Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998
„Er fúsjón
í kvöld
mamma?“
Nú er hugtakið „fúsjón“ ekki lengur
einkaeign eðlisfræði og tónlistar, heldur
hefur það einnig slegið í gegn í matargerð-
inni, eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur
með dæmum.
KANELSTENGUR, stjörnuanis, sítrónur, rauðlaukur, chili og döðl-
ur: Allt er þetta girnilegur kostur í ýmsa rétti, eða saman sem uppi-
staða í góða kryddsultu.
BÆÐI í eðlisfræði og tónlist
hefur enska orðið „fusion“
löngu unnið sér hefð sem
fagheiti yfir samruna
krafta eða tóna. Undanfarið hefur
það svo skotið upp kollinum í matar-
gerð, reyndar orðið ærlegt tískufyr-
irbæri þar, svo það er enginn kokkur
með kokkum, sem ekki kennir sig við
„fúsjón“. Ómögulegt að tolla í matar-
tískunni annars. Orðið vísar oftast til
matargerðarlistar Astralíu, þar sem
lýstur saman
vestrænum og
austurlenskum
áhrifum. í „fú-
sjón“-mat
blandast vest-
ræn og austur-
lensk hráefni og aðferðir, og útkom-
an er vægast sagt æsileg. Svo mjög
að eftir að þessi matargerðarstefna
barst inn á heimilið þá spyrja af-
kvæmin gjaman síðla dags með von-
artón í röddinni: „Er „fúsjón" í
kvöld, mamma?“
Auk þess sem þessi matargerðar-
stefna lifir góðu lífi í Astralíu þá hefur
hún slegið í gegn í Evrópu út frá
London, eðhlegum áfangastað Ástra-
la á leið sinni út í heiminn. Par er það
einkum veitingastaðurinn Sugar Club
og kokkur hans, Peter Gordon, sem
hefur hafið merki stefnunnar á loft og
enn frekar útbreitt það eftir að hafa
gefið út The Sugar Club Cookbook í
fyrra. Tvímælalaust ein besta breska
kokkabókin það árið. En eins og með
aðrar tískustefnur þá fer hún auðvit-
að í taugamar á sumum, sem hrista
hausinn yfir tilhugsuninni um ítalskt
pasta með kjötkássu í karrí og
mangóchutney ... en það er hægt að
gera gott betur en það.
En þó stefn-
an hafi þama
öðlast nafn þá
er ekki þar með
sagt að hennar
gæti ekki víðar.
Fyrir rúmum
tveimur árum snæddi ég ótrúlega
góða og spennandi máltíð á litium stað
í Soho í New York, sem heitir 32 gráð-
ur norður, eða eitthvað í þá áttina og
er í Spring Street, nyög áhugaverðri
matargötu. Staðinn valdi ég eftir að
hafa lesið mig í gegnum slangur af
matseðlum nærhggjandi veitinga-
húsa, en féh íyrir lofaðri blöndu af
Kyrrahafsmatargerð og bandarískum
hefðum. Orðið ,fiúsjón“ var hvergi
nefiit, en matargerðin þama var í
raun hreinræktuð í þessa átt.
í Kaupmannahöfn keppast nýir og
gamlir staðir að kenna sig við þessa
tísku, en ég hef hingað tíl ekki fundið
neinn, sem mér finnst alveg standa
við fyrirheitin, en hef heyrt frá
áreiðanlegum smekkmanni að Etcet-
era í Hovedvagtsgade rétt við
Kóngsins nýja torg standi undir því
að kenna sig við þessa stefnu.
Pað sem gerir „fúsjón“ svo spenn-
andi er sumsé að þar lýstur saman
ólíkum menningarheimum, einkum
þannig að einfóld matargerð er örv-
uð með austurlensku kryddi, mest í
ætt við tælenskan mat, gjarnan með
nýju sítrónugresi og kóríanderblöð-
um, að ógleymdri kókosmjólk og
nýju engifer. Kanell, stjörnuanís og
chili tilheyrir, en líka rauðlaukur og
dísætir ávextir eins og döðlur, jafnt í
salta sem sæta rétti, að ógleymdum
sítrónum. Eftirréttir úr ávöxtum eða
súkkulaði eru líka kryddaðir og ekki
má gleyma að grænmetissúpur öðl-
ast nýjar víddir innan þessarar
stefnu. Svo er bara að láta hug-
myndaflugið geisa og þá er ekki
ósennilegt að fjölskyldumeðbmir fari
vongóðir að kasta fram þeirri spurn-
ingu hvort það sé kannski „fúsjón" í
kvöld...
Góða skemmtun!
Sætsúr engiferlaukur
Byrjum á einhverju afar einföldu
eins og sætsúrum engiferrauðlauk.
