Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 LÍSTÍR EINAR Þorláksson, Blámannatrúboðið, akryl á dúk. Þrír módernistar MY3JDLIST Listasafn Knpavogs MÁLVERK EINAR ÞORLÁKSSON ELÍAS B. HALLDÓRSSON MATTHEAJÓNSDÓTTIR Opið alla daga nema mánudaga frá 12-18. Til 22. mars. Aðgangur 200 krónur. ÞAÐ telst nokkur viðburður nú um stundir, er þrír grónir módem- istar af eldri skólanum sýna sam- tímis í Listasafni Kópavogs. Til glöggvunar á hugtakinu má í stuttu máli rekja kímið allt aftur til aldamótanna 1800, er málverkið tók að þróast í átt að sjálfstæðu sköpunarferli, samræðu milli lista- mannsins og hins almenna skoð- anda, varð óháðara afmörkuðum verkefnum. Hins vegar rekja menn upphaf módernismans til seinni hluta 19. aldar, áhrifastefnunnar, impressjónismans, og þeirra miklu möguleika sem iðnbyltingin færði skapandi listamönnum upp í hend- umar. Tengsl má rekja til þróunar listiðnaðaðar á Englandi og hins al- þjóðlega æskustíls, Art Nouveau, sem náði yfír allar greinar sjónlista og var afar áberandi í húsgerðar- list Antoníos Gaudi í Barcelona. það gefur svo auga leið, að sá sem oftast er nefndur faðir módemism- ans í málverki, Paul Cézanne (1839-1906), var öðm fremur mál- ari af ástríðu, fullkomlega óháður sölu og verkefnum. Þá má geta þess, að efnafræðin lyfti mjög und- ir framvinduna, einkum á litasvið- inu, því skyndilega var hægt að ganga að öllum litum fyrir viðráð- anlegt verð auk þess að verk- smiðjuframleiddur strigi af mörg- um gerðum kom á markaðinn. Þróunin hefur svo tekið á sig ýmsar myndir á þessari öld eins og innvígðir vita, en á sjötta og sjö- unda áratugnum urðu mikil um- skipti, fyrst við tilkomu pop-listar- innar og síðan hugmyndafræðilegu listarinnar. Seinna kom hinn svo- nefndi síðmódemismi eða post- módemismi til sögunnar, umdeilt hugtak sem varð til 1974, er amer- íski arkitektúr-rýnirinn C. Jencks skilgreindi þróun ungra amerískra arkitekta burt frá einræði hagnýti- stefnunnar til mýkri gilda fortíðar- innar. Er um uppstokkanir í marg- ar áttir að ræða sem á seinni ámm hafa farið úr böndum hvað mynd- list varðar og hugtakið post- módemismi teygt út og suður. Þá eiga ýmsir angar postmódernism- ans ekkert skylt við módemisma og því þörf á nýju stílheiti ef ekki stílheitum. Slagorð módemismans: „I listum liggur engin leið til baka“, var að sjálfsögðu frá upp- hafi órökrétt og óraunhæft, líkt og fígúran er dauð, og lítil ástæða til að sporðrenna því eins og margur gerði, einkum þeir sem haldnir vom hræðslu við einangmn og haldnir list- og flokkapólitískri meinloku. Þessi einstefna hefur endurtekið sig af skyldu liði í post- módemismanum, eins og margur hérlendur hefur áþreifanlega orðið var við og valdið hörkudeilum í út- landinu. Renna þar tvær breiðfylk- ingar núlistamanna saman. I ljósi sögunnar og í víðustu merkingu hljóta gmnnmál módemismans að vera í fullu gildi, þótt hann ætti í vök að verjast á sjöunda áratugnum og væri ýtt út af sviðinu á þeim áttunda. Reis upp á níunda áratugnum sterkari en nokkm sinni fyrr og heldur velli á tíunda áratugnum þrátt fyrir að krakkið í myndlistarheiminum hafí ollið nokkmm afturkipp um stund, og blindir áhangendur post- módernismans geri að honum harða hríð. Er hér ekki einungis vísað til listamarkaðsins, heldur má minna á að málverkið og hinn hreini afmarkaði síðmódernismi lif- ir góðu lífi í helstu núlistahúsum heimsborganna. Allir málaramir í listasafni Kópavogs hafa haldið tryggð við stefnumörk módemismans líkt og svo margir sálufélagar ytra og myndstíll þeirra hefur ekki tekið nein stór stökk á síðustu áratugum. Það er einmitt talið mönnum til tekna víðast hvar að vera trúir kjörsifjum sínum í listinni og rækta sinn garð, og þeim sem em á samningum við listhús erlendis er beinlínis uppálagt að gera það. Einar Þorláksson sýnir 53 myndverk í norðursal, öll unnin í akryl, og era mörg ný eða nýleg. Hann er einn þeirra sem kosið hafa að vinna sem mest í kyrrþey og það vilja líða allnokkur ár milli sýn- inga hans og lítill hávaði í kringum þær. Hins vegar var hann vel virk- ur á tímum opinna og lokaðra sam- sýninga meðan þær vora og hétu og má telja það stærstu gloppu á íslenzkum myndlistarvettvangi er svo er komið, að