Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ skólar/námskeið tölvur ■ Tölvunámskeið hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni Úrval áhugaverðra námskeiða — leitið nánari upplýsinga í síma 520 9000 eða http://www.tv.is/ Windows NT netstjómun I: Frábært námskeið fyrir þá sem vilja stjóma NT netum. Tími: 18,—27. mars kl. 9.00—12.00, 36 kennslustundir eða Tími: 21. apríl—2. ntaí kl. 13.00—16.00, 36 kennslustundir. Windows NT netstjórnun II. Mjög ítarlegt framhaldsnámskeið fyrir þá sem þegar hafa gmnnþekkingu á NT netstjómun. Forkröfur NT netstjómun I eða sambærilegt. Tími: 25. mars—27. apríl, tvisvar f viku kl. 16.15—19.15, 36 kennslustundir eða Tfmi: 2,—16. apríl kl. 9.00—12.00, 36 kennslustundir. Macintosh og Claris Works: Nauðsynlegt námskeið fyrir alla þá sem nota Macintosh. Stýrikerfi, ritvinnsla, gagnagmnnur, teikning og töflureiknir. Tími: 23.-27. mars kl. 9.00—12.00, 22 kennslustundir eða Tími: 6,—15. apríl kl. 16.15—19.15, 22 kennslustundir. Windows, Word og Excel: Mjög gott námskeið fyrir þá sem em að stíga fyrstu skrefin og vilja komast langt á stuttum tíma. Tími: 23.-27. mars ki. 9.00—12.00, 22 kennslustundir eða Tími: 30. mars—3. apríl kl. 16.15—19.15, 22 kennslustundir eða Tími: 14,—20 aprfl kl. 13.00—16.00, 22 . kennslustundir. Exccl: Einstakt námskeið um þennan frábæra töflureikni sem við höfum boðið síðan 1986 — lengst allra. Tími: 23.-27. mars kl. 13.00—16.00, 22 kennslustundir eða Tími: 17,—24. apríl kl. 9.00—12.00, 22 kennslustundir. Word: Námskeið sem er miklu meira en byijenda- námskeið — allir læra eitthvað nýtt. Tfmi: 23.-26. mars kl. 13.00—16.00, 18 kennslustundir eða Tími: 14,—17. apríl kl. 9.00—12.00, 18 kennslustundir. Access: Þetta námskeið er eitt alvinsælasta nám- skeiðið nú um stundir. Allir vilja læra á gagnagrunninn Access. Frábærir kennarar. Tími: 30. mars—3. apríl kl. 13.00—16.00, 22 kennslustundir. Access framhaldsnámskeið: ftata reiTKkcið tatir rriklu við þekkingiJ þeiira semhafá sótt Axess námskEÍð ddtar. Tími: 14,—17. apríl kl. 13.00—16.00, 22 kennslustundir. Visual Basic for Access forritun: Ef þú vilt ná alla leið er þetta námskeið sem þú verður að sækja. Aðeins fyrir þá sem hafa góða þekkingu á Access. Kennari með Microsoft Certified Professional gráðu frá Microsoft. Kennslubók frá Mcrosoft fylgir. Tími: 20.—30. apríl kl. 9.00—12.00, 36 kennslustundir. Filemaker gagnagrunnurinn: Skyldunámskeið fyrir alla þá sem nota þennan öfluga og þægilega gagnagmnn. Tími: 23.—27. mars kl. 16.15—19.15, 22 kennslustundir. Internetið, upplýsingahraðbrautin: Allt sem þú þarft að vita til þess að byija á Intemetinu á einu námskeiði. Tími: 30.—31. mars kl. 13.00—16.00 eða 21,—22. apríl kl. 16.15—19.15, 9 kennslustundir. Tökum hópa á mjög hagstæðu verði (8 eða fleiri). Vefsíðugerð fyrir byrjendur: Allir em með vefsíður — af hveiju ekki þú? Tími: 1,—3. apríl kl. 13.00—16.00, 13 kennslustundir eða Tími: 27.-29. apríl kl. 16.15—19.15, 13 kennslustundir. Visual C++ forritun: Mjög vandað námskeið um þetta mikil- væga forritunarmál. Kennari með langa reynslu af kennslu í Visual C++ f Banda- ríkjunum. Tími: 30. mars—2. maí, kl. 9.00—12.00, 58 kennslustundir. Afsláttur til þeirra sem sækja fleiri en eitt námskeið. Frábær staðsetning og næg bílastæði. Símaþjónusta í 1 mánuð innifalin í öllum námskeiðum. Sémámskeið fyrir fyrirtæki. Tölvu- og verkfræðiþjónustan, Grensásvegi 16, 108 Reykjavík. Sími: 520 9000. Vefur: http://www.tv.is - kjarni málsins! MENNTUN FAN I burðarliðnum er gagnagrunnur á Netinu sem geymir fréttir af námi sem svara öllum helstu spurningum væntanlegra námsmanna Gunnar Hersveinn spurði einn af höfundum FAN um hvaða heildarsýn notendur hans geti öðlast um nýtt nám. Vandinn að velja fræðslu við hæfi • Fólk sem vill skipta um starf þarf aðgang að gagnlegu námi • Gagnagrunnurinn á að veita upp- lýsingar um fjármögnun á menntun SÉRHVER einstaklingur sem leitar