Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Yfírtaka Arthur Treacher’s á Miami Subs ekki frágengin Sameiginleg velta 15 milljarðar króna Eimskip lækkaði vegna jöfnunar HLUTABRÉF að verðmæti 53 milljónir kr. skiptu um hendur á Verðbréfaþingi Islands í gær. Mest voru viðskiptin með hlutabréf í Haraldi Böðvars- syni hf. og Útgerðarfélagi Akureyringa. Hlutabréfin í ÚA hækkuðu lítillega, eða um 2,2%. Gengi hlutabréfa Eimskips lækkaði um 23% í gær, miðað við gengi bréfanna á föstudag, og var gengið í gær 6,15. A bak við það gengi er reyndar aðeins sala á hlutabréfum að mark- aðsvirði 308 þúsund kr. Skýrist þessi gengislækkun að öllu leyti af ákvörðun um útgáfu jöfnunarhlutabréfa sem sam- þykkt var á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Úrvalsvísitala Aðallista Verðbréfaþings hækkaði í gær um 0,55% frá föstudegi. STJÓRN skyndibitakeðjunnar Mi- ami Subs Corporation í Fort Lauderdale í Flórída, sem rekur tæplega 200 veitingastaði, er enn að skoða tilboð Arthur Treacher’s í fyrirtækið. Velta sameiginlegs fyr- irtækis yrði um 15 milljarðar kr. íslendingar eiga sem kunnugt er meirihlutann í Arthur Tr- eacher’s sem rekur um 200 fisk- réttastaði í Bandaríkjunum undir eigin nafni og Skipper’s, en á síð- asta ári keypti Treacher’s keðjuna sem rekur Skipper’s-staðina. Eftir stjórnarfund síðastliðinn fimmtudag tilkynnti stjórn Miami Subs að hún hefði ákveðið að ráða óháð ráðgjafarfyrirtæki til að að- stoða sig við að meta tilboðið. Arthur Treacher’s bauðst til að yf- irtaka Miami Subs með því að greiða núverandi hluthöfum í Mi- ami Subs með hlutabréfum í Tr- eacher’s. Ekki hefur verið upplýst hvaða verð eigendur Treacher’s bjóða. Tveir matseðlar Ákveðin samvinna hefur verið að þróast með Arthur Tr- eacher’s og Miami Subs. Fyrr- nefnda fyrirtækið hefur opnað veitingastað með sínum matseðli inni á einum veitingastaða Miami Subs og hefur það gefist svo vel að áform eru uppi um að taka þetta fyrirkomulag upp á átta stöðum til viðbótar. Gus Boulis, forstjóri Miami Subs, segir að með aukinni samvinnu við annað fyrirtæki væri hægt að nýta betur þá aðstöðu sem fyrirtækið hefði yfir að ráða og auka söluna veru- lega. Samvinna við Treacher’s gæti verið leiðin til þess. Boulis segir að ef til þessa kæmi sköpuð- ust jafnframt möguleikar til þess að bjóða matseðla Miami Subs á þeim 200 Treacher’s- og Skipp- er’s-veitingastöðum sem Arthur Treacher’s nú rekur. Hann tekur jafnframt fram að við samruna verði að tryggja hluthöfunum hæsta verð fyrir eignarhluti þeirra. Verði af samruna Arthur Tr- eacher’s og Miami Subs mun nýja fyrirtækið reka um 400 veitinga- staði. Árleg sala þeirra er um 15 milljarðar kr. Fólk Jónas Fr. Jóns- son til Eftir- litsstofnunar EFTA • Jónas Fr. Jónsson hefur látið af störfum sem aðstoðar- framkvæmda- stjóri Verslunar- ráðs íslands, þar sem hann hefur starfað frá árinu 1991, að undan- skildu einu ári er hann lagði stund á framhaldsnám í Englandi. Jónas tekur við sérfræðingsstöðu hjá Eft- irlitsstofnun EFTA í Brussel og mun fylgjast með fyrirtækjalöggjöf og löggjöf um starfsemi verðbréfa- markaðarins. Jónas er lögfræðingur frá Háskóla íslands, með héraðs- dómslögmannsréttindi og meistara- gráðu í lögum frá Cambridge há- skóla. Hann er giftur Lilju Dóru Halldórsdóttur héraðsdómslög- manni hjá Skeljungi og eiga þau tvö böm. Aðalfundur Sfldarvinnslunnar hf. Reiknað með 5 prósenta tekjuminnkun 10 stærstu hluthafar L/svn\i Síldarvinnslunnar hf. Neskaupstað Mars 1998 (þúsriuj Eignarhlutiímars1998 1.S.