Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ 2 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 FRÉTTIR Þorsteinn Viktorsson fór í höfnina í Eyjum með lyftara sem hann ók Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson LYFTARINN hífður upp úr höfninni í Vestmannaeyjum í gær. hjálp því ég vissi að það væru eng- ar líkur á að til mín heyrðist enda ekki nokkur maður á ferð þarna á þessum tíma og ég var líka viss um að ef einhver hefði verið þama og séð lyftarann falla þá væri hann örugglega farinn að kalla eftir hjálp. Ég synti því bara að bryggjustiganum og brölti upp hann. Ég fann þegar ég byijaði að klifra upp stigann hvað ég var þungur enda var ég í kuldaúlpu, þykkri peysu, með vettlinga, í skóm með stáltá og buxum. Það var því þungt að fara upp stigann en erfíðast var að komast yfir bryggjukantinn. Ég hafði það þó loks og ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir hvað ég var hætt kominn fyrr en ég var búinn að velte mér yfir bryggjukantinn. Ég labbaði síðan upp f húsnæði Flutningamiðstöðvarinnar og hringdi þaðan á lögregluna og til- kynnti um slysið. Eg var ekkert að gera mikið úr þessu þegar ég hringdi og ég held að þeim hafi því hálfbrugðið þegar þeir komu og sáu mig, alblóðugan og blautan. Ég hef verið að hugsa það í dag hvað lítið skilur á milli lffs og dauða hjá manni því þetta augna- bliks hugsunarleysi mitt hefði getað orðið til þess að ég hefði ekki verið hér til frásagnar í dag ef lukkan hefði ekki verið mér svona hliðholl," sagði Þorsteinn að lokum. „Fannst líða heil eilífð þar til mér skaut upp“ Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. ÞORSTEINN Viktorsson, fram- kvæmdastjóri Flutningamiðstöðv- ar Vestmannaeyja, var hætt kom- inn á sunnudagskvöld er lyftari sem hann var á lenti f höfninni í Eyjum. Það má teljast mikið afrek að Þorsteinn skyldi bjargast en honum tókst af eigin ramm- leik að koma sér upp úr höfninni og til- kynnti slysið sjálfur til lögreglunnar. Hann var þokkalega hress er Morgunblaðið heimsótti hann á heimili hans f gær en er þó talsvert marinn á öxl og hálsi auk þess sem hann er með ýms- ar smáskrámur. Þorsteinn hafði ver- ið að vinna við upp- skipun og hugðist stytta sér leið með lyftarann í hús Flutn- ingamiðstöðvarinnar. Fór hann þá yfir lyftupall með timburgólfi. „Ég ók út á brúna og þegar aft- urhjólin á lyftaranum komu út á pallinn heyrði ég brest. Þá gaf ég í því mér datt í hug að ein fjölin undir afturhjólunum væri að gefa sig og lyftarinn myndi því festast þarna á pallinum. Þá skiptir eng- um togum að háværir brestir kveða við og ég finn að lyftarinn er að fara niður um dekkið á pall- inum. Þetta gerist á augabragði," sagði Þorsteinn. „Ég sé alveg fyrir augum mér það augnablik þegar lyftarinn fer f kaf í sjónum og mér finnst hann fyllast alveg um leið og ég vera kominn á bólakaf. Ég tók strax í hurðarhandfangið þegar lyftarinn var að falla niður um gatið og ætlaði að opna dyrnar en eftir að lyftarinn fór í kaf geri ég mér enga grein fyrir því sem gerðist Þorsteinn Viktorsson fyrr en ég var kominn út úr hon- um í kafi. Það sem siðan gerðist man ég alveg,“ sagði hann. „Ég dró djúpt andann um leið og ég fór í kaf og þegar ég man eftir mér þarna niðri hugsaði ég um að halda ró minni og byijaði að synda upp. Þótt þarna niðri væri svartamyrkur fann ég strax hvemig mig bar upp og synti því með í rétta átt. Mér fannst lfða heil eilífð þar til mér skaut upp, enda hlýt ég að hafa sokkið eitt- hvað með lyftaranum sem hefúr verið fijót- ur að sökkva því hann er Ijögur og hálft tonn að þyngd. Bara járnklumpur og nær ekkert flot í honum. Tilfinningin þegar vatnið umlukti mig var allt annað en góð og það hvarflaði auðvitað að mér að þetta væri mín síðasta stund. Þarna niðri var algjört myrkur, ekki týra, svo þetta leit ekki vel út. Hávaðarok á móti Ég sá stiga á bryggjukantinum framan við lyftuna, var fljótur að koma auga á hann því stigarnir í höfninni eru allir málaðir með sjálfiýsandi rauðum lit, auk þess sem Ijós eru í þeim. Ég synti því í áttina að stiganum. Það var tals- vert erfitt enda hávaðarok á móti mér, suðvestan tíu vindstig, og talsverður súgur í höfninni.