Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 29
MORGUNB L AÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 29
HANNA Bjai-tmars mótar
Arnarfellslabba.
Reimleikar
á Alafoss
föt bezt
NÚ STENDUR yfir mál-
verkasýning á málverkum
Hönnu Bjartmars Arnardótt-
ur á veitingahúsinu Alafoss
föt bezt í Mosfellsbæ. Sýning-
una nefnir Hanna Reimleikar
og vísar nafnið til myndefnis-
ins, sem sótt er í frásagnir af
draugum, skrímslum, tröllum
og öðrum kynjaverum. I
fréttatilkynningu segir að
þarna birtist fyrirbæri eins og
Arnarfellslabbi, strákhvelp-
ingur sem gerði ferðar^önnum
gletting, spillti farangri; fældi
hesta og lamaði fé fyiár Ki’ýs-
víkingum, Útskáladraugurinn,
sem m.a. markaði ávallt fyrir
gröfum í kirkjugarðinum að
Útskálum áður en einhver dó
þar sókninni. Skrímsli í Kleif-
arvatni og Grænavatni koma
við sögu og auk þein-a mar-
vættur og fleiri illþýði.
Hanna Bjartmars Amar-
dóttir stundaði nám í Mynd-
lista- og handíðaskóla Islands
og síðar í Grafíkskólanum
Forum í Svíþjóð. Hún hefur
haldið nokkrar einkasýningar
á grafíkverkum og málverk-
um og tekið þátt í samsýning-
um.
Sýningin stendur til loka
marsmánaðar.
Víólu- og
fiðluleikur
á Háskóla-
tónleikum
HÁSKÓLATÓNLEIKAR
verða í Norræna húsinu mið-
vikudaginn 18. mars og hefj-
ast kl. 12.30. Helga Þórarins-
dóttir víóluleikari og Sigur-
laug Eðvaldsdóttir fíðluleikari
leika Dúett K 424 eftir W.A.
Mozart og Passacaglíu eftir
Handel-Halvorsen.
Helga og Sigurlaug stund-
uðu báðar tónlistarnám við
Tónlistarskólann í Reykjavík.
Að loknu námi þar héldu þær
til framhaldsnáms í Banda-
ríkjunum. Sigurlaug stundaði
nám í New York og Helga í
Boston. Þær eru báðar hljóð-
færaleikarar í Sinfóníuhljóm-
sveit íslands. Sigurlaug kenn-
ir líka við Tónlistarskóla Sel-
tjamarness og Helga stjórnar
tveimur strengjasveitum,
annars vegar Tónmennta-
skóla Reykjavíkur og hins
vegar Tónlistarskóla Kópa-
vogs.
Verð aðgöngumiða er kr.
400. Ókeypis fyrir handhafa
stúdentaskírteina. Dagskrá
Háskólatónleika má nálgast á
vefnum. Slóðin er: http://-
www.rhi.hi.is/~gunnag/tonlist
/tonleikar.html
Rússneskir mennta-
menn fá á baukinn
Rússneski bókmenntafræðingurinn Andrei
Sinjavskíj er harðorður í garð rússneskra
menntamanna fyrir undirlægjuhátt við
núverandi stjórnvöld og gerir mikið úr
þeirri hættu sem stafí af stjórnlausri
glæpastarfsemi í landinu. Kristján G. Arn-
grímsson fjallar um skrif Sinjavskíjs.
í ÞREMUR ritgerðum, sem birtar
eru í bókinni „Rússneskir mennta-
menn“ segii- Sinjavskíj að margir
menntamenn líti á Borís Jeltsín sem
nýjan keisara og dýrki hann sem ein-
stakling. Flestir séu búnir að gleyma
því að það hafí verið Mikaíl Gorbat-
sjov sem lagði grunninn að málfrels-
inu sem menntamönnunum sé nú
heilagara en nokkuð annað.
