Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SÓLVEIG BJÖRNSDÓTTIR + Sólveíg Björns- dóttir fæddist í Hafnarfirði 18.7. 1905. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 6. raars síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnhildur Egils- dóttir, húsmóðir, f. í Reykjavik 2.12. 1878, d. 16.7. 1960, og Björn Helgason, skipstjóri, f. Glammastöðum Svínadai 15.5. 1874, d. 9.12. 1962. Börn þeirra voru auk Sólveigar: Finnur Viggó, matsveinn, f. 11.11. 1906, d. 1.2. 1957, maki María, fædd Seuring, þýsk, f. 5.2. 1910; Dag- björt, f. 24.7. 1908, d. 19.6.1988, maki Tryggvi Stefánsson, bróðir Ásgeirs G. Stefánssonar, f. 9.12. 1900, d. 5.11. 1980; Adolf, banka- fulltrúi, f. 18.4. 1912, d. 20.4. 1993; Gyða, f. 4.11. 1914, maki Ólafur Elísson, forstjóri, f. 8.9. 1913, d. 31.12.1958, og Eygerður, f. 28.7. 1918, maki Páll Sæmunds- son, forstjóri, f. 15.9. 1912, d. 4.10. 1983. "4 Hinn 8. september 1932 giftist Sólveig Ásgeiri Guðlaugi Stefáns- syni, f. 28.3. 1890, d. 22.6. 1965, byggingarmeistara, síðar for- stjóra Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar og útgerðarmanni, syni hjónanna Solveigar Gunnlaugs- dóttur, f. 6.4. 1863 í Veghúsum í Reykjavík, d. 17.12. 1952, og Stef- áns Sigurðssonar, trésmíðameist- ara, f. 9.4. 1858 í Saurbæ í Vatns- dal í Húnavatnssýslu, d. 14.12. 1906. Systkini Ásgeirs voru: Sig- urður Jóel, trésmiður, f. 22.12. 1887, d. 5.6. 1914; Gunnlaugur Stefán, bakari og kaupmaður í Hafnarfirði, f. 17.11.1892, d. 22.8. 1985, maki Snjólaug Guðrún Árnadóttir, f. 7.3. 1898, d. 30.12. 1975; Ingibjörg Helga, tvíbura- systir Gunnlaugs, ógift og barn- laus; Friðfinnur Valdimar, múrara- meistari og bóndi í Hafnarfirði, f. 3.9. 1895, d. 8.3. 1967, maki Elín Málfríður Árnadóttir, f. 2.5. 1901, d. 3.12. 1959, systir Snjólaugar, konu Gunnlaugs; Valgerður, f. 23.12. 1897, d. 29.4. 1900; Þorbergur Tryggvi, byggingameistari, f. 9.12. 1900, d. 5.11. 1980, kvæntur Dag- björtu, systur Sól- veigar; Ingólfur Jón, f. 17.12. 1902, d. 2.1. 1991, múrarameist- ari, ókvæntur og barnlaus. Börn Sólveigar og Ásgeirs eru Sólveig, f. 27.6. 1933, húsmæðra- kennari, giftist Jósef Friðriki Ólafssyni, f. 24.8. 1929, lækni, syni Ólafs Hermanns Einarssonar, hér- aðslæknis í Hafnarfirði, og konu hans Sigurlaugar Einarsdóttur. Börn þeirra eru Sólveig Birna, hjúkrunarfræðingur, f. 23.9. 1959, maki Sigurður Einarsson, arki- tekt, f. 11.4. 1957, böm þeirra era fimm; Ólafur Mar, verkfræðingur, f. 18.3. 1963, maki Ásta Margrét Ragnarsdóttir, verkfræðingur, f. 21.5. 1966, þau eiga eina dóttur; Snorri, f. 8.10.1964, líffræðingur, maki Halla Jónsdóttir, f. 16.10. 1965, líffræðingur, eiga tvö börn. Dóttir Sólveigar er einnig Áslaug, f. 9.2. 1950, faðir Gunnar Jónsson, framkvæmdasljóri í Garðakaup- stað, Áslaug var ættleidd af Sól- veigu og Ásgeiri,- Hrafnkell, hæstaréttarlögmaður, f. 4.4. 1939, kvæntist Oddnýju Margréti Ragn- arsdóttur, hjúkrunarfræðslu- sfjóra, f. 16.3. 1941, dóttur Ragn- ars Ólafssonar, hæstaréttarlög- manns og löggilts endurskoðanda í Reykjavík og konu hans Kristrn- ar Sigríðar Hinriksdóttur, fæddr- ar í Kanada. Böra þeirra era Kristín Ýr, f. 9.6. 