Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 45
(
(
<
(
(
(
(
(
(
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
<
1
<
<
i
<
<
í
i
i
STEINDÓR
SIGHVA TSSON
+ Steindór Sig-
hvatsson var
fæddur á Ártúnum á
Rangárvöllum 27.
aprfl 1925. Hann lést
á Sjúkrahúsi Blöndu-
öss 6. mars síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Sighvatur
Andresson frá Hemlu
í Landeyjum og
Kristín Arnadöttir
frá Oddhöl á Rangár-
völlum.
Steindór ólst upp í
Ártúnum til 14 ára
aldurs og síðan á
Ragnheiðarstöðum í Árnessýslu í
hópi átta systkina.
Árið 1946 giftist Steindór Erlu
Viggósdóttur, f. 19. sept. 1931, og
hófu þau búskap á Ragnheiðar-
stöðum en þau fluttu til Reykja-
víkur árið 1959. Þau eignuðust
sex börn en slitu sambúð 1973.
Börn þeirra eru: 1) Guðmundur,
f. 12. ágúst 1947, giftur Lísbet
Steindórsson, búsettur í Svíþjóð
en hann á þijú börn. 2) Viktoría
Lára, f. 18. nóv. 1949, gift Ásgeiri
Haraldssyni, búsett í Danmörku
en hún á þrjú börn. 3) Kristín
Rós, f. 2. okt. 1952, á tvo syni, var
gift Hafliða Hákonarsyni, búsett í
Reykjavík. 4) Sighvatur Smári, f.
15. júní 1955, giftur Bryndísi
Pálmadóttur en þau eiga tvo
syni, búsett í Neðra-Holti,
Blönduósi. 5) Viggó, f. 7. sept.
1959, giftur Eh'sa Steindórsson,
búsett í Danmörku en hann á
þijú börn, eitt þeirra lést af slys-
förum. 6) Anna María, f. 10. sept.
1969, gift Jóni Ragnari Gíslasyni,
þau eiga tvö börn, búsett á
Blönduósi.
Steindór stundaði
nám við íþróttaskól-
ann á Laugarvatni í
tvo vetur og var mik-
ill íþróttamaður og
keppti bæði í glfmu
og sundi. Steindór
spilaði á harmónikku,
spilaði í hljómsveit
sem ferðaðist víða
um land. Steindór
stundaði ýmis störf,
bæði heima í sveit-
inni, í Reykjavík og
víðar. Hann var til
sjós bæði á togurum
og mótorbátum. Seinna stofnaði
hann sitt eigið fyrirtæki, Véla-
leigu Steindórs Sighvatssonar,
sem hann starfrækti um árabil.
Steindór keypti sér mótorbát og
gerði hann út frá Reykjavík um
tíma og var skipstjóri á honum.
Flutti hann síðan til Stykkis-
hólms og Anna María með hon-
um, starfaði hann þá sem verk-
stjóri í Rækjuvinnslunni og var
einnig til sjós sem fyrsti stýri-
maður á rækju- og skelbátum.
Um árið 1983 flytja Steindór og
Anna til Svíþjóðar. Starfrækti
hann þar bflaverkstæði með Guð-
mundi syni sfnum en var þá far-
inn að flnna fyrir vanheilsu í
lungum sem minnkaði starfsgetu
hans mikið. En svo kom að þvi' að
Steini flutti aftur heim til Islands
og settist að á Blönduósi. Stein-
dór flutti á Héraðssjúkrahúsið,
Blönduósi, og bjó þar á ellideild í
tvö ár þar til hann lést.
Útför Steindórs fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku pabbi minn, minn kæri vin-
ur. Mikið skelfíng sakna ég þín,
sakna þess að tala ekki við þig í sím-
ann meira. Alltaf gátum við talað
saman um heima og geima og skild-
um hvort annað mjög vel. Eins mun
ég sakna þess að við förum ekki
saman til systkina þinna né til Sísí-
ar og Bjarna frænda, en þá var oft
mikið hlegið og skrafað, harmonikk-
an tekin upp og sungið. Það var
geysilega gaman, glatt á hjalla,
(eins og sagt er) hvar sem þú
komst. Þú skildir eftir gleði, kjark
og minningar. Þú gafst þér alltaf
tíma til að hlusta og miðla af
reynslu þinni og hafsjó fróðleiks.
