Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Konur sem starfa hjá Akureyrarbæ með um 60% af launum karla Abyrgð í starfi skilar sér ekki í launaumslagi kvenna KONUR sem starfa hjá Akureyrarbæ hafa umtalsvert lægri heild- arlaun að meðaltali en karlar eða einungis tæp 60% af heildar- launum þeirra. Þennan launamun má að ein- hverju leyti rekja til þess að hlutfallslega fleiri konur en karlar eru í hlutastörfum, en er þó ekki nægileg skýring því þegar ein- ungis er miðað við fólk í fullu starfi eru konur með rúm 70% af laun- um karla. Þessar upplýsingar koma fram í skýrslu um samanburð á laun- um karla og kvenna sem starfa hjá Akureyrarbæ og Kristjana Blöndal hjá Félagsvís- indastofnun Háskóla Islands vann íyrir bæjarstjórn Akureyrar. Mark- mið rannsóknarinnar var að kanna hvort kynbundinn launamunur sé til staðar meðal starfsmanna bæjar- ins og byggðist hún á upplýsingum frá launabókhaldi Akureyrarbæjar. Meiri yfirvinna og greitt fyrir akstur Náði rannsóknin til allra starfs- manna bæjarins sem voru í reglu- bundnu starfi í febrúar og mars á síðasta ári, eða 1137 starfsmanna, þar af voru 817 konur og 320 karlar. Æðstu yfirmönnum bæjarins, bæj- arstjóra, félagsmálastjóra, bæjar- ritara og bæjarverkfræðingi var þó sleppt þar sem það hefði haft til- tölulega mikil áhrif á niðurstöðurn- ar og ýkt kynjamuninn. Rannsóknin leiðir í ljós að konur eru með lægri meðalheildar- laun en karlar í öllum starfsstéttum og er sömu sögu að segja þegar laun eru skoðuð eftir ólíkum aldurs- og starfsaldurshópum. Fram kemur að konur í sambærilegum störfum og á sambæri- legum starfssviðum hafa að meðaltali um 24% lægri laun en karlar. Ein af skýring- unum á hærri heildar- launum karla en kvenna er kynjamunur á yfirvinnu, en karlar fá að jafnaði greidda meiri yfirvinnu en konur, einkum á það við um fasta yfirvinnu. Þá er mikill munur á greiðslum vegna aksturssamninga eftir kyni en um 12% karla fá slík- ar greiðslur en innan við 1% kvenna. Minnstur var launamunurinn á meðal sérfræðinga þar sem konur höfðu um 77% af launum karla, en mestur var munurinn meðal þjón- ustu-, sölu- og afgreiðslufólks þar sem konur höfðu 61% af launum karla. Hvað stjórnunarstörf varðar voru konur með um 71% af því sem karlar fengu greitt. Ábyrgð í starfi virðist ekki skila sér til kvenna líkt og hún gerir hvað karla varðar að sögn Kristjönu Blöndal. Kristjana sagði að skýringar á launamun væru margar, störfin væru ólík, karlar hefðu lengri starfsaldur og meiri yfirvinnu en þegar ýmsir slíkir þættir hefðu ver- ið teknir með væri kynbundinn launamunur á heildarlaunum um 8% að meðaltali. Þegar starfsfólki grunnskólanna er sleppt kemur í ljós að konur í fullu starfi hjá Akur- eyrarbæ eru með 12% lægri laun en karlar, en launajöfnuður virðist meiri milli kvenna og karlar á því sviði. Ekki á óvart „Meginlínur þessarar könnunar koma mér ekki á óvart,“ sagði Jak- ob Björnsson bæjarstjóri um rann- sóknina. Hann sagði að niðurstöð- urnar myndu verða notaðar til skapandi umræðu um þessi mál í framtíðinni, en fyrst yrði fjallað um þær í jafnréttisnefnd og bæjarráði og eflaust yrðu þær einnig sendar stéttarfélögum til umfjöllunar. Ragnhildur Vigfúsdóttir, jafn- réttisfulltrúi Akureyrarbæjar, segir niðurstöðurnar dálítið sláandi en í bænum hafi verið virkt jafnréttis- starf um árabil. Greinilega þurfi að grípa til róttækra aðgerða til að jafna launamun karla og kvenna. Lúðrasveit Akureyrar í hljóm- leikaför LÚÐRASVEIT Akureyrar leggur land undir fót um komandi helgi og heldur í hljómleikaför suður yfir heiðar. Sveitin tekur þátt í tónleikum í Ráðhúsi Reykjavíkur ásamt Lúðrasveitinni Svani og Skóla- hljómsveit Kópavogs og hefjast þeir kl. 14, en þeir eru