að námi; faggrein, endur- menntun, þjálfun eða fræðslu í tilteknum málum, þyrfti að hafa að- gang að upplýsingaveitu sem geymir svörin við spurningunum sem vakna. í haust eru líkur á að fréttir af námi verði aðgengilegar á Netinu en Hrafn Sigurðsson viðskiptafræðing- ur hefur unnið að því verkefni und- anfarin ár. Gagnagrunnurinn FAN eða Frétt- ir af námi, á að hjálpa fólki til að öðl- ast þá heildaryfirsýn á námsfram- boði sem skortir hér á landi. Skort- urinn er staðfestur í skýrslu Rann- sóknarþjónustu Háskólans um að- gengi að faglegri símenntun og þjálf- un: „Heildaryfírsýn skortir, bæði íyrir þá sem eru að leita sér mennt- unar og hina sem leita menntunar fyrir starfsfólk sinna fyrirtækja." (1997). „Markmiðið með gagnagrunninum er að skapa væntanlegum náms- mönnum betri möguleika til að meta fræðslukosti sem eru í boði,“ segir Hrafn Sigurðsson. Hann segir að nú sé rétti tíminn til að koma FAN á fót því að framboðið á námi vaxi svo ört - val fólks sem leitar sér fræðslu yrði auðveldara með því og mundi spara þvi tíma. „Fólk skiptir um starf að meðaltali 5-6 sinnum á ævinni," segir Hrafn, „og þai-f því bæði að eiga kost á að endurmennta sig og að fara inn á nýjar brautir í námi. í gagnagrunn- inum verða því einnig upplýsingar um fjármögnun á námi.“ Hrafn segist ekki vita um að til sé sambærileg upplýsingaveita í Evrópu. Hinsvegar er áhugi á svona veitum og mögulegt er FAN verði að samevrópsku verkefni í INFO 2000 áætlun Evrópusambandsins, en þar er áhugi á að samræma upplýsingar um nám í löndum sambandsins. Hugmyndin er að FAN verði öll- um opinn á Netinu gjaldfrjálst, og að hægt verði að bera saman möguleika sem standi til boða. Það er því lykil- atriði að upplýsingum sé raðað inn á samhæfðan hátt og að eigendur upp- lýsinga um hvert nám sjái sjálfír um að mata gagnagrunninn. Upplýsingar um nám felast m.a. í að segja frá innihaldi námskeiða, Morgunblaðið/Árni Sæberg „I FAN eru veittar upplýsingar uni fræðslu og nám, stað og stund, kröfur og ávinning, fjármögnun, réttindi og störf,“ segir Hrafn. hverjir kenna það, hvenær það er kennt, hvemig, hvort fjarnám standi til boða, hvað það kosti og hver teng- ingin við atvinnulífið sé. Þetta skiptir máli þegar nám er valið en þess má geta að talið er að árlega sé a.m.k. boðið upp á 8 þúsund námskeið. í FAN verður öll fræðsla sem veitt er innan og utan hefðbundna skólakerfísins," segir hann og bendir á að hann yrði ráðgjöfum gott verk- færi til þess að hjálpa skjólstæðing- um sínum til að fínna nám við hæfi. „Þörfin fyrir heildaryfirsýn verður meiri með meiri kröfum um menntun," segir Hrafn. Hér verða nefnd í lokin atriði sem notendur eiga að hafa aðgang að með FAN: ►Skólastig - heiti, lýsing. ►Skóli - heiti, lýsing. ►Námsstaður - heiti, lýsing. ►Fræðslusvið eða flokkur. ►Námsbraut - heiti, lýsing. ►Námsskeið eða áfangi - t.d. eining ar. ►Námstími - tímabil, tími dags. ►Námsumfang - tíðni, heildartími. ► Námsforsendui-. ►Námsmat - lýsing. ►Kennarar eða leiðbeinendur. ►Kennsluaðferðir eða kennsluað- staða. ►Námskeiðsgjöld - upphæð, skil- málar. ►Vottun. Hvað er Norræni sumarháskólinn? Við stöðu framkvæmdastjóra Norræna sum- arháskólans (NSU) tók um áramótin Ragnar Garðarsson stjórnmálafræðingur. Auðunn Arnórsson tók Ragnar tali, en hann er fyrsti -----7----------------------------------- Islendingurinn til að þessari stöðu. AVEGUM Norræna sumarhá- skólans, NSU, fer í lok þess- arar viku fram ráðstefna um norræna stjórnarskrárþróun. En hvað er Norræni sumarháskólinn? Hvaða starfsemi fer fram á vegum hans? Og hvað gerir framkvæmda- stjóri NSU? Morgunblaðið innti Ragnar svars við þess- um spumingum, ásamt öðrum. „Að ég tók við stöðunni kom þannig til að ég var kominn í varastjórn NSU og var búinn að fylgjast með „Raunin er sú að þetta er tengsla- net háskólafólks. Það má ef til vill lýsa þessu þannig að NSU sé viðbót við hina hefðbundnu háskóla," segir Ragnar. Háskóla- og fræðimenn í háskólum Norðurlandanna geti nýtt sér NSU til að tengjast öðrum fræðimönnum og koma á sam- starfi á milli háskóla og ekki síður milli fræðasviða. Með elztu samstarfs- stofnunum Norðurlanda „Bakgrunnur NSU er sá að þetta hófst fyrir tæpum starfinu um nokkurn tíma. Þá frétti ég af því að þessi staða losnaði og úr því varð að ég fékk starfið. Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig,“ segir Ragnar. „Þetta er mjög margþætt starf, en það felst fyrst og fremst í því að sinna daglegum rekstri NSU.“ En hvað er NSU? Því svarar Ragnar á þann veg að það hafi oft þvælzt fyrir mönnum hvað NSU eiginlega sé, en sá ruglingur felist í því að í nafninu er talað um háskóla. 50 árum með sumarráðstefnu norræns háskólafólks í Noregi. Þetta er þannig með elztu sam- starfsstofnunum Norðurlanda. Strax eftir þessa fyrstu sumarráð- stefnu var skrifstofa sett á laggirn- ar og allar götur síðan hefur þetta verið rekið með því móti sem það er enn í dag,“ segir Ragnar. Fyrstu árin var starfið sýnilegt á sumarmótum eingöngu, en fljótlega spruttu upp starfshópar í einstök- um háskólaborgum á ýmsum svið- um. Síðan var hafizt handa við að gefa út bækur. Þannig birtist afrakstur starfsins í öfl- ugri bókaútgáfu. Sum- armótin segir Ragnar þó enn vera þungamiðj- una í starfinu. „En auk þeirra hafa hin ýmsu fagsvið innan NSU, sem núna eru átta talsins, sín vetrarmót. Því til viðbótar starfa líka hóp- ar í einstökum háskóla- borgum sem halda eigin fundi. Þannig að nor- ræni sumarháskólinn starfar allt árið.“ Aðspurður hvort ís- lendingar hefðu tekið þátt í starfi NSU frá upphafi játar Ragnar því. „Það er einmitt ein af grundvallarhugsjónum NSU að draga fólk úr jaðarsvæðum norræns háskólalífs inn í þetta samstarf. Mikil áherzla hefur verið lögð á að ná til þessara jaðarsvæða, sem ísland telst jú til. Fjárframlög NSU fara mikið til í að standa straum af ferðakostnaði þeirra sem koma langt að.“ Þar sem starfið er mjög óform- legt og lítt skuldbindandi segir Ragnar það nokkrum erfiðleikum bundið að festa reiður á nákvæmri tölu yfir virka þátttakendur í því. Á síðastliðnum árum telst honum þó til að virkir þátttakendur hafi verið á sjöunda hundrað. Það er skipzt á að halda sumar- mótin, sem marka hápunkt starfsins á hverju ári, í hverju landanna fimm. I fyrra var það_ í Svíþjóð en 1995 var það síðast á fslandi. Finn- ar eru gestgjafar næsta sumarmóts. En einmitt núna þessa dagana fara fram vetrarmót NSU. Einn faghópurinn heldur sitt mót núna í vikunni hér í Reykjavík. Það er hóp- ur sem fjallar um nor- ræna stjórnarskrár- þróun. Að þessu sinni fjallar vetrarmót þessa hóps um stöðu stjórn- skipunarmála á Norð- urlöndum og þýzka stjórnarskrárhyggju. Þar er verið að ræða þróun stjórnarskráa Norðurlandanna í sam- anburði við þýzka stjómarskrárþróun og tengslin þar á milli. Þverfagleg nálgun einkennir dagskrá ráð- stefnunnar, en það hef- ur verið eitt helzta ein- kennið - og að margra mati helzti kosturinn - við starf NSU að það leggur mikið upp úr þverfaglegri umfjöllun. Það er verið að taka á ákveðnum mál- efnum út frá hinum ýmsu fræðisvið- um. Segja má að NSU hafi verið fyrsti vettvangurinn á Norðurlönd- um þar sem áherzla var lögð á þver- faglega nálgun og hugsun," segir Ragnar. Tengslin aukin við Færeyjar, Grænland og Eystrasaltslönd En hverjar eru framtíðarhorfur NSU? Ragnar segir nú sérstaka áherzlu lagða á tvennt í starfi NSU almennt. „Það er annars vegar að byggja upp tengsl í Eystrasaltsríkj- unum og hins vegar að auka tengsl- in á Færeyjum og Grænlandi, þar sem háskólastarf hefur komið til á seinustu árum. Það er markmið NSU að tengja þetta háskólastarf inn í starf NSU, en það hentar báð- um aðilum vel vegna hins óformlega eðlis samstarfsins og áherzlu NSU á að tengja fræðistörf á jaðarsvæð- um Norðurlanda vsttvangi NSU, í nafni norræns samstarfs. Ragnar Garðarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.