Þín lífsýn var trú, von og kærleik-
ur. Þú komst eins fram við alla og
kenndir mér það sama. En þú varst
líka heilmikill grallari, fórst víða og
gerðir margt um ævina. Aidrei
varstu hræddur við að takast á við
lifið þótt það færi ekki um þig blíð-
um höndum. Alltaf stóðst þú upp
aftur og hélst áfram hvað sem á
gekk.
Ég á þér mikið að þakka og vona
að þér líði betur þar sem þú ert nú.
Ég veit að það hefur verið tekið vel
á móti þér og nú geturðu gert allt
sem þig langaði til að gera hér en
gast ekki vegna lélegrar heilsu.
Ung ákvað ég að taka mér þig til
fyrirmyndar, vonandi tekst mér það
áfram og að gera lífsýn þína að
minni. Ég þakka þér öll góðu árin
og góðu stundimar sem við áttum
saman og bið að heilsa öllum hinum
sem þú hefur nú hitt.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guðþérnúfylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut
Guð oss það gefl,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut
(V. Briem.)
Hákon, Baldvin og Svala senda
þér saknaðarkveðjur. Far vel.
Þín
Rós.
Steindór ólst upp í Ártúnum til 14
ára aldurs og síðan á Ragnheiðar-
stöðum í Árnessýslu í hópi átta
systkina, á góðu heimili í skjóli
góðra foreldra og móðurömmu
Margrétar Guðmundsdóttur prests-
dóttur frá Stóruvöllum. Margrét
kom á heimilið þegar við systkinin
vorum ung að árum og átti hún þar
heima til dauðadags. Amma var
mikil stoð og stytta á bammörgu
heimili og var einkar lagin að kenna
bamabömunum að lesa og skrifa
o.fl. Hún var mjög söngelsk og
kenndi okkur lög, ljóð og sálma og
mörg holl ráð sem við höfum stund-
um vitnað í síðan.
Steindór stundaði ýmis konar
störf bæði heima í sveitinni, í
Reykjavík og víðar. Hann var til
sjós, bæði á togurum og mótorbát-
um um tíma. Síðar stofnaði hann
fyrirtækið vélaleiga Steindórs Sig-
hvatssonar, sem hann starfrækti í
mörg ár við góðan orðstír. En sjór-
inn heillaði Steina alltaf og nú
keypti hann sér mótorbát og gerði
hann út frá Reykjavík um tfma og
var skipstjóri á honum. Eftir það
var hann í Stykkishólmi, verkstjóri
hjá Rækjuverksmiðjunni og stýri-
maður á rækjubátum í nokkur ár.
Síðan lá leiðin til Svíþjóðar, þar
dvaldi hann í nokkur ár og var í fé-
lagi við Guðmund son sinn og ráku
þeir saman bílaþjónustufyrirtæki í
nokkur ár.
En svo kom að því að Steini flutti
aftur heim til íslands og keypti sér
íbúð á Blönduósi. Þar undi hann sér
vel, enda þrjú af bömum hans bú-
sett þar. Én þegar hér var komið
var heilsan farin að gefa sig og síð-
ustu árin dvaldi hann á Héraðs-
sjúkrahúsinu á Blönduósi.
