Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ . 56 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 '--f .....——■ i i ——■ BRIPS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Landsliðskeppni fyrir Norður- landamót - Opinn flokkur - Kvennaflokkur Ákveðið hefur verið að spOað verði um landsliðssæti fyrir Norðurlanda- riíótið sem verður haldið í Ósló í sumar. Tímasetning fyrir landsliðs- keppni í báðum flokkum er: Undankeppni: 2. - 3. maí, spila- staður: Þönglabakki 1. Byrjað verð- ur báða daga kl. 11:00. Nánari tíma- tafla liggur fyrir um leið og þátttaka verður ljós. Úrslit: 16. - 17. maí, spilastaður: Þönglabakki 1. Byrjað báða daga kl. 11:00 og spiluð 56 spil (4X14) hvorn daginn, alls 112 spil. Sigurvegari telst sú sveit sem skor- aði alls fleiri impa. Þátttaka er opin í báða flokka, en Landsliðsnefnd áskilur sér rétt til að velja/hafna pörum til að fá réttan þátttökufjölda. Þátttökufjöldi verður 8, 12 eða 16 pör. Ekkert þátttöku- gjald verður innheimt. Skráningarfrestur er miðvikudag- inn 30. apríl kl. 20:00 og skal þá hvert par vera búið að senda inn 2 eintök af útfylltu kerfiskorti. Þau pör sem ekki geta sótt kerfiskort paranna í mótinu geta fengið þau send í pósti (póstlögð fimmtudaginn kl. 10). Spilað er með skermum. Spila- fjöldi í umferð fer eftir þátttöku. Varamaður má spila ca. 15-20% af spilafjölda. Spilaður verður Kaup- hallartvímenningur, þ.e. impasaman- burður gerður við öll borð. Dómnefnd BSI verður dómnefnd mótsins. Að lokinni undankeppninni verða skipaðar 2 sveitir sem spila úrslita- leik um hvor sveitin skipar landslið íslands á Norðurlandamót í opnum flokki/kvennaflokki 1998. Efstu 2 pörin í Undankeppninni öðlast sjálf- krafa rétt til að spila í úrslitum. maÞau velja með sér par, efsta parið á undan. Ef par nr. 1 velur par nr. 2 þá má par nr. 2 víkjast undan, en önnur pör tapa réttinum til að spOa í úrslitunum ef þau víkjast undan að spila með annaðhvort pari nr. 1 eða 2. Ef par nr. 1 og 2 spila saman þá fer rétturinn til efsta parsins af þeim pörum sem ekki hafa misst réttinn. Líföndun Að anda er að lifa Guörún Arnalds veröur meö námskeiö í líföndun helgina 21 - 22 mars og kvöldnámskeið 24, 25 og 26 mars. Langar þig til aö fá aukna starfsorku og lífsgleði og sjá líf þitt í skýrara Ijósi? Langar þig til aö opna fyrir nýja möguleika og finna gleðina í líöandi stundu? Ef viö lærum aö anda léttar veröur líf okkar ósjálfrátt léttara Nýturþú andartakslns7 Hildur jón^dóttir s; $95 944715$$ $454. Bókanir og allar nánari upplýsingar. Misstu ekki af vandaöri fermingar myndatöku nú í vor. í öllum okkar myndatökum eru allar myndimar stækka&ar í 13 x 18 cm tilbúnar til aÖ gefa þær, aö auki 2 stækkanir 20x25cmog einstækkun 30 x 40 cm í ramma. VerÖkr. 15.000,oo Passamyndir á fimm mínútum alla virka daga. opið í hádeginu. LjósmyndastoTa Kópavogs Ljósmyndastofan Mynd sími: 565 42 07 sími: 554 30 20 c/d 5 < Öflugur húðljómi ■F Gullbrá NÓATÚNI 17, sími 562 4217 LANCOME kynning í dag og á morgun VITAB0LIC er nýtt einstakt krem sem inniheldur samsetningu þriggja öflugra efna: orkugefandi, virkt C vítamín, örvandi Gingseng og Ginkgo sem gefur húðinni fallegan blæ. Vor- og sumarlitirnir eru komnir og þeireru afar spennandi! Frábær kaupauki — fyrstur kemur, fyrstur fær! I' DAG VELVAKAIVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Góð grein LILJA hafði samband við Velvakanda og