“ Þorsteinn segist ekki hafa fund- ið fyrir kulda í sjónum og hann hafi alveg haldið ró sinni meðan hann synti að stiganum sem er um 40 metra frá þeim stað sem hann féll niður. „Ég var ekkert að eyða kröftunum í að hrópa og kalla á Fleiri lífeyrissjóðir at- huga lækkun vaxta Aukin þorskgengd fyrir Norð- urlandi MUN meiri þorskgengd er nú fyrir Norðurlandi en í fyrra að sögn Sig- fúsar Schopka fiskifræðings, en á næstu þremur sólarhringum eða svo lýkur togararalli Hafrann- sóknastofnunar. Sagði Sigfús jafn- framt að undanþága frá verkfalli til að Ijúka rallinu hefði verið auð- fengin hjá sjómönnum. Sigfús sagði um rallið til þessa að ástandið virtist vera með svip- uðu sniði og í fyrra, utan að mun meiri fiskgengd væri fyrir Norður- landi. „Við verðum mun meira varir við þorsk á þessum slóðum en í fyrra og það er kannski ekki svo óvænt þar sem sjórinn bæði fyrir Norður- og Austurlandi er tveimur gráðum hlýrri en í fyrra. Þetta er mun meiri þorskur en við höfum séð í síðustu röllum,“ sagði Sigfús. Hann bætti því við að rallið hefði gengið vel og um það bil fjórðung- ur þess væri eftir. „Þetta fer auð- vitað eftir veðri og núna er bræla og við í höfn á Fáskrúðsfirði, en ég reikna með að ljúka mínum hluta héma. á næstu þremur sólarhring- um. Astandið er svipað annars staðar nema það er spurning með Vestfirðina, þar er ís sem gæti taf- ið eitthvað. Það verður að koma í ljós,“ sagði Sigfús. FLEIRI lífeyrissjóðir eru með í af> hugun að lækka vexti á sjóðfélaga- lánum ef sú vaxtalækkun sem orðin er á verðtryggðum lánum til langs tíma á markaði hér á landi að undan- fórnu verður varanleg. Stjóm Fram- sóknarfélags Reykjavíkur segir í ályktun í gær að breyttar aðstæður krefjist þess að vextir lífeyrissjóðs- lána lækki í um 5%. Stjómin bendir jafnframt á að útlánsvextir banka hafi ekki lækkað. Lífeyrissjóður verslunarmanna hefur ákveðið að tengja vexti á sjóð- félagalánum ávöxtunarkröfu hús- bréfa eins og hún er á hverjum tíma að viðbættu 0,75 prósentustiga álagi, en það þýðir að frá miðjum þessum mánuði lækka vextir sjóðsins úr 6% í 5,87%. Vextirnir lækka íyrirsjáan- lega meira í næsta mánuði, þar sem ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur farið lækkandi það sem af er marsmánuði. Jóhannes Siggeirsson, fram- kvæmdastjóri Sameinaða lífeyris- sjóðsins, sagði að full ástæða væri til að skoða vexti sjóðfélagalána í ljósi þeirrar vaxtalækkunar sem orðið hefði á ríkisverðbréfum. „Menn munu vafalaust taka það hér til skoð- unar ef sú lækkun verður varanleg, því það em auðvitað fullkomin rök til þess að þarna sé ákveðið bil á milli, þannig að þegar ríkisverðbréfin lækka fylgi hitt á eftir,“ sagði Jó- hannes. Hámarkslán til sjóðfélaga er 2 milljónir króna úr Sameinaða lífeyr- issjóðnum og hafa vextirnir verið 6% frá 1. janúar 1994, en flestir lífeyris- sjóðir hafa verið með 6% vexti á líf- eyrissjóðslánum undanfarin ár. Karl Benediktsson, framkvæmda- stjóri lífeyrissjóðsins Framsýnar, sagði að vaxtamál væm alltaf öðm hvom til skoðunar hjá sjóðnum, en þau hefðu ekki verið það nýlega. Það megi gera ráð fyrir að þessi mál komi til skoðunar með hliðsjón af ákvörðun Lífeyrissjóðs verslunar- manna, því þessir sjóðir hafi mjög oft verið samstiga í þessum efnum, án þess að þar sé um nokkurt sam- ráð að ræða. Hámarkslán úr sjóðn- um er 1,5 milljónir króna og em lán- in með 6% vöxtum. Sigurbjöm Sigurbjömsson, fram- kvæmdastjóri Söfnunarsjóðs lífeyr- isréttinda, sagði aðspurður að vaxta- kjör á sjóðfélagalánum hefðu verið til umræðu vegna lækkandi vaxta á verðbréfamarkaði hér. Kári Amór Kárason, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Norður- lands, sagði að þessi mál hefðu ekki verið rædd hjá sjóðnum