Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 53
FRÉTTIR
I
I
I
I
í
I
I
:
I
I
í
I
I
í
(
(
i
(
(
Skagafjarðarlist-
inn samþykktur
Á FÉLAGSFUNDI Skagafjarðar-
listans á sunnudag var framboðslisti
Skagafjarðarlistans samþykktur.
Framboðslista félagsins í næstu
sveitarstjórnarkonsingum í hinu
nýja sameinaða sveitarfélagi í
Skagafirði skipa:
1. Ingibjörg Hafstað, Staðar-
hreppi, 2. Snom Styrkársson,
Sauðárkróki, 3. Pétur Valdemars-
son, Sauðárkróki, 4. Anna Margrét
Stefánsdóttir, Seyluhreppi, 5. Stef-
anía Hjördís Leifsdóttir, Fljóta-
hreppi, 6. Jóhann Svavarsson, Sauð-
árkróki, 7. Helgi Thorarensen,
Hólahreppi, 8. Hjalti Þórðarson,
Hofshreppi, 9. Þórarinn Leifsson,
Listi Fram-
sóknarflokks-
ins á Akra-
nesi sam-
þykktur
TILLAGA uppstillingarnefndar að
framboðslista Framsóknarflokks-
ins á Akranesi til sveitarstjórnar-
kosninga vorið 1998 var samþykkt
á fundi fulltrúaráðs framsóknarfé-
laganna á laugardag.
Listann skipa: 1. Guðmundur
Páll Jónsson, starfsmannastjóri, 2.
Sigiíður Gróa Kristjánsdóttir,
sjúkraliði, 3. Guðný Rán Sigurðar-
dóttir, rekstrarfræðingur, 4. Kjart-
an Kjartansson, rekstrarfræðingur,
5. Helga Magnúsdóttir, leikskóla-
stjóri, 6. Valdimar Þorvaldsson,
rafvirki, 7. Jóhanna Hallsdóttir,
skrifstofumaður, 8. Jóhannes
Snorrason, tæknifræðingur, 9.
Skúlína Guðmundsdóttir, húsmóðir,
10. Sigurður Haraldsson, verka-
maður, 11. Jón Frímannsson, raf-
virkjameistari, 12. Hildur Bernód-
usdóttir, húsmóðir, 13. Jóna Á. Ad-
olfsdóttir, húsmóðir, 14. Ágústa
Andrésdóttir, húsmóðir, 15. Leifur
Þorvaldsson, trésmiður, 16. Magn-
ús H. Ólafsson, arktitekt, 17. Stein-
unn Sigurðardóttir, hjúkrunarfor-
stjóri, 18. Jón Guðjónsson, vél-
stjóri.
Aðalfundur
CCU-samtak-
anna
CCU-SAMTÖKIN, sem eru hópur
fólks með langvinna bólgusjúk-
dóma í meltingarvegi er nefnast
Crohn’s og Colitis Ulcerosa, halda
aðalfund þriðjudaginn 17. mars kl.
20.30 í sal íþróttasambands Is-
lands, Laugardal, 3. hæð.
Gestur fundarins verður Bjarni
Þjóðleifsson meltingarsérfræðing-
ur og mun hann fjalla um nýjustu
rannsóknir á sjúkdómunum.
I samtökunum eru um 100 félag-
ar. Talið er að 500-600 íslendingar
séu með þessa sjúkdóma og að ár-
lega greinist um 25-33 sjúklingar,
segir í fréttatilkynningu.
Fyrirlestur um
umhverfísmál
VÉLADEILD Tækniskóla íslands
gengst á þessari önn fyrir fyrir-
lestraröð um umhverfismál. Mið-
vikudaginn 18. mars mun Þorvarð-
ur Árnason, verkefnastjóri hjá Sið-
fræðistofnun Háskóla íslands halda
fyrirlestur sem ber heitið „Siðfræði
náttúrunnar.“
Fyrirlesturinn er opinn öllum
áhugamönnum um málefnið en að
honum loknum er gert ráð fyrir
opnum umræðum. Fyrirlesturinn
verður haldinn í Tækniskóla ís-
lands, stofu 339, og hefst hann kl.
