Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 19 ___________VIÐSKIPTI___________ Rökke nær yfír- ráðum yfir dönsku fyrirtæki Ósló. Aftenpostcn. NORSKI fjárfestirinn Kjell Inge Rökke hefur náð yíírráðum yfír danska fjárfestingarfélaginu Gef- ion AS með fjárfestingu upp á 650 milljónir norskra króna. Rökke kaupir 39% hlutabréfa í Gefion, sem eru leifar danska fjár- málafélagsins Baltica. Hann kaup- ir hlutabréfin fyrir milligöngu einkafyrirtækis síns, TRG, þar sem hann hefur einnig komið fyrir hlutabréfum sínum í Aker-RGI og Storebrand. Rökke sagði í Kaupmannahöfh að Gefion yrði breytt í fjárfesting- arfyrirtæld, sem mundi kaupa og selja fyrirtæki eða hlutabréf. „Þetta verður fjárfestingarfélag, sem mun minna mikið á Aker RGI og sjá um fjárfestingar sem Aker RGI hefur ekki áhuga á,“ sagði heimildarmaður Aftenpostens. Gefion er metið á rúmlega 1,6 milljarða norskra króna, en Aker RGI um 9,5 milljarða. Á íþróttaleikvanginn Idrettsparken Upplýsingafulltrúi Aker RGI sagði að fyrirtækinu væri kunn- ugt um hina nýju fjárfestingu Rökkes, en hún vekti ekki áhuga Aker RGI. „Ekki er tímabært fyr- ir okkur að fjárfesta í slíkum fyr- irtækjum," sagði hann. Við fylgj- um þeirri stefnu að leggja áherzlu á iðnaðarstarfsemi," sagði hann. Gefion á meðal annars Idretts- parken, þar sem landsleikir Dana í knattspymu fara fi’am. Auk þess á félagið útistandandi lán hjá 12-15.000 litlum viðskiptavinum og er það arfur frá bankastarfsemi Baltica. Gefion hefur einnig látið mikið að sér kveða á sviði fasteigna í brezku nýlendunni Gíbraltar á Spáni og tapað stórfé. Nýlega seldi félagið skrifstofu- og hóteleign og húsamsamstæðu í nýlendunni. Söluverðið var 440 milljónir danskra króna, en fjárfestingin nam 1,8 milljörðum á sínum tíma. Gefion á enn nokkrar fasteignir á Gíbraltar. Kaupir af lánardrottnum Rökke kaupir hlutinn í Gefion af lánardrottnum hins gjaldþrota danska tryggingafélags Hafnia. Den danske Bank er stærstur þessara lánardrottna. Viðræður Rökke og lánar- drottna munu hafa staðið í hálft ár, Hafnia gerði misheppnaða tilraun til að yfirtaka Baltica í byrjun þessa áratugar. Árið 1993 var nafni Baltica breytt í Gefion. Afgangurinn af hlutabréfunum í Gefion, um 60%, eru í eigu nokkurra lítilla hlut- hafa. BMW hefur enn áhuga á Rolls-Royce Míinchen. Reuters. ÞÝZKI bflaframleiðandinn BMW AG hefur ítrekað áhuga sinn á að bjóða í brezka lúxus- bflaframleiðandann Rolls- Royce. Forstjóri BMW, Bemd Pischetsrieder, sagði að taki við stjórn Rolls-Royce er að vænta í marzlok eða aprflbyij- un. Þýzka blaðið Bild-Zeitung hermir að forstjóri Volkswag- ens, Ferdinand Piech, og Ger- hard Schröder, forsætisráð- herra Neðra-Saxlands og full- trúi í stjóm VW, hafi farið til Bretlands 7. marz til viðræðna við stjóm Rolls-Royce bflaverk- smiðjanna og eiganda þeirra, Vickers Plc. Blaðið sagði að starfsmenn VW væra þess fullvissir að fyr- irtækið hefði náð samkomulagi um kaup á Rolls-Royce. Gengið fellt í Grikklandi Aþenu. Reuters. GENGI grísku drökmunnar hefur verið lækkað um 14% og hlutabréf hafa hækkað í verði. Um 450 miUjónir dollara flæddu inn á markaði landsins. „Við erum ánægðir í