Laukinn getið þið snætt heitan eða
kaldan og sem meðlæti með glóðar-
MORGUNBLAÐIÐ
steiktu kjöti, skinku eða hamborgar-
hrygg ef einhver á jólaafganga, sem
þarfnast nýs búnings. Bæði í franskri
og ítalskri matargerð tíðkast að láta
lauk malla með ediki og sykri og nýta
sem meðlæti á margvíslegan hátt, en
hér er það engiferið sem sér fyrir
austurlenskum keim og færir réttinn
yfir á „fúsjón“-stigið. Rétturinn er
bestur ef laukurinn fær að standa í
sólarhring og jafna sig, þó það sé ekki
nauðsynlegt. Ef þið berið laukinn
fram kaldan á hann ekki að koma
beint úr kæliskápnum, því kuldinn
deyfir bragðið. Hér er notaður rauð-
laukur, sem er tvímælalaust besti
kosturinn, en venjulegur laukur er
engin frágangssök. Skammturinn er
ríflegur, enda geymist laukurinn vel í
kæliskápnum.
Um 5 cm biti af engifer, afhýddur
___________og fínsaxaður_____________
_______4 fínsöxuð hvítlauksrif_______
1 kg rauðlaukur, afhýddur og skor-
___________inn í þunna báta__________
ólífuolía eða vínberjakjarnaolía
'A-V.'2 dl edik, helst ítalskt balsamico -
_______annars vín- eða eplaedik______
___________2 msk hunang______________
___________nýmalaður pipar___________
nokkur saltkorn ef ykkur sýnist svo
1. Látið engifer og hvitlauk stikna í
svoh'tilh oh'u og bætið rauðlauknum út
í, ásamt ediki og hunangi. Látið þetta
nú malla undir loki þar til laukurinn
er mjúkur í gegn. Edikslögurinn á að
vera þykkur, svo ef mikih vökvi er í
pottinum látíð þá laukinn sjóða við
háan hita án loks þar til vökvinn er
orðinn sirópskenndui- og þykkur.
Bragðið á og athugið hvort ykkur
finnst bragðið nógu sætt og nógu
súrt. Bætið annars í edikskvettu eða
hunangi. Malið ögn af pipar yfír,
gjaman úr kvöm sem malar gróft,
um leið og þið berið laukinn fram,
hvort sem hann er heitur eða kaldui-.
Gulrótasúpa
Sykurklúbbsins
Eins og nafnið bendir til á súpan
rætur að rekja til áðumefnds veit-
ingastaðar í London og bókar Peter
Gordon. Hér eru notaðar gulrætur
en á svipaðan hátt má nota rauðróf-
MATAR6E RÐAR
LIST
Síðasti draumurínn íbænum
DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns
ÉG FÓR með syni mínum að sjá Síðasta bæ-
inn í dalnum hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu.
Leikrit sem var stórkostlegt ævintýri, frá-
bærlega útfært og aðstandendum til sóma.
Það sem tók hug minn framar öðru var
hversu draumkennd uppfærslan virkaði og
hvemig senuskiptin minntu á myndbrigði
draumsins. Pá snerti sá sannleikur ævintýrs-
ins mig sem álfkonan benti okkur á í upphafi
verksins, að án trúar manna á álfa gætu þeir
ekki þrifist og flosnuðu upp, hyrfu úr nábýli
manna og minni. Þessi sannleikur gildir
einnig um drauminn og þá staðreynd að rækti
menn ekki drauma sína, næri þá og klæði,
hverfa þeir úr manninum og eftir situr innan-
tóm skel án tengsla við þann innri veruleika
sem lífið er spunnið úr. Draumurinn er brúin
milh þess hulda og sýnilega, milli heimsins
sem var og þess sem verður. Hann er boðtæki
innri veruleika til hins ytri, þess ómeðvitaða
tii þess meðvitaða, þess andlega til þess ver-
aldlega og hann veitir þá fyllingu sem menn
sakna og sækja sér í tilbúinn heim fíknar.
Draumurinn er alltaf gildur, hann hefur eng-
an holan hljóm, engar gervilausnir nútíma
ginnungagaps að bjóða og ekkert selsemgull
að selja. Hann er sú lind sem aldrei þrýtur
þorstlátum þegnum þessa heims.
„Dulrún Draumland“
sendi þessa tvo
Mér fannst kona sem vinnur mqð mér hafa
bamasokka í veskinu sínu. Þetta voru sokk-
ar af börnum hennar þegar þau voru lítil,
þessi kona er búin að missa eitt bama sinna.
Ég var undrandi yfir þessum sokkum í veski,
en svo kom svarið. Sonur hennar á unglings-
aldri setti sokkana á gólfið í gömlum bílskúr.
Búið var að klippa neðan af sokkunum, þá
mokaði hann hrærðri steinsteypu í sokkana
þannig að þeir urðu mót fyrir steypusokka.