1971, stúdent í Fyrstu kynni mín af kærri tengdamóður minni, Sólveigu, voru á Ölduslóðinni í Hafnarfirði, á henn- ar fallega heimili, sem hún bjó sér eftir að hafa farið úr stóru einbýlis- húsi á Brekkugötunni. Ég var með Hrafnkeli mínum, sem vildi gjarna að ég kynntist móður sinni. I dyra- gættinni stóð þessi fallega kona sem ■jigeislaði af, vel snyrt með svuntu vel bundna um mittið. Hún tók mér opnum örmum um leið og hún bauð mér inn. Ég fann strax að þarna var góð og hlý kona, sem átti mikla lífs- reynslu að baki. I eldhúsinu voru pottarnir í gangi, heimasætan að rúlla upp rúllutertu með sykri og sultu sem ég hef oft séð síðan, og ein systirin var að sauma um leið og þær spjölluðu og hlógu, sem yfir- gnæfði útvarpið, sem var í gangi einhvers staðar. I gullfallegri stof- unni Iágu prjónar og saumar á fal- legum rokkokóstólum, sem í raun Bkknastofa Frtöfwms Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavtk • Sími 553 1099 Opið öll kvötd til kl. 22 - einnig um Skreytingar fyrir öll tilefni. ''' ; fóru vel með öllum meisturunum á veggjunum. Það mátti sjá, að þarna fór fram líflegt fjölskyldulíf. Ég vissi ekki þá, hve samskipti okkar átti eftir að verða náin. Allar götur síðan höfum við verið mjög góðar vinkonur og átt góðar stundir sam- an. Sólveig hefur verið mér góð tengdamóðir og barnabörnum sín- um góð amma. Hús hennar stóð alltaf opið fyrir alla, sem þurftu á aðstoð að halda, jafnt hennar eigin fjölskyldu sem annarra, við hinar ýmsu aðstæður sem var í anda tengdafóður míns, sem ég því miður kynntist aldrei. Það sýnir, hve stórt hjarta hún bar. Minningarnar streyma fram, sem erfitt er að festa á blað. Margar eru ferðirnar og matarboðin, sem við höfum deilt saman. Margar eru sögumar yfir fallegu kaffiborði, ísaumuðum dúk- um og servéttum , þar sem rætt var um lífið í Firðinum, þegar Ásgeir heitinn Stefánsson var á lífi; allt sem þau gerðu saman, hvort sem það var um hið umsvifamikla starf hans, fé- lagslífið eða heimilið. Sérstakt fannst mér um laugardagskvöldin, þegar karlarnir spiluðu lomber, Ás- geir, Emil Jónsson, Páll Sæmunds- son og Adolf Bjömsson. Á fimmtu- dögum spilaði Ásgeir bridge ásamt Jóni Gíslasyni í Hafnarfirði og þeim Crfisdrykkjur GfiPt-lftft Sími 555-4477 Blað allra landsmanna! |Hor0tttdblaMb -kjarni málsins! framhaldsnámi við Pratt Institute í New York í Bandaríkjunum og Lára Sif, f. 10.10. 1974, stúdent í viðskiptafræði við Háskóla ís- lands. Kona Hrafnkels frá fyrra hjónabandi var Halla Magnúsdótt- ir, f. 14.5. 1939. Börn þeirra era Elfa, f. 10.12. 1965, hjúkrunar- fræðingur, maki Ellert Sigurður Guðjónsson, f. 31.5. 1962, sjómað- ur; Ásgeir, f. 6.5. 1967, starfsmað- ur Ragnars Bjömssonar hf. í Hafnarfirði, kvæntist Hallfríði Brynjólfsdóttur, f. 27.8. 1972, og eiga þau eina dóttur. - Ragnhild- ur, f. 11.10. 1944, sjúkraliði, giftist Einari Óskarssyni, f. 14.12. 1941, framkvæmdastjóra, syni Ástu Einarsdóttur og Óskars Ólasonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavik, börn þeirra eru Ásgeir, f. 7.11. 