Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Klakahús menningar- innar bráðna Stokkhólmur getur verid kuldalegur. Það er eins og kuldinn smjúgi inn á mann með ágengari hætti en víðast hvar annars staðar. Menn munu þó vera sammála um að borgin sé falleg þótt Feneyjar norðursins sé kannski ekki alveg rétta orðið. S Stokkhólmi um daginn fékk ég að sjá Klakahöll- ina sem reist hefur verið í tilefni þess að Stokk- hólmur er menningar- höfuðborg 1998. Allan daginn var löng biðröð fólks sem vildi fá að ganga inn í „salina“ í þess- um sérkennilegu húsakynnum. Ekki beinlínis snjóhús heldur klakahús væri eðlilegri nafngift um sænsku Klakahöllina því að ekki er hún háreist. En nógu kuldaleg er hún. Eg nennti ekki að bíða í nístandi febrúarkuld- anum í Kungstrádgárden eftir að fá að skyggnast um inni, ekki hlýnaði mér VIÐHORF yiðaðrekastá —— klakaskulpt- Eftir Jóhann úrana sem ætl- Hjálmarsson að var að prýða garðinn. Stokkhólmur getur verið kuldalegur. Það er eins og kuld- inn smjúgi inn á mann með ágengari hætti en víðast hvar annars staðar. Menn munu þó vera sammála um að borgin sé falleg þótt Feneyjar norðursins sé kannski ekki alveg rétta orð- ið. Bjartsýnir menn freista þess að veiða í soðið í Leginum. Rétt hjá gramsa frakkaklæddir „flækingar“ í ruslakörfum og flestar búðir virðast fullar. I Ríkinu nær eftirspurnin há- marki. Borgarlestin fer víða og teyg- ir sig lengra og lengra. Bráð- lega nær hún til Gautaborgar og Malmö, kannski Hamborgar. I lestinni má sjá dapurleg merki um umgengni farþega, en þeg- ar ég beini sjónum til lofts rekst ég á kunnugleg orð á innrömm- uðu spjaldi: englaljóð eftir spænska skáldið Rafael Alberti í sænskri þýðingu Lasse Söder- bergs. Alberti er elsta núlifandi skáld frá gullöld þriðja áratugar spænskrar Ijóðlistar, kynslóðar- innar sem kennd er við árið 1927. Hann er fáeinum árum yngri en Federico García Lorca sem lést 1936, en 5. júní í sumar eru liðin 100 ár frá fæðingu Lorca. Súrrealistinn og byltingar- maðurinn Rafael Alberti beinir skeytum sínum að erkibiskupum og öðrum kirkjunnar mönnum í ljóðinu í borgarlestinni. Ekki veit ég hve mörgum Svíum það hefur orðið dægrastytting. A menningarári gerist vitan- lega margt og munu eflaust margir fagna því að Nútíma- listasafnið verður opnað á ný fljótlega. Myndlist, leiklist, danslist, tónlist setja svip sinn á allt árið og reynt verður að hlúa sérstaklega að jaðarlist, þ.e.a.s. list sem hugsjónamenn og fá- mennir og fjárlitlir hópar strita við að koma á framfæri. Fjöl- breytni verður leiðarljós að sögn skipuleggjenda. Hvað verður um bækur og bókmenntir á menningarári? er spurning sem vaknar. Eg átti þess kost ásamt öðrum að hlýða á frásögn embættismanns borg- arinnar um bókmenntahlið há- tíðarinnar og kom í ljós að ekki er ætlunin að úthýsa skáld- skapnum. Orðið verður haldið í heiðri. 