Sömu nótt dreymdi mig að ég horfði á stein-
blokk í rigningu, á miðsvölum svaf lítill dótt-
ursonur minn. Þá fannst mér ég hitta konu
sem á mjög veikt barnabarn en hún var með
stóran blómvönd af hvítum og fjólubláum
fresíum. Hún klauf 1/3 af vendinum, rétti
mér og sagði: „Láttu þetta hjá honum litla
þínum, ekki mun veita af.“
Ráðning
Við fyrstu sýn gætu draumar þínir virst
fyrir erfiðleikum en þær áhyggjur sem þú
speglar í draumunum eru óþarfar. Fyná
draumurinn sýnir áhyggjur (sokkarnir og
steypan) en búið er að klippa neðan af þeim
(áhyggjunum aflétt) og gera úr þeim mót,
sem þýðir að reynsla annarra styrkir þig og
eflir á göngunni fram um veg.
Seinni draumurinn sýnir einnig áhyggjui-
þínar um annars hag, en fresíumar eða
freysliljurnar segja að sá hinn sami sé ágætí
astur ása og gott sé að heita á hann til árs og
friðar.
Draumur „Jónu“
Mig dreymdi manninn minn en hann lést
fyrir nokkrum árum. Mér fannst vera að-
faranótt jóladags og ég vakna við hljóð í
dráttarvél. Þá vissi ég að það var hann og ég
hugsaði „hann hlaut að koma“. Mér fannst
ég líta út um gluggann og sá hann við stýrið
á dráttgrvélinni. Hann var í kuldagalla og
hélt á pakka, ég flýtti mér upp að opna fyrir
honum og ég hlakkaði til að faðma hann að
mér. Ég var í náttfötum, sokkum og með
vettlinga, á leiðinni hugsaði ég af hverju ég
væri í sokkum og með vettlinga. Þá hrökk ég
upp við mikið bank sem var í draumnum.
Ráðning
Draumar spegla sálarlífið sem annað og
Mynd/Kristján Kristjánsson
Á ÞRIÐJA stigi svefnsins, draumstigi.
þessi draumur þinn lýsir vetrardrunganum
sem sækir á mörg okkar. Hann sýnir einnig
löngun til breytinga og þörf þína fyrir gleði-
leg umskipti. Þungu höggin sem vöktu þig
benda til að þú getir átt von á snöggri breyt-
ingu.
„Draumar Mörsu“
8.1. (98
Var á ferðalagi með hóp af fólki. Var far-
arstjóri. Vorum líklega á leið í Þórsmörk í
fjallaferð. Stoppuðum í fjallaskála. Allfr í
lopapeysum og gamaldags útivistarfatnaði.
Einhver klíkumyndun var í gangi í hópnum
(t.d. einn núverandi vinnufélagi) en ég leiddi
það hjá mér og reyndi að tala við þá sem
voru einir á ferð, til að fá þá í hópinn, sér-
staklega einn óásjálegan mann.
Allt í einu vorum við að keyra í rútu á of
mikilli ferð í gegnum mannfjölda og mér
fannst fólkið eiga fótum fjör að launa.
Skammaði bílstjórann í rútunni. Sáum borg
við vatn með miklum háhýsum, fallega og
snyrtilega borg. Hélt fyrst að við værum
komin til Reykjavíkur en sá að það gat ekki
verið. Stóð nú í einhvers konar rúllustiga á
leið inn í borgina og við hlið mér var mynd-
arlegur, dökkhærður maður, vel klæddur í
jakkafótum með frakka í hendinni. Ég spurði
hann um þessa borg og hann svaraði mér, en
ég mundi ekki svarið þegar ég vaknaði.
14.1. ‘98
Var með manni sem ég þekki, syni mínum
og fleira fólki í hvítu húsi. Skyldfólk manns-
ins var húsráðendur. Var sagt að heimili mitt
væri að brenna og verið væri að bjarga hús-
gögnunum. Allir voru á leið að þessum bruna
og fólk að hjálpa mér að finna skó. Ég leitaði
að kunningja mínum og fann hann sofandi í
bakherbergi. Vakti hann og fékk hann með
mér til að bjarga. Mér fannst ég hafa fengið
viðvörun frá vinkonu minni um þennan
bruna en ekki hlustað.
Ráðning
Báðir draumarnir eru þér til viðvörunar
um að vera ekki að dufla við hluti sem þú
átt í raun ekkert með. Fyrri draumurinn
lýsir löngun þinni til að stjórna öðrum
(fjallaferðin) og ráðskast með annarra hag,
það veit á árekstra (rúta á of mikilli ferð),
oflátungshátt (háhýsin) og launin eru tómt
hjarta (mundi ekki svarið).
Seinni draumurinn lýsir svo því sem ger-
ist sinni maður ekki aðvörunum eigin sálar
um sinn hag og annarra.
• Þeir lesendur sem vilja fá drauma sfna birta
og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæðingar-
degi og ári ásamt heimilisfangi og dulnefni til
birtingar til:
Draumstafir
Morgunblaðið
Kringlunni 1
103 Reykjavfk