þær skuli hafa lagst af fyrir óheppilega og klaufa- lega þróun. Á vafalítið drjúgan þátt í minnkandi aðsókn og ahuga. Það má finna vissan skyldleika við myndheim Svavars Guðnasonar í dúkum Einars, þrátt fyrir að þeir fari hvor sína leið í útfærslu hug- mynda sinna. Báðir uppteknir af styrk litanna, en þegar hinn hrái samþjappaði, efniskenndi og rammi frumkraftur er meginveigur listar Svavars, leggur Einar áherslu á gagnsæi, léttleika og styrk þeirra. Listamaðurinn lætur nær óheft innsæi ráða för verkfær- anna og það stundum í þeim mæli að það þrengir honum út á ystu nöf og formin virka sem í lífsháska. Bæði ber það vott um hugrekki og fífldirfsku, en þó öðru fremur vilja til átaka við efniviðinn, í þessu til- viki hinn nær óhlutkennda mynd- heim sem hann er að kljást við. Einar hefur afar næma tilfínn- ingu fyrir lit sem nær helst að blómstra í málverkunum á enda- vegg, sem er ótvírætt öflugasti hluti sýningarinnar. En einnig í myndum eins og Blámannatrúboð- ið (36), Bamabrek (37), Bleksjór (39) og Hitaæðar (51). Þá vek ég sérstaka athygli á myndinni Sumarpáskar (44) , en þar kemur einkar vel fram hve myndheild get- ur verið mikill akkur að gagnsæj- um lit ef rétt er að verki staðið. Elías B. Halldórsson, sýnir heil 60 málverk í suðursal sem öll era máluð í olíu, þar af 13 af stærri gerðinni á striga, hin öllu minni og undir gleri. Elías er mun atkvæðameiri fé- laga sínum á sýningavettvangi jafnframt því sem myndveraldir hans virðast í meira jafnvægi, í öllu falli samfelldari. Byggist mik- ið til á afmörkuðum grænum, gul- um og bláum litaheildum í sam- virkum tilbrigðum. Þetta eru nokkurs konar ljóðrænar hugar- flugsmyndir, og læt ég mér detta í hug að þær sæki innblástur til um- hverfis Sauðárkróks, þar sem listamaðurinn var búsettur um árabil. í öllu falli er ekki laust við að maður skynji vissa sveitaróm- antík að baki vinnubragðanna, en vel að merkja mjög heilbrigða og ferska rómantík. Þar sem jafnvægið er mest í lit- auppbyggingunni eins og í mynd- unum Kulið svifar (2), Leikið létt á strengi (8) og Foklauf og fiðrildi (11), Sveipivindahjal (24) og Skjól (63) verður skírskotunin öflugust Ljóðræn óhlutstæði hefur þetta verið nefnt og er skylt óformlegu skynrænu hugsæi inn á lendur dúksins, frjálsum hugrænum spuna. Myndheildirnar eru oftar en ekki mjög nálægt því að minna á eitthvað þekkjanlegt í náttúr- unni og í einstaka tilviki staðsetur listamaðurinn kvenverur inn í MORGUNBLAÐIÐ ' MATTHEA Jónsdóttir, Jarðsýn, olía á dúk. þær og er þá genginn því hlut- læga á vald. Þetta munúðarfulla kvenhold færir angan gróinna túna nær vitum skoðandans, get- ur líka verið vísun til þess að mál- verk er í raun og veru ekkert ann- að en líkami, húð, litir, útlinur og burðargrind. Matthea Jónsdóttir, sem sýnir 20 málverk í kjallara, er sér á báti í íslenzkri myndlist, hefur lengstum haldið tryggð við ákveðna tegund kúbisma sem hún lagði snemma út af. Listakonan er enn altekinn af kúbismanum, en nú er hann bland- aður vissri tegund strangflatalist jafnframt því sem grannlitirnir era mun dekkri en áður hefur sést til hennar. Matthea hefur verið vel virk, haldið 16 sýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis, hefur hlotið ýmis verð- laun og viðurkenningar. Það er nokkuð þungt yfir þessu framlagi Mattheu að þessu sinni, sem stafar þó ekki einungis af formrænni hörku og sjálfu litaferl- inu, heldur einnig einhverri inn- byrðis spennu sem virðist að baki vinnubragðanna. Hitt er svo greinilegt að veggimir eru of harð- ir og hráir fyrir þessa tegund myndlistar, sem kallar á mýkt og nálgun. Þá áttar maður sig ekki fullkomlega á áferð einstakra mynda vegna lýsingarinnar og þeirrar speglunar sem hún fram- ber. Hér vora það heist myndir eins og Jarðsýn (6), Hrímblá (11), Innsýn (17) og Eining (18) sem höfðuðu til mín eftir endurtekna skoðun, einkum hin fyrstnefnda sem er fjölþættust í byggingu og safaríkust í lit... Eitt skyggir á framkvæmd þre- menninganna, sem era sýningar- skrámar, sem vora vægast sagt ómerkilegar, með lágmarks upp- lýsingum og þannig vantaði ártöl í þær allar, einnig um efnivið í tveim af þremur. Hér er átaks þörf. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.