011 skólaböm hitta tvo rithöf- unda á árinu. Bonniers-forlagið gefur 60.000 bækur. Það er talið skipta mestu máli að ná til bam- anna. Lögð verður áhersla á sænska frásagnarlist og munu þekktir leikarar lesa upp á ólíklegustu stöðum. Lesið verður úr gömlum og nýjum Stokkhólmsskáldsög- um í samvinnu við útvarpið. Erlendir rithöfundar koma í heimsókn, meðal þeirra Þjóð- verjinn Christa Wolf og væntan- legur breskur Booker-verð- launahafi. Samaskáldkonur og verðlaunaskáld Sama, Nils-Asla- ak Valkeapáá, lesa upp. I mars munu ljóðskáld tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs 1998 flytja verk eftir sig í Stokkhólmi. Fullyi-t er að mikill bók- menntaáhugi sé meðal almenn- ings. Ungt fólk mun lesa upp. í Konunglega bókasafninu verða sýndar norrænar teikningar og efnt verður til myndasagnahá- tíða um borgina. Tímaritastefna verður haldin. Grennslast verður fyrir um hvemig alþýðubók- menntir líta út nú. I Kúrdíska bókasafninu (Kúrdar eru fjöl- mennir í Stokkhólmij verður tjáningarfrelsi rætt. Attatíu er- lendir rithöfundar munu ræða ritfrelsi í Kulturhuset. Rithöf- undar úr hópi kvenna þinga. Margt verður gert fyrir þýð- endur. Mikil þýðendaveisla stendur í marga daga. Þýðendur sænskra bókmennta koma frá ýmsum löndum, m. a. Astralíu, Kína og Japan. Verk sem Krist- ina drottning skrifaði á frönsku verða þýdd á sænsku. Astrid Lindgren verður hyllt og Augusts Strindbergs minnst í þrjár vikur. Gyðinglegt leikhús verður opið. Barnabókahátíð hefst í október, Evrópsku bók- menntaverðlaunin verða afhent í nóvember. Bókasöfn munu leika stórt hlutverk á menningarárinu. Bókaforlög leggja undir sig Humlegárden og efnt verður til ljóðasamkeppni þar sem garður- inn er yrldsefnið. Eitt er víst: Klakahúsin bráðna þegar menningin stend- ur sem hæst. Árið 2000 verður Reykjavík menningarhöfuðborg ásamt fleiri borgum. Margs verður að minnast þetta ár, en þess er að vænta að bókmenntimar gleym- ist ekki. AÐSENDAR GREINAR Samkeppni og’ landbúnaður HINN 11. febrúar sl. hélt Verslunarráð ís- lands árlegt Viðskipta- þing. Samkeppnismál vora þar að vanda ofar- lega á baugi. I ræðu formanns Verslunar- ráðs kom fram að þar á bæ hafa menn tekið eft- ir þeim breytingum sem orðið hafa á rekstr- arumhverfi landbúnað- arins á síðustu árum. Athygli vekur aftur á móti sú fáfræði sem fram kom í erindi Sig- urðar Stefánssonar, framkvæmdastj óra VIB, þar sem segir orð- rétt: „Höft á eðlilega samkeppni í landbúnaði era enn umtalsverð. Innflutningur á landbúnaðarvöram er að mestu leyti bannaður nema á afurðum sem alls ekki er hægt að framleiða á Islandi. Islenskir neyt- endur greiða eitt hæsta verð í heimi fyrir landbúnaðarvörur sínar. Framframleiðsla bænda nýtur nærri fullkominnar einokunar og úrvinnsla mjólkurafurða er að heita án samkeppni og óhóflega dýr.“ Af því tilefni skulu rifjuð upp nokkur atriði um samkeppni og verðlag á landbúnaðarvörum hér á landi. í febrúarhefti Hagtíðinda 1997 var gerð grein fyrir hlutfalls- legu verðlagi á matvöram í ESB- löndunum auk íslands, Noregs, Sviss og Póllands. Þar má lesa að hlutfallslegt verðlag á matvöram var mun hærra í Sviss, Noregi og Danmörku (sem við gjarnan viljum bera okkur saman við i lífskjöram) en á Islandi árið 1995. Verðlag á matvöra í Finnlandi og Svíþjóð var síðan lítið eitt lægra. Reglur um innflutning á landbún- aðarvöram hafa tekið