Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 39 UNDANFARNA mánuði hafa fjölmiðlar fjallað mikið um störf fíkniefnadeildar lögregl- unnar og afskipti tveggja ráðheiTa, þeirra Þorsteins Pálssonar og Halldórs Ásgrímssonar, af reynslulausn Frank- líns Steiners á sínum tíma. Það má ætla að af- skipti yfirmanna deild- arinnar, fullnustunefnd- ar og viðkomandi dóms- málaráðherra af þessu máli hafi stórskaðað löggæsluna. Það er nán- ast með ólíkindum hversu óskynsamlega var að þessu máli staðið, hvernig vel þekktur afbrotamaður um árabU gat notfært sér veikleika kerfisins sér til framdráttar. Þegar viðskipti um upplýsingar við fíkni- efnasala um 50% styttingu afplánun- ar eru tekin af sjálfum dómsmála- ráðherra með tilstuðlan fullnustu- nefndar að ósk yfirmanna lögregl- unnar þá hljóta miklh' hagsmunir að vera í veði. Þessi gjörningur allur og boðleiðir eru jafnvel reyndum lög- gæslumanni undrunarefni, sérstak- lega þegar haft er í huga að alþjóð veit þá tveir vita. Starfsreglur vantar Mér er harmur í huga vegna fyrri afskipta minna af fíkniefnamálum hvernig komið er. En hvaða ástæður skyldu nú liggja til grundvallar þess- um vandræðagangi? Við gerðum okkur strax grein fyrir því, sem hóf- um rannsóknir á fíkniefnabrotum upp úr 1970, að þær hefðbundnu að- ferðir í almennum sakamálarann- sóknum sem höfðu viðgengist um áratugaskeið dugðu ekki til í öllum tilvikum við uppljóstrun umfangs- mikilla fíkniefnamála. Við kynntum okkur á þessum tíma ýmsar rannsóknaraðferðir, bæði í Bandaríkjunum og nokkrum Evrópu- löndum, sem menn hafa kosið að kalla hér óhefð- bundnar rannsóknar- leiðir. Viðkomandi lög- reglu- og dómsyfirvöld- um voru kynntar þær niðurstöður og jafn- framt bent á nauðsyn þess að gera strax sér- stakar starfsreglur fyrir lögreglumenn þar að lútandi og gera jafn- framt nauðsynlegar lagabreytingar. Því miður fengu þessar hugmynd- ir litlar sem engar undh-tektir hjá viðkomandi dómsyfirvöldum og sum- Nú er mál að þessum neikvæðu umræðum ljúki í fjölmiðlum, segir Kristján Pétursson, og lögreglan fái starfsfrið og nýjar starfsreglur. ir létu að því liggja að ég væri að reyna að innleiða hér rússneskt lög- regluríki. Einkanlega fór í taugarnar á þessum aðilum, þegar rætt var um víðtæk upplýsingakerfi fyrir allt landið, greiðslu fyrir upplýsingar, notkun upptöku- og hlerunartækja samkvæmt dómsúrskurði og lang- tíma- og samfellt eftirlit með þeim aðilum sem grunaðir væru um meiri- háttar skipulagningu á innflutningi fíkniefna og fjármögnun þess. Núna, 27 árum síðar, stöndum við nánast í sömu sporum er að þessu lýtur. Afleiðingamar eru augljósar, þús- undir Islendinga eru meira og minna háðir notkun sterkra og hættulegra ávanabindandi efna og hundruð þehra sprauta sig. Afleiðingar fíkni- efnaneyslunnar eru öllum kunnar, stóraukning alvarlegra afbrota sam- fara gífurlegum kostnaði í sjúkra- og eftirmeðferð. Alþingi veiti aðstoð Ég er ekki í nokkrum vafa um, að þau alvarlegu mistök sem orðið hafa í rannsóknarleiðum og meðferð mála, eiga rót sína að rekja til þess, að lögregluna skortir skýi-ar og af- dráttarlausar starfsreglur um fram- kvæmd hinna ýmsu rannsóknarúr- ræða. Aðkoma viðkomandi dóms- málaráðherra að umræddu máli hefði aldrei komið til hefðu starfs- reglur verið til staðar. í umræðum um þessi mál hafa menn leitt hjá sér að ræða um hið