Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 40
váO ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Breytum ekki
áfengiskaupa-
aldrinum
NÚ LIGGUR fyrir
Alþingi frumvarp til
áfengislaga. Þar er sem
betur fer ekki lagt til að
breyting verði á áfeng-
iskaupaaldri, en því
miður hefur það komið
fram í umræðum á Al-
—^þingi að áhugi er á því
hjá nokkrum þing-
mönnum að færa þann
aldur niður í 18 ár. Eg
tel áríðandi að lækka
ekki áfengiskaupaald-
urinn frá því sem nú er
og færi fyrir því eftir-
farandi rök:
Fyrir liggur reynsla
frá Bandaríkjunum og
Kanada um áhrif þess
að lækka og hækka áfengiskaupa-
aldur. Upp úr 1970 lækkuðu mörg
fylki Bandaríkjanna lágmarksaldur
til áfengisneyslu (minimum drinking
age) úr 21 ári í 18, 19 eða 20 ár.
Rannsóknir sem gerðar voru til að
fylgjast með áhrifum þessara að-
' gerða sýndu að aukning varð á
dauðaslysum í kjölfarið. Þegar þess-
ar upplýsingar lágu fyrir fóru fylkin
smám saman að hækka áfengis-
kaupaaldurinn aftur upp í 21 ár. Það
ýtti á eftir þeim að árið 1984 voru
samþykkt alríkislög, þar sem þess
var krafíst að fylkin settu 21 árs
áfengiskaupaaldur, ella myndu þau
missa styrki frá Bandaríkjastjórn til
þjóðvegagerðar. Árið 1988 höfðu öll
50 ríki Bandaríkjanna lögleitt 21 árs
áfengiskaupaaldur. Að mati „The
^.National Highway Traffic Safety
Administration“ í Bandaríkjunum
kemur þessi hækkun á aldri til
áfengiskaupa í veg fyrir dauða 1.000
ungmenna á ári. Ástæðan er sú, að
eftir að áfengiskaupaaldurinn var
hækkaður minnkaði áfengisneyslan í
aldurshópnum 18-20 ára og þar af
leiðandi fækkaði dauðaslysum í um-
ferðinni.
Dr. Moskowitz, vísindamaður við
School of Publie Health, University
of California, Berkeley í Kaliforníu,
kemst svo að orði í yfirlitsgrein
(vitnað er í 330 heimild-
ir) þar sem hann skoð-
ar af gagnrýni rann-
sóknir á fyrsta stigs
forvörnum gegn áfeng-
isvandanum:
„I samantekt má
segja, að dauðaslys í
umferðinni séu háð að-
gengi og verði á áfengi.
Sérstaklega skal tekið
fram, að töluverð rök
hníga að því að lág-
marksaldur til neyslu
áfengis (minimum legal
drinking age) hafi áhrif
á árekstra og dauðsföll
í umferðinni. Nokkrar
vel hannaðar rannsókn-
ir hafa sýnt fram á, að
það að hækka lágmarksaldurinn
leiðir til fækkunar á umferðarslys-
um, þar sem áfengi kemur við sögu,
Lækkun áfengiskaupa-
aldurs leiðir til aukn-
ingar í umferðarslys-
um, segir Ólafur Herg-
ill Oddsson, hækkun
áfengiskaupaaldurs
bjargar mannslífum.
hjá aldurshópnum 18-20 ára og
stundum kemur þessi fækkun einnig
fram hjá öðrum ungum ökumönn-
um. Flestar rannsóknir sem hafa
nægilegan tölfræðilegan styrk hafa
einnig sýnt fram á fækkun dauða-
slysa í umferð í aldurshópnum 18-20
ára.“
Ef svipuð reynsla verður af breyt-
ingum á áfengiskaupaaldri á Islandi
og verið hefur í Bandaríkjunum má
reikna með að lækkun áfengiskaupa-
aldurs muni kosta líf eins íslensks
ungmennis á ári. Sé hlutfall slas-
aðra/öryrkja/látinna í umferðarslys-
Ólafur Hergill
Oddsson
um það sama hér og í Bandaríkjun-
um þýðir lækkunin að til viðbótar við
afleiðingar annarra umferðarslysa
mundu 60 ungmenni slasast og tvö
verða öryrkjar, auk eins dauðsfalls,
sbr. framangreint.
