Morgunblaðið - 17.03.1998, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Páll Stefánsson dýralæknir segir
hitasóttina breiðast hratt út í Arnessýslu
Tímaspursmál hve-
nær sóttin berst
yfir í Rangárþing
„ARNESSYSLAN er undirlögð af
hitasóttinni og það er aðeins tíma-
spursmál hvenær Rangárvallasýsl-
an fær sóttina,“ sagði Páll Stefáns-
son, dýralæknir hjá Dýralækna-
þjónustu Suðurlands, í samtali við
Morgunblaðið í gær. Hann sagði
útilokað að halda utan um sóttina á
Suðurlandi en hins vegar væri það
skoðun sín að verja þyrfti aðra
landshluta með kjafti og klóm.
Engin ástæða væri til að breiða
sóttina hraðai- út á þeim svæðum
sem væru nú þegar undirlögð.
„Þótt veikin sé í flestum tilvikum
væg koma upp mörg leiðindatilfelli
þar sem hross verða mikið veik,“
sagði Páll, en kvaðst þó aðeins vita
af einu dauðsfalli þar sem átti hlut
að máli 24 vetra hryssa sem var illa
fyrirkölluð og hefði allt eins getað
farið í næsta hreti.
Fylfullu merarnar
helsti áhættuhópurinn
„Helsti áhættuhópurinn er fyl-
fullu hryssumar sem gætu orðið
klumsa. Vil ég eindregið ráðleggja
mönnum að auka eftirlit með úti-
gangshrossum, sérstaklega þar
sem sjaldan er fóðrað og mikið gef-
ið í senn. Ef skjótt er brugðist við
jafna þær sig flestar ef þeim er
gefinn vökvi í æð,“ sagði Páll.
Eftir því sem næst verður kom-
ist hafa sex hross orðið dauðveik
eða verið aflífuð vegna veikinnar.
Hryssa á Andvaravöllum sem hafði
verið veik kastaði á laugardag en
folaldið drapst sólarhring eftir
fæðingu. Var það krufið á Keldum í
gær og sagði Sigurður Sigurðarson
Hátt í 10.000
manns sóttu
Námskynn-
ingu 1998
NÁMSKYNNING 1998 var
haldin í Háskóla Islands á
sunnudaginn. Kynningin er
samvinnuverkefni skóla og
þjónustuaðila námsmanna og
hefur Námsráðgjöf Háskóla
Islands umsjón með fram-
kvæmdinni í samvinnu við
þátttakendur, sem eru flestir
framhalds- og sérskólar lands-
ins. A kynningunni voru
kynntar um 200 leiðir til náms,
allt nám á háskólastigi og í
sérskólum hér á landi, auk
þess sem tveir erlendir skólar
kynntu starfsemi sína.
Að sögn Astu Kr. Ragnars-
dóttur, forstöðukonu Náms-
ráðgjafar Háskóla íslands, er
talið að hátt í 10.000 manns
hafi sótt kynninguna og var
stöðugur straumur fólks frá
klukkan 11 til klukkan 18 á
sunnudaginn. Fólk á öllum
aldri sótti kynninguna og voru
listaskólamir, Hitt húsið og
Háskólakórinn með uppákom-
ur auk þess sem verðlaun í
Stærðfræðikeppni framhalds-
skólanna vora afhent.
Einkunnarorð Námskynn-
ingar 1998 vora, „í leit að
námi“ og eru kynningar sem
þessar haldnar annað hvert ár.
Morgunblaðið/V aldimar
PÁLL Stefánsson dýralæknir rannsakar sýni.
dýralæknir að ekki hefðu fundist
óyggjandi ummerki sem rekja
mætti til hitasóttarinnar. Nokkrar
blæðingar hefðu verið í líffærum.
Tekin voru sýni fyrir vefja-, sýkla-
og veirurannsókn. Sigurður vildi
hvetja menn til varkárni við hey-
flutninga af ósýktum svæðum yfir
á sýkt svæði.
A Akranesi berst sóttin hús úr
húsi í hesthúsahverfinu á Æðar-
odda en svo virðist sem tekist hafi
að einangra hana við hverfið.
Mikill þrýstingur er nú á yfir-
dýralæknisembættið og landbún-
aðarráðunaeytið að reglugerðinni
sem sett var vegna sóttarinnar
verði breytt eða undanþágur gerð-
ar um flutning hrossa, annars veg-
ar innan sýktra svæða, sem era
væntanlega höfuðborgarsvæðið og
Amessýsla, og svo aftur að flutn-
ingur verði leyfður innan ósýktra
svæða.