flókna og erfiða hlutverk, sem lögreglumenn standa frammi fyrir þegar starfsreglur skortir og aðrar heimildir eru ekki til staðar til að grundvalla ákvarð- anir á. Löggæslumenn vilja ógjarn- an gefast upp við uppljóstrun fíkni- efnabrota og verða því æði oft að leggja starfsheiður sinn að veði vegna óhefðbundinna rannsóknar- hátta. Nú eru liðin, eins og áður greinir, 27 ár síðan fyrst var beðið um ákveðnar starfsreglur fyrir lögregl- una varðandi fíkniefnarannsóknh-. Nú er mál að þessum neikvæðu um- ræðum ljúki í fjölmiðlum og á alþingi og lögreglan fái starfsfrið og nýjar starfsreglur til eftirbreytni. Vonandi sjá alþingismenn sóma sinn í að þrýsta á dómsmálaráðherra að ljúka við margræddar starfsregl- ur í fullu samráði við löggæsluna. Einnig að sett verði lög um að reynslulausn nái ekki til fíkniefna- dóma. Höfundur er fyrrverandi deildar- stjóri. Fíkniefnamál Kristján Pétursson Meinatækni - lykill að lækningu HEFUR þú komið í Leitarstöð Krabba- meinsfélags íslands eða í hópskoðanir sem fé- lagið stendur fyrir um land allt? Þessu ættu flestar konur yfir tví- tugt að geta svarað ját- andi. Með leghálsskoð- un og sýnistöku fer fram mikið forvamar- stai-f sem stuðlar að betri heilsu kvenna. Ár- ið 1964 hófst á íslandi regluleg leit að leg- hálskrabbameini og for- stigum þess. Á síðasta ári voru skoðuð hjá Frumurannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins 29.000 leghálssýni. Eitt af því sem meinatæknar gera er að skoða sýnin í smásjá, meta þau og gefa út svör við eðlilegum sýnum. Sýnin er ekki hægt að setja í vél til mælingar heldur byggist svarið ein- göngu á huglægu mati skoðandans. Ekki er neitt svart eða hvítt, heldur getur verið mjög vandasamt að meta sýni og ákvarða niðurstöður. Sýnistaka fer fram við legháls- skoðun, ýmist í Leitarstöð Krabba- meinsfélagsins, hópskoðunum um land allt, eða hjá sérfræðingum og heilsugæslulæknum. Sýnið er tekið með þar til gerðum áhöldum og því strokið út á smásjárgler og varð- veitt strax með sérstökum efnum, því frumurnar þorna fljótt og eyði- leggjast ef þær eru ekki meðhöndl- aðar strax. Sýnin eru síðan send til Frumurannsóknarstofunnar þar sem þau eru lituð með sérstakri lit- unaraðferð sem kennd er við Papanicolaou, grísk-bandarískan lækni sem þróaði þessa aðferð við litun og greiningu frumna. Kjarni frumna litast dökkblár en umfrymi í ýmsum litbrigðum í rauðu og ljósbláu. Að Mtun lok- inni er límt þekjugler á sýnið svo hægt verði að skoða það í smásjá við annars vegar hundrað- falda og hins vegar fjögurhundruðfalda stækkun. Þegar leg- hálsstrok er skoðað undir smásjá ber margs að gæta. Ekki er til nein einfóld mæhein- ing sem hægt er að meta frumur eftir. Skoða þarf lögun og út- lit hverrar frumu, bæði kjarna og umfi-ymi, og einnig þarf að huga að bakgrunni sýnisins, þar sem um getur verið að ræða blóð, Allar konur sem grein- ast með frumubreyt- ingar, segir Auður Eiríksdóttir, eru undir sérstöku eftirliti. bólgufrumur og ýmsa bólguvalda, svo sem bakteríur, sveppi og ein- frumunga. I einu sýni geta verið 50.000-200.000 frumur og hefur því oft verið líkt við að leita að nál í hey- stakki að finna afbrigðilegar frum- ur. Stundum eru breytingamar aug- Ijósar en í öðrum tilfellum þarf mikið að velta fyrir sér lögun og áferð frumnanna til þess að komast að nið- urstöðu og getur þá