Morgunblaðið - 26.03.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 26.03.1998, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR > Þaká laxveiðar „Ég er ekki tilbúinn með tillögu á þcssarí stundu/en ég útiloka slíkt ekki,“ segir Helgi S. Guð- mundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, þegar Dagur bar sji GMuMD- OG passaðu þig svo bara á að vera ekkert að glenna þig neitt með stöngina fyrir utan, Sverrir ... Fulltrúaráð Sambands ísl. sveitarfélaga Hlynnt stofnun lífeyrissjóða Þýðingarmikið skref í skipan lífeyrissjóðsmála FULLTRÚARÁÐ Sambands ís- lenskra sveitarfélaga lýsti á fundi sínum 20. og 21. mars yfír stuðn- ingi við sameiginlega yfirlýsingu BSRB, BHM og lífeyrissjóðsnefnd- ar Sambandsins frá í seinustu viku um stofnun lífeyrissjóðs starfs- manna sveitarfélaga. Verða að gera upp hug sinn fyrir 20. aprfl Nefnd skipuð fulltrúum Sam- bands ísl. sveitarfélaga, BSRB og BHM hefur á undanfömum mánuð- um rætt framtíðarskipan lífeyris- sjóðsmála fyrir starfsmenn sveitar- félaga með það að markmiði að tryggð verði jafnverðmæt lífeyris- réttindi starfsmanna sveitarfélaga. í sameiginlegri yfirlýsingu for- svarsmanna þessara samtaka 18. mars sl. var þeim tilmælum beint til sveitarfélaga og aðildarfélaga BSRB og BHM að þau geri upp hug sinn varðandi aðild að stofnun eins lífeyrissjóðs starfsmanna sveit- arfélaga fyir 20. apríl, svo unnt verði að ganga írá endanlegri út- færslu og formlegum samningum milli aðila um sjóðinn. Tekið var undir þessi sjónarmið á fundi fulltrúaráðs sveitai-félaga um seinustu helgi. í ályktun fundarins segir að með þessu sé stigið mjög þýðingarmikið skref í þá átt að koma framtíðarskipan lífeyrissjóðs- mála íyrir starfsmenn sveitarfélaga í það horf sem ný lög um starfsemi lífeyrissjóða geri kröfu til, en þau taka gildi 1. júlí næstkomandi. Morgunblaðið/Yann Kolbeinsson Dvergsnípa vetrargestur í Kollafírði DVERGSNÍPUR eru sjald- séðir vetrargestir hér á landi. Ein slík sást þó við Mógilsá í Kollafirði fyrir nokkru. Kuldakast fyrir þremur vikum olli því að hrossagauk- ar og náskyldar tegundir leit- uðu að heitum skurðum til að finna æti. Við Mógilsá var þessi sjaldséði vetrargestur á Islandi, dvergsnípan. Allir dagar eru tilboðsdagar hjá okkur ~ r I LEIÐININI HEIN • UM LAIND ALLT Manneldisfélag Islands er 20 ára V ettvangur fyrir skoðanaskipti um manneldismál FUNDUR áhuga- manna um stofnun Manneldisfélags ís- lands var haldinn 30. mars árið 1978 og er félagið 20 ára um þessar mundir. Brynhildur Briem er for- maður félagsins. „Þetta er áhugamanna- félag um manneldismál“, segir Brynhildur þegar hún er beðin að segja frá félaginu. „Upphaf þess að félagið var stofnað var að árið 1977 gengust lyflækn- isdeild Landspítalans og efnafræðistofa Raunvís- indadeildar Háskólans fyrir ráðstefnu á Islandi um neysluvenjur og heilsufar. I framhaldi af þeirri ráðstefnu var farið að ræða um nauðsyn þess að stofna manneldisfélag hér á landi. Vaxandi áhugi var þá á hollu mataræði fyrir vellíðan og góða heilsu og menn vildu skapa vettvang til skoðanaskipta um þessi mál.