Ú.N. 185.318.8 21.06% ■ 2. Lífevrissióður Austurlands 87.144,3 mxmm 9,90% 3. Bæiarsióður Neskaupstaðar 77.635,2 raniam 9,32% 4. Nafta (dótturfél. Olís) 60.980,7 wmm 6,93% 5. Burðarás 57.258,3 msm 6,51% 6. Trvdíiingarmiðstöðin 25.123,1 m 2,85% 7. Lífeyrissjóður Norðurlands 17.850,0 ■ 2,03% 8. Lrfevrissjóður Framsýn 17.837,5 ■ 2,03% 9. Auðlind 17.600,7 B 2,00% 10. Hlutabréfasióðurinn 14.963,2 B 1,70% Samtals 561.711,8 MINNI hagnaður verður af rekstri Síldarvinnslunnar hf. á yf- irstandandi ári en var á því síð- asta. Kom þetta fram á aðalfundi fyrirtækisins sem haldinn var í Neskaupstað síðastliðinn laugar- dag. Samdráttur í loðnuvinnslu f rekstraráætlun Síldarvinnsl- unnar fyrir árið 1998 er gert ráð fyrir að tekjur minnki milli ára um tæp 5% og að hagnaður af reglulegri starfsemi verði 202 milljónir kr. og hagnaður ársins 211 milljónir kr. Til samanburðar má geta þess að hagnaður ársins 1997 var 332 milljónir kr. Finn- bogi Jónsson framkvæmdastjóri segir að áætlun um minni tekjur skýrist af því að reiknað sé með samdrætti í loðnuvinnslu og veið- um. Það sem af er ári hefur Síld- arvinnslan fryst um 7.000 af loðnu fyrir markaði í Japan og Rúss- landi og er það 4.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Ef minna veiðist af loðnu í ár heldur en á síðasta ári mun það því koma fram í minni loðnubræðslu. Hluthafafj öldinn tvöfaldast Hluthafar í Síldarvinnslunni voru 964 um síðustu áramót og hafði fjöldi þeirra nærri því tvö- faldast á árinu því þeir voru um 500 ári fyrr. Aðeins einn hluthafi á meira en 10% hlutafjárins, eins og fram kemur á meðfylgjandi korti, en það er Samvinnufélag út- gerðarmanna í Neskaupstað sem á rúm 21%. Á aðalfundinum var ákveðið að greiða hluthöfum 7% arð. Þá var stjórnin öll endurkjör- in. Formaður er Kristinn V. Jó- hannsson og framkvæmdastjóri er Finnbogi Jónsson. Þór Sigfús- son svæðis- stjóri NIB •ÞÓR Sigfússon hefur verið ráð- inn svæðisstjóri Islands hjá Nor- ræna fjárfesting- arbankanum (NIB) í Helsinki í Finnlandi. Þór hefur starfað í fjármálaráðu- neytinu frá árinu 1994 en á síðast- liðnu ári vann hann í alþjóðadeild Norræna fjárfcstingarbankans. Norræni fjárfestingarbankinn var stofnaður árið 1975 og tók til starfa árið eftir. Lánveitingar hans til íslands hafa farið vaxandi á und- anfömum árum og nema heildarút- lán bankans til Islands nú um 40 milljörðum íslenskra króna. Lánin til Islands dreifast á mörg svið eins og orkuframleiðslu, iðnað og sam- göngur, segir í frétt frá bankanum. G r ensásvegur 10 • Sími 563 3050 • Bráfasími 568 7115 • http://www.ejs.is • 5ala@ej5.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.