Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 49
HESTAR
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
f HUGUM íslendinga er islenski hesturinn upprunninn á íslandi og ber að skrá hann sem slíkan. Fregnir
höfðu borist af því að Þjóðveijar ynnu að því að fá hann viðurkenndan af germönskum uppruna hjá Evr-
ópu sambandinu.
Staðfest verði að Island sé
upprunaland íslenska hestsins
RYNJÓLFUR Sandholt
fyrrverandi yfírdýralækn-
ir vinnur nú að því fyrir
hönd landbúnaðarráðuneytisins
að fá það staðfest að ísland sé
upprunaland íslenska hestsins.
Samkvæmt reglum Evrópusam-
bandsins eru einstök búíjárkyn
skráð eftir upprunalandinu og
fær landið ákveðna stöðu í sam-
bandi við ýmislegt er lýtur að bú-
fjárkyninu, m.a. ræktunarstefnu
þess.
Að sögn Kristins Hugasonar
hrossaræktarráðunautar benti
Marit Jonsson þáverandi formað-
ur FEIF (alþjóðasamtaka eig-
enda íslenskra hesta) á þennan
möguleika þegar verið var að
ganga frá samningum um evr-
ópska efnahagssvæðið. Hún
skrifaði ásamt Halldóri Blöndal
þáverandi landbúnaðarráðherra
og Jónasi Jónassyni þáverandi
búnaðarmálastjóra undir viljayf-
irlýsingu þess efnis að ísland leit-
aði eftir því að vera skráð upp-
runaland íslenska hestsins. Málið
vannst hægt en það var endur-
vakið siðasta haust. í framhaldi
af því tók Kristinn það upp við
kynbótanefnd ársþings Lands-
sambands hestamannafélaga og
var samþykkt á ársþinginu sl.
haust að LH legði áherslu á að
unnið yrði að því að fá staðfest-
ingu á uppruna íslenska hestsins
hjá Evrópusambandinu og hvetti
landbúnaðarráðuneytið til að
fylgja því fast eftir. Þess má geta
að hugmyndir hafa heyrst frá
Þýskalandi um að íslenska hest-
inn ætti að skrá sem germanskan
að uppruna, þótt þær hafi aldrei
komið fram opinberlega.
Þörf á tiltekt í íslenskum ranni
Brynjólfur Sandholt segir að
málið gangi hægt og sígandi.
Það séu margir aðilar sem þarf
að hafa samband við víða um
heim. Hann segist þegar hafa
sett sig í samband við ræktunar-
fulltrúa FEIF og hafa þeir verið
að reyna að koma ákveðnu kerfi
í gang í sambandi við skráningu
á íslenskum hestum út um allan
heim. Brynjólfur sagði að hug-
myndin væri að ná utan um öll
íslensk hross og skrá þau og
merkja, helst með örmerkjum.
Reynt verður að fá félög eig-
enda fslenskra hesta í hinum
ýmsu löndum til að taka þátt í
verkefninu og fá þau til að vera
ábyrgðaraðilar fyrir íslenska
hestinn á sínu svæði. Eitt af
verkefnum þeirra yrði að berj-
ast fyrir því að öll íslensk hross
á svæðinu verði skráð og merkt.
Síðan yrðu allar þessar upplýs-
ingar settar upp í eitt tölvukerfi
og þannig yrði hægt að rekja
uppruna allra hesta sem teljast
íslenskir til útflutnings á hesti
frá Islandi.
Brynjólfur segir að til þess að
þetta verði hægt þurfum við ís-
lendingar að byrja á því að taka
til hjá okkur sjálfum. Mjög mikil-
vægt sé að hross sem héðan fara
séu rétt skráð og merkt. Þegar
svo verður getum við sagt að við
verðum á núllpunkti og eftir það
ætti skráningin að geta orðið góð
og örugg. Ef til þess kæmi, eins
og hugmyndir hafa verið um, að
öll folöld fái fæðingarvottorð og
verði merkt á meðan þau ganga
enn undir mæðrum sinum yrði
eftirleikurinn auðveldur.