liður í sam- starfi lúðrasveitanna. Síðastliðið vor héldu Lúðrasveit Akureyrar og Lúðrasveitin Svanur tónleika í fé- lagsheimilinu Laugaborg í Eyja- fjarðarsveit og er þessi ferð farin til að endurgjalda þá heimsókn. I þessari ferð taka þátt um 35 hljóðfæraleikarar en sveitin á nú góða samvinnu við Blásarasveit Tónlistarskólans á Akúreyri um framtíðaruppbyggingu lúðrasveit- arstarfs á Ákureyri. Sveitimar leika allar saman í lokin Á efnisskrá sveitanna eru fjöl- breytt verk eftir íslenska og er- lenda höfunda og lýkur tónleikun- um með því að sveitirnar þrjár, samtals um 100 hljóðfæraleikarar, leika saman nokkur lög. Stjómend- ur sveitanna eru Atli Guðlaugsson, Haraldur Ami Haraldsson og Öss- ur Geirsson. Á sunnudag, 21. mars, heimsæk- ir Lúðrasveit Akureyrar Tónlistar- skóla Austur-Húnavatnssýslu og heldur tónleika í boði hans í Blönduóskirkju kl. 16. i ■ - fúr U • HLJOÐFÆRAVERSLUN Flytur frá Laugavegi 163 að RAUÐARÁRSTÍG 16, (Áöur Hljóðfæraverslun Poul BernburgJ Verslunin að Laugavegi 163 verður lokuð laugardaginn 14. mars og mánudaginn 16. mars, og opnar síðan þriðjudaginn 17. mars að Rauðarárstíg 16. ÍUÍMBUÐIN HLJÓÐFÆRAVERSLUN Rauðarárstíg 16 • sími 552 4515 Morgunblaðið/Kristján KRISTJANA Blön- dal, Félagsvísinda- stofnun. Morgunblaðið/Kristján RAGNHILDUR Vigfúsdóttir, jafnréttis- og fræðslufulltrúi Akureyrar- bæjar, telur að grípa þurfi til róttækra aðgerða til að jafna launamun karla og kvenna, en konur sem starfa hjá Akureyrarbæ hafa mun lægri laun en karlar. Námskeið um nýöld og kristin- dóm ARNE Tord Sveinall, sem er Norðmaður og starfar við Egede-stofnunina í Ósló, er leiðbeinandi á námskeiði á vegum Biblíuskólans við Holtavog, sem haldið verður í Glerárkirkju á miðvikudags- og fimmtudagskvöld, 18. og 19. mars, frá kl. 20 til 22. Arne Tord hefur aðallega unnið með nýaldarfræði og hefur haldið fjölda námskeiða um sálgæslu og líknarstörf í Bólívíu og Japan auk fleiri landa. Á námskeiðinu verður fræðsla um nýöld og kristin- dóm, hver sé munurinn og hvort hættur séu fólgnar í hugmyndum nýaldarinnar. Þá verður komið inn á hvemig hægt sé að koma til móts við þá sem eru andlega leitandi og hvernig hægt sé að ræða um trú við þá sem aðhyllast spíritisma og önnur nýaldar- fræði, segir í frétt um nám- skeiðið. Námskeiðsgjald er 1.500 krónur og fer innritun fram hjá Jóni Oddgeiri Guðmunds- syni og í Glerárkirkju. Skátar aðstoðuðu ökumenn FÉLAGAR í Hjálparsveit skáta á Akureyri aðstoðu öku- menn bifreiða sem lent höfðu í basli í Bakkaselsbrekku á Öxnadalsheiði seinni partinn á sunnudag. Skátamir héldu vestur á tveimur bflum og gekk þeim greiðlega að að- stoða ökumennina sem flestir vora á leið niður Bakkasels- brekku. Mjög vont veður var á heið- inni, „ekkert útivistarveður,“ eins Magnús Arnarson hjá Hjálparsveit skáta orðaði það. Hann sagði að ekki hafi verið mikil ófærð á veginum, nema aðeins í kringum vegriðin, sem alltaf skefur vel í kring- um í suðvestanáttinni. Öxnadalsheiðin var ófær í gærdag, enda var þar stórhríð og því erfitt fyrir vegagerðar- menn að athafna sig. Heldur rofaði til á heiðinni þegar leið á kvöldið en þá beið tugur bfla, bæði fólks- og flutninga- bflar, eftir að komast leiðar sinnar. Íshokkí í kvöld ÖÐRUM leik sem vera átti í íslandsmótinu í íshokkí á sunnudag á skautasvellinu á Akureyri var frestaðf vegna veðurs. Leikurinn verður í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 19.30, en mótataflan raskast við þessar breytingar, þar sem fyrirhugað var að leika fyrsta úrslitaleikinn þá. AKSJÓN Þríðjudagur 17. mars bJFTTIR 2000 ►Sjónvarps- • I kringlan - Akureyri 21.00 ►Fundur er settur Bæjar- stjórnarfundur sýndur í heild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.