I tilefni þeirrai' umræðu á Alþingi
að nauðsynlegt sé að samræma sjálf-
ræðisaldur, áfengiskaupaaldur o.fl.
langar mig til að vitna í O’Malley og
Wagenaar við Institute for Social
Research, University of Michigan,
Ann Arbor, Michigan:
„Enda þótt niðurstöður rannsókna
sýni góð áhrif þess að hafa áfengis-
kaupaaldur háan, þá má færa rök
fyrir því af öðrum ástæðum að lág-
marksaldur til neyslu áfengis ætti
ekki að vera bundinn við 21 ár, þegar
hægt er að fara í svo mörg önnur
„fullorðinshlutverk" við átján ára
aldur. Á yfirborðinu gæti mörgum
virst það ósanngjarnt að leyfa 18-20
ára gömlu fólki að gifta sig, eignast
börn, eiga bíla, heimili, byssur, vera
fjárhagslega og þjóðfélagslega sjálf-
stætt, en vera samt samkvæmt lög-
um hindrað í því að drekka glas af
víni á veitingastað, eða jafnvel
kampavínsglas í eigin brúðkaupi.
Fjöldi manna hefur haft af því
áhyggjur hvað þetta ósamræmi, sem
svo virðist vera, kunni að leiða af sér.
Erum við að skapa önnui' vandamál
með því að draga æskuna á langinn
(það er að segja að fresta því að
verða fullorðin)? Það kann að vera að
menn haldi áfram að deila um þessi
atriði. Það sem rannsókn okkar legg-
ur fram til þeirrar umræðu er að
sýna fram á, að hvað svo sem öðru
líður, þá eru skýr og sértæk áhrif af
því að hækka leyfilegan aldur til
áfengisneyslu; drykkjan minnkar og
þar af leiðandi falla færri í valinn.
Áhrif á drykkjuna eru reyndar lítil;
samt sem áður geta lítils háttar
breytingar í drykkjumunsti'i verið
mjög mikilvægar, einkum þegar
þessar breytingar fækka dauðaslys-
um í umferð."
Ályktun mín er þessi: Tilraunin
með að lækka og hækka áfengis-
kaupaaldur hefur tiltölulega nýlega
verið gerð í Bandaríkjunum og
einnig í sumum fylkjum Kanada.
Niðurstaðan liggur fyrir: Lækkun
áfengiskaupaaldurs leiðir til aukn-
ingar í umferðarslysum, hækkun
áfengiskaupaaldurs bjargar manns-
lífum. Ég álít þess vegna siðferðilega
rangt að gera tilraun með að lækka
áfengiskaupaaldur á Islandi.
Höfundur er iiéradsíæknir Norður-
lands eystra.
t Björgunarbúning, „flot-
galla“, í öll skip
ÉG VIL með þessari
grein vekja athygli á
þeirri dapurlegu stað-
reynd að á stórum
hluta smærr-i fískibáta
hér á landi, sem eru
styttri en 12 metrar á
lengd, er ekki lögboðin
skylda að hafa flot-
vinnugalla um borð.
Hér er um að ræða
svokallaða krókabáta.
Þessir bátar eru fjöl-
margir víðs vegar við
strendur landsins, eru
vel búnir tO veiða og
stunda menn veiðar á
þeim allt árið, á vetrar-
vertíð, þar sem stór-
veður með hörkufrosti
geta skollið á fyrirvaralítið.
Það er löngu sannað að slíkur ör-
yggisbúnaður getur bjargað lífi sjó-
manna við svona aðstæður. Þessir
litlu bátar stunda veiðar, jafnvel á
úthafí, jafnt og stærri bátai’ yfir 12
metrar á lengd. Það hlýtur því að
•^vera sjálfsögð krafa að í reglugerð
um björgunar- og öryggisbúnað ís-
lenskra skipa nr. 189 frá 27/3 1994
komi skýr ákvæði um að í öllum
fiskiskipum undir 12 metra lengd sé
einnig skylda að hafa flotvinnugalla
um borð. Björgunarvesti eru ekki
fullnægjandi ein og sér í þessum bát-
um;
* Ég minnist mikillar umræðu á Al-
þingi 1989 um öryggis-
mál sjómanna. Þá var
því haldið fram og viður-
kennt að flotvinnugallar
hefðu sannað gildi sitt í
sjóslysum við Islands-
strendur og bjargað
mannslífum. Jafnframt
var því haldið fram að
hægt hefði verið að
koma í veg fyrir hörmu-
leg sjóslys, ef slíkur flot-
búningur hefði verið til
staðar.
I framhaldi þessa
hvatti Siglingamála-
stofnun til notkunar
flotvinnugalla en viður-
kenndi þá ekki.