verulegum breytingum á síðustu áram og inn- flutningsbönnum verið breytt í tolla hér á landi í samræmi við landbún- aðarkafla samnings um Alþjóðavið- skiptastofnunina (WTO), auk þess sem kveðið er á um lágmarksað- gang. Það er viðurkennt á alþjóð- lega vísu að ávinningur þessa sam- komulags felist einmitt í þessu, þ.e. að breyta bönnum í tolla og opna Erna Bjarnadóttir þannig fyrir viðskipti. Það sé síðan framtíðar- verkefni að vinna að lækkun tollanna og þannig auka heimsvið- skipti með búvörur. Deilum innan WTO um takmörkun á viðskipt- um af heilbrigðisástæð- um (sbr. hormónadeilu Bandaríkjanna og ESB) virðist hins vegar hvergi nærri lokið. Hvað fullyrðingum um „nærri fullkomna einokun“ í frumfram- leiðslu búvara viðvíkur, þá er þeim vísað til föð- urhúsanna. Eins og áð- ur var vikið að hefur innflutningur verið leyfður á ýmsum búvöram samkvæmt WTO-samkomulaginu. Auk þess var gert sérstakt sam- komulag við ESB um lækkun tolla ✓ I febrúarhefti Hagtíð- inda 1997 má lesa, segir Erna Bjarnadótt- ir, að hlutfallslegt verðlag á matvörum var mun hærra í Sviss, Noregi og Danmörku en á Islandi árið 1995. á grænmeti. Samkeppni ríkir síðan einnig t.d. milli kjöttegunda og landbúnaðarvara við aðrar matvör- ur. Ef fer sem horfir verður verð til bænda frjálst á nær öllum búvöram frá 1. september nk. Lágmarksverð verður gefið út á mjólk, samkvæmt nýjum samningi, en frjálst verð verður á nær öllum kjöttegundum. Þá standa fyrir breytingar á rekstrarumhverfí mjólkursamlaga og verðlagningu mjólkurvara í heildsölu. Mjólkurvörar era auk þess í samkeppni við aðrar drykkj- arvörar og innflutning, t.d. á ostum. Af framansögðu má ráða að fúll- yrðingar um „nærri fullkomna ein- okun“ í viðskiptum með búvörar hér á landi era í mörgum tilfellum byggðar á vanþekkingu, auk þess sem ýmsar breytingar hafa þegar verið ákveðnar á rekstraramhverfi greinarinnar og koma til fram- kvæmda á næstu missemm. Bænd- um er eðlilega nokkurt áhyggjuefni í hvaða farveg þessar breytingar munu endanlega falla. Veldur þar miklu um sú samþjöppun sem orðið hefur á smásölumarkaði á undan- fómum misseram. Sú staða sem virðist vera komin upp með neyt- endur á öðram endanum, stórar smásölukeðjur í miðjunni og bænd- ur og dreifmgaríyrirtæki í þeirra eigu á hinum endanum, minnh- ekk- ert sérstaklega á módel fyrir full- komna samkeppni. I ágætri skýrslu Verslunarráðs, „Samkeppni í ís- lensku atvinnulífi“, er fjallað um samkeppnisáhrif af þessu tagi („lóðrétt áhrif á samkeppni"). A sambærilegri stöðu heftu- verið tekið í samkeppnislöggjöfinni í Frakklandi. Þar hefur verið bætt inn ákvæðum sem m.a. heimila bændum að grípa til sameiginlegra aðgerða til að bregðast við „kreppu- ástandi“ á markaðnum, með því að skipuleggja magn og gæði fram- leiðslunnar, versla undir einu vöra- merki og/eða semja um eitt sameig- inlegt verð. I Sviss, þar sem smá- söluverslun er að stærstum hluta í höndum tveggja fyrirtækja, hafa bændur samið við smásölugeirann um „reglur góðrar hegðunar". í flestum búgi-einum er hlutfall fasts kostnaðar í rekstri mjög hátt. Það þýðir, samkvæmt einfaldri