Morgunblaðið - 26.03.1998, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.03.1998, Qupperneq 4
4 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir inn- flutning á hassi Morgunblaðið/Hólmfríður S. Haraldsdóttir Jakaburður úr Seljadalsá HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 35 ára karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir að smygla til landsins 192 grömmum af hassi í pósti frá Kaupmannahöfn. Maður- inn játaði brot sitt og hélt því fram að hassið hafi hann ætlað til einka- nota, en í héraðsdómi þótti sannað að hann hafi ætlað hluta efnisins til sölu í ágóðaskyni. Maðurinn sendi hassið á heimil- isfang blómabúðar í nágrenni við heimili sitt í október síðastliðnum. Vaktaði maðurinn póstsendingar þangað og fékk hann bréfið afhent hjá bréfbera. Maðurinn áttaði sig á því 10 mínútum síðar að skipt hafði verið um efni í bréfinu, en það hafði verið gert þegar hassið fannst við leit í tollpóststofunni við Armúla. Rauf skilorð Fyrir dómi neitaði maðurinn því alfarið að efnið hafi verið ætlað til sölu en það sagðist hann hafa keypt á 3.000 danskar krónur og kaupverð þess hérlendis væri um tífalt hærra. Sagðist maðurinn hafa neytt hass að andvirði 2.000-3.000 kr. á dag, og þótti framburður hans um að hann hafi ætlað allt hassið til einkaneyslu ótrúverðugur. Þótti dómnum ekki varhugavert að telja sannað að ákærði hafi ætlað hluta efnisins til sölu í ágóðaskyni, en hluta þess hafi hann ætlað að neyta sjálfur. Maðurinn hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Þýskalandi árið 1985 fyrir brot gegn hegningarlögum og fíkniefna- löggjöf vegna innflutnings og sölu mikils magns amfetamíns, og árið 1991 var hann dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Kaupmannahöfn fyrir hegningar- og fíkniefnalaga- brot. I Frakklandi var hann dæmd- ur í sex mánaða fangelsi í árslok 1992 fyrir brot gegn fíkniefnalög- um, þar af fjóra mánuði skilorðs- bundið, og aftur var hann dæmdur í Frakklandi í maí 1993 í fjögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað. Hlaut maðurinn reynslulausn í september 1996 skilorðsbundið í tvö ár á eftirstöðvum refsingar, 480 dögum. I dómi héraðsdóms Reykajavík- ur segir að með broti því sem mað- urinn var nú ákærður fyrir hafi hann rofið skilorð framangreindrar reynslulausnar og því beri að dæma hann í einu lagi fyrir þessi brot og þykir refsing hans hæfilega ákveðin fangelsi í 18 mánuði. Hass- ið sem hann póstsendi hingað til lands var gert upptækt og maður- inn var dæmdur til að greiða allan sakarkostnað. Dóminn kvað upp Ingibjörg Benediktsdóttir héraðs- dómari. SELJADALSÁ, sem á upptök sín langt frammi á Fljótsheiði og rennur í Reykjadalsá, á það til að ryðja sig með miklum látum, en frá því núverandi brú við Jaðar var smfðuð fyrir 25 árum hafa aldrei komið klakastíflur í ána. Jakaburðurinn var hins vegar slíkur í leysingunum um og eftir helgi að hann fyllti upp í rúmið undir brúnni. Eyrin sunnan við á, Breiðumýrarmegin, var á kafi og neðan við brú flaut áin yfir bakka sína og kastaði til jökum, aur og gijóti um allt. Vafah'tið hefur þessi mikli jakaburður valdið einhveiju tjóni, en ekki er unnt að ganga úr skugga um það strax. Á myndinni eru bræðumir Hinrik og Óli Hjálmar að skoða jakana. Ragnar H. Hall settur sérstakur ríkislögreglustjóri til að kanna málefni lögreglunnar í Reykjavík Samtök verslunarínnar fagna nýju sparikorti Ræða hugsanlegt samstarf við Spron HJA Samtökum verslunarinnar - félagi íslenskra