Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 1
136 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 61. TBL. 86. ÁRG. LAUGARDAGUR14. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Tvennt fórst í snjó- flóði á Lofoten Peysa úr ull af Dollý EINRÆKTAÐA ærin Dollý hefur verið rúin í vísindaskyni og peys- an sem prjónuð var úr reyfinu var sýnd á Vísindasafninu í London í gær. „Verið velkomin á opnun einhverrar óvenjulegustu sýningar sem nokkru sinni hefur verið sett upp,“ sagði John Dur- ant, aðstoðarframkvæmdastjóri safnsins, er hann kynnti Holly Wharton, 13 ára stúlku sem sýndi peysuna, sem hún hannaði sjálf. Vísindasafnið gekkst, ásamt fleirum, fyrir samkeppni um útlit peysunnar. „Hún er hlý,“ sagði Wharton um peysuna, sem var prjónuð í vél í Leedsháskóla. Reyfið var öllu lengra en venjan er með ull af ám af kyni Dollýar, Finn Dorset, en vísindamenn Reuters telja að það stafi fyrst og fremst af því að Dollý hafi notið betra atlætis en aðrar ær og hafi ekk- ert með það að gera að hún var einræktuð. ROSKIN hjón, Einar og Lilly Myklebust, fórust í snjóflóði í Skjelfjorden á Lofoten snemma í gærmorgun. Flóðið hreif íbúðarhús þeitra með sér niður í fjöru og stendur einungis steypt neðri hæð hússins enn á sínum stað. Aðra íbúa í Skjelfjorden sakaði ekki, að því er lögregla á Lofoten tjáði fréttastofunni NTB. Snjóflóðið var um 300 metra breitt og enn er mikil flóðahætta á svæðinu og í gær var hafist handa við að flytja íbúa byggðarlagsins á brott frá hættusvæðum. Mikið hvassviðri, snjór og lítið skyggni torveldaði brottflutning og björg- unarstarf. Lögregla hvatti íbúa alls staðar á Vestur-Lofoten til að halda sig innandyra í gær. Norskur hermaður sem tók þátt í æfingu í Troms, í Norður-Noregi, lenti einnig í snjóflóði í gær, en hann komst af sjálfsdáðum upp úr flóðinu og sakaði ekki. Þyrla varð frá að hverfa Vegna veðursins í Skjelfjord varð þyrla, sem nota átti við björg- unarstarfið, frá að hverfa og var einvörðungu hægt að sinna starf- inu af sjó. Mörg minni snjóflóð tor- velduðu björgunarmönnum að fara landleiðina til Skjelfjorden, þar sem búa um 120 manns. Björgunarmenn vissu ekki í gær hvort einhverjir íbúanna gætu flutt aftur til síns heima síðar um dag- inn. Snjóflóðasérfræðingur frá Rannsóknastofnun í jarðfræði var væntanlegur í gær til þess að meta ástandið. A sjötta áratugnum fórust tveir í svipuðu snjóflóði í Skjelfjorden. Höfðu þeir verið í húsi sem stóð við hlið hússins sem Myklebusthjónin voru í er þau fórust í gær. Zr\t '-W.'-V , .w J <■-., S RÚSTIR hússins í Skjelfjord sem Myklebusthjónin bjuggu í. NTB Norðmenn lýsa vonbrigð- um með njósnir Rússa Suður-Kdrea 5,5 millj- ónir fá sakar- uppgjöf Seoul. Reuters. FORSETI Suður-Kóreu, Kim Dae- jung, veitti í gær 5,5 milljónum manna sakaruppgjöf og þeirra á meðal voru 74 pólitískir fangar. Aðrir höfðu verið dæmdir fyrir ým- is lögbrot, svo sem ölvunarakstur, og 2.304 þeirra sem voru náðaðir sátu í fangelsi. „Þetta er víðtæk- asta sakaruppgjöfin frá stofnun ríkisins," sagði Park Sang-cheon dómsmálaráðherra. Park sagði að markmiðið með sakaruppgjöfinni væri að skapa einingu meðal þjóðarinnar og auð- velda henni að takast á við efna- hagsþrengingarnar í landinu. Kim Dae-jung forseti var sjálfur árum saman í fangelsi á síðasta áratug fyrir baráttu gegn einræð- isstjórninni sem var þá við völd. Mannréttindahreyfingar óánægðar Mannréttindahreyfingar höfðu lagt fast að forsetanum að veita öll- um pólitískum fóngum landsins sakaruppgjöf en hann varð ekki við þeirri beiðni. Hreyfíngarnar áætla að 400 samviskufangar séu í landinu en aðeins 74 þeirra fengu sakarupp- gjöf. „Við