Sinjavskíj var tekinn höndum í
Sovétríkjunum 1965 og dreginn fyrir
dómstóla ári síðar ákærðui’ um
andsovéskan áróður og gerður brott-
rækur. Hann settist að í Frakklandi.
Það var 1956 sem hann hóf að skrifa
bækur sem hann taldi að myndu ekki
standast ritskoðun sovéskra stjórn-
valda og kom hann þeim því til út-
landa þar sem þau voru birt. Meðal
þessara verka var „Réttur er sett-
ur“, sem Sinjavskíj birti undir höf-
undarnafninu Abram Tertz og kom
út 1960.
Ritgerðirnar um rússneska
menntamenn komu út í enskri þýð-
ingu eftir Lynn Visson hjá Col-
umbia-háskólaútgáfunni á síðasta
ári. Sinjavskíj spyr í fyrstu ritgerð-
inni: „Hvernig stóð á því að í kjölfar
ágústuppreisnarinnar 1991, þegar
Jeltsín tók völdin, yfirgáfu mennta-
menn Gorbatsjov og gengu hinum
nýja leiðtoga á hönd af lífi og sál?
Hvað var þetta - venjulegt, mann-
legt vanþakklæti? Töfrar valdsins?
Hópdáleiðsla?"
Sinjavskíj heldur því fram, að ef
menntamenn taki upp á því að seil-
ast til valda gangi þeir í rauninni
þvert á hlutverk sitt, sem sé að vera
óvægnir í gagnrýni á yfirvöld. Hann
rifjar upp orð Púskíns: „Nei, ég
skjalla ekki keisarann.“ En það var
eitthvað annað, segir Sinjavskíj, þeg-
ar menntafólk nútímans hvatti
Jeltsín óspart til árásarinnar á Hvíta
húsið í ágúst 1991.
Það frjálsræði sem komst á með
valdatöku Jeltsíns og óheftur kapít>
alisminn hefur leitt til óheftrar glæp-
astarfsemi í landinu, segir Sinjav-
skíj. Og rússneskar verslanir eru yf-
irfullar af erlendum vai-ningi, og
bandarískir dollarar eru helsta
merkið um ríkidæmi. I miðborg
Moskvu hafa útlendingar keypt eða
leigt mörg hús og íbúarnir hafa orðið
að flytja í úthverfin. Þetta er
grínkapítalismi, segir Sinjavskíj.
Moskvubúar séu hættir að þekkja
borgina sína. Ekki að undra að
kommúnistar hafi unnið kosningarn-
ar til dúmunnar.
Merking tilverunnar
Fyrst og fremst hafi rússneska
þjóðin glatað inntaki og merkingu
lífs síns, og það hafi sett varanlegt
mark á rússneska þjóðarsál. Sovét-
ríkin hafi ekki veitt almenningi
frelsi, landrými og auðlegð, fjarri
fari því. Það sem Sovétríkin veittu
fólki var vitundin um að það byggi í
vel reknu og rökrænu samfélagi,
segir Sinjavsky. Það var allt og
sumt.
„Nú höfum við glatað þessum rök-
ræna sovétheimi og horfíð á kaf í
ringulreiðina og höfum enga hug-
mynd um á hvað við getum trúað.
Merking lífs nokkurra kynslóða hef-
ur glatast. Útlit er fyrir að þær hafí
lifað og þjáðst til einskis." Sinjavskíj
segir að það sé erfitt að trúa á að
kapítalisminn sé framtíðin, sérstak-
lega þegar þessi kapitalismi sé svo
stjórnlaus og skelfilegur sem raun
beri vitni og beri öll merki lögleysu
og glæpamennsku.
Ogagnrýnin fylgispekt rússneskra
menntamanna við foiTáð Jeltsíns er
til marks um alvarlegan misskilning
á lýðræðinu, segir Sinjanvskíj.
