Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Reykskynjarar bjarga mannslífum
Sluppu á nátt-
klæðum ur elds-
voða í Fljótsdal
Eldsvoði í íbtíðarhtísi við Elliðavatn
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ELDURINN stóð tít um gafl htíssins þegar slökkvilið kom að.
Misstu allt innbtí sitt
EINLYFT íbúðarhús með þak-
rými eyðilagðist í eldsvoða í
Kríunesi við Elliðavatn á sunnu-
dag. Ibúamir, ung hjón, voru
ekki í húsinu þegar eldurinn kom
upp. Þau misstu allt innbú sitt.
Húsið er talið ónýtt en slökkviliði
tókst að bjarga nýrra, sam-
byggðu íbúðarhúsi frá eldinum.
Slökkvilið var kvatt á staðinn
rétt fyrir kl. 16 á sunnudag og
stóðu logamir þá út um gafl
hússins og húsið orðið alelda.
Slökkviiið þurfti að brjóta ísinn á
Elliðavatni til að komast í vatn
og að sögn varðstjóra tafði það
fyrir slökkvistörfum en skipti þó
ekki sköpum því eldurinn hafði
þegar náð að læsa sig í húsið.
Nágrannarnir aðstoðuðu
Nágrannar urðu varir við eld-
inn og gerðu slökkviliði aðvart.
Einnig björguðu þeir hundi út úr
húsinu og aðstoðuðu við að
bjarga innanstokksmunum út úr
tengibyggingu milli eldra og
yngra hússins. Eigandi húsanna
býr í nýrra húsinu og leigði ungu
hjónunum íbúð í því eldra.
Samkvæmt upplýsingum frá
slökkviliðinu var hvasst á staðn-
um og létti það ekki störfin. Þak
hússins var fellt til að koma í veg
fyrir að það fyki af enda festing-
ar og allt hald brannið.
Egilsstöðum og Geitagerði. Morgunblaðið.
HJON með eitt bam sluppu naum-
lega, á náttklæðum einum fata, út
úr alelda íbúðarhúsi sínu á bænum
Víðivöllum ytri II í Fljótsdal í fyrr-
inótt. Eldsins varð vart um klukkan
5 í gærmorgun og gerðu reyk-
skynjarar fólkinu viðvart. Húsið
var steinhús með timburþaki og svo
virðist sem upptök eldsins hafi ver-
ið í þaki hússins og eldur kraumað
þar í langan tíma, þar til reykur
braust út og inn í íbúðina.
Húsráðendur vöknuðu þegar við
skynjarana og fóra strax út, en um
leið og útihurð var opnuð varð
sprenging inni fyrir, sem talið er að
hafi verið vegna súrefnis sem
streymdi inn þegar hurðin var opn-
uð. Skipti þá engum togum að húsið
varð alelda á örskammri stundu og
þakið hrandi nánast í heilu lagi á
stuttum tíma. Allt brann sem
brannið gat og fólkið mátti teljast
heppið að sleppa lifandi út úr þessu
eldhafi.
Eldur læsti sig í sinu
Mikið hvassviðri var þegar þetta
átti sér stað og eldur læsti sig strax
í sinu á túnum í kring og æddi þar
um. Bændur á næstu bæjum og
slökkviliðið á Hallormsstað bragð-
ust fljótt við og réðu niðurlögum
sinueldsins, en næsti bær var í tölu-
verðri eldhættu, svo og skóglendi í
nágrenninu að sögn Baldurs Páls-
sonar, slökkviliðsstjóra á Héraði.
Einnig náði heimavarnarliðið að
leggja lögn að vatnsbóli þegar
slökkviliðið af Héraði kom á vett-
vang, sem auðveldaði störfin. Um
þrjár klukkustundir tók að ráða
niðurlögum eldsins, en upptök hans
era ekki ljós.
Baldur Pálsson vill koma á fram-
færi þökkum til heimamanna í
Fljótsdal og á Hallormsstað fyrir
skjót viðbrögð og góð vinnubrögð í
baráttunni við eldinn. Hann vill
ennfremur minna á að enn einu
sinni má þakka þessum ódýra litlu
tækjum, sem reynskynjarar era, að
mannbjörg varð.
dómsmálaráðuneytis bréf þar sem
bent er á hve alvarlegur heilbrigð-
isvandi ölvunarakstur sé orðinn.
Guðmundur sagði í samtali við
Morgunblaðið að með skriflegum
ábendingum til ráðherra vildi
læknafélagið hefja umræðu um
ölvunarakstur þar sem stjómvöld
og aðrir sem bera ættu ábyrgð á
málunum hefðu verið að „draga
lappimar“.
Ráðherra kannar tillögur
Læknafélagsins
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð-
isráðherra sagði í samtali við
Morgunblaðið að hún væri tiibúin
að leggja málinu lið:
„Ég er tilbúin að skoða allt sem
getur bætt umferðaröryggi og ég
mun kanna tillögur Læknafélags-
ins í þeim efnum. Menn era aldrei
of oft minntir á mikilvægi þess að
hreyfa ekki bíl eftir að hafa bragð-
að áfengi og einnig er aldrei of oft
minnt á að ýmis lyf era sérstak-
lega merkt þar sem ekki er ætlast
til að fólk aki bíl eftir neyslu
þeirra. Mikilvægt er að læknar og
þeir sem selja lyfin minni stöðugt
á það.“
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð-
herra sagðist fagna áhuga lækna á
viðfangsefninu. Umferðarráð og
lögregla líti nú þegar á ölvun-
arakstur sem eitt af stærri verk-
eftium í áætlun um öryggi í um-
ferðinni, sem nú væri unnið eftir.