urðum fyrir miklum von- brigðum með þessa ákvörðun," sagði talsmaður mannréttinda- hreyfíngarinnar Minkahyup og benti á að helmingi fleiri samvisku- fangar hefðu verið leystir úr haldi þegar forveri forsetans, Kim Young-sam, tók við embættinu 1993. Meðal þeirra sem verða ekki leystir úr haldi er Woo Yong-gak, norður-kóreskur hermaður sem hefur verið í fangelsi í 40 ár og ekki viljað afneita kommúnismanum. Hann hefur verið lengur í fangelsi en nokkur annar pólitískur fangi í heiminum. NORSKIR ráðherrar lýstu í gær vonbrigðum sínum með njósnastarf- semi Rússa í Noregi en í fyrradag var fímm rússneskum sendiráðs- mönnum vísað úr landi. Sagði Knut Voilebæk, utanríkisráðherra Nor- egs, að norska stjórnin hefði lagt sig fram við að eiga sem best samskipti við hið lýðræðislega Rússland og seint viljað trúa þvi, að allt væri enn í sama farinu og á dögum kalda stríðsins. Aud-Inger Aure, dómsmálaráð- herra Noregs, sagði í gær, að þetta mál væri það alvarlegasta, sem upp hefði komið í samskiptum Noregs og Rússlands frá því að Arne Treholt var afhjúpaður sem njósnari Rússa. Lagði hún áherslu á, að í þessu máli hefði enginn Norðmaður gerst brot- legur og Svein Lamark, sem „njósn- aði“ fyrir Rússana, hefði verið norsk- ur gagnnjósnari. Kjell Magne Bondevik, forsætis- ráðherra Noregs, hefur aflýst heim- sókn sinni til Moskvu í næstu viku vegna málsins og á þessari stundu veit enginn hvað verður með fyrir- hugaða, opinbera heimsókn Haralds konungs til Rússlands en af henni átti að verða fyrir mitt þetta ár. Vollebæk sagðist í gær vona, að Rússar svöruðu ekki brottrekstrin- um með því að vísa norskum sendi- mönnum frá Rússlandi enda hefðu þeir enga ástæðu til þess. Rússar hafa hins vegar áskilið sér allan rétt til að grípa til „viðeigandi ráðstaf- ana“ en lýsa jafnframt furðu sinni á því, að heimsókn Bondeviks skuli hafa verið frestað. Hinn umdeildi rússneski þingmað- ur, Vladímír Zhírínovskí, fullyrti í samtali við 7Y 2 að málið hefði kom- ið upp vegna stuðnings Norðurland- anna, þ.á m. Noregs og íslands, við Eystrasaltsríkin. Norska ríkisútvarpið skýrði frá því í gær, að norska stjórnin hefði ætlað að bíða með brottreksturinn fram yfír heimsókn Bondeviks en neyðst til að láta til skarar skríða vegna þess, að dagblaðið Verdens Gang hafði komist á snoðir um málið og ætlaði að segja frá því. Lamark hafði samband við blaðið að fyrra bragði og segist ritstjóri þess telja að hann hafi með þvi viljað tryggja stöðu sína, sem honum hafi þótt ótrygg og erfíð. Lamark bannað að tjá sig frekar Forsætisráðuneytið norska hefur bannað Lamark að tjá sig frekar um málið og hefur honum verið fyrir- skipað að fara í hálfs mánaðar leyfi. Þá lýsti yfirmaður norsku leyniþjón- ustunnai' því yfír í gær að Lamark hefði brotið samning sinn við leyni- þjónustuna með því að leysa frá skjóðunni við fjölmiðla. Aðeins tveir Rússanna, sem vísað var úr landi, eru nú í Noregi en hinir þrír erlendis. Fá þeir ekki að snúa aftur til Noregs. Frá stríðslokum hafa Norðmenn vísað 50 sovéskum og síðar rússneskum sendiráðs- mönnum úr landi og voru þeii' flestir 1991, átta talsins. Kom sá brott- rekstur til vegna upplýsinga frá Míkhaíl Bútkov, KGB-njósnara, sem settist að á Vesturlöndum. Norskir fjölmiðlar hafa það eftir heimildum, að innan rússneska sendiráðsins í Osló hafi lengi verið mikill ágreiningur meðal starfsfólks- ins. Þótt kalda stríðinu sé lokið, starfi þar enn menn, sem kunni fátt annað til verka en að njósna og því viiji þeir halda áfram. Aðrir séu því andvígir og leggi áherslu á eðlileg samskipti við Norðmenn. ■ Þú borgar mér ekki/36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.