meginatriðum,“ sagði Lucas Papademos seðlabanka- stjóri. Um leið hafa Grikkir gerzt aðilar að gengissamstarfi Evrópu (ERM) og var gengi drökmunnar skráð 357 ecu. Fyrsta viðskiptadaginn fengust 352 drökmur fyrir ecu. Verð hlutabréfa hækkaði, þar sem líkur eru á lægri vöxtum og auk- inni samkeppnishæfni. Lokagengi aðalhlutabréfavísitöl- unnar í Aþenu hækkaði um 7,31%, eða 112,32 punkta, í 1.649,69. Hagnaður af skuldabréfum jókst einnig. „Tiltrú hefur aukizt á ný, þar sem stjómin hefur tekið á sig póli- tíska ábyrgð á því að fella gengið og gera samkeppnishæfm að aðal- forgangsverkefni sínu,“ sagði sér- fræðingur Gengisfelhngin sætti gagnrýni grískra æsifréttablaða, sem töldu grískan almenning 14% fátækari. „Þeir hafa ráðið drökmuna af dög- um,“ sagði blaðið Eleftheros Typos. Stjómin hélt fast við það að ráð- stöfunin væri nauðsynlegt skref í átt til aðildar Grikklands að mynt- bandalagi Evrópu 1. janúar 2001 eins og stefnt er að. Aðalfundur Aðalfimdur Flugleiða hf. verður haldinn fímmtudaginn 19. mars 1998 í efriþingsölum Hótels Loftleiða og hefst kl. 14:00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarströrf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingu á 16. gr. samþykkta þess eftiis að ákvæði um kjör varamanna í stjóm félagsins verði felld úr greininni. 3. Tiliaga um heimild til félagsstjómar til kaupa á eigin hlutum samkvæmt S 5. gr. laga nr. 2/199 5. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöíúm, sem bera á fram á aðalfúndi, skulu vera komnar í hendur stjómarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tiliögur, svo og reikningar félagsms munu liggja frammi á skrifstofú félagsins hluthöfúm til sýnis 7 dögum fýrir aðalfund. _ Stjóm Flugleiða hf. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli, hlutabréfadeití á 1. hæó frá 16. til 18. mars frákl. 09:00 til 17:00 og fundardag til kl. 12:00. Hluthafar eru vinsamlegast beðnir að vitjafundaigagnasinnafyrirkl. 12:00 áfúndardegi. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskurferðafélagi ER FYRIRTÆKIÐ ÞITT OPIÐJH I FYRIR H INNBROTUM? Innbrotsþjófar gerast nú æ bíræfnari í að sigta út þau fyrirtæki, þar sem allur aðbúnaður er eins og best verður á kosið, að þeirra mati. Gerðu strax ráðstafanir til að tryggja að þessir menn sniðgangi þitt fyrirtæki. Kostnaðurinn, samfara örygginu, er aðeins brot af skaðanum sem þ eir geta valdið. Firmavörn Securitas fullkomiö öryggiskerfi aö |^nj Firmavörnin er samsett af stjórnstöð, þremur hreyfi- skynjurum og sfrenu. Kerfið er sett á með einu handtaki þegar fyrirtækið er yfirgefið og er síðan tengt við stjórnstöð Securitas sem er ævinlega í viðbragðsstöðu. Securitas býður nú fyrirtækjum að fá að láni fullkomið öryggiskerfi, alsjáandi auga sem hleypir engum óboðnum gesti inn. Fyrir kerfið sjálft og uppsetningu þess þarf ekkert að borga en mánaðarlegt þjónustugjald felur í sér útköll og þjónustu við kerfið allan sólarhringinn. Heimavöm og Firmavöm eru vörumerki Securitas. Síðumúla 23'108 Reykjavík • st'mi 533 5000 • fax 533 5330 • nelfang sala@securitas.is • heimaslóð www.securitas.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.