langar hana að lýsa yfir ánægju sinni yfir grein Armanns Þórissonar um meðgöngu-, fæðingar- og sængurlegu- þjónustu, sem birtist í Bréfi til blaðsins fimmtu- daginn 12. mars. Þetta var snilldarlega vel skrifuð grein og vill hún fá að vita hverju það sæti að konum sé svona misboðið þarna. Lilja. Agúst og Aðalstöðin ÉG MÁ til með að láta til mín heyra og taka einnig undir bréf Skarphéðins Einarssonar, sem birtist í DV nýlega, og fjaliaði um hnignun Aðalstöðvarinnar. I mörg ár hafði ég litla ánægju af að hlusta á út- varp, fegin þögninni eftir hávaða dagsins á stóru heimili. En svo snemma síðastliðið haust varð mér á að kveikja á útvarpinu eitt kvöldið og vildi svo til að Aðalstöðin varð fyrir valinu. Ég sat við vinnu við tölvu mína og hlustaði ekki sérstaklega á músíkina í byrjun. En svo fór ég smátt og smátt að gera mér grein fyrir því hversu frábær tónlistin var og tók þá að hlusta fyrir alvöru. Ég var heilluð. Þátturinn í „Rökkurró", sem Ágúst Magnússon stýrir, var í gangi. En svo leið vika áð- ur en ég kveikti aftur á út- varpinu og enn var þessi frábæra músik. Ég hringdi inn í þáttinn og hældi Ágústi fyrir tónlistarvalið. Reyndar hélt ég á þessum tímapunkti að þessi þáttur væri bara á mánudögum, en komst svo fljótlega að því að hann var oftar á dagskrá. Eftir það varð ég fastur hlustandi Ágústs og Aðalstöðvarinnar. Svo eitt kvöldið kveiki ég, að vanda, á útvarpinu til að hlusta á uppáhalds þul- inn minn, en þá var önnur rödd á öldura ljósvakans. Ég taldi að Ágúst væri annað hvort veikur eða í ffíi, svo ég slökkti aftur á tækinu. Ég reyndi af og tii næst tvær vitamar, en enginn Agúst. Á endanum hringdi ég á Aðalstöðina og fékk að vita að Ágúst væri ekki lengur á stöðinni. Og, eins og Skarphéðinn benti á, þá var í stað þáttarins „Rökkurró" endurtekinn þáttur dagskrárgerðar- stjórans, Eiríks Jónssonar. Sjálfri þykir mér aðeins of mikið að halda að hlustend- ur vilji fá sama efnið tvisvar sama daginn. Ágúst er einhver skemmtilegasti þulur sem ég hef heyrt síðan ég tók að hlusta á útvarp að nýju, en það var jú Ágústi að þakka að ég fékk áhuga aftur á útvarpshlustun. Ég vona heitt og innilega að við fáum að heyra í Ágústi fljótlega aftur á Aðalstöð- inni eða einhverri annarri útvarpsstöð. Síðan Aðalstöðin hætti að hafa útsendingar með Ágústi Magnússyni hef ég skipt um stöð og hlusta nú á Matthildi. Ég leita samt af og til á hinum stöðvun- um til að sjá hvort Ágúst er nokkuð kominn aftur. Ég hvet alla aðra aðdá- endur Ágústs Magnússon- ar að láta einnig skoðun sína í ljós. Ingibjörg Þorsteinsd. Jónsson. Þakkir til leikfélags- ins SnúðS og Snældu VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Vil ég senda þakkir mínar til leikfélagsins Snúður og Snælda, sem er leikfélag eldri borgara, fyrir frá- bæra sýningu á leikritinu Maður í mislitum sokkum. Sá ég þessa sýningu fýrir fullu húsi og skemmti ég mér konunglega. Leikritið er sýnt á Hverfisgötu 105 og hvet ég alla eidri borg- ara til að fara að sjá þetta leikrit. Gamall söngvari. Tapað/fundið Jakki týndist á Nellýs SVARTUR jakki týndist á Nellýs. Skilvis finnandi hafi samband í síma 568 3345. Lyklakippa týndist í desember LYKLAKIPPA týndist, líklega við Meistaravelli eða Hverfisgötu, 5. desem- ber. Skilvís finnandi vin- samlega hringi í síma 562 2438. Iþróttataska fannst við Háaleitisbraut ÍÞRÓTTATASKA, Puma, með iþróttafatnaði og skóm af karlmanni, fannst við Háaleitisbraut fimmtu- daginn 5. mars. Upplýsing- ar í síma 581 4731. SKAK tlmíijón Margeir Péturssun STAÐAN kom upp á móti í Cannes í Frakklandi í febrú- ar, sem nefnt var keppni kynslóðanna. Viktor Kortsnoj (2.630), Sviss, hafði hvítt og átti leik gegn heims- meistara unglinga, Tal Shaked (2.535) frá Banda- ríkjunum. 