“ Brynhildur segir að uppúr þessu hafi verið stofnað félag um manneldi og fyrsta verkefni þess var að gefa út ráðstefnurit um neysluvenjur og heilsufar. - Voru stofnfélagarnir margir? „Það var mjög mikill áhugi fyrir stofnun Manneldisfélags Islands og stofnfélagarnir voru um 250 talsins. Þetta var stór- huga fólk og þrjár nefndir voru starfandi innan félagsins, vís- indanefnd, fræðslunefnd og fjár- málanefnd. Björn Sigurbjörns- son núverandi ráðuneytisstjóri í Landbúnaðarráðuneytinu var fyrsti formaður félagsins." - Hver eru markmið félagsins? ,Að auka skilning á gildi hollr- ar fæðu fyrir vellíðan og heilsu og skapa vettvang fyrir skoðana- skipti fyrir alla þá sem áhuga hafa á góðum neysluvenjum. Þá er eitt af markmiðunum að veita fræðslu og koma á framfæri upplýsingum um næringargildi og hollustuhætti meðal þeirra sem vinna að framleiðslu vinnslu eða framreiðslu matvæla." I síð- asta lagi segir Brynhildur hlut- verk félagsins að stuðla að nýt- ingu innlendra hráefna til mann- eldis. - Hvernig hefur starfsemin verið uppbyggð? „Starfsemin var blómleg fyrstu árin, félagið gekkst fyrir útvarpserindum um ýmis svið næringarfræðinnar og víða voru haldnir fræðslufundir _______ og málþing. Félagið stóð meðal annars fyrir málþingi um manneldismarkmið nokkrum árum áður en manneldismarkmiðin voru síðan tekin upp og sömuleiðis var málþing um manneldis- stefnu. Nokkru síðar var mótuð manneldisstefna hér á landi og samþykkt sem þingsályktunar- tillaga á alþingi. Það má segja að félagið hafi tekið upp ýmis mál- efni um manneldi og komið þeim á framfæri. Á íyrstu árum félagsins var rætt um hvort gera ætti stóra neyslukönnun en af því varð ekki og Manneldisráð gerði slíka könnun síðar.“ Gefnar hafa verið út í tvígang næringarefnatöflur á vegum fé- lagsins. Brynhildur segir að á síðasta Brynhildur Briem ►Brynhildur Briem er fædd í Reykjavík árið 1953. Hún lauk prófi í lyjfafræði frá Há- skóla Islands árið 1977 og matvælafræði árið 1980. Brynhildur lauk prófi í nær- ingarfræði frá Oslóarháskóla árið 1981. Hún er lektor í matvæla- og næringarfræði við Kennaraháskóla Islands og stundar nám við Norræna heilbrigðisháskólann í Gauta- borg. Hún á sæti í Manneldis- ráði og er formaður Mann- eldisfélags Islands. Áhugi á mann- eldismálum hefur aukist ári hafi félagsmenn farið í heim- sóknir í fyrirtæki og stofnanir sem tengjast matvælum og kynnt sér framleiðslu og starf- semi. Félagar í Manneldisfélagi íslands eru nú um 250 en voru í 400 þegar mest var. - Hverjir eru í Manneldisfé- lagi íslands? „Allir sem áhuga hafa á mann- eldismálum geta gerst félags- menn en aðallega eru það nær- ingar- og matvælafræðingar, heimilisfræðikennarar og lækn- ar sem hafa verið virkir félagar.“ - Það hafa miklar breytingar orðið á manneldismálum þessi 20 ár? „Úrval af matvöru hefur auk- ist mikið undanfai'in ár. Fólk hefur kynnst öðrum matarvenj- um á ferðalögum sínum erlendis. Neysluvenjur hafa breyst þannig að neysla á ávöxtum, grænmeti og grófmeti er ekki sambærileg nú og fyrir tuttugu árum. Almennt hefur áhugi vaxið ________ mikið á manneldis- málum og tækifærum hefur fjölgað til að ræða þessi mál. I byrjun var þetta eina ““““““ félagið sinnar tegund- ar en nú eru þessi mál víða til umfjöllunar í þjóðfélaginu. Skoðanir eru iðulega skiptar og geta ráðist af hagsmunum ýmissa aðila. Það er því mikil- vægt að hafa óháð félag eins og Manneldisfélagið til að ræða málin og íylgja þeim eftir.“ - Ætlið þið að halda upp á af- mælið? „Það verður haldin sérstök af- mælishátíð næstkomandi laug- ardag, þann 28. mars. Félags- mönnum, sem eru um 250 tals- ins, er boðið í heimsókn í eldhús Landspítalans þar sem borðaður verður hádegisverður og frum- kvöðlar félagsins verða heiðraðir og rifjuð upp saga félagsins."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.