Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 14.03.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 51f i I i I I I i < I i i ( í í ( < + Kristinn Ólafsson fæddist í Grinda- vfk 5. mars 1923. Hann lést á Landspít- alanum 8. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ragnheið- ur Helga Jónsdóttir, f. í Kóki á ísafirði 22.9. 1884, d. 18.1. 1964, og Ólafur Þor- leifsson, f. í Þing- vallasveit 23.8. 1970, d. 7.9. 1960. Alsystk- ini Ólafs voru Þór- laug húsmóðir, f. 15.10. 1920, og Jón Ágúst framkvæmdastjóri, f. 10.8. 1925. Hálfsystkini sammæðra voru Elín Jóna Hammer, f. 21.12. 1906, d. 29.5. 1943; Þorvaldur Ragnar Hammer, f. 23.6. 1912, látinn, og Lára Karlotta Hammer, f. 29.11. 1909. Hálf- systkini samfeðra voru Sigríður, Þorsteinn, Magnúsa, Margrét, og Sigurður. Kristinn kvæntist Ingibjörgu Magnúsdóttur árið 1953, bjuggu þau í Holti í Grindavík, þau skildu 1963. Börn þeirra: 1) Þor- valdur Jón húsasmiður, f. 13.5. 1955. Börn hans eru Ragnheiður, f. 27.1. 1980, og Rakel Eyja, f. 4.1. 1990. Núverandi sambýlis- kona hans er EUen Maja í dag kveð ég þig, elskulegi fað- ir minn, sem kallaður varst burtu eftir skammvinn veikindi en fram að því hafði þér aldrei orðið mis- dægurt. Þú stóðst þína öldu í lífs- ins ólgusjó eftir að hafa stundað sjóinn af alúð alla þína ævi og lok- ið þínum störfum með sóma. Eg man svo vel þegar ég, fimm ára hnokki, lá í rúminu mínu og þú komst seint heim eftir langan vinnudag og breiddir sængina mína ofan á mig, var ég þá vak- andi og þú vissir ekki af því. Eins minnist ég þess að oft er mamma sendi þig til að skamma okkur bræðurna eftir einhver strákapör- Tryggvadóttir. 2) Ragiiar Heiðar húsa- smíðameistari, f. 23.7. 1956, giftur Ragnheiði Katrínu Thorarensen gjald- kera. Eftirlifandi sambýliskona Krist- ins er Ásdís Vigfús- dóttir húsmóðir, f. 26.10. 1926. Barn þeirra: Ólafur húsa- smiður, f. 30.4. 1965. Sambýliskona Ólafs er Þorbjörg Inga Jónsdóttir lögfræð- ingur. Dóttir þeirra óskírð, f. 23.2. 1998. Kristinn byrjaði að stunda sjó 13 ára að aldri. Hann eignaðist sinn fyrsta árabát 14 ára og skömmu seinna sinn fyrsta mót- orbát. Kristinn stofnaði útgerð- arfyrirtækið Þorbjörn hf. ásamt mági sínum heitnum Sigurði Magnússyni og fleirum. Var Kristinn vélstjóri á bátum þeirra, Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, í áratugi þar til hann byijaði að vinna í landi sem útgerðarmaður um 1970. Starfaði hann á neta- gerðarverkstæði Þorbjarnar hf. fram á 72. aldursár. Útför Kristins fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. in þá iokaðir þú aðeins dyrunum á herberginu því þú þurftir aldrei að skamma okkur. Þú varst svo góður og hjartahlýr alla þfna ævi við okkur og minnist ég þess ekki að hafa séð þig skipta skapi. Þú varst góður vinur allra, sama hver átti í hlut, og ávallt varstu tilbú- inn að aðstoða og gefa af rausnar- og myndarskap þínum. Margar góðar stundir áttum við saman í Lyngholti, þar sem þú byggðir sumarbústað með þínum tveimur höndum, vannst við að stækka hann í tómstundum í 30 ár og er nú svo komið að ekki er hægt að stækka hann meira. Þessi mikla alúð sem þú lagðir í smíði bústað- arins lýsir vel þínum innri manni því það sem þú tókst þér fyrir hendur laukst þú við með miklum sóma. Elsku pabbi minn, hvíl þú í friði. Lát akker falla! Eg er í höfn. Eg er með frelsara mínum. Far vel, þú æðandi, dimma dröfn! Vor Drottinn bregst eigi sínum. Á meðan akker í ægi falla Eg alla vinina heyri kalla, sem fyrri urðu hingað heim. Þinn Ragnar. Margs er að minnast er mætur maður er kvaddur. Kristinn Olafsson var höfðingi heim að sækja. Ég minnist allra jólaboðanna í Grindavík, sem voru alltaf mikið tilhlökkunarefni. Hann hafði gaman af að fá gesti og vildi gera vel við alla, er sóttu hann heim. Ég minnist Kristins í sumarbú- staðnum í Þrastaskógi. Þar undu þau Asdís sér vel. Þangað þótti bamabörnunum gaman að