Umræðan á Alþingi
1989 snerist einnig um þá kröfu að
auðvelda aukin kaup á þessum flot-
göllum með því að fella niður sölu-
skatt og önnur innflutningsgjöld af
slíkum öryggisbúnaði. I framhaldi
þessarar umræðu, lækkun innflutn-
ingsgjalda og niðurfellingu sölu-
skatts jókst notkun þessa öryggis-
búnaðar og með reglugerð nr. 189
frá 21. mars 1994 var málið komið í
höfn að hluta, en gildir ekki sem
skylda fyrir fiskiskip undir 12 m
lengd.
Sú staðreynd blasir við öllum sem
þekkja og vilja kynna sér þessi mál
að vel búnir bátar undir 12 metrum
og minni sækja sjó allt árið, um
/
Eg skora á Siglinga-
málastofnun og sam-
gönguráðuneytið, seg-
ir Alexander Stefáns-
son, að skylda notkun
á flotgöllum í öllum
fiskiskipum íslenska
flotans.
haust- og vetrarmánuði, þar sem
veðráttan er viðsjái'verð, hörkufrost
og byljir koma fyrii-varalaust. Oftast
eru tveir menn um borð.
Öryggisbúnaður, eins og flot-
vinnugalli, er ekki síður lífsnauðsyn-
legur í þessari stærð fiskiskipa eins
og í stærri skipum, jafnvel enn frek-
ar.
Ég vil hér með skora á Siglinga-
málastofnun og samgöngumálaráðu-
neytið að endurbæta reglugerðina
nr. 189 frá 21/3 1994 og setja skyldu
á notkun ílotgalla í öllum fiskiskip-
um íslenska flotans, stórum sem
smáum.
Ég hvet sjómannasamtökin og
samtök smábátaeigenda að fylgja
þessu máli í höfn.
Höfundur er fv. alþingismaður og
ráðherra.
Alexander
Stefánsson
Sveigjanlegur
starfsaldur
FRIÐRIK Sophus-
son fjármálaráðherra
skrifaði mjög athygl-
isverða grein í Morg-
unblaðið 24. jan. sl.
um sveigjanlegan eft-
irlaunaaldur. Er mik-
ið gleðiefni, að hann
skuli vera fylgjandi
því sjónarmiði, sem
margir úr hópi aldr-
aðra og aðrir máls-
metandi menn hafa
vakið athygli á und-
anfarin ár og jafnvel
áratugi.
Árið 1982, þegar
ég veitti forstöðu Fé-
lagsmála- og upplýs-
ingadeild Trygginga-
stofnunar ríkisins, bað Ríkisút-
varpið mig að flytja fjögur erindi
um málefni aldraðra. Eitt þeirra
helgaði ég einmitt þessu málefni,
þar sem mér fannst tími til kom-
inn að endurskoða lög frá 1935 um
starfsflok opinberra starfsmanna,
því á þeim tíma, sem liðinn var frá
setningu laganna, hafði meðalald-
ur karla og kvenna hækkað um
14—15 ár.
í starfi mínu hafði ég orðið
áþreifanlega vör við hve mörgu
fullhraustu fólki féll þungt að
þurfa að hætta störfum við 70 ára
aldur. Að vísu er sumt fólk á þess-
um aldri orðið lasburða og treystir
sér ekki til að vinna lengur. Svo
eru aðrir, sem hlakka til að kom-
ast á eftirlaun til að geta sinnt sín-
um hugðarefnum.
Hitt er staðreynd, að fjöldi fólks
á þessum aldri er við bestu heilsu,
jafnt andlega sem líkamlega, og
hefur ágætt starfsþrek. Mörgu af
þessu fólki er mikið kvíðaefni að
þurfa að hætta störfum fyrir fullt
og allt og finnst að í því felist ein-
hvers konar útskúfun úr samfé-
laginu og eru margir, sem brotna
undan því fargi.
Ólafur Ólafsson, landlæknir,
hefur verið einn ötulasti málsvari
sveigjanlegs starfsaldurs, bæði í
ræðu og riti. Hann segir m.a. í
grein, sem hann ritaði í Morgun-
blaðið árið 1986: „Áður fyrr var
rosknu fólki talið hollast að setjast
í helgan stein og hvílast, en það
kemur ekki heim og saman við nú-
tíma læknisfræðilegar kenningar,
því það leiðir oft til ótímabærrar
hrörnunar og innlagningar á
stofnanir. Meðferð öldrunar er
ekki algjör hvíld heldur örvun
huga og líkama.“ Fleiri öldrunar-
læknar hafa tekið í sama streng.