Sameining fjög-
urra hreppa
samþykkt
SAMEINING fjögurra sveitarfé-
laga í Borgarflrði, Andakíls-
hrepps, Lundarreykjadalshrepps,
Reykholtsdalshrepps og Hálsa-
hrepps, var samþykkt í atkvæða-
greiðslu á laugardag. Naumur
meirihluti var fyrir sameining-
unni í Reykholtsdal.
í Andakflshreppi var tillagan
samþykkt með 93% greiddra at-
kvæða. 201 var á kjörskrá. At-
kvæði greiddu 107, sem er 53,2%
þátttaka. Já sögðu 100 en nei
sögðu sjö.
I Lundarreykjadalshreppi var
tillagan samþykkt með 74,5%
greiddra atkvæða. Kosningaþátt-
taka var 78,3%. 60 voru á kjör-
skrá, 47 greiddu atkvæði. 35
sögðu já, 12 nei.
I Reykholtsdalshreppi greiddu
125 atkvæði en 161 var á kjör-
skrá. Það svarar til 77,8% þátt-
töku. Já sögðu 66 og nei 58. Einn
seðill auður. Tillagan var því
samþykkt með 53% greiddra at-
kvæða.
I Hálsahreppi var tillagan sam-
þykkt með 88% greiddra at-
kvæða. 62 voru á kjörskrá. 42
greiddu atkvæði. Þátttaka var
því 67,7%. 37 sögðu já og 5 nei.
Sem hlutfall allra greiddra at-
kvæða var sameining samþykkt
með 74% atkvæða á móti 26%.
Svava S. Kristjánsdóttir, for-
maður sameiningarnefndarinnar,
sagði að jafnframt hefðu viðhorf
kjósenda til nafns fyrir nýtt sveit-
arfélag verið könnuð en eftir
væri að vinna úr tillögum. Ein-
hverjar þeirra verða lagðar fyrir
kjósendur í tengslum við sveitar-
stjórnarkosningar í vor.
Sveifla í Reykholts-
dalshreppi
Hinn 17. janúar sl. var kos-
ið um sameiningu þessara
íjögurra hreppa og Skorradals-
hrepps og Hvítársíðu-
hrepps, en þeir tveir hrepp-
ar felldu sameiningu og var
því gengið til kosn-
inga að nýju í þessum fjór-
um hreppum. Athygli vek-
ur að talsverðar breyting-
ar eru á fylgistölum í Reykholts-
dalshreppi. I janúar voru 108 íbú-
ar hreppsins fylgjandi sam-
einingu
en 15 andvígir. Nú sögðu
já 66 en nei 58.
Svava S. Kristjánsdótt-
ir sagði aðspurð um skýring-
ar á þessari sveiflu að kom-
ið hefði upp hreyfing í
hreppnum þess efnis að
ganga ekki til sameining-
ar fyrr en vegamálin væru út-
kljáð, en eins og fram hefur kom-
ið er óánægja innan hrepps-
ins með það
að ekki er fengin niðurstaða
um lagningu Borgarfjarðar-
brautar í grennd við land
Stóra-Kropps í Reykholtsdal.
I nýju sameinuðu sveitarfé-
lagi í Borgarfirði verða
686 íbúar, miðað við 1. desem-
ber sl. Svava sagði
að væntanlega yrði stjómsýslu-
miðstöð sveitarfélagsins á Klepp-
járnsreykjum í Reykholtsdal.
Runnu
saman í
hálku
ÁREKSTUR varð við Nesti á
Kringlumýrarbraut klukkan
20:22 í gærkvöldi.
Samkvæmt heimildum lög-
reglu lentu bílarnir saman í
hálku og síðan annar þeirra ut-
an í ljósastaur. Ökumaður ann-
ars bflsins var fluttur á slysa-
deild, með eymsl í síðu.
Ingvar Viktorsson efstur í prófkjöri Alþýðuflokksins í Hafnarfírði
Arni Hjörleifsson tekur
ekki sæti á listanum
INGVAR Viktorsson, bæjarstjóri í
Hafnarfirði, hlaut 991 atkvæði og
varð í 1. sæti í prófkjöri Alþýðu-
flokksins í Hafnarfirði vegna sveitar-
stjórnarkosninganna í vor. Fjórtán
gáfu kost á sér í prófkjörinu og hlaut
enginn bindandi kosningu. Árni
Hjörleifsson bæjarfulltrúi, sem lenti í
8. sæti, segist ekki vilja vinna með
Tryggva Harðarsyni bæjai-fullti-úa
og mun því ekki taka sæti á listanum.
