Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 48
ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
HESTAR
Verulega hefur dofnað yfír hestamennskunni á höfuðborgarsvæðinu vegna hitasóttarinnar
ALLTI
KYRRSTÖÐU
Nú þegar rétt tæpur mánuður er liðinn
síðan hitasóttarfárið kom upp á yfírborðið
ríkir sama óvissuástandið. Sóttin breiðist
jafnt og þétt út og ljóst er að ekki er í
mannanna valdi að hefta útbreiðslu hennar
-------7-------------------
í stóðum í Arnessýslu og fulltrúi yfírdýra-
læknis segir að gera megi ráð fyrir að sótt-
in breiðist senn yfír í Rangárvallasýslu.
Valdimar Kristinsson kynnti sér stöðu
hitasóttarinnar.
HESTAMENNSKAN á höfuðborgarsvæðinu er heldur fátækleg um
þessar mundir. Þeir fáu sem rfða ennþá út byrja útreiðarnar á hita-
mælingu en aðrir láta sér mælingarnar duga. Gunnar Reynarsson,
hestamaður í Mosfellsbæ, mundar hér mælinn áður en lagt er á.
RÁTT fyrir að sóttin
breiðist hægt og sígandi
út um hesthúsahverfi á
höfuðborgarsvæðinu virð-
ist sem tekist hafí að hefta frekari
útbreiðslu út fyrir svæðið. Hinn 18.
febrúar var hestur fluttur að Gýgj-
arhóli í Biskupstungum og bar
hann smit með sér. Telja bændur
þar eystra að líklega hafi smit
borist með snjótittlingum og hröfn-
um suður eftir Tungunum að aust-
anverðu og þaðan yfir í Hruna-
mannahrepp. Ber þeim sem rætt
var við saman um að mikil fugla-
mergð hafi verið í kringum stóðin í
■j*njó- og kuldatíðinni undanfarið.
Fyrst hafi fuglarnir leitað undan
norðanáttinni og sóttin þá borist
suður á bóginn en síðan þegar
vindur snerist í vestanátt hafi fugl-
amir farið yfir í Hreppa.
Enn ríkir mikil óvissa um hina
VERA kann að lítil stemmn-
ing sé fyrir fræðslu um
járningar um þessar mund-
ir en á móti má segja að
þeir hafi gott af að dreifa huganum
örlítið sem hafa glímt við hitasóttina
og margir þeirra hættir útreiðum.
Þá er gott að nota tímann til að huga
að járningum hrossanna meðan þau
^_eru að jafna sig eftir hitasótt. Þá má
'ekki gleyma því að mikill fjöldi
hestamanna út um allt land stundar
útreiðar af fullum krafti.
Vaxtarskil hjá helmingi hrossa
Hér verður tekið fyrir það sem í
daglegu tali er kallað fóðurbreyting-
ar í hófum hrossa. Sjálfsagt kannast
flestir hestamenn við fyrirbærið en
einkennin eru breytt vaxtarstefna
hófanna. Ástæðan fyrir þessum
breytingum er sú að stefna hófbeins,
sem er neðsta bein í fæti hestsins,
breytist og verður brattari. Eins sjá
má á meðfylgjandi teikningum
stríkkar á djúpubeygisin, sem teng-
ist við hófbein að neðan- og aftan-
verðu. Tá hófbeinsins þrýstist af
"þessum sökum niður á hófbotninn og
í slæmum tilfellum verða hestar flat-
botna og jafnvel sárfættir. Þessar
breytingar á vaxtarstefnu eru í raun
mjög væg hófsperrutilfelli og mjög
algengar í íslenskum hrossum. Ætla
má að meira en helmingur íslenskra
hrossa fái þessi einkenni og í mjög
mörgum tilfellum fylgir þetta hross-
unum ævilangt.
Mikilvægt er að taka mið af því,
þegar metin er fótstaða, hvernig hóf-
urinn skal klipptur eða tálgaður þeg-
ar hross eru með vaxtarskil í hófum.
Það sem er fyrir ofan skilin sýnir
iiýja stöðu hófbeinsins. Ber því að
taka mið af stefnu hófsins fyrir ofan
skil en ekki neðan eins og algengt er
að gert sé. I réttri fótstöðu mynda
kjúkubein, hvarfbein og hófbein
beina línu eins sjá má á mynd A.
Hófbeinið leitar aftur hægt og bít-
andi í sömu stöðu og það var áður en
^meytingin átti sér stað. Samt sem
^aður myndast vaxtarskil á hófnum
meintu veiru, sjúkdómurinn virðist
óþekktur erlendis en vonast er til að
einhver svör fáist í vikunni og svo
eftir því sem tímar h'ða. Eins og
fram kom í viðtali við Vilhjálm
Svansson í hestaþætti Morgun-
blaðsins í síðustu viku getur verið
mjög flókið að finna óþekktar veirur
sem valda óþekktum sjúkdómum.