1963, yfirlögfræðingur hjá Sam- keppnisstofnun, maki Bryndís Hrafnkelsdóttir, f. 7.8. 1964, við- skiptafræðingur, þau eiga einn son; Ingólfur, f. 18.6. 1968, flug- maður, maki Ingibjörg Gunnars- dóttir, f. 31.3. 1968, flugfreyja, Ingólfur á eina dóttur; Áslaug, f. 9.2. 1950, hjúkranarfræðingur, ættleidd af Sólveigu og Ásgeiri, giftist Þorvaldi Ásgeirssyni, tæknifræðingi, f. 1.1. 1948, syni Laufeyjar Þorvaldsdóttur og Ás- geirs Ólafssonar frá Stóru-Skóg- um í Dalasýslu, starfsmanni Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Böra þeirra eru Sturla, f. 22.11. 1976, nemi, Tinna, f. 9.9. 1978, nemi, og Hrafn, f. 11.8. 1987, nemi. Áður átti Áslaug Rakel Jónsdóttur, f. 14.6. 1970, nema í söng. Sólveig lauk gagnfræðaprófi frá Flensborgarskólanum í Hafn- arfirði, dvaldi hluta úr ári í Dan- mörk við vinnu og nám í dönsku. Hún vann nokkur ár við símstöð- ina í Hafnarfirði, þar til hún gift- ist. Eftir lát eiginmanns síns vann Sólveig nokkur ár í Bókasafni Hafnarfjaröar. Sólveig og Ásgeir fæddust bæði í Hafnarfirði og bjuggu þar alla sína tíð. Hún dvaldi síðustu árin á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Sólveigar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Hafsteini Bergþórssyni og Stefáni A. Pálssyni úr Reykjavík, en vara- maður var Jón Axel Pétursson úr Reykjavík. Fjórða hvert laugar- dagskvöld, eftir kvöldmat, og fjórða hvert fimmtudagskvöid, sem hófst með kvöldverði, var spilað á Brekkugötunni hjá Ásgeiri og Sól- veigu og auðvitað kom það í hlut húsmóðurinnar að annast heimilis- þáttinn. Hina fimmtudagana og laugardagana var spilað heima hjá hinum spilamönnunum. Við nútíma- konur sættum okkur ekki við þetta, er ég hrædd um. Ásgeir var Sólveigu mjög kær, þó harður væri oft við börnin, eins og hún orðaði það. „Ég var víst oft hörð líka til þess að halda aga, hvort sem það átti rétt á sér eða ekki“, sagði Sólveig. Hann var öllum stundum í huga hennar. Einnig hafði hún gaman af að rifja upp ferðina til Spánar, þegar hún skírði skuttogarann Júní, eign Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar, í byrjun áttunda áratugarins. í lok þeirrar athafnar var henni gefið mjög fallegt og dýrmætt armband, sem hún hefur borið æ síðan. Sólveig var mikill „kokkur". Hún kunni lag á ýmissi matargerð, sem við konur í dag gefum okkur ekki tíma til eða jafnvel höfum aldrei kynnst, eins og kúttmögum með til- heyrandi fylgimat. Föður mínum heitnum þótti þessi matur góður. Það var því árlegur viðburðm-, að foreldrum mínum, Ragnari Ólafs- syni og Kristínu Ólafsson, var boðið til Sólveigar í kúttmaga, meðan Sól- veig var á Ölduslóðinni. Móðir mín naut þess aftur að bjóða Sólveigu í kanadiska rétti eins og ýmsar „pie“- tegundir. Þetta sýndi, hversu rækt- arleg Sólveig var. Sólveig var mjög trúuð og rækt- aði vel trú sína. Þegar hún var hjá okkur í kvöldmat eða náttaði, sem kom fyrir, fór hún með bænirnar með börnunum sem eru þeim kær- ar minningar. Hún gaf sér svo góð- an tíma og kunni mörg ljóð og sálma. Eftir að Sólveig fór á Hrafnistu, höfum við hjónin farið oft með henni í messu á sunnudögum og