17.
Rípuhreppi, 10. Gréta Sjöfn Guð-
munsdóttir, Seyluhreppi, 11. Jón
Helgi Arnljótsson, Lýtingsstaða-
hreppi, 12. Eva Sigurðardóttir,
Sauðárkróki, 13. Erna Rós Haf-
steinsdóttir, Hólahreppi, 14. Ingvar
Guðnason, Lýtingsstaðahreppi, 15.
Rósa María Vésteinsdóttir, Víðvík-
urhreppi, 16. Guðrún Kristmunds-
dóttir, Skarðhreppi, 17. Sigiáður
Guðmunsdóttir, Sauðárkróki, 18.
Guðni kristjánsson, Sauðárkróki,
19. Ársæll Guðmundsson, Sauðár-
króki, 20. Anna Kristín Gunnars-
dóttir, Sauðárkróki, 21. Björn Sig-
urbjörnsson, Sauðárkróki, 22. Ulfar
Sveinsson, Skarðshreppi.
Byrjendanám-
skeið í argen-
tínskum tangó
NÝTT námskeið í argentínskum
tangó, ætlað byrjendum, hefst á
miðvikudag 18. mars í Kramhúsinu.
Námskeiðið stendur í tvær vikur og
er kennt tvo tíma í senn, þrisvar í
viku. Kennarar eru Hany Hadaya
og Bryndís Halldórsdóttir. Innritun
stendur yfir í síma Kramhússins.
Argentínskur tangó hefur verið
kenndur um árabil í Kramhúsinu
við miklar vinsældir. Sérstakur
tangó/salsa-klúbbur hefur verið
starfræktur í Sölvasal á Sóloni fs-
landusi einu sinni í mánuði, þar sem
fólki gefst kostur á að dansa tangó
og salsa af hjartans lyst, segir í
fréttatilkynningu.
Málstofa á
Bifröst
ÓSKAR Magnússon forstjóri Hag-
kaupa heldur fyrirlestur á málstofu
Samvinnuháskólans á Bifröst mið-
vikudaginn 18. mars. Óskar nefnir
fyrirlesturinn „Samkeppni á mat-
vörumarkaði".
Fyrirlesturinn hefst kl. 15.30 í
Hátíðarsal Samvinnuháskólans. All-
ir eru boðnir velkomnir.
Samtök um
framboð félags-
hyggjufólks
í Hafnarfírði
SAMTÖK fólks sem aðhyllist fé-
lagshyggju og jafnrétti í reynd og
vill vinna að sameiginlegu framboði
á sem breiðustum grundvelli verða
stofnuð í Hafnarfirði í kvöld, þriðju-
dagin 17. mars.
Upphaf þessara samtaka má
rekja til fundar sem var haldinn í
Hafnarborg 28. febrúar sl., en þar
var ákveðið að stofna slík samtök og
kosin 7 manna undirbúningsnefnd
til að undirbúa stofnun þeirra m.a.
með viðræðum við fulltrúa félaga
sem hafa lýst áhuga á sem nánustu
samstarfi á vinstri væng stjórnmál-
anna, segir í fréttatilkynningu.
Á fundinum mun undirbúnings-
nefndin flytja skýrslu um störf sín
og leggja fram tillögur og skipu-
lagsform samtakanna. Fundurinn
verður haldinn í Hraunholti, Dals-
hrauni 15, og hefst kl. 20.30.