og hann ætti síður von á að vextimir yrðu lækkað- ir. Vextirair eru 6% og sagði Kári Amór að þetta væm lágir vextir í samanburði við það sem almennt væri í boði hvað varðaði löng lán til einstaklinga. Þá væri það sín per- sónulega skoðun að það ætti ekki að vera hlutverk lífeyrissjóða að standa í lánveitingum til einstaklinga. Útlánsvextir banka alltof háir Stjóm Framsóknarfélags Reykja- víkur fagnar þeirri lækkun sem orðið hefur á vöxtum á skuldabréfamark- aði og segir að það sé fyrst og fremst að þakka markvissri stefnu ríkis- stjórnarinnar. Bendir stjómin á að þessar nýju aðstæður á markaði geri kröfu um að lífeyrissjóðir lækki vexti á eldri og nýjum lánum til samræmis eða í um 5% raunvexti. Síðan segir: „Útlánsvextir í banka- kerfinu em allt of háir, einkum á lán- um til einstaklinga. Afkoma bank- anna hefur farið batnandi en útláns- vextir ekki lækkað, hvorki með tilliti til afkomu bankanna né vaxtalækk- unar á skuldabréfamarkaði. Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur hvetur því eindregið stjórnendur banka og yfirvöld bankamála til að beita sér fyrir lækkun útlánsvaxta í bankakerfinu. Þá vill stjóm Framsóknarfélags Reykjavíkur skora á viðskiptaráð- herra að láta þegar fara fram opin- bera könnun á vöxtum bankanna á lánum til einstaklinga og þeirri áhættu og töpum sem bankarnir verða fyrir vegna þessara lána í sam- anburði við aðra lánaflokka." Utanríkisráðherra í heimsókn í Belgíu Vilja starfa náið með Is- lendingum HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, segist vera mjög ánægður með viðræður sínar við belgíska ut- anríkisráðherrann Erik Derycke og belgíska innanríkisráðherrann Jo- han van de Lanotte, en hann er nú staddur í opinberri heimsókn í Belg- íu sem lýkur í dag. Hann sagði að viðræðumar sýndu að Belgar vildu starfa náið með Islendingum. Á fúndinum með utanríkisráðherra Belgíu vom rædd tvíhliða samskipti landanna ásamt samskiptum Islands og Evrópusambandsins. Var rætt um fyrirhugaða stækkun Evrópusam- bandsins og afstöðu íslenskra stjóm- valda til þeirrar þróunar og fram- kvæmd sameiginlegrar fiskveiði- stefnu Evrópusambandsins. Lagði ut- anríkisráðherra áherslu á mikiivægi þess að stækka útflutningskvóta Is- lands á síld til Evrópusambandsríkj- anna. Þá vom ráðherramir sammála um mikilvægi þess að tryggja áfram- haldandi þátttöku íslands og Noregs í Schengen-samstarfinu eftir að það hefur verið innlimað í Evrópusam- bandið, en Belgía gegnir nú for- mennsku innan Schengen-hópsins. Ráðherramir ræddu einnig undir- búning formennsku íslands í Evr- ópuráðinu á næsta ári, stækkun NATO, eftirmála Kyoto-ráðstefn- unnar og sérstöðu íslands í því sam- bandi ásamt ástandinu í Bosníu. Þá komu þeir sér saman um að koma á fót reglulegum samráðsfundum embættismanna landanna tveggja um alþjóðasamstarf. Halldór sagðist telja að mikill skilningur hefði komið fram á þeirri afstöðu íslands að vilja standa fyrir utan Evrópusambandið, en samt hafa náið samband við Evrópu. „Við telj- um að þessar viðræður hafi fært þjóðirnar betur saman,“ sagði Hall- dór. í dag heimsækir utanríkisráð- herra belgíska þingið og tekur síðan þátt í fundi samstarfsráðherra Norð- urlandanna, þar sem meðal annars verður rætt um samstarf Norður- landanna og Evrópusambandsins. Utanríkisráðherra kemur til lands- ins í kvöld. Magnússon Lést í um- ferðarslysi MAÐURINN sem lést í bílslysi á Vesturlandsvegi síð- astliðinn laugardag hét Hall- dór Örn Magnússon. Hann var fæddur 11. mars 1932 og lætur eftir sig fimm uppkomin börn. Slysið varð með þeim hætti að jeppi á leið vestur, sem Halldór Öm ók, og fólksbíll á leið til Reykjavíkur, rákust saman. Halldór Öm er talinn hafa látist samstundis. Ungri konu, sem ók fólksbílnum, er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Áverkar hennar era miklir; beinbrot á útlimum og innvortis áverkar. Hún er talin í lífshættu. > ) > >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.