stórhátíðum, eftir að hún gat ekki farið ein. Hún fékk góða umönnun og hjúkrun á Hrafnistu, og fjöl- skyldan þakkar af alhug öllu starfsfólki sem annaðist hana. Margs er a<5 minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast Margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Ég kveð tengdamóður mína með söknuði, en er þó glöð yfir því að hún er komin til ástvinar síns, sem hún hefur beðið eftir og þráð svo lengi. Við sem eftir stöndum, varð- veitum góðar minningar um góða móður, tengdamóður, ömmu og langömmu. Ég votta fjölskyldunni allri mína innilegustu samúð. Guð blessi minningu þína, kæra tengdamóðir, og verndi á nýrri götu. Oddný M. Ragnarsdóttir. Tengdamóður minni Sólveigu Björnsdóttur kynntist ég fyrst árið 1963, er ég kvæntist dóttur hennar, Ragnhildi, og vil ég með þessum fátæklegu línum minnast hennar. Fyrsta viðmót skiptir miklu og fann ég strax að þar fór heilsteypt og góð kona, sem sýndi mér og mínum mikinn hlýhug og vináttu. Myndarlegt heimili þeirra Ásgeirs G. Stefánssonar bar vitni um sköruleika hennar og þar skorti hvorki rausn né glaðværð. Heilsa Ásgeirs og kraftar höfðu farið þverrandi og naut hann umhyggju og ástúðar Sólveigar til hinstu stundar og var henni og okkur öll- um mikill missir þegar hann lést árið 1965. Ég minnist Sólveigar sem kjark- mikillar sómakonu, sem aldrei brást á hverju sem gekk og gerði ávallt gott, og var best ef af einhverjum ástæðum þurfti á hjálp hennar að halda. Forsjóninni þakka ég að hafa fengið að kynnast slíkri konu. Hvíli hún í friði. Einar Óskarsson. Þegar pabbi tilkynnti mér andlát ömmu Sólveigar sagði ég honum að ég ætlaði ekki að votta samúð mína, heldur að samgleðjast, og vísaði þar með til orða ömmu Sólveigar, þegar ég sagði henni frá andláti hinnar ömmu minnar, Kristínar, en hún sagði: „Elsku Lára Sif mín, ég ætla ekki að samhryggjast þér út af láti ömmu þinnar, heldur að samgleðj- ast. Hún amma þín lifði góðu lífi, en hefur verið mjög veik undanfarið. Fyrir þá sem trúa á framhaldslíf er því um gleðistund en ekki sorgar- stund að ræða.“ Elsku amma Sólveig, oft hef ég vitnað í orð þín þessi, sem mér finnst svo sönn. Þú lifðir stórkost- legu lífi, áttir mikla lífsreynslu að baki, en ert nú komin til ástvina þinna, sem þú hefur lengi þráð að hitta aftur. Það mun ávallt vera mér minnis- stætt hversu mikil ró ríkti yfir henni ömmu og mér leið alltaf vel í návist hennar. Tilhlökkunin var ailtaf mikil þegar við fórum á Smyrlahraunið, en þar var hún amma í eldhúsinu, með svuntu um sig miðja, að matreiða góðgæti, sem ömmu einni var lagið. Amma var ætíð mjög trúuð og ræktaði hún trú sína vel. Öllum stundum var afi Ásgeir í huga ömmu. Hún vitnaði mjög oft í orð hans og sagði frá honum. Því miður fékk ég aldrei að hitta afa Ásgeir, en þrátt fyrir það finnst mér að ég hafi lært að þekkja hann eftir frá- sögnum ömmu. Elsku amma, ég minnist hlýju þinnar og góðmennsku. Guð blessi minningu þína. Lára Sif. Elsku amma, þú sagðir einhverju sinni við mig, að ég væri alltaf að ferðast. Það var mér kært, að síð- asta póstkortið, sem ég sendi þér, barst þér daginn