hússins vegna nálægðar þess við Ólafsvíkurkirkju. I vinningstillögunni er leitað samhengis við landslagið og byggðina í kring auk þess sem land- halli lóðarinnai- er nýttur. Dómnefnd skipuðu Páll Ingólfsson forseti bæjarstjómar, Erlingur Jó- hannesson skólastjóri Iþróttakenn- araskólans á Laugarvatni, Sigríður Sigurðardóttir arkitekt FAI fyrir hönd Framkvæmdasýslu ííkisins, Maggi Jónsson arkitekt FAÍ og Sól- veig Berg Björnsdóttir arkitekt FAI. Tillögurnar þrjár eru til sýnis í Grunnskólanum í Ólafsvík til 13. mars. Góður árangur í pappírssöfnun hjá Sorpstöð Suðurlands Morgunblaðið/Sig. Fannar. UNGA fólkið á Selfossi og nágrenni er meðvitað um inikilvægi uinhverfis- verndar og endurvinnslu á pappír. Selfossi - Umhverfismál ým- iss konar hafa mikið verið til umræðu á seinustu misserum. Viðhorfsbreyting gagnvart sorpmeðhöndlun og endur- vinnslu hefur orðið til batnað- ar sem og umhverfisvitund al- mennt. Þar hafa Sunnlending- ar ekki látið sitt eftir liggja. Á Suðurlandi hefur verið móttaka á pappír til endur- vinnslu í tæp tvö ár. Móttaka var í fyrstu bundin við stærri þéttbýliskjarna en síðastliðið sumar bættust átta sveitarfé- lög í hóp þeirra níu sem buðu þessa þjónustu fyrir. Femu- söfnun bættist við í júlí sl. en söfnunin er samvinnuverkefni Mjólkurbús Flóamanna og Gáma- þjónustunnar og hefur árangur af þeirri söfnun verið mjög góður, að sögn forsvarsmanna Sorpstöðvar Suðurlands. Eyrbekkingar standa sig best af Sunnlendingum, en þar skila íbúar 18,4 kg af femum og pappír pr. mann á ári. Rétt á eftir Eyrbekkingum koma Selfyssingar og Hvolhreppur er síðan í þriðja sæti. Árangur Eyr- bekkinga og Selfyssinga er sá besti á landinu, samkvæmt upplýsingum frá Guðmundi Tryggva Ólafssyni, starfs- manni Sorpstöðvar Suðurlands, og til samanburðar má geta þess að á Egilsstöðum og nágrenni hafa safn- ast 8 kg pr. mann á ári. TILLAGA arkitektastofunnar Glámu/Kím að fþróttahúsi Snæfellsbæjar. Aðrar vélarstærðir einnig á tager, viðbótarbúnaður titgreindur: Honda Civic 1.6 VTi.VTEC Honda Civic 1.5 LSi VTEC Honda Civic 1.4 Si HONDA Verð á götuna: 1.295.000,- Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri nnlla.lið..Lv..ej..ði.bllsins. M400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun Hoftpúðar fyrir ökumann og farþega iRafdrifnar rúður og speglar iVindskeið með bremsuljósi kÚtvarp og kassettutæki iHonda teppasett M4" dekk ► Samlæsingar ► ABS bremsukerfi ►Ryðvörn og skráning 1 890.000, - ■ 1.490.000,- ■ 1.375.000,- 160 hestöfl 115 hestöfl 90 hestöfl 15" álfelgur Rafdrifin sóltúga 6 hátalarar Sportinnrétting Leðurstýri og leðurgírhnúður Fjarstýðar samlæsingar Höfuðpúðar attan 4 hátalarar Hæðarstitlanlegt ökumannssæti Sjálfskipting 100.000,- [0 HOXDA S(ml: 520 1100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.