Samstarfsnefnd skipuð
„Ákveðið var strax í morgun að
skipa sérstaka samstarfsnefnd,
undir forystu fulltrúa frá Ríkislög-
reglustjóra, með aðild Læknafé-
lagsins, Umferðarráðs og fleiri að-
ila til þess að fjalla um þeirra hug-
myndir og hvað frekar sé hægt að
gera í þessum málum,“ sagði Þor-
steinn í samtali við Morgunblaðið í
gær.
I bréfi sem Þorsteinn Pálsson
sendi Læknafélagi íslands í gær
kemur meðal annars fram að á ár-
inu 1995 hafi 58 ölvaðir ökumenn
átt aðild að umferðarslysum hér á
landi. Á tímabilinu 1986-1995 létu
32 lífið hérlendis vegna umferðar-
slysa sem ölvaður ökumaður átti
aðild að, en það samvsvarar 14%
allra banaslysa á tímabilinu.
Ýmsar leiðir koma til greina
Guðmundur Björnsson sagði að
Læknafélagið hefði ekki fastmót-
aðar skoðanir á því hvað væri best
að gera: „Hvort lækka þurfi leyfi-
legt áfengismagn í blóði öku-
manna, auka eftirlit, herða viður-
lög gegn ölvunarakstri eða auka r;
fræðslu til að ná árangri, kemur í
Ijós, en það þarf að grípa til að-
gerða.“ Hann benti á að Svíar
hefðu lækkað leyfilegt áfengis-
magn í blóði ökumanna úr 0,5% í
0,2% fyrir nokkram áram og slys-
um, þar sem ölvun væri talin helsti
orsakavaldurinn, hefði fækkað í
kjölfarið.
Að sögn Guðmundar hafa lækn-
ar lengi haft miklar áhyggjur af
þessum málum og ljóst væri að g
þróunin færi versnandi. Bæði hafi
orðið aukning á slysum þar sem ^
ölvun hafi verið orsakavaldur og |
einnig hafi fleiri ökumenn verið
teknir ölvaðir undanfarið.
„Læknar í slysamóttöku sjá
hræðilegar afleiðingar þessara
slysa og ræða við aðstandendur
þeirra sem verða fyrir þeim, og er
mælirinn nú orðinn fullur. Við get-
um ekki lengur horft upp á svo al-
varlegt heilbrigðisvandamál þar
sem verið er að nota að óþörfu ||
heilbrigðisþjónustu sem hægt væri m
að nota í annað.“
GUÐMUNDUR Bjömsson, for-
maður Læknafélags íslands, hefur
sent ráðherram heilbrigðis- og
Vdkni <ig/á m i n n i ng
Nánari upplýsingar um verð
og sérþiónustu Landssímans
færðu í síma 800 7000 eða
SÍMASKRÁNNI.
LANDS SfMlNN
Bílskúrinn
sveif í
boga yfir
húsin
Ólafsvflt. Morgrinblaðið.
SUÐVESTAN stormm- hefur
nú geisað hér í á annan sólai’-
hring, mjög sterkar kviður
ganga yfir og skella þær af
miklu afli á húsum sem eru eins
og gripin feiknartökum.
Ein stoi-mkviðan skellti sér á
bflskúr við Brúarholt, sprengdi
hann með feiknar hvelli og
skrúfaði upp í loftið. Sjónar-
vottur sá skúrinn svífa í boga
yfir næstu hús og snerta þau
lítillega. Lenti skúrinn á miðri
Grundarbraut sem er ein helsta
umferðargatan hér.
Lögreglan segir mildi að
ekki varð þama slys. Gatan var
lokuð um tíma en björgunar-
sveitin og starfsmenn bæjarins
brugðu skjótt við og hreinsuðu
götuna. í brakinu mátti sjá
reiðhjól, garðslöngur og fleira
tilheyrandi geymslu, en enginn
bíll var í skúmum þegar hann
fór á þetta mikla flug. Eftir
stendur grannurinn með vel
sópuðu gólfi eftir kústana hans
kára.
Úr lífs-
hættu
SAMBÝLISMAÐUR unpi
konunnar, sem lést í árekstri á
Vesturlandsveg skammt frá
vegamótunum að Víkurvegi 7.
mars síðastliðinn, er kominn úr
öndunarvél. Hann telst vera úr
lífshættu, samkvæmt upplýs-
ingum frá Sjúkrahúsi Reykja-
víkur.
Þarftu að láta vekja þig eða
minna þig á eitthvað?
Það gerir þú með því
að ýta á □ 55 □, ákveð-
inn tíma (t.d. 0730) og H
Læknar vilja aðgerðir
ölvunarakstri í
Dómsmálaráðherra skipar samstarfsnefnd til að fjalla um vandann