koma, enda fundu þau alltaf að þau voru velkomin að Lynghóli. Kristinn var börnum okkar Sigfúsar hinn besti afi og skal það nú þakkað hér. Síðastliðið sumar fórum við nokkur í ferð til Flateyjar og um Snæfellsnes. Hann hafði gaman af að skoða stórbrotna náttúru lands- ins, t.d. Hellna og Arnarstapa. Nutum við þess að ferðast með svo rólegum og traustum ferðafélaga, sem Kristinn var. Síðustu árin bjó Ki-istinn í Mos- fellsbæ. Þar undi hann hag sínum vel, enda voru þau Asdís þar í ná- býli við son sinn og tengdadóttur, Olaf og Þorbjörgu Ingu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning Kristins Olafssonar. Guðríður Þórðardóttir. KRISTINN OLAFSSON + Egon Georg Jensson fæddist í Árhúsum í Dan- mörku 3. janúar 1916. Hann lést á sjúkrahúsi í Krist- jánsand í Noregi 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Viktoría og Carl Vendelbo Jen- sen frá Árhúsum í Danmörku. Georg var eitt af níu systk- inum og eru fjórar eftirlifandi systur hans allar búsettar í Danmörku. Georg kom til Islands á eftir- stríðsárunum ásamt Gretu systur sinni og eiginmanni hennar í leit að atvinnu. Hann vann ýmis störf á sveitabýlum en hann hafði unn- ið mikið á búgörðum og við garð- yrkju í heimalandi sfnu. Hinn 31. desember 1961 kvæntist Georg Ástu Theódórs- dóttur, f. í Vestmannaeyjum 28. ágúst 1929, dóttir hjónanna Þuríðar Skúladóttur og Theó- dórs Árnasonar. Þau eignuðust sex börn, þau eru: 1) Una Viktor- ía, f. 4. júní 1956, gift Svein Tjelta, búsett í Noregi, hún á son Mig langar að minnast föður míns, Georgs Jenssonar, skírður Egon Georg Vendelbo Jenssen, með nokkrum fátæklegum orðum. Þú varst alltaf léttur í lund og hafðir ótrúlegt lag á öllu sem þú tókst þér fyrir hendur. Þú gast búið til alveg frábærar fiskisúpur, frá fyrra hjónabandi. 2) Leifur Theódór, f. 26. janúar 1961, bú- settur í Noregi. 3) Þuríður Ósk, f. 5. apríl 1964, búsett í Reykjavík, gift Hlöðveri Á. Guð- mundssyni og eiga þau einn son. 4) Svandfs, f. 21. ágúst 1965, búsett í Reykja- vfk, sambýlismaður, Ögmundur Matthías- son, hún á tvo syni frá fyrri sambúð. 5) Skúli, f. 9. nóvember 1967, búsettur í Vestmannaeyj- um. 6) Helga, f. 2. ágúst 1969, bú- sett í Vestmannaeyjum, hún á eina dóttur. Georg og Ásta slitu samvistum. Georg bjó í Vestmannaeyjum eftir að hann kynntist Ástu og stundaði sjóinn þar til hann fór á eftirlaun. Hann bjó hjá dóttur sinni í Noregi í nokkur ár en flutti aftur heim í haust og bjó hjá yngstu dóttur sinni í Vest- mannaeyjum. Georg verður jarðsunginn í dag frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum og hefst athöfnin klukkan 14. grjóthleðslurnar sem þú hlóðst hjá Unu og Sveini í Noregi eru alveg afrek fyrir mann sem kominn var á áttræðisaldurinn, alltaf varstu að sýsla við eitthvað hjá þeim, varst stundum úti allan daginn að velta stærðar grjóthnullungum. Þá var gott að koma inn og taka „eitt partý kasínó“ eins og þú varst vanur að segja, sem þér fannst svo gaman að spila. Þú ferðaðist mikið til Danmerkur og Noregs síðustu árin og áttir það til að lenda í ótrúlegustu ævintýr- um á þessum ferðalögum. Þú varst lítið fyrir að skipuleggja ferðirnar og oftar en einu sinni birtist þú öllum að óvörum hress og kátur en líka hálf slæptur, þar sem göm- ul meiðsl þoldu illa löng ferðalög. En pabbi, þú varst alltaf ungur í anda alveg fram á síðasta dag, alltof ungur fyrir svona gamlan líkama, enda þurftir þú að hvíla þig vel og lengi eftir ferðalögin þín, þar til útþráin kallaði á ný. Nú hefurðu farið í þitt síðasta ferðalag, sem var ekki farið af eins frjálsum vilja og þau sem áður voru farin, en eflaust hefurðu lent í miklum ævintýrum á leið þinni og hefur sjálfsagt frá mörgu að segja næst þegar við hittumst. Þú ætlaðir aðeins að ski'eppa til Noregs í reglubundna skoðun, en kemur ekki til baka úr þeirri ferð. Við höfðum ekki sést í mörg ár þar til þú ákvaðst að flytja aftur til Islands í