Árið 1988 leit út fyrir að aðeins
rofaði til í þessum málum, því þá
var lögð fram þingsályktunartil-
laga á Alþingi um sveigjanlegan
starfsaldur. Að henni stóðu 6
þingmenn úr öllum flokkum.
Tillagan hljóðaði svo: „Alþingi
ályktar að skora á ríkisstjórnina
að skipa nefnd, er fái það hlutverk
að móta reglur um sveigjanlegi-i
starfslok, t.d. á aldrinum 64-74
ára.“ í greinargerð með tillögunni
stendur m.a.: „Eftirlaunaaldur á
að vera sveigjanlegur og byggjast
á læknisfræðilegu og félagsfræði-
legu mati hvers og eins. Það eru
mannréttindi að halda starfsrétt-
indum svo lengi sem hæfni, starfs-
orka og starfslöngun eru fyrir
hendi.“ Einnig er mælt með því að
gefa fólki rétt á hlutastarfi í fastri
vinnu, þegar aldurinn færist yfir.
Tillagan var samþykkt á Alþingi
í apríl 1989 og vísað til ríkisstjóm-
arinnar. Nefnd var skipuð, en síð-
an hefur ekkert heyrst af þessu
máli.
Árið 1991 gaf landlæknisemb-
ættið út rit um sveigjanlegan
starfsaldur, þar sem
birtust greinar eftir
ýmsa mæta lækna.
Þar birtir Ólafur
Ólafsson m.a. útdrátt
úr skýrslu ársfundar
Evrópudeildar Ai-
þjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar. Þar
kemur fram að á
öldrun beri ekki að
líta sem sjúkdóm
heldur sem lífeðlis-
legar breytingar.
Öldmðum sé að vísu
hættara við ýmsum
sjúkdómum en yngra
fólki, en með mótað-
gerðum og þá aðal-
lega með því að gera
eldra fólki kleift að vera sem
lengst virkir þátttakendur í sam-
félaginu megi draga mjög úr sjúk-
dómatíðninni.
Því hefur verið haldið fram, að
ekki sé tímabært að hækka starfs-
aldurinn meðan atvinnuleysi n'ki,
en eins og fjármálaráðherra segir
réttilega í grein sinni hefur sú
stefna ekki skilað tilætluðum ár-
Spáð er, að árið 2030
muni aðeins 3-4 vinn-
andi einstaklingar,
segir Margrét
Thoroddsen, standa
að baki hverjum
eftirlaunamanni.
angri hjá þeim Evrópuþjóðum
sem hafa reynt það.
Ástæða þess að þessi sjálfsögðu
mannréttindi eru loksins komin á
umræðustig núna mun vera sú, að
stjórnvöld eru farin að hafa veru-
legar áhyggjur af því, hve við ís-
lendingar eru orðnir langlífir.
Spáð er, að árið 2030 muni aðeins
3-4 vinnandi einstaklingar standa
að baki hverjum eftirlaunamanni.
Væri þá ekki einmitt rétt, eins
og fjármálaráðherra leggur til, að
nýta sérþekkingu og reynslu eldra
fólksins og leyfa þeim, sem hafa
áhuga og starfsþrek að starfa
áfram burtséð frá aldri? Fjárhags-
lega séð myndi verða þrenns kon-
ar avinnmgur:
I fyrsta lagi myndu útgjöld rík-
isins til ellilífeyris og tengdra bóta
lækka.
I öðru lagi myndu skatttekjur
ríkisins hækka.
I þriðja lagi mætti búast við
töluverðum sparnaði í heilbrigðis-
kerfinu, því eins og Ólafur Ólafs-
son segir í riti landlæknisembætt-
isins frá 1991: „Fjöldi fólks er gert
óvirkt fyrir aldur fram og gistir
síðan öldrunarstofnanir mun fyrr
en ella og eykur þar með kostnað
þjóðfélagsins við heilbrigðis- og
tryggingaþjónustu."
Sveigjanlegur starfsaldur heyr-
ir til almennra mannréttinda, því
réttur til starfa er staðfestur í
mannréttindaskrá Sameinuðu
þjóðanna, sem öll Evrópúríki hafa
undirritað.
Eg vona að háttvirtur fjármála-
ráðherra fylgi þessu máli eftir og
beiti sér fyrir því, að á AJþingi
verði sem fyrst lagt frumvarp um
sveigjanlegan starfsaldur og að
það varði samþykkt en ekki svæft
í nefnd.
Höfundur er viðskiptafræðingur og
í stjórn FEB.
Margrét
Thoroddsen