Steini var einstakur persónuleiki,
frá honum stafaði mikil útgeislun,
bjartsýni, góðvild og tillitssemi við
aðra í orðum og athöfnum, en jafn-
framt einkenndi hann mikill kjark-
ur, dugnaður og áreiðanleiki í
hverju því sem hann tók sér fyrir
hendur. Aldrei leið langur tími milli
þess að við töluðum saman bræð-
umir, sérstaklega eftir að hann
settist að á Blönduósi. Oftast var
það í síma, því langt var á milli okk-
ar, en við heimsóttum þó hvor ann-
an stundum. Sérstaklega var
ánægjulegt þegar hann kom til
Reykjavfkur til að hitta fólkið sitt
og vini og gisti hjá okkur í tvo til
þrjá daga. Þá var oft tekið lagið á
„nikkumar" sem Steini spilaði á
eins og bræður hans. Steini var
músíkalskur og söngelskur og sung-
um við oft saman, t.d. dúett: Sólset-
ursljóð eða Gunnar og Njáll, sem
var í sérstöku uppáhaldi hjá honum.
Þó Steini ætti við veikindi að
stríða á síðustu árum og væri háður
súrefnistækjum, því lungun höfðu
smátt og smátt verið að gefa sig, þá
kvartaði hann aldrei og var andlega
hress, bjartsýnin hafði ekki yfirgef-
ið hann þó líkaminn hefði látið und-
an. Það var alltaf uppörvandi og
gefandi að tala við hann, fram til
hins síðasta. Vertu sæll bróðir og
vinur.
Við þökkum þér fyrir allt sem þú
varst okkur. Guð varðveiti þig. Ég
votta börnum hans og öðrum vanda-
mönnum samúð.
Til moldar oss vígði hið mikla vald,
hvert mannslíf, sem jörðin elur.
Sem hafsjór, er rís með fald við fald,
þau falla, en guð þau telur;
því heiðloptið sjálft er huliðstjald,
sem hæðanna dýrð oss felur.
Af eilífðarþ'ósi í bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en augað sér
mót öÚum oss faðminn breiðir.
(Einar Ben.)
Andrés Sighvatsson.
Elsku pabbi minn. Ég hélt að við
fengjum að hafa þig aðeins lengur
hjá okkur. En núna líður þér miklu
betur og ferðast örugglega um höfin
blá eins og þú óskaðir þér og dregur
örugglega djúpt að þér andann.
Við erum búin að gera svo margt
saman og ég á svo margar minning-
ar að ég væri marga daga að skrifa
aíiDWUA
4IÓT-CL tOK
• («{
Upplýsingar í s: 551 1247
Sími 562 0200
rxxTxxuxxxrl
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Áralöng reynsla.
Sverrir Einarsson, útfararstjóri
Sverrir Olsen, útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlíð 35 ♦ Sírni 581 3300
Allan sólarhringinn.
þær niður og þær eru allar góðar.
En best þótti mér þegar þú fluttir
frá Svíþjóð til okkar á Blönduós.
Jón Gísli á eftir að muna þegar
hann fór í heimsókn til þín og fékk
kaffitár með mjólk og sykurmola og
þið spjölluðuð saman um heima og
geima. Ég veit að við eigum eftir að
sakna þín mjög mikið en ég ætla að
trúa því að þér líði miklu betur þar
sem þú ert í dag.
Elsku pabbi minn, mig langar að
þakka þér fyrir allt sem þú hefur
kennt mér um heiðarleika og að
reyna að sjá heiminn með öðnim
augum en bara mínum. Ég skal
geyma alla þá visku sem þú sagðir
mér og miðla henni til minna bama.
Margs er að rainnast,
margterhéraðþakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt
(V. Briem.)
Guð blessi þig.
Þín dóttir,
Anna María.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðarviðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þegar Rós hafði samband við mig
og sagði mér að þú værir dáinn,
fóru minningamar að streyma
fram. Ég var komin vestur í Stykk-
ishólm á Silfurgötuna. Ég sé þig
fyrir mér sitjandi inni í stofu
spilandi á harmonikkuna „Suður um
höfin". Þetta lag, harmonikkan og
þú hafa alltaf verið eitt í mínum
huga. Mér er ljúfsárt að rifja upp
þessi ár því það hafa myndast svo
stór skörð í hópinn sem þarna var.
Diddi, Guðjón og nú þú, allir famir.
