Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 25 Þrjúþúsundasta Boeing-737 þotan afhent ÞRJIJÞUSUNDASTA farþegaþot- an af gerðinni Boeing-737 var á dögunum afhent, en hún var af undirtegundinni -400 og hefur hafíð áætlunarflug á flugleiðum Alaska Airlines. Engin farþegaþota hefur notið jafnmikflla vinsælda meðal flugfélaga og Boeing-737 og ekkert lát er á vinsældum flugvélarinnar því nú munu 900 slíkar vera í pönt- un hjá Boeing. Til samanburðar voru smíðuð innan við tvöþúsund flugvélar af næstvinsælustu þotu Boeing, 727-gerðunum. Þýska flugfélagið Lufthansa varð íyrst flugfélaga til þess að kaupa og taka Boeing-737 flugvélar í notkun; pantaði 21 af gerðinni 737-100 og fékk þá fyrstu afhenta 28. desem- ber 1967. Hóf hún farþegaflug 10. febrúar 1968, eða fyrir 30 árum. Síðasta Boeing 737-100 þotan sem var smíðuð var afhent í nóvem- ber 1969. Fyrsta þota þessarar gerðar flaug í fyrsta sinn 9. apríl 1967 og notuðu Boeing-verksmiðj- umar hana í tilraunaskyni þar til þær afhentu bandarísku geimferða- stofnuninni (NASA) hana til um- ráða sumarið 1973. Er hún enn í stöðugri notkun í þágu NASA. Strax í upphafí var boðið upp á tvær undirtegundir en sú þriðja, 737-300, bættist ekki við fyrr en 16 árum seinna eða 1984. Stóra systir hennar, 737-400, kom svo til skjal- anna 1988 og fimmti fjölskyldumeð- limurinn, -500, árið eftir. Og fyrir rúmum fjórum árum var nýrri kynslóð 737-þotna hleypt af stokkunum en þeim er ætlað að mæta þörfum flugfélaga nokkuð fram á næstu öld. Flugvélar í þeirri fjölskyldu eru af undirtegundunum -600, -700, -800 og -900, allt eftir sætafjölda. Fyrstu flugvélarnar af þessari kynslóð voru afhentar sl. haust. Þær eru búnar nýjum vængjum, af- kastameiri en jafnframt sparneytn- ari hreyflum og geta því flogið bæði hraðar, hærra, lengra, ódýrar og verða lágværari en systur sínar eldri. Hækkar farflugshæð úr 37 þúsundum fetum í 41 þúsund fet og flugdrægnin verður 5.900 kílómetr- ar eða 1.700 kílómetrum lengri en t.d. 737-400. 825 Boeing-737 þotur jafnan á lofti Samkvæmt upplýsingum Boeing-verksmiðjanna eru á hverju augnabliki a.m.k. 825 737- þotur á lofti og flugvélar þessarar tegundar fara á loft á sex sekúndna fresti. I júní í hitteðfyrra höfðu flugvélar af þessari tegund flutt um 4,3 milljarða farþega eða sem svarar helmingi alls íbúafjölda jarðarinnar. Þá voru þær jafnframt búnar að leggja að baki um 27 milljarða kílómetra eða sem svarar 130 ferðum fram og til baka frá jörðinni til sólarinnar. Alls hafa -/elinei Nærfatnaður af bestu gerð 737-flugvélar farið í 73 milljónir flugferða, stuttar eða langar. Þotur af gerðinni Boeing-737 eru nú í þjónustu 250 flugrekstraraðila í 95 löndum. Þó flugvélamar séu settar saman í verksmiðjum Boeing við Seattle smíða rúmlega 1.200 fyrirtæki um heim allan hluti í flug- vélarnar, en í hverri þotu er um ein milljón parta. , „ Morgunblaðið/Boeing ÞRJUÞUSUNDASTA Boeing-737 þotan kveður Seattle og heldur til heimavallar Alaska Airlines í Anchoras'e. BALENO WAGON 1,6 GLX OG GLX 4X4 baleno Kynnstu töfrum Suzuki Finndu hve rýmið er gott Baleno Wagon hefur allt að 1.377 lítra farangursrými! Þægilegur og óvenju rúmgóður, Baleno 4x4 hefur einstaklega bæði fyrir bílstjóra og farþega góða aksturseiginleika Það er meira rými en flestir þurfa að nota, jafnvel þegarfarið er í sumarbústaðinn eða söluferðina. Aftursætið skiptist 40/60. Krókar binda niður farangurinn, draghlíf hylur hann og aðskildar hirslur eru inn- feldar í gólf. Baleno Wagon er gerður til flutninga. í Baleno Wagon er nóg fóta-, höfuð- og olnbogarými fyrir bílstjóra og farþega, jafnvel þótt stórir og stæði- legir séu! Vel bólstruð sætin veita góðan stuðning á langferðum og hljóðeinangruð yfirbyggingin heldur vélar- og vegahljóðum í algjöru lágmarki. Það gerir ferðalagið enn ánægjulegra. Og líttu á verðið: WAGONGLX 1.445.000 KR. WAGON GLX 4x4 1.595.000 KR. Fjórhjóladrifnir Baleno Wagon hafa RBC fjöldiska tengsli sem sér um að færa afl milli fram- og afturhjóla eftir því sem aðstæður krefjast. RBC tengslið eykur veggrip í beygjum og brekkum og bætir jafnvægi við hemlun. ..v/E 96 hestafla, 16 ventla vél með fjölinnsprautun Baleno Wagon er hagkvæmur í rekstri og sameinar mikið afl og litla eyðslu. Suzuki hönnun tryggir bestu eldsneytisnýtingu við allar aðstæður. $ SUZUKI \ ALLIR fsuzukA SUZUKI BlLAR ERU MEÐ 2 ÖRYGGIS- LOFTPÚÐUM. AFLOG I . ÖRYGGIJ SUZUKI SðlUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, simi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Egilsstaðir: Bila- og búvélasalan hf., Miðási 19, sími 471 20 11. Hafnarfjörður: Guðvarður Eliasson, Grænukinn 20, simi 555 15 50. ísafjörður: Bilagarður ehf„ Grænagarði, simi 456 30 95. Keflavík: BG bilakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bilasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.