Fundur bæjarstarfs-
manna í BSRB
Ahyggjur vegna
kjara- og rétt-
indamála
AÐALFUNDUR Samflots, bæjar-
starfsmannafélaga innan BSRB,
haldinn á Akureyri 13. og 14. mars
1998, samþykkti ályktun um kjara-
mál þar sem segir m.a.:
„Aðalfundur Samflots lýsir
áhyggjur sínum vegna þeirrar þró-
unar sem á sér stað í kjara- og rétt-
indamálum starfsmanna sveitarfé-
laga. Launanefnd sveitarfélaga ber
þar mikla ábyrgð. Sveitarfélögin
eru að taka við nýjum verkefnum og
auka þjónustu sfna. Því eru gerðar
sífellt meiri kröfur til starfsmanna
þeirra án þess að bætt launakjör
fylgi. Á næstu vikum munu sveitar-
stjórnarmenn kynna stefnur sínar
vegna komandi sveitarstjómar-
kosninga. Því skorar fundurinn á
sveitarstjórnarmenn að láta kjara-
og réttindamál starfsmanna sveitar-
félaga vera þar ofarlega á blaði.
Aðalfundur Samflots telur það al-
gjörlega óásættanlegt að starfs-
menn sveitarfélaga sem vinna sam-
bærileg störf á sömu stofnun séu á
mismunandi kjöram eftir því í
hvaða stéttarfélagi þeir eru. Því
skorar fundurinn á sveitarstjómir í
landinu að sjá til þess að þetta verði
leiðrétt nú þegar.“
Fá styrki frá
Jafnréttisnefnd
Reykjavíkur
JAFNRÉTTISNEFND Reykjavík-
urborgar hefur samþykkt að veita
eftirtöldum styrk til verkefna á
sviði jafnréttismála:
Handknattleiksdeild KR; styrkur
að upphæð 100.000 kr. til kynningar
á handbolta fyrir ungar stúlkur í
vesturbænum. Karlanefnd Félags
íslenskra leikskólakennara; styrkur
að upphæð 100.000 kr. til verkefnis-
ins Kynningarátak til að fjölga körl-
um í leikskólum. Kvennakirkjan;
styrkur að upphæð 100.000 til út-
gáfu á ritningartextum m.t.t.
kvenna. Kvennasögusafn íslands;
styrkur að upphæð 100.000 kr. til
útgáfu og kynningar á heimildarrit-
inu Ártöl og áfangar í sögu ís-
lenskra kvenna. Kvenréttindafélag
íslands; styrkur að upphæð 100.000
til útgáfu á fræðsluefni fyrir konur
sem hyggjast taka þátt í sveitar-
stjórnarkosningum í vor.
Jafnréttisnefndin ákvað einnig að
ganga til viðræðna við Karlanefnd
Jafnréttisráðs, Starfsmannafélag
Reykjavíkurborgar og BHM,
BSRB og Skrifstofu jafnréttismála
um þrjú önnur samstarfsverkefni á
sviði jafnréttismála.
SUS harmar
bann við sam-
runa frjáisra
fyrirtækja
SAMBAND ungra sjálfstæðis-
manna hefur sent frá sér eftirfar-
andi ályktun þar sem SUS harmar
bann við samruma tveggja frjálsra
fyrirtækja eins og það er orðað í
ályktuninni:
„Stjóm Sambands ungra sjálf-
stæðismanna lýsir yfir vanþóknun
sinni á því tiltæki embættismanna
Samkeppnisstofnunar svonefndrar
að „banna“ sammna tveggja
frjálsra fyrirtækja hér í landinu.
Stjórnin telur þetta óhapp embætt-
ismanna stafa af þeim misskilningi
að ríkisvaldið eigi að „tryggja sam-
keppni“ þar sem því líst.
Ungir sjálfstæðismenn telja að
ríkið verði að láta sér nægja að
neita sér um að banna samkeppni
en megi ekki skipta sér af því
hvernig frjáls fyrirtæki haga
rekstri sínum. Samband ungra
sjálfstæðismanna álítur að sé gang-
ur að atvinnugrein frjáls sé ríkinu
óheimilt að halda úti hernaði gegn
vindmyllum eins og „fákeppni“ og
„markaðsráðandi aðstöðu".
