Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Enn er vegið að heiðarleika Bandaríkjaforseta, og komið er fram nýtt vitni, sem af ýmsum er
talið trúverðugra en hin fyrri. Lögfræðingur Clintons segir forsetann ekki vita sitt rjúkandi ráð
Reuters
KATHLEEN Willey, fyrrverandi starfskona í Hvíta húsinu, ræðir við Ed Bradiey, sjónvarpsmann CBS. í við-
talinu sakaði Willey Bill Clinton Bandaríkjaforseta um að hafa framið meinsæri með því að neita því í
eiðsvarinni yfirlýsingu að hafa áreitt hana kynferðislega í Hvíta húsinu fyrir íjórum árum.
Willey sakar
Clinton um kyn-
Fyrrverandi
starfskona Hvíta
hússins segir for-
setann hafa kysst
sig og káfað á sér
Washington. Reuters, Tiie Daily Telegraph.
KATHLEEN Willey, fyrrverandi
starfskona í Hvíta húsinu, hefúr
sakað Bill Clinton Bandaríkjafor-
seta um að hafa borið ljúgvitni þeg-
ar hann neitaði því í eiðsvarinni yfir-
lýsingu að hafa káfað á henni og
áreitt hana kynferðislega við skrif-
stofu hans fyrir fjórum árum.
Willey var ólaunaður starfsmaður
í Hvíta húsinu og kvaðst hafa farið á
fund forsetans til að óska eftir laun-
uðu starfi árið 1993 þegar eiginmað-
ur hennar stóð frammi íyrir gjald-
þroti og hafði horfið. Hún kvaðst
hafa litið á Clinton sem „góðan vin“
en hann hefði notfært sér angist
hennar, kysst hana og káfað á henni
gegn vilja hennar.
Willey er 51 árs og var á meðal
þeirra fyrstu sem gengu til liðs við
Clinton í Virginíu þegar hann bauð
sig fyrst fram í forsetaembættið.
Hún var eiginkona Edwards Wil-
leys, auðugs lögfræðings og sonar
eins af atkvæðamestu þingmönnum
Virginíu.
Þegar hún fór í Hvíta húsið 29.
nóvember 1993 hafði eiginmaður
hennar sagt henni frá því að hann
stæði frammi fyrir gjaldþroti og hún
kvaðst hafa miklar áhyggjur af
hvarfi hans. Hún vissi þá ekki að eig-
inmaður hennar hafði ekið inn í skóg
þennan dag og svipt sig lífi með
byssu. Lík hans fannst daginn eftir. CLINTON sagði í gær að hann væri „forviða“ á ásökunum Willeys.
ferðislega áreitni
„Fannst þessi
bíræfni ótrúleg“
WILLEY: Eg fór
inn og forsetinn
sat við skrifborð-
ið sitt. Eg settist
á stól á móti
honum og leit
augljóslega út
fyrir að vera
örvingluð.
Hann spurði
mig hvað væri að. Ég sagði að
ég ætti við mjög alvarlegan
vanda að stríða og þyrfti á hjálp
hans að halda. „Viltu kaffi-
bolla?“ spurði hann svo. „Já,
takk,“ svaraði ég.
Hann gekk því að öðrum dyr-
um hinum megin á skrifstof-
unni, sem eru að gangi, inn í lít-
ið eldhús og ég man að þar var
þjónn.
Forsetinn tók síðan kaffibolla
og Starbucks-bolla og hellti
kaffi í þá handa okkur og við
gengum aftur í átt að forseta-
skrifstofunni og hann sagði:
„Hvers vegna komum við ekki
hingað í bókaherbergið mitt?
Við höfum meira næði héma.“
Og ég stóð og hallaði mér að
dyrakarminum. Hann var inni á
skrifstofunni.
Við stóðum hvort andspænis
öðru og ég sagði honum frá því
sem gerðist. Eg sagði honum
ekki öll smáatriðin. Eg sagði
honum bara að maðurinn minn
ætti við fjárhagslegan vanda að
stríða, að málið væri komið á
hættustig, að ég gæti ekki starf-
að lengur sem sjálfboðaliði, að
ég þyrfti launað starf, og ég
spurði hvort hann gæti hjálpað
mér.
BRADLEY: Og virtist hann
hafa samúð með þér? Sagði
hann...
WILLEY: Já.
BRADLEY: að hann gæti hjálp-
að þér?
WILLEY: Já, nú, hann virtist
hafa samúð með mér.
Hann hlustaði. Ég hafði á til-
fmningunni að hann hefði hug-
ann við annað þegar ég talaði
við hann, en hann hafði það ekki
- hann var að hlusta, en ég veit
hvað hann gerði. Ég veit að
hann veit hvað ég var miður
mín og æst, því ég var mjög
áhyggjufull. Ég hafði áhyggjur
af manninum mínum og því sem
myndi gerast.
BRADLEY: Og hvað gerðist
næst?