Tveir fræðslufundir voru haldnir í
vikunni fyrir hestamenn á höfuð-
borgarsvæðinu þar sem reynt var
að skýra stöðuna.
Fimm hross hefur þurft að aflífa
vegna fylgikvilla sem komu í kjölfar
sóttarinnar og tvö hross hafa verið
aflífuð í rannsóknarskyni og til
stendur að aflífa það þriðja. Öll
hrossin utan eitt sem voru orðin
dauðveik hafa verið krufin og hefur
það veitt nokkrar upplýsingar um
áhrif sjúkdómsins á víð- og mjógimi
og í tveimur tilvika á nýrun. Á þess-
sem geta ruglað menn í ríminu þegar
fótstaðan er metin.
Röng leiðrétting
Þegar vaxtarskil em komin langt
niður á hófinn er neðsti hluti hans
ekki í línu við það sem fyrir ofan er
um fundum hafa verið sýndar
myndir af meltingarfæram hross-
anna og hefur það fallið í misjafnan
jarðveg meðal hestamanna.
Mörgum þykir fengur og fróð-
leikur í að sjá myndirnar en í öðrum
tilvikum vekja þær kvíða og óhug
meðal hestamanna. Hafa menn látið
í ljós efasemdir um tilgang eða
gagnsemi þess konar sýningar, sér-
staklega þegar haft er í huga að á
sömu fundum hafa dýralæknar tal-
að um að hér sé á ferðinni tiltölu-
lega væg sótt. Myndh- sýna verstu
tilfellin og sem betur fer hafa þau
verið fá og var sagt á fundunum að
dauðsföll séu langt innan við eitt
prósent.
50 til 75% fá veikina
Nokkuð er misjafnt hvernig ein-
stök hesthús verða fyrir barðinu á
veikinni. Á fræðslufundunum kom
og hafa menn því látið þessa stöðu
blekkja sig og jafnvel sett plast-
fleyga milli skeifu og hófs til að „leið-
rétta“ fótstöðuna. Með slíkum „leið-
réttingum" er verið að þvinga hóf-
beinið í fyrri stöðu og h'nan brotin
sem hugsanlega hefur verið bein og
fram að greinileg sjúkdómseinkenni
kæmu fram á 50 til 75% hrossa. I
sumum húsum veikjast öll hrossin
og nokkur dæmi er um að eitt hross
hafi sýnt einkenni í sex til átta hest-
húsum. Mörg hross fá mjög væg
einkenni, ýmist lystarleysi dagpart
án hita eða smávægilegan hita í
einn dag. Mörg hross sýna engin
einkenni og er ekki vitað hvort þau
fái það væg einkenni að ekki sé eftir
því tekið eða þá hitt að þau séu með
mótefni gegn veikinni.
Ekki marktækt en
gefur vísbendingu
Síðasti hesturinn sem fór í krafn-
ingu hafði fengið veikina en verið
einkennalaus í þrjár vikur. Hann
reyndist vera með smávægilegar
bólgur í mjógörnum. Sagði Sigurð-
ur Sigurðarson dýralæknir sem
krafði hestinn að út frá þessu mætti
rétt eftir að hófurinn hefur verið
klipptur.
Annað atriði sem rétt er að hafa í
huga varðandi vaxtarskilahófa er að
þá skal jafnan stytta eins og frekast
er hægt og sjálfsagt að raspa bríkina
sem myndast á framanverðum hóf-
vegg þegar klippt hefur verið fram-
an af og reyna að ná sem réttustu
hófformi í samræmi við það sem er
fyrir ofan vaxtarskilin. Skoðanir hafa
verið nokkuð skiptar um hvort æski-
legt sé að raspa hófvegginn upp eftir
hófnum. Hófhornið myndast uppi í
hófhvarfi og þar á meðal er örþunn
himna til að varna því meðal annai's
að bakteríur komist inn í hófhornið
og eins til að hefta útgufun og halda
sem eðlilegustu rakastigi í hófhorn-
inu. Rannsóknir hafa sýnt að þessi
himna slitnar og eyðist þegar vöxt-
urinn er kominn um það bil niður á
miðjan hóf og þar af leiðandi er í
góðu lagi að raspa hófvegginn upp að
honum miðjum.
Vaxtarskil af ýmsum ástæðum
Hér er notað orðið vaxtarskil en
ekki fóðurbreytingar eins og tíðkast
hefur. Ein af ástæðunum fyrir þess-
um vaxtarskilum er sú að mjög
skörp breyting verður á fóðrinu sem
hrossið innbyrðir. Til dæmis á vorin
þegar hrossum er sleppt á nýgræð-
ing. Þá er því oft þannig farið að einn
daginn er hrossið komið út á græn
grös af heyjum án nokkurrar aðlög-
unar. Þá er það vel þekkt að hross-
um er hætt við hófsperra komist þau
í sterkt fóður og éti óhóflega mikið
magn á stuttum tíma. í slíkum tilvik-
um er það snögg breyting á fóðri
sem veldur vaxtarskilum, en það eru
líka aðrar ástæður mögulegar eins
og þegar hross standa dögum saman
í ískrapa í rysjóttri hausttíð eða ef
þau veikjast. Fróðlegt verður til
dæmis að sjá hvort hitasóttin sem nú
geisar á eftir að setja mark sitt á
hófana í formi „fóðurbreytingaskila“,
sem undirritaður kýs að kalla vaxt-
arskil í hófum, þar sem Ijóst má vera
að fleira en fóðurbreytingar valda.