Alls tóku 1.626 manns þátt í próf-
kjörinu, sem var opið öllum Hafn-
firðingum. I 2. sæti varð Jóna Dóra
Karlsdóttir með 450 atkvæði í það
sæti, í 3. sæti varð Tryggvi Harðar-
son með 515 atkvæði, í 4. sæti varð
Ómar Smári Armannsson með 689
atkvæði, í 5. sæti varð Hafrún Dóra
Júlíusdóttir með 760 atkvæði og í 6.
sæti varð Unnur Hauksdóttir með
726 atkvæði. í 7. sæti varð Eyjólfur
Sæmundsson með 691 atkvæði, í 8.
sæti varð Árni Hjörleifsson með 702
atkvæði, í 9. sæti varð Jóhanna Mar-
grét Fleckenstein með 711 atkvæði
og í 10. sæti varð Gísli Ó. Valdimars-
son með 683 atkvæði.
„Ég er mjög ósáttur við þau
vinnubrögð sem voru viðhöfð hjá
Þrjár konur urðu meðal sex
efstu frambjóðendanna
ákveðnum hópi, en ákveðnii’ menn
vora sniðgengnir," sagði Árni Hjör-
leifsson bæjarfulltrúi. „Guðmundur
Árni og hans fylgismenn lögðu upp
með að Ingvar Viktorsson væri að
hætta. Hann væri að sýna samstöðu
með því að vera með og þyrfti ekki
mörg atkvæði. Menn ættu því að
kjósa Tryggva Harðarson í fyrsta
sæti og Jónu Dóru í annað.“
Tókum ekki þátt í svona leik
Sagði Árni að auk þess hefði verið
reynt að sjá til þess að hann yrði
ekki á blaði, ásamt þeim Eyjólfi Sæ-
mundssyni og Ómari Smára Ár-
mannssyni. í stað þess var lagt til að
konurnar þrjár yrðu teknar inn á
listann. „Þetta era nýjar ágætis kon-
ur og ég er ekki að gagnrýna þær, en
þær vora notaðar til uppfyllingar,"
sagði hann. „Við heyrðum á fólkinu í
talningunni hvernig þetta var. Þessir
300-350 kjósendur sem styðja Guð-
mund Ama unnu svona en við hinir
sem tókum þátt í þessu prófkjöri
kepptum hver fyrir sig og tókum
ekki þátt í svona leik. Það er greini-
legt að hans vinnubrögð unnu og við
verðum að taka því.“
Starfa ekki með Tryggva
Ámi sagði að áróðurinn hefði fyrst
og fremst beinst að því að koma
Tryggva Harðarsyni í 1. sæti. Þau
atkvæði sem hann fengi í það sæti
myndu þá nýtast honum í 2. eða 3.
sæti. „Þau vissu að ekki var hægt að
klekkja á Ingvari," sagði hann. „Ég
er búinn að segja að með Tryggva
Harðarsyni nenni ég ekki að vinna.
Hann hefur starfað af óheilindum
þetta síðasta ár og ítrekað komið aft-
an að okkur. Ég hef engan áhuga á
að starfa með hann í forustu. Ég
mun því ekki taka sæti á listanum
með þessa forustu.“ Árni sagði óráð-
ið hvað tæki við, en það væri viss
léttir að losna eftir að hafa átt í bar-
áttu við þennan hóp í rúmt ár.
Fólk vildi breytingu
Jóna Dóra Karlsdóttir varð í 2.
sæti í prófkjörinu og er hún nýliði á
listanum ásamt þeim Hafrúnu Dóru
Júlíusdóttur, sem varð í 5. sæti, og
Unni Hauksdóttur, sem varð í 6.
sæti, en Alþýðuflokkurinn á nú fimm
bæjarfulltrúa í bæjarstjórn. „Það
sem gerðist var eins og við fundum
að fólk vildi breytingu,“ sagði Jóna
Dóra. „Það vildi ný andlit á listann
og uppstokkun." Hún sagði að kon-
umar hefðu fengið mjög góðar und-
irtektir. „Við erum nýlegar í flokks-
starfinu og erum ákaflega ánægðar
með þessa niðurstöðu," sagði hún.
Vegna ummæla Árna Hjörleifs-
sonar sagði Jóna Dóra að hann hefði
vitað eins og allir aðrir að þetta væri
prófkjör. „Það eru engar blokkir og
tölurnar sýna það best að ekki var
unnið gegn neinum,“ sagði hún.
„Hann á að sjá það best sjálfur að
svo var ekki.“
Endanlegur framboðslisti flokks-
ins verður lagður fram til samþykkt-
ar í fulltrúaráði Alþýðuflokksfélag-
anna eigi síðar en 2. apríl nk.