Styrkir stöðu fslands
á erlendum vettvangi
Kristinn Hugason heldur því
fram að þegar búið verður að
staðfesta Island sem uppruna-
land íslenska hestsins verði ís-
lendingum falið meira eftirlit
með ræktunarstefnunni og staða
okkar mundi styrkjast á alþjóða-
vettvangi. Því fylgdi auðvitað
aukin ábyrgð en á móti kæmi að
meiri möguleikar verða á að
hyggja upp alþjóðlegt skýrslu-
hald yfir kynið í heild og hægt
verður að sækja í evrópska sjóði
til að fjármagna verkefnið.
Jón Ólafur Sigfússon tekur af öll
tvfmæli um landsmótshaldið
Landsmóti hvorki
verið frestað nó
það slegið af
„VIÐ vinnum okkar undirbún-
ingsvinnu áfram og höldum
sama strik því landsmótið hefur
hvorki verið slegið af né
frestað" sagði Jón Olafur Sig-
fússon framkvæmdastjóri
landsmóts hestamannafélaga í
samtali við Morgunblaðið.
„Við erum í beinu sambandi
við Halldór Runólfsson yfir-
dýralækni sem er okkar æðsti
prestur í þessu hitasóttarmáli.
Það verður hinsvegar að viður-
kennast að staðan er vissulega
ekki góð þessa stundina. Það
hafa ýmsir verið að blása mótið
af í samræðum manna á milli en
það eru menn sem ekki hafa
lögsögu í málinu,“ sagði hann
ennfremur.
Þá sagði hann að ýmsir væru
farnir að tala um að best væri
að fá þessa sótt strax norður
svo hægt sé að afgreiða hana og
fara að beina athygli og orku að
undirbúningi hrossa fyrir lands-
mótið. Meðan ekki væri vitað
hvað væri hér á ferðinni gerði
hann ráð fyrir að menn færu í
hvívetna að fyrirmælum yfir-
dýralæknisembættisins.
Jón Ólafur sagði að þetta
óvissuástand væri mjög slæmt
en óðum styttist í að taka yrði
ákvörðun um hvað yrði gert í
hitasóttarmálum og útbreiðslu
hennar vegna landsmótsins og
annarra viðburða á sviði hesta-
mennskunnar.
Valdimar Kristinsson
+80 aurar á bensínlítra inn á Safnkortið
Stórahjalla
€SS0
l
Jðl1' i. *.... V'f
i (
Hestalestur
Gamall fróð-
leikur í
fullu
NU ÞEGAR hestaveira geisar
er gott að geta notað tímann til
að fræðast um hesta og hesta-
mennsku. Er áhugasömum bent
á að reyna með einhverjum ráð-
um að komast yfir bókina Hesta
eftir Theodór Arnbjörnsson frá
Ósi. Búnaðarfélag fslands gaf
bókina út árið 1931 og er í henni
að finna mikinn fróðleik um
langflest sem viðkemur hestum.
Bókin er uppseld en ótrúlegt er
annað en hægt sé að finna hana
á bókasöfnum. Skyldi einhver
rekast á hana á fornsölu eða
annars staðar ætti hann að
gildi
grípa tækifærið og kaupa hana
og ekki hugsa sig tvisvar um.
Þrátt fyrir að bókin sé komin til
ára sinna er vart að finna aðra
bók sem nær yfir jafn vítt svið
og hún spannar og er með ólík-
indum hve Theodór hefur verið
fróður um hesta og næmur á
eiginleika og þarfir þeirra. En
það sem kemur mest á óvart við
lestur bókarinnar er að á flest-
um sviðum eiga ráðleggingar
Theodórs við enn þann dag í
dag. Óhætt er að hvetja alla
sem eitthvað sýsla við hesta til
að lesa bókina.
fædubótarefni
Rýmingarsala á eldri birgðum
Kynningarti
GREAT
AMERICAN
NUTRITION
TWINLAB
EAS
LEPPIN
r
v ii Ráðgjöf á staðnum
LA 1 HREYSTI.
1 ----sportvömhus
Fosshálsi 1 - S. 577-5858