stórkaupmanna, sem eru samtök fyrirtækja í milli- ríkjaverslun, heildsölu og smásölu- verslun, fagna menn Sparikortinu, hinu nýja greiðslukorti Bónuss og Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis. Að sögn Stefáns S. Guð- jónssonar, framkvæmdastjóra samtakanna, munu þau eiga fund með forráðamönnum Spron í dag til þess að kanna hugsanlegt sam- starf fyrir hönd félagsmanna. Sparikortið er frábrugðið öðrum krítarkortum á þann hátt að kort- hafar greiða sjálfir þá þóknun sem verslanir greiða annars kortafyrir- tækjunum og í stað árgjalds greiða korthafar úttektargjald þannig að kostnaður verður í samræmi við notkun kortsins. „Við fógnum þessari niðurstöðu, sem er í samræmi við þau sjónar- mið sem við höfum haldið á lofti í þessu sambandi og við höfðum gert okkur vonir um að mál myndu þró- ast í þessa átt,“ sagði Stefán. „Við vildum sjá greiðslukorta- viðskipti fara í þennan farveg sem nú hefur orðið með Sparikorti Bónuss, svo að við fógnum þessu ákaft og erum raunar með þetta mál til sérstakrar umíjöllunar," segir Stefán. Fulltrúar Samtaka verslunarinn- ar - félags íslenskra stórkaup- manna munu eiga fund með for- ráðamönnum Spron í dag til þess að ræða hugsanlegt samstarf. „Það er of snemmt að fullyrða um í hvaða farveg þetta muni fara en auðvitað gæti maður séð það fyrir sér að kaupmenn myndu hætta að taka við krítarkortum og eingöngu taka við kortum Spron eða þeirra sem yrðu með svipað fyrirkomulag á sínum greiðslukortaviðskiptum," segir Stefán ennfremur. Hvarf fíkniefna hjá lögreglunni rannsakað RAGNAR H. Hall hæstaréttarlögmaður hefur af dómsmálaráðuneyt- inu verið settur ríkislögreglustjóri til að kanna meðferð og vörslu fíkni- efna hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík, að kanna hvort starfs- menn eða yfirmenn hafi brotið gegn starfsfyrirmælum eða starfsskyld- um. Jafnframt hefur ráðuneytið farið þess á leit við ríkisendurskoðun að áður umbeðinni stjómsýsluúttekt hennar á embætti lögreglustjór- ans í Reylgavík verði flýtt eins og unnt er. Rannsókn setts ríkislögreglu- stjóra er tilkomin í framhaldi af niðurstöðu úttektar ríkislögreglu- stjóra frá 23. þessa mánaðar sem gerð var að beiðni dómsmálaráðu- neytisins að fengnu erindi frá emb- ætti lögreglustjórans í Reykjavík. Úttektin náði til tímabilsins 1981 til 1. júlí 1997. í bréfi ríkislögreglu- stjóra til dómsmálaráðuneytisins sl. mánudag er greint frá niðurstöð- unni og kemur þar meðal annars fram að rúm fjögur kíló af fíkniefn- um vanti í fíkniefnageymslu lög- reglunnar í Reykjavík miðað við fyrirliggjandi slö-áningu embættis- ins á haldlögðum efnum. Dómsmálaráðuneytið fól ríkis- lögreglustjóra rannsókn á málinu en í bréfi til ráðuneytisins í gær lýsti Haraldur Johannessen ríkis- lögreglustjóri því yfir að hann teldi sig vanhæfan til frekari meðferðar málsins með vísan til 6. töluliðs, 1. málsgreinar, 3. greinar stjómsýslu- laga nr. 37/1993 í ljósi þess að hann var starfsmuður lögreglustjórans í Reykjavík í sex mánuði undir lok þess tímabils sem úttektin tók til. Af þeirri ástæðu hefur ráðuneytið sett Ragnar H. Hall hrl. sem ríkis- lögreglustjóra til að fara með eftir- farandi verkefni vegna þessa máls: Að kanna meðferð, vörslu og af- hendingu fíkniefna hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík á fyrr- greindu árabili, að kanna hvort starfsmenn embættisins hafi brotið gegn starfsfyrirmælum eða starfs- skyldum sínum á opinbemm vett- vangi; að kanna hvort gmnur leiki á því að starfsmenn