WILLEY: Nú, hann sagði að
hann myndi gera allt sem hann
gæti til að hjálpa mér og ég
sneri mér við, út úr skrifstof-
unni, og hann fylgdi mér að - ég
hélt að hann ætlaði að opna
dymar að forsetaskrifstofunni -
og þegar við komum að dyrun-
um nam hann staðar og faðmaði
mig fast að sér og sagði að sér
þætti nyög miður að þetta
skyldi hafakomið fyrir mig.
Og mér fannst það allt í lagi
vegna þess að hann faðmaði mig
alltaf þegar ég hitti hann. Hann
er bara vanur að gera það,
þannig er hann.
Ég man að ég hélt enn á
kaffibollanum og hann var á
milli okkar, ég vildi ekki hella
úr honum á okkur, og þetta var
allt mjög undarlegt. Hann tók
síðan kaffibollann af mér og
setti hann á bókahillu og hann -
þetta faðmlag stóð lengur en ég
taldi nauðsynlegt, en samt, ég
meina að ég hafði ekki áhyggjur
af því. Og síðan kyssti hann mig
á munninn og dró mig nær sér.
Og ég man að ég hugsaði:
„hvern fjárann er hann að
Útdráttur úr viðtali
sjónvarpsmannsins
Eds Bradleys við
Kathleen Willey sem
sýnt var I þætti CBS-
sjónvarpsins, „60
mínútum“, á sunnu-
dagskvöid.
gera?“ Ég hugs-
aði bara með
mér: „hvað er
hann að gera?“.
Og ég mjakaði
mér frá honum
og hann... hann
er mjög stór
maður.
Og hann hafði
hendumar, hélt mjög fast um
mig, og snerti mig.
BRADLEY: Hvernig snerti hann
Þig?
WILLEY: Nú, hann snerti
brjóstin með höndunum og mér
var bara brugðið.
Ég var, ég var bara...
BRADLEY: Hann strauk þig
ekki bara af slysni?
WILLEY: Nei.
Síðan hvíslaði hann í eyru
mín: „Þetta hef ég viljað gera
síðan ég sá þig fyrst.“ Og ég
man að ég sagði við hann, „ertu
ekki hræddur um að einhver
komi hingað?" Og hann sagði:
„Nei, nei. Það er ég ekki.“ Síðan
tók hann hönd mína og lagði
hana á hann. Og þá braust ég
frá honum og komst að þeirri
niðurstöðu að nú yrði ég að
forða mér.
BRADLEY: Þegar þú segir að
hann hafi tekið höndina...
WILLEY: Já.
BRADLEY: og lagt hana á hann.
Hvar lagði hann hana?
WILLEY: Á kynfæri sín.
BRADLEY: Var hann stinnur?
WILLEY: Já.
BRADLEY: Hann var stinnur.
WILLEY: Já.
BRADLEY: Hvað hugsaðir þú?
WILLEY: Nú, það var ýmislegt
sem ég hugsaði. Þetta var eins
og ég væri að horfa á mynd
sem sýnd er hægt og ég hugs-
aði með mér að svona lagað
gæti ekki gerst. Ég hugsaði
með mér: „kannski ætti ég að
veita honum löðrung?" Og síðan
hugsaði ég: „Ég held ekki að
menn geti löðrungað forseta
Bandaríkjanna." Og ég komst
að þeirri niðurstöðu að ég yrði
að forða mér.
BRADLEY: Sagðir þú eitthvað
við hann, eða var eitthvað við
hegðun þína sem gaf honum til-
efni til að reyna við þig?
WILLEY: Ég hef margsinnis
hugsað um þetta, mjög oft, því
ég tel eðlilegt að velta því fýrir
sér: „Er þetta mér að kenna?
Sendi ég röng skilaboð?“ Einu
skilaboðin sem ég sendi þennan
dag voru þau að ég var mjög
æst, mjög miður mín, og ég
þurfti að hjálpa manninum mín-
um.
BRADLEY: Fannst þér að þér
væri ógnað?
WILLEY: Mér fannst mér ekki •
vera ógnað. Mér fannst ég bara
vera yfirbuguð.
BRADLEY: Sagðir þú einhvem
tíma „hættu. Nei. Farðu frá
mér?“
WILLEY: Ég ýtti honum bara
frá mér. Ég ýtti honum frá mér
og sagði: „Eg held að það sé
betra að ég fari.“
BRADLEY: Og hvað sagði
hann?
WILLEY: Hann horfði á úrið
sitt, því hann sagðist eiga að
fara á fund, og hann sagði að
þeir gætu beðið.
Og ég sagði: „en ég er farin.“
BRADLEY: Hvað hugsaðir þú
þegar þú gekkst út?
WILLEY: Eg gat ekki trúað því
að þetta hefði gerst á þessari
skrifstofu. Mér fannst þessi bí-
ræfni ótrúleg.