Fræðslufundur
um skógrækt í
Skorradal
SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN halda
fræðslufund í Mörkini 6 (húsi
Ferðafélagsins) þriðjudaginn 17.
mars kl. 20.30. Þessi fundur er liður
í fræðslusamstarfi skógræktarfélag-
anna og Búnaðarbanka íslands hf.
Aðalerindi kvöldsins flytur Ágúst
Ámason, skógarvörður í Skorradal.
Umfangsmikil skógrækt er stunduð
í Skorradal. Hann fjallar um þá
miklu reynslu sem fengist hefur í
Skorradalnum undanfama áratugi
en af henni er ákaflega margt hægt
að læra. Þannig á þessi fyrirlestur
erindi til allra áhugasamra rækt-
enda sem vilja ná góðum árangri í
skógrækt, segir í fréttatilkynningu.
Agúst sýnir myndir frá ýmsum stig-
um ræktunarinnar úr Skorradal.
Fiðluleikarinn Szymon Kuran
leikur einnig léttan djass og boðið
verður upp á kaffi og kleinur. Fyrir-
lesturinn er öllum opinn meðan hús-
rúm leyfir. Aðgangur er ókeypis.
LEIÐRÉTT
Röng nöfn
I FORMÁLA minningargreina um
Baldur Gunnarsson á blaðsíðu 39 í
Morgunblaðinu sunnudaginn 15.
mars féll niður síðasti stafur í nöfn-
um tveggja systkina hans: Berg-
þóru, f. 1912, og Ragnars, f. 1902, d.
1967. Þá var fæðingarár þriðja
systkinisins, Jónínu, rangt. Hún var
fædd 1899. Hlutaðeigendur em
innilega beðnir afsökunar á þessum
mistökum.
Dagbók lögreglunnar
Annríki en fátt
í miðborginni
13. til 16. mars 1998
TALSVERT annríki var hjá lög-
reglu um helgina en fátt um al-
varlega atburði. Fremur fátt var
af fólki í miðborginni aðfaranótt
laugardags og enn færra nóttina
á eftir og lítið um að vera. Ekki
bar á unglingum undir útivistar-
aldri.
Umferðaróhöpp
- umferðarslys
Samtals vora skráðir 27
árekstrar um helgina. Þá vora
teknir 30 ökumenn grunaðir um
ölvun við akstur, sem er alltof há
tala. 14 ökumenn virtu ekki
stöðvunarskyldu og 11 óku gegn
rauðu ljósi, en þetta era að sjálf-
sögðu alltof háar tölur, enda
skapar svona háttalag mikla
slysahættu. Aðfaranótt sunnu-
dags var maður tekinn fyrir ölv-
un við akstur. Annar maður kom
á lögreglustöðina til að sækja bif-
reiðina, sem var fynrtækisbif-
reið, en hann reyndist einnig of
ölvaður til aksturs og fékk ekki
bifreiðina. Laugardag kl. 02.05
var ökumaður stöðvaður á Miklu-
braut. Hann reyndist bæði ölvað-
ur og réttindalaus. Laugardag
kl. 07.59 var tilkynnt umferðar-
slys nálægt Félagsgarði í Kjós.
Bifreið var að aka fram úr
annarri og lenti þá framan á bif-
reið sem kom á móti. Ökumaður
annarrar bifreiðarinnar lést en
ökumaður hinnar var fluttur al-
varlega slasaður og í lífshættu
með þyrlu Landhelgisgæslunnar
á sjúkrahús. Sunnudag kl. 03.59
reyndi ölvaður ökumaður að
sleppa frá lögreglu með því að
hlaupa á brott frá bifreið sinni,
sem rann þá á aðra bifreið.