áður en þú fórst yfir móðuna miklu. Nú ert þú komin á stað jarðneskra endaloka og nýs upphafs og verður þetta síðasta bréfið, sem ég sendi þér. Það fyrsta, sem kom upp í huga mér, þegar ég hugsa til baka til þín, var í eldhúsinu á Smyrla- hrauninu. Þú áttir alltaf kramarhús með ís ofan á, sem var í miklu upp- áhaldi hjá mér; og svo var það stóra klukkan þín, sem hringdi svo hátt. Síðan fluttir þú á Hrafnistu. Það var alltaf svo gott að koma til þín og það var svo mikil ró sem fylgdi þér. Það er alltaf erfitt að kveðja, en þú varst mjög trúuð, svo að mér finnst gott að hugsa til þess, eins og Grikkirnir gera, þegar einhver deyr. Þeir gleðjast yfir að hafa fengið að kynnast þeim látna og minningin lifir. Það mun hún svo sannarlega gera um þig. Þegar ég var fimm ára sá ég alltaf mann í hurðinni hjá mér á næturnar. Mamma sagði mér, að það væri hann Ásgeir afi að fylgjast með mér. Ég vona að nú fylgist þið bæði með mér. Elsku amma, sagt er, að látnir lifi. Ég held, að mikið sé til í því. Þér mun ég aldrei gleyma. Kristín Ýr. Það er margt sem kemur upp í huga okkar þegar við rifjum upp samverustundirnar sem við áttum með þér. Við vorum kannski ung þegar við vorum sem mest hjá þér en sumum hlutum gleymir maður aldrei. Svo er það með ömmu með hvíta hárið. Við tókum upp á því að kalla þig þetta þegar við vorum yngri og eig- um eflaust alltaf eftir að gera. Það var sama hvað bjátaði á, alltaf varstu blíð og góð og talar mamma oft um það að hún vilji vera jafn „gott“ gamalmenni og hún mamma sín. Elsku amma, takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Þín Tinna, Sturla og Hrafn. Við fráfall Sólveigar Bjömsdóttur rifjast upp ljúfar æskuminningar. Hugurinn reikar til þess tíma, þeg- ar fóðurbróðir minn, Ásgeir G. Stef- ánsson, einn mesti máttarstólpi Hafnarfjarðar í atvinnulífi og öðrum sviðum á þeim árum, ákvað á miðj- um aldri að kvænast Sólveigu. En Ásgeir var, eins og þeir vita, sem til þekktu, sérstæður og ógleymanleg- ur persónuleiki. Hann hafði þann hátt á, ef ég man rétt, þegar hann kvæntist, að kalla til prest frá Vestmannaeyjum, móðurbróður minn, Sigurjón Þ. Árnason, og láta hann pússa þau saman í sveitarkirkju í Grímsnesi. Ásgeir gerði líka annað, sem var og er óvenjulegt. Hann hafði þegar fyrir giftinguna byggt glæsihús fyr- ir þau hjónin að búa í. Og í því húsi hófust kynni mín af Sólveigu og fjöl- skyldu hennar. Þetta hús við Brekkugötuna var mér og mínum systkinum sem „höll“. Þangað var okkur oft boðið. Þaðan á ég hinar ljúfustu endurminningar. Þar nut- um við systkinin alltaf einlægrar ljúfmennsku, mikillar gestrisni og hjai-tahlýju Sólveigar. Og þar kynntist ég fóiki Sólveig- ar, foreidrum hennar, Birni Helga- syni og Ragnhildi Egilsdóttur, og börnum þeirra, Viggó, Adolf, Gyðu, Dagbjörtu og Eygerði. Þetta fólk reyndist allt traustir Hafnfirðingar og vann vel sínu bæjarfélagi. Sólveig var einstaklega barngóð, gjafmild, hlýleg, góð og göfug kona. Sómdi hún manni sínum frábærlega vel í einu og öilu og reyndist honum hinn besti lífsförunautur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.