jafnvel ein fruma skipt öOu máli. Finnist af- brigðilegar frumur er sýnið sent til meinafræðings sem tekur loka- ákvörðun um eðM breytinga og hvert Auður Eiríksdóttir rúmlega framhald verður. Þegar meiri háttar breytingar finnast er tekið vefjasýni úr leghálsinum. Þannig er hægt að staðfesta hversu miklar og útbreidd- ar breytingamar era og grípa til ráðstafana til að fjarlægja þær áður en í óefni er komið. Leitin að leg- hálskrabbameini miðast við að reyna að finna sjúkdóminn á forstigi, þ.e. áður en hann er orðinn að eiginlegu krabbameini. Þessi greiningaraðferð byggist eins og áður hefur komið fram, eingöngu á huglægu mati þess sem skoðar sýnið og þarf stranga þjálfun áður en hægt er að vinna sjálfstætt við frumugreiningu. Komið getur fyrir að misst sé af breytingum, þótt líkumar á því séu hverfandi Mtlar. Við uppgjör 1996 kom í ljós að af 28.353 sýnum greindust breytingar í 1.074 (3,8%). Vegna grans um meiri háttar breyt- ingar var beðið um leghálsspeglun og töku vefjasýnis hjá 476 konum (1,67%) og um 75% þeirra fóra síðan í aðgerð þar sem breytingarnar vora fjarlægðar. Allar konur sem greinast með breytingar, hvort sem það eru vægar forstigsbreytingar eða meiri háttar sem krefjast að- gerðar, eru undir sérstöku eftirliti. Á undanförnum áram hefur mikil aukning orðið á kynfæravörtum, sérstaklega meðal yngra fólks. Þetta er veirasjúkdómur og hefur verið sýnt fram á tengsl miMi slíkra veirusýkinga og forstigsbreytinga í leghálsi. Konm’ sem mæta reglu- lega í skoðun eru með því að stuðla að eigin heilbrigði, þá eru mestar líkur á að breytingar uppgötvist tímanlega og má með réttum að- gerðum koma í veg fyrir að krabba- mein nái að myndast. Höfundur er meinatæknir á Frumu- rannsóknastofu Krabbanieinsfélags íslands. Gunnar Flóvenz Rangfærsla stj órnarformanns Rrkisspítalanna í kvöldfréttum rík- isútvarpsins 10. þ.m. gerði Guðmundur G. Þórarinsson, stjórn- arformaður ríkisspít- alanna, grein fyrir nýjustu aðgerðinni í heilbrigðismálum landsmanna, en hún er í því fólgin að stjórn ríkisspítalanna hefur nú fyiárskipað 10% niðurskurð á hjartaþræðingum og kransæðavíkkunum. Sem rökstuðning tO réttlætingar þessarar atlögu, sagði stjórn- arformaðurinn að að- eins „nokkrir" sjúkMngar biðu eftir slíkum aðgerðum. Hér fer formaðurinn með rangt mál. I ljósi þess að margra mánaða bið hefur verið eftir umræddum aðgerðum, verða ummæM hans að teljast byggð á ótrúlegri vanþekk- ingu á ástandinu eða vísvitandi blekkingu til að afsaka niður- skurðinn. Um svipað leyti og umrætt við- tal við stjórnarformanninn átti sér stað lýsti yfirlæknir hjartalyfjadeildar Landspítalans ástand- inu þannig á opinber- um vettvangi að biðMstar séu mjög langir og að stað- reyndin sé sú að þeir sem bíði eftir kransæðavíkkunum og þurfi að bíða lengi, „geti átt von á að það verði um seinan að gera nokkuð“. Það er staðreynd að á sviði hjarta- lækninga hafa ís- lenzkir læknar náð mjög góðum árangri og er dánartíðni vegna kransæða- sjúkdóma hér á landi langt undir því sem gerist í ýmsum nágranna- löndum okkar. Umræddur niður- skurður verður því vægast sagt að teljast ámæMsverður og hvorki bjóðandi viðkomandi sjúklingum né læknum okkar og hjúkrunar- fólki. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri. Gunnar Flóvenz Villandi saman- burður og selstöðuver í RITI Einars Lax- ness: íslandssaga - Al- fræði Vöku Helgafells R. 1995 - segir undir uppflettihugtakinu sel- stöðukaupmaður: „sel- stöðuverslun, heiti á dönskum kaupmönnum og fjTÍrtækjum, sem ráku verslun á íslensk- um höfnum ... þegar ein- okunarverslun lauk 1787 Selstöðukaupmenn ráku útibú eða „sel“ á ís- landi ..." aðalstöðvar þessara verslana voru í Kaupmannahöfn „en höfðu í þjónustu sinni kaupstjóra ... svonefnda „faktora". Verslanir þessar sátu að verslunararðinum, svo að gróði eða arður af þessum fyrirtækjum rann til erlendra aðila, meginhluti verslunar hér á landi var því erlend verslunar- útibú - selstöðuverslanir og var svo meginhluta 19. aldar, með nokkram íslenskum undantekningum - Þorlák- ur O. Johnsen, Gránufélagið, Ás- geirsverzlun og Kaupfélag Þingey- inga o.fl. Innlend verslun nær ekki yf- irhöndinni fyrr en með stofnun ís- lenskra heildverslana snemma á 20. öld og stórfjölgun innlendra verslun- arfyrirtækja. Sá reginmunur varð á selstöðuverslunum og innlendri versl- un, að arðurinn af þeirri síðarnefndu rann inn í íslenskt þjóðarbú en ekki út úr landinu. Fyrir um það bil 30 árum hófst hér erlendur fyrirtækjarekstur þ.e. stór- iðja í erlendri eigu, álver og síðar kís- ilgúrver. Fyrirtækjum þessum var tryggð mjög ódýr orka til reksturs- ins, sú ódýrasta í Evrópu, á þann hátt að landsmenn voru látnir greiða dýrt orkugjald, sem tryggði t.d. álverinu í Straumsvík svo ódýra orku að það er arðmesta álver Alúsviss. Arðurinn af þessu fyrirtæki og kísilgúrverinu í Bjarnarflagi rennur til eigenda þeirra erlendra, eins og verslunararðurinn af selstöðuverslununum rann til eig- enda þeirra erlendis. Og nú er mikill hugur í áhugamönnum um frekari stóriðjuver - selstöðuver. í íslenskum hagtölum gefnum út af Seðlabanka, Þjóðhagsstofnun og Hagstofu eru skrár um útflutningsvörur lands- manna, magn þeirra og tekjur sem þær færa þjóðarbúinu. I þessum skrám er magn og verð- mæti áls talið ásamt magni og tekjum af sjáv- arútvegi og landbúnaði og íslenskum iðnaði. Engin tilraun er gerð til þess að koma því til skila, að útflutnings- magn og tekjur stóriðju - hér á landi er í eigu er- lendra fyrirtækja, og þessi fyrirtæki hér á landi eru selstöðufyrir- tæki. Samanburður áhangenda selstöðufyrirtækja og annarra hagsmunaaðila sem vilja að sá rekstur aukist sem allra mest er því algjörlega villandi. T.d. að bera saman tekjur af afurðasölu sjávarút- vegs og álversins og nú síðast ís- Nú er mikill hugur, segir Siglaugur Bryn- leifsson, í áhugamönn- um um frekari stóriðju- ver - selstöðuver. lenskrar erfðagreiningar er alls ekki hægt. Það væri líkt því að tekjur og arður af selstöðuverslunum hefði ver- ið talinn til þjóðartekna og flokkaður til magns og útflutningstekna af land- búnaði og sjávarútvegi á 19. öld. Það tók eina öld að koma upp ís- lenskri verslun, og afnema selstöðu- forni verslunarinnar. íslendingar ættu því að láta staðar numið við frekari selstöðuólvera- framkvæmdir á kostnað landsmanna. v. Selstöðuverslanirnar hirtu verslunar- ágóðann, en þeim fylgdu ekki þau umsvif í orkuframleiðslu sem sóða út landið sjálft, eyðileggja ásýnd þess og ímynd, sem er forsenda uppbygg- ingar selstöðustóriðjunnar, meng- andi efnaverksmiðjuiðnaðar, sem all- ar siðaðar þjóðir fúlsa við. Höfundur er rithöfundur. Siglaugur Brynleifsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.