embættisins hafí framið refsiverð brot við störf sem tilkynna beri ríkissaksóknara. Þá segir í frétt frá dómsmála- ráðuneytinu að verði ríkissaksókn- ara tilkynnt um ætlað brot og ákveði hann að málið sæti opinberri rannsókn sé Ragnari falið að ann- ast slíka rannsókn undir stjóm rík- issaksóknara. Mjög alvarleg niðurstaða „Þetta er mjög alvarleg niður- staða og ég taldi nauðsynlegt að bregðast við í samræmi við það,“ sagði Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra í samtali við Morgunblað- ið í gær. „Þess vegna höfum við sett sérstakan ríkislögreglustjóra til þess að rannsaka málið. Honum er falið að kanna hvort tveggja, hvort einstakir lögreglumenn eða yfir- menn lögreglunnar hafi brugðist starfsskyldum sínum eða hvort um sé að ræða brot gagnvart hegning- arlögum. Síðan er óskað eftir því við ríkisendurskoðun að hún hraði sem mest má verða þeirri stjórn- sýsluathugun sem við fórum á dög- unum fram á að hún gengist fyrir.“ Ráðherra sagði ekki önnur atriði úttektarinnar en þau er varða hvarf fíkniefna vera til skoðunar. Þar sem ekki hefur farið fram talning eða eftirlit með efnunum á um- ræddu tímabili er ekki séð hvenær ætla megi að þau hafi horfið og „er það ekki í nógu góðu lagi,“ sagði ráðherra. Settur ríkislögreglustjóri hefur ekki fengið sérstök tímamörk til verksins en ráðherra segir hann munu reyna að hraða málinu. „Mér þykja þetta vera alvarleg tíðindi og vond niðurstaða eftir þá birgðatalningu sem hér var tekin að undirlagi okkar miðað við fyrsta júlí í fyrra,“ sagði Böðvar Braga- son, lögreglustjóri í Reykjavík að- spurður um álit á úttekt embættis ríkislögreglustjóra. Böðvar sagði birgðatalninguna hafa verið gerða þegar ný skipan lögreglumála var tekin upp 1. júlí á síðasta ári. Súpum seyðið af því að hafa ekki staðið í stykkinu „Þá þótti okkur eðlilegt að gerð væri birgðatalning og það er hún sem verið er að birta núna. Þá kem- ur þetta í ljós sem engan óraði fyrir að það virðist vera mismunur á því sem fór inn í geymsluna og því sem út úr henni kemur. Nú er augljós- lega ástæða til þess að kafa ræki- lega ofan í það,“ sagði lögreglu- stjóri. Hann líkti þessu við sjóð- þurrð. „Ef vantar uppá er með hefð- bundnum hætti reynt að bregðast við því. Það er dómsmálaráðuneyt- ið, sem æðsti valdhafi lögreglunnar í landinu, sem ákveður hvemig brugðist verður við þeirri uppá- komu sem orðið hefur í stærsta lög- regluliði landsins sem er vægast sagt heldur óskemmtileg, svo ekki sé nú meira sagt,“ sagði lögreglu- stjóri en rætt var við hann áður en ráðuneytið ákvað viðbrögð sín. „Við erum einfaldlega að súpa seyðið af því að hafa ekki staðið okkur í stykkinu með það að hafa reglulega birgðatalningu sjálfir- Um er að ræða tímabilið frá 1981 til 1997 og það er augljóst að þarna hefur skort á það innra eftirlit að við gerðum sjálfir birgðatalningu. Það hefði sjálfsagt engum dottið 1 hug að nokkur efni gætu rýrnað í meðförum lögreglu, það er sú nær- tækasta skýring sem ég hef, en auðvitað getur lögreglu orðið á | þeim efnum sem öðrum,“ sagði Böðvar Bragason. Ekki er ljóst hvenær á þessum tíma efnin gætu hafa glatast en í þeim hluta rannsóknarskýrslu Atla Gíslasonar um innra skipulag °S starfshætti fíkniefnalögreglunnar, sem opinberaður var í síðasta mán- uði, kemur m.a. fram að við eyðingu fíkniefna árið 1993 hafi talsverðrar ónákvæmni gætt við eyðinguna, efni hafi ekld fundist og lýst er fleiri ágöllum á efnavörslu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.