Morgunblaðið - 26.03.1998, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fulltrúaráð Sambands ísl. sveitar-
félaga um húsnæðisfrumvarpið
Nýtt húsnæðis-
kerfí einfaldara
og sveigjanlegra
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
HELGI Ágústsson, ráðuneytissfíóri utanríkisráðuneytisins, og Marie-Lucie Morin, sendiherra Kanada á ís-
landi, undirrita samkomulag um samvinnu Islands og Kanada í viðskiptum og efnahagsmálum.
Samkomulag Islands og Kanada um samvinnu í
viðskipta- og efnahagsmálum
Efla á samskipti
og auka frjálsræði
FULLTRÚARÁÐ