nóvember, en þú hefur greinilega komið til að kveðja okk- ur í hinsta sinn. Og nú kveð ég þig, pabbi minn, með söknuð í hjarta því þótt sumar minningar frá barnæsku minni ýfi upp gömul sár þá áttum við margar góðar stundir saman og þú svo marga góða kosti sem vega upp þá slæmu. Þú áttir við áfengisvanda að stríða sem reyndist fjölskyld- unni þungbært og hefur eflaust verið þér erfiður fjötur um fót, ætla ég ekki að dæma þig fyrir það heldur elska minninguna um þig. Ég veit við sjáumst á ný, vertu sæll. Þuríður Georgsdóttir. EGON GEORG JENSSON SIGURLAUG JÓNSDÓTTIR + Sigurlaug Jóns- dóttir frá Hofi í Fellahreppi var fædd á Rangá í Hróars- tungu 28. febrúar 1910. Hún andaðist á sjúkrahúsinu á Egils- stöðum 8. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Pét- ursson frá Bessastöð- um í Fljótsdal og Rósa Hávarðardóttir frá Dalatanga. Systk- ini hennar voru: Magnea Herborg, Margrét Jóna, Ragn- heiður Petra, Vilhelmína Svan- björg og Jón, einnig þrír drengir sem dóu ungir. Hún ólst upp á Setbergi og fleiri bæjum í Fell- um. f Eiðaskóla var hún veturna 1928-29 og 1929-30, og kaupa- kona í Staðartungu í Hörgárdal sumarið 1930. Eftir það var hún vinnukona á Skeggjastöðum. í heiðardalnum er heimabyggð mín, þar hef ég lifað glaðar stundir, því hvergi vorsólin heitar skin en hamrafjöllunum undir. Og fólkið þar er svo frjálst og hraust og falslaus vinmál þess og ástin traust. Já þar er glatt, það segi ég satt, og sælt að eiga þar heima. (Bjami Jónsson frá Þuríðarstöðum) Sigurlaugu kynntist ég fyrst 1964 þegar við Nanna dóttir hennar bjuggum í sama húsi á Reyðarfirði. Sigurlaug var alltaf sívinnandi, í hvert skipti sem ég leit inn til henn- ar var hún með útsaum eða að prjóna einhverja flík. Eftir ára- langa vináttu er efst í huga þakk- Hinn 30. ágúst 1935 giftist Sigur- laug Birni Gunnars- syni frá Hofi. For- eldrar hans voru Gunnar Jónsson á Hofi og Steinunn Árnadóttir frá Finns- stöðum, hann lést 20. apríl 1990. Á Hofi bjuggu þau allan sinn búskap, en sfðustu 9 árin var hún á Egils- stöðum, fyrst í þjón- ustuíbúð, og þrjú ár á Sjúkrahúsinu þar. Þau eignuðust fjögur börn, Björn Ingiberg, Ragnheiði Nönnu, Sigurveigu og Gunnar. Barnabörnin eru níu og barna- barnabörnin fjögur. Ragnheiður Nanna býr á Reyðarfirði, en hin eiga öll heima á Hofi. Útför Sigurlaugar fer fram frá Áskirkju í Fellum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. læti fyrir ánægjulegar samveru- stundir, og þá góðvild sem hún sýndi mér og mínum alla tíð. Við sendum börnum hennar og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Ég elska fjöllin, því höfuð hátt, ég hefi lært af þeim að bera; á ijósum tindi við loftið blátt mig langarjafnan að vera, þvi þar í öndvegi uppi hæst, er útsjón fegurst, björtum himni næst. Já þar er glatt, það segi ég satt, og sælt að eiga þar heima. (B.J.) Sigrún Guðnadóttir, Reyðarfírði. t Elskulegur bróðir okkar, HARALDUR B. BJARNASON múrarameistari, Vesturgötu 7, andaðist að morgni miðvikudagsins 11. mars. Sigriður Bjarnadóttir, Elín Bjarnadóttir. t Elskulegur sonur okkar og bróðir, VALGEIR ÖRN GARÐARSSON, Miðstræti 15, Vestmannaeyjum, lést mánudaginn 9. mars. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánu- daginn 16. mars kl. 15.00. Garðar Tryggvason, Tryggvi Garðarsson, Jóna Ósk Garðarsdóttir, Vilhjálmur Kr. Garðarsson, Sigurjón Ingi Garðarsson, Kolbrún Sigurjónsdóttir, Hjördís Árnadóttir, Ágúst Guðmundsson, Bente Hejgárd Pedersen, Erna Kristjánsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför SIGRÍÐAR DANÍELSDÓTTUR, Hrafnistu Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólk á deild G-ll á Hrafnistu fyrir hlýhug og góða umönnun. Sæunn Kristjánsdóttir, Margrét Tómasdóttir, Már Guðmundsson Snorri Guðmundsson Magnús Tumi Guðmundsson, Elísabet Vala Guðmundsdóttir, Þorvaldur Sverrisson og fjölskyldur. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.