A) JÁRNINGAMENN leitast við að láta kjúku, hvarfbein og hófbein
inynda beina línu. Með því móti er engin þvingun á liði eða liðbönd-
um í neðsta hluta fótarins. B) Orsök stefnubreytingar í vexti hófsins
er sú að það stríkkar á djúpubeygisin og stefna hófbeinsins breytist,
verður brattari. Frá þeirri stundu breytist vaxtarstefna hófsins og
hann verður brattari. Með því að setja plastfleyga milli skeifu og
hófs f slíkum tilvikum eykst álag meðal annars á lönguréttisin á
framanverðum fætinum og skekkir myndina enn frekar.
Vaxtarskil
eða fóður-
breytingar
ætla að hvfla þyrfti hestana minnst
tvær vikur áður en farið verður að
þjálfa þá og sé þá áríðandi að leggja
lítið að hrossunum til að byrja með.
Hesturinn sem hér um ræðir var
ekki mikið veikur eftir því er best er
vitað, að sögn Sigurðar, hafði fengið
háan hita sem lækkaði fljótt og fékk
matarlystina strax. Sigurður sagði
að eitt tilfelli væri kannski ekki
nógu marktækt en það gæfi vissu-
lega glögga vísbendingu. Ljóst væri
að meltingafæri hrossanna væru
lengi að jafna sig.
Raddir þess efnis að best sé að
láta veikina ganga yfir hömlulaust
gerast háværari en þó dregur þar
úr að ekki er vitað um hvað er að
ræða. Margir þeirra sem enn kjósa
einangrun á höfuðborgarsvæðinu
vilja vita hvað er á ferðinni áður en
sóttin er boðin velkomin í húsið.
Inn í þessa skoðanamyndun spila
gjarnan hagsmunir. Ljóst er að
fjöldi manns hefur orðið fyrir
miklu fjárhagstjóni og sér ekki fyr-
ir endann á því. Er þar helst að
nefna útflutningsaðila, hestasala,
hestaflutningabílstjóra, tamninga-
menn, reiðkennara og járninga-
menn. Þá hefur sala í hestavöru-
verslunum dregist stórlega saman.
Eftir því sem lengra líður við
óbreytt ástand fjölgar þeim sem
verða fyrir fjárhagstjóni. Menn eru
orðnir verulega uggandi um allt
mótahald í maí.
Hestaskipti útilokuð
Segja má að allt sé stopp í hesta-
mennskunni um þessar mundir.
Samkvæmt reglugerð landbúnað-
arráðuneytisins eru allir flutningar
hrossa bannaðir. Það þýðir að
hross sem eru eða voru í þjálfun
eru kyrrsett. Þau hross sem áttu
að fara í þjálfun eftir að reglugerð-
in tók gildi komast ekki í þjálfun.
Eftir því sem fram kom hjá Sigríði
Björnsdóttur, dýralækni hrossa-
sjúkdóma, er verið að endurskoða
reglugerðina en erfitt getur reynst
að breyta miklu meðan ekki fæst
vitneskja um hvað er nákvæmlega
á ferðinni.
A nettölti
Monty á
netinu
HÉR KOMA nokkur athyglis-
verð veffóng sem eru vel þess
virði að kíkja á.
Monty Roberts
Hér er hægt að kynna sér
Monty Roberts og nýstárlegar
tamningaaðferðir hans. Einnig
era bækur hans kynntar og
myndband sem hann hefur ný-
lega gefið út, dagskrá sýning-
arferðar um Bandaríkin og
fleira. http://www.montyro-
berts.com/
Hollenskur fróðleikur
um íslenska
hestinn á ensku
Margs konar fróðleik um ís-
lenska hestinn er að finna á
þessum vef, svo sem nöfn allra
sýndra íslenskra stóðhesta,
umfjöllun um vindótta litinn á
íslenskum hestum og margt
fleira. Auk þess eru tengingar
við aðra vefi um íslenska hest-
inn.
http://www.hagen.let.rug.nl/ki
m/elfen.html.
Falleg síða og
góðar tengingar
Kanadískur vefur sem legg-
ur áherslu á tengingu við
áhugaverða staði á netinu um
íslenska hesta. Hægt er að
setja inn ókeypis auglýsingar
og tilkynningar um mót og
fleira. http://www.hestur.com