Sunnudag kl. 04.09 var ekið á
gangandi vegfaranda við Sæ-
braut. Hann var fluttur á slysa-
deild með áverka á fæti og einnig
var grunur um axlarbrot.
Líkamsmeiðingar
Föstudag kl. 19.31. Ráðist var
á fatlaðan mann á heimili hans.
Árásarmaðurinn var handtekinn.
Laugardag kl. 20.52. Þá var til-
kynnt líkamsárás í íbúð við
Rauðarárstíg. I ljós kom að mað-
ur hafði stungið sig sjálfur í
gegnum höndina. Laugardag kl.
02.47 var tilkynnt um tvær konur
í átökum á bifreiðastæði við
Þjóðleikhúsið. Þetta reyndust
vera systur og var önnur flutt á
slysadeild, bólgin í andliti, en hin
í fangageymslu. Laugai’dag kl.
03.35 var tilkynnt um líkamsárás
í Lækjargötu. Þar hafði stúlka
ráðist á par og bitið konuna í
fingur en slegið manninn.
Þjófnaður
- skemmdarverk
Tilkynnt vora 18 innbrot um
helgina. Föstudag kl. 21.14.
Stungið var á tvö dekk á bifreið.
Granaður er fyrrverandi sambýl-
ismaður. Laugardag kl. 01.43
bratust nokkrir piltar inn í sölu-
turn við Arnarbakka til að stela
tóbaki og sælgæti. Tveir þeirra
náðust á hlaupum og hinir síðar.
Mest af þýfinu komst til skila.
Laugardag kl. 03.15 tilkynnti
maður að stolið hefði verið af sér
talsverðri peningaupphæð og
debetkorti á veitingastað í mið-
borginni. Laugardag kl. 08.27
var tilkynnt innbrot í verslun við
Frakkastíg. Talsvert af þýfi
fannst í pokum í bakgarði húss-
ins. Laugardag kl. 19.07 ók mað-
ur á brott af bensínstöð án þess
að greiða fyrir eldsneytið. Hann
náðist síðar um kvöldið og viður-
kenndi þá einnig að hafa farið á
brott frá söluturni án þess að
greiða íyrir vörurnar. Sunnudag
kl. 15.40 var tilkynnt innbrot í
íbúð í vesturbænum. Þar var
stolið sjónvarpi, myndbandstæki
og skartgripum. Nokkra síðar
vora tveir menn handteknir,
grunaðir um innbrotið. Sunnu-
dag kl. 20.27 var tilkynnt innbrot
í tvo sumarbústaði í Kjós. Litlu
var stolið en sýnilegt að tveir
menn höfðu gist í öðram bú-
staðnum. Þá var brotist inn í
nokkrar bifreiðir um helgina og
talsvert miklum verðmætum
stolið.
Annað
Veitingastaður í miðborg
Reykjavíkur var rýmdur aðfara-
nótt laugardags, en staðurinn—
hafði verið sviptur rekstrarleyfi.
Aðfaranótt laugardags brenndist
piltur á baki í heitum potti en
verið var að hella heitu vatni í
pottinn. Virðist seint of brýnt
íyrir fólki að fara varlega í heitu
pottunum. Á laugardagsmorgun
kviknaði í eldhúsrúllu sem stóð á
eldavélarhellu í húsi í austur-
borginni. Ibúi náði að slökkva
eldinn en nokkrar skemmdir
urðu á viftu, eldavél og innrétt-
ingu. Fyrir hádegi á laugardag
var kveikt í ruslatunnu á salemi
Bónuss á Suðurströnd. Starfs-
maður náði að slökkva eldinn áð-
ur en tjón varð á öðru en rasla-
tunnunni. Aðfaranótt mánudags
var tilkynnt að ölvaður maður
væri að reyna að komast inn í
Háteigskirkju. Þetta reyndist
vera útlendingur og var honum
ekið á hótel.