hagfræði, að bændur hætta ekki framleiðslu fyrr en verð er orðið mjög lágt (lægra en breytilegur kostnaður á einingu). Þegar við bætist langur framleiðsluferill og lágt verð á eignum, sem bundnar era í rekstrinum, verður staða framleiðenda í verðsamkeppni mjög veik. Hagsmunir þjóðarbús- ins geta hins vegar ekki legið í að stefna atvinnugrein í fjöldagjald- þrot. Því er augljós nauðsyn þess að búa henni „eðlileg samkeppnis- skilyrði" til framtíðar. Höfundur er hagfræðingur og deildarstjóri hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins. (Af)taka tvö ÞÆR ERU margar, spurningarnar í lífinu. Orfáar þeirra era: Er gott fyrir menn að lifa saman í samfélagi? Er gott fyrir samfélagið og einstaka íbúa þess að menn tjái hver öðrum hugsanir sínar og hug- myndir? Er gott að sumir menn geri meira af því en aðrir, ef þeir era sérstaklega hæfir til þess? Hafa slíkir listamenn jafn mikið gildi fyrir samfélagið og t.d. sorphreinsunar- menn, ljósmæður og strætisvagnabílstj órar ? Ætti fólk í þessum starfsstéttum að geta séð sér farborða með vinnu sinni, hafi hún gildi fyrir samfélag- ið? Líkt og öll önnur svör eru svörin við þessum spurningum ekki sjálf- gefin. Þó virðist samfélagið telja sorphreinsunarmenn, ljósmæður og strætisvagnabílstjóra ómissandi og borgar þeim laun sem duga þeim a.m.k. til að skrimta, svo nýta megi starfskrafta þeirra á morgun. Afstaðan til listamanna einkennist af meiri tvískinnungi. Annars vegar er viður- kennt að mannleg hugsun og tilfinningar hafi risið hæst og reist sér varanlegasta minn- isvarða í verkum lista- manna - og listamönn- um er hampað, þeir dýrkaðir, steyptir í styttur og prentaðir á peningaseðla. Hins vegar er litið á lista- menn sem letingja og landeyður, sem afætur á samfélaginu, og ef þeim er sinnt í nokkra fá þeir náðarsamlegast að lifa á styrk frá rík- inu eins og aðrir örkumlamenn. Flestir fá þó ekkert, nokkrir mega lifa til hálfs, fingrafjöld fær styrk í eitt eða þrjú ár. Það að listamenn þurfi yfirleitt að sækja um styrki, en geti ekki lif- að af verkum sínum, er brýnt um- hugsunar- og umfjöllunarefni í sjálfu sér sem ekki verður farið út í hér. En sjái einhver ofsjónum yfir því að ríkið skuli yfirleitt borga listamönnum laun skal bent á þá margyfirlýstu staðreynd að ríkið Að listamenn þurfí yfír- leitt að sækja um styrki, en geti ekki lifað af verkum sínum, segir Isak Harðarson, er brýnt umhugsunar- og umfjöllunarefni. hefur áður fengið þá peninga í kassann af sölu á verkum og efni- við listamannanna - og það marg- falt. Hvað sem þessum vangaveltum líður er það staðreynd að ríkið borgar nokkrum listamönnum starfslaun til nokkurra mánaða. Það er ekki sjálfgefið fremur en lýðræðið, og fyrir það skal þakkað (eins og ríkið má líka þakka fyrir ósjálfgefna tilvist listamanna). Hitt er ekki heldur sjálfgefið, hverjir umsækjenda um starfslaunin eigi að hljóta þau. Uthlutunarnefndun- um er áreiðanlega mikill vandi á höndum þegar þær velja og hafna. Gott væri ef þær hefðu réttlátar reglur að styðjast við í mati sínu og ísak Harðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.