31. Hxd4! og svartrn- gafst upp. 31. _ Bxd4 er svar- að á sérlega skemmtilegan máta: 32. Be4! _ dxe4 33. Df6+! _ Bxf6 34. Bxf6 mát! Eldri kynslóðin sigraði unglingana naumlega, lö'/z - 15/2 v. Kortsnoj og Spasskí hlutu fimm vinninga hvor af átta Gligoric hlaut fjóra vinninga og Taimanov 2/2 v. Vinningar unglinganna skiptust þannig: Etienne Bacrot, Frakklandi, 5 v., Ruslan Ponomariev, Ukra- ínu, 4/2 v., Igor-Alexandre Nataf, Frakklandi, 3/2 v., Tal Shaked, Bandaríkjun- um, 2% v. Reykjavíkurskákmótið: Áttunda og næstsíðasta umferðin er tefld í dag í fé- lagsheimili TR, Faxafeni 12. Taflið hefst kl. 17. mögulegum, HVITUR leikur og vinnur HOGNI HREKKVISI „ Bo myndi segjo. aZþú eyddirofmiktunj íima> i SKQmmorfrdknanT. " Vfkverji skrifar... AÐ HEFUR lengi verið haft á orði, að það skorti aga í um- ferðinni hér en Víkverji hallast að því, að yfirvöldum sé smátt og smátt að takast að koma á þeim aga. Hið nýja punkta- og sektar- kerfi á mikinn þátt í því. Það er einfaldlega of dýrt og dýrkeypt að hlíta ekki settum reglum. Þeir, sem hingað til hafa ekki notað bílbelti gera sér nú grein fyr- ir því, að það kostar of marga punkta og of háar sektir að gera það ekki. Þeir, sem hafa hingað til haft reglur um ökuhraða að engu gera sér nú ljóst, að það borgar sig ekki að brjóta þær eins og mönn- um sýnist. Þetta snýst ekki bara um krónur og aura, þótt það sé ljóst, að brot á umferðarreglum eru orðin býsna dýr í sektum. Punktakerfið gerir það að verkum, að það er ótrúlega auðvelt að missa ökuskírteinið! Víkverji ráðleggur því þeim, sem hingað til hafa farið sínu fram í um- ferðinni að horfast í augu við veru- leikann. Okumenn eiga engan ann- an kost nú orðið en að hlýða settum umferðarreglum. xxx HIÐ SAMA má segja um stöðu- mæla og bílastæði. Fram á síðustu ár hefur fólk komizt upp með að sýna stöðumælum virðing- arleysi og yfirleitt öllum reglum um það, hvar megi leggja bflum. Nú þýðir það ekki lengur. Inn- heimtu stöðumælasekta er fylgt fast eftir. Ef bfl er lagt þar sem óheimilt er að leggja má ganga út frá því sem vísu, að hann verður dreginn á brott og það kostar bæði peninga og fyrirhöfn að ná í hann. Það er hyggilegt fyrir fólk að hafa lausar 50 krónur eða 100 krónur í bílnum hjá sér eða nota bílastæðahúsin, sem eru orðin mörg í kringum gamla miðbæinn, þar sem erfiðast er að finna bfla- stæði. Þeir „gömlu, góðu dagar“ eru liðnir að ökumenn geti farið sínu fram. xxx AÐ ER ekki ólíklegt, að um- ferðaryfirvöldum takist á til- tölulega skömmum tíma að skapa aukinn aga í umferðinni á höfuð- borgarsvæðinu með þessum að- gerðum. Þá stendur eftir það verk- efni að auka öryggi í umferðinni úti á þjóðvegum. Sums staðar er ekið mjög hratt, þar sem engar aðstæð- ur eru til m.a. vegna þess hvað veg- imir eru þröngir, þótt þeir hafi breikkað mikið frá því á árum áður. Sennilega er engin aðferð til önnur en sú að auka eftirlit með umferðinni á þjóðvegum, sérstak- lega í námunda við höfuðborgar- svæðið, og ógna ökumönnum með punktum og sektum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.