Það hefur verið stutt stórhögganna
á milli fyrir fjölskylduna undanfarin
ár og oft verið erfitt. En traustir
vinir geta gert kraftaverk. Ég
þakka þér og bömum þínum
ómældan stuðning sem þið sýnduð-
mér í sorg minni, sú hjálp var ómet-
anleg. Far vel, gamli vinur. Ég
sendi með þér kveðju yfir hafið.
Kristrún.
Frændi, þegar fiðlan þegir,
fuglinn loýpur lágt að skjóh,
þegar kaldir vetrarvegir
villa sýn á borg og hóh,
hann sem eitt sinn undi hjá mér,
einsog tónn á fiðlustrengnum,
eilíft honum fylgja frá mér
friðarkveðjur brottu geingnum. "v
„Steini bróðir“, eins og við kölluð-
um hann okkar á milli, var bróðir
mömmu, tengdamömmu og ömmu
okkar, lést á Blönduósi í síðustu
viku. Kallið kom snögglega þó að
heilsan væri farin að gefa sig hin
síðari ár. Við minnumst Steina er
hann dvaldi hjá okkur á Halldórs-
stöðum í rúma viku eitt sumarið og
hjálpaði okkur við lagfæringar á
vélum og öðru við búskapinn, alltaf
hress og skemmtilegur, lagni hans
tvímælalaus við allt sem hann tók
sér fyrir hendur. Gaman var að
hlusta á hann spila á nikkuna og
minnumst við þess sérstaklega þeg-
ar hann spilaði á afmæli okkar
hjóna haustið 1992 og naut hann sín
vel í hópi söngelskra Skagfirðinga.
Oft hittumst við heima hjá honum
má Blönduósi og höfðu strákarnir
okkar sérstaklega gaman af lyft-
unni sem Sighvatur sonur hans út-
bjó fyrir hann, en hann átti orðið
erfitt með að ferðast upp og niður
stigann án aðstoðar. Þrátt fyrir
versnandi heilsu var alltaf stutt f
góða skapið og í rauninni var erfitt
að gera sér grein fyrir hve veikur
hann var þó spallað væri við hann,-**
því aldrei kvartaði hann og alltaf
virtist lífið verja jafn skemmtilegt.
Hann var mikill gleðigjafi og fékk
fólk til þess að líta á björtu hliðam-
ar. Fyrir þessar góðu stundir viljum
við þakka og margar fleiri sem of
langt yrði að telja.
Við vottum Sighvati, Bryndísi,
Önnu Man'u, Nonna og bömum
þeirra okkar einlægu samúð, einnig
Erlu, Gumma, Rós, Viggó, Viktoríu
og mökum þeirra og bömum ásamt
systkinum Steina og þeirra íjölskyld-
um.
Kveðja,
Páll Jóhann, Guðmunda Valgeir,
Páll Hreinn og Eggert Daði.
t
Elskuleg móðir okkar, tendamóðir, amma og
langamma,
LÝDÍA GUÐJÓNSDÓTTIR,
Austurbrún 6,
Reykjavík,
lést á Borgarspítalanum þriðjudaginn 10. mars.
Hún verður jarðsungin frá Áskirkju miðviku-
daginn 18. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rúnar Guðjónsson, Birna Valgeirsdóttir,
Guðbjörg Guðjónsdóttir, Halldór Halldórsson,
Kjartan Guðjónsson, Bára Samúelsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
STEFÁN VALGEIRSSON
fyrrverandi bóndi
og alþingismaður,
lést að morgni laugardagsins 14.
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Útförin verður auglýst síðar.
mars sl. á
Fjóla Guðmundsdóttir,
Anna Karólina Stefánsdóttir,
Guðmundur Valur Stefánsson,
Valþór Stefánsson,
Lilja Stefánsdóttir,
Hildur Stefánsdóttir,
Gunnhiidur Fjóla Valgeirsdóttir,
Höskuldur Höskuldsson,
Anna Katrfn Árnadóttir,
Anna Sigurbjörg Gilsdóttir,
Hörður Hafsteinsson,
Guðjón Jónsson,
(sleifur Helgi Waage,
barnabörn og barnabarnabarn.