Menntamennirnir geti ekki losað sig
við hugsunarhátt einræðisskipulags-
ins og líti jafnvel svo á, að „lýðræði"
þýði einfaldlega það að lýðræðissinn-
ar séu einráðir. Rétt eins og komm-
únistai- voru áður. Þessir „lýðræðis-
sinnar“ gangi jafnvel svo langt að
leggja til að kommúnistaflokkurinn
verði bannaður til þess að tryggja
lýðræðið. Sinjavskíj vitnar í blaða-
manninn Dmitri Furman, sem hafi
sagt, mánuði eftir ágústuppreisnina,
að sigur lýðræðissinna væri orðinn
„alvarleg ógn við lýðræðið".
Hin „trygglynda alsæla"
Félagsfræðingurinn Júlía
Visjnevskaja hefur bent á hversu
svipuð hin „trygglynda alsæla" rúss-
neski'a menntamanna í upphafí ára-
tugarins sé háttalagi manna á fjórða
áratugnum. Sinjavskíj nefnir að
Visnjnefskaja hafi skrifað um þetta
ritgerð með titlinum „Höfðingja-
sleikjan“. En ef maður veltir fyrir
sér þessari hliðstæðu, segir Sinjav-
skíj, kemur í ljós gild ástæða fyi'ir
því að forfeðurnir létu blekkjast og
gerðu sér ekki grein fyrir því hvern-
ig stjórn Stalíns var í raun og veru
háttað. En, segir Sinjavskíj, „slík
allsherjargeggjun er með öllu ófyrir-
gefanleg nú á timum“.
Þrátt fyrir alla slökunarstefnu og
óheft málfrelsi, segir Sinjavskíj, er
Rússland enn að mestu lokaður
heimur. Enginn skilji til fulls þær
ákvarðanir sem séu teknar á æðstu
stöðum eða hvers vegna þær séu
teknar, hvernig landinu sé stjórnað
eða hver stjórni því. Blaðamaðurinn
Gleb Pavlovskíj hafi búið til merki-
lega skilgreiningu á Jeltsín. Pavlov-
skíj sagði að Jeltsín væri „heildar-
dulnefni“, og það sé enn óljóst hver
stjórni Jeltsín.
Of mikið málfrelsi?
Lettnesk-breski heimspekingur-
inn Sir Isaiah Berlin, sem lést á síð-
Reuters
MIKAIL Gorbatsjov virðist vera
gleymdur flestum rússneskum
menntamönnum, segir Sinjav-
skíj.
asta ári, sagði einu sinni í viðtali að
sér leiddist að lesa skrif fólks sem
væri allt sammála. Og hann sagðist
hafa „mestan áhuga á því sem er at-
hugavert við þær hugmyndir sem ég
trúi á - hvers vegna rétt sé að breyta
þeim eða hætta að trúa á þær“.
Kannski fer maður svolítið að sakna
þessa viðhorfs þegar maður les
Sinjavskíj.
Hann er sjálfur rússneskur
menntamaður, og því eru ritgerðii'n-
ar hans á vissan hátt sjálfsgagnrýni,
en aldrei beinir hann spjótum bein-
línis í eigin garð. Ritgerðirnar eru
stuttar og bókin öll innan við hund-
rað síður. Kannski er það þess vegna
sem maður fær á tilfínninguna við
lesturinn að Sinjavskíj sé ekkert
alltof gefínn fyrir að byggja ítarlega
undir fullyrðingar sínar; að kannski
hafi hann hreinlega ekki haft pláss
til þess.
Stundum virðist hann gera sig
sekan um það sem hann gagnrýnir
kollega sína hvað harðast fyrir, til
dæmis segir hann á einum stað að nú
orðið sé eiginlega of mikið málfrelsi í
Rússlandi. Þetta hafi leitt til „óheyri-
legrar mengunar tungumálsins af út-
lendum orðum“. Svona lagað sé fólki
illa við og það skilji ekki mörg þess-
ara útlendu orða.
Ekki blasir beinlínis við hvernig
þetta eiga að vera rök gegn óheftu
málfrelsi, nema ef vera skyldi á for-
sendum þjóðernishyggju, og Sinjav-
skíj virðist reyndar vera vel birgur
af henni. Hættan er bara sú, að
verndun tungumálsins á þeim for-
sendum að þar með sé verið að
vernda þjóðemið, leiði til þess að
nýjar hugmyndir og framandi við-
horf eigi síður greiða leið til fólks.
Boðskap mann-
réttinda komið til
skila með leiklist
í TENGSLUM við sýn-
ingu myndlistarkonunn-
ar Rúríar, „Paradís?
Hvenær?“, sem var opn-
uð á Kjarvalsstöðum á
föstudag efndu íslands-
deild Amnesty Inter-
national, Rauði kross
Islands og Mannrétt-
indaskrifstofa íslands
til málþings um mann-
réttindi og listir um
helgina.
Einn framsögumanna
á málþinginu var Brian
Phillips, starfsmaður
aðalstöðva mannrétt-
indasamtakanna Am-
nesty International í
Lundúnum. Erindi hans
fjallaði um leiklist og mannréttindi,
en meðal verkefna sem hann hefur
sinnt á vegum Amnesty er yfir-
stjórn upplýsingaherferða um
mannréttindamál í Evrópu.
Frá því borgarastríðinu í gömlu
Júgóslavíu lauk 1995 hefur Am-
nesty lagt sérstaka áherzlu á upp-
lýsingastarf um mannréttindi í hin-
um stríðshrjáðu byggðum Bosníu-
Herzegovínu. Ein leiðin
sem farin hefur verið
að þessu marki er að
nota leiklistina til að
koma boðskap mann-
réttinda til skila.
Þannig nefndi
Phillips í samtali við
Morgunblaðið að til
stæði að skipuleggja
sérstaka dagskrá í til-
efni af hálfrar aldar af-
mæli mannréttindayfir-
lýsingarinnar á þessu
ári, sem ætluð væri til
flutnings í Sarajevo og
fleiri stöðum í Bosníu
síðar á þessu ári. „Hug-
myndin er að þar komi
saman hópur leikara
frá hinum ýmsu löndum Evrópu -
vonandi Islandi líka - sem flytti
valda leikþætti sem túlkuðu hinar
ýmsu aðstæður sem fjallað er um í
mannréttindayfirlýsingu Samein-
uðu þjóðanna og reyndu með því að
koma kjarna málsins sem yfírlýs-
ingin snýst um á lifandi hátt til skila
til ungra Bosníubúa," sagði Phillips.
Sagðist Phillips vonast til að geta
Brian
Phillips
Morgunblaðið/Þorkell
Frá málþinginu um mannréttindi og listir.
fengið íslenzka leikara til að taka
þátt í þessu verkefni.
Mótvægi við ofbeldismenningu
Aðspurður hvort hann teldi líkur
á að aðgerðir af þessu tagi væru lík-
legar til að fá þá sem fremja mann-
réttindabrot til að endurskoða sinn
hug sagði Phillips að mikilvægast
væri að ná til unga fólksins og ala
ungmennin upp í því að þau gerðu
sér grein fyrir því hvað mannrétt-
indi séu og hve mikilvæg virðing
fyrir þeim og vernd þeirra væri.
Þannig yrði lagður grundvöllur að
menningu sem gæti að minnsta kosti
verkað sem mótvægi við þá „ofbeld-
ismenningu" sem æli af sér mann-
réttindabrot, átök og borgarastríð.
Nýjar bækur
• LÍF mitt í hnotskurn er
Ijóðabók eftir Helgu Jennýju
Hrafnsdóttur. I bókinni eru 45
ljóð sem fjalla um líf höfundar
undanfarin ár, en síðasta Ijóðið
í bókinni er eftir Madalyne
Denton.
Bókinni er skipt í þrjá kafla
og eru ljóðin í tímaröð, frá því
að höfundurinn var 14 ára og
til 24 ára.
Bókin er 32 bls. að lengd.
Teikning á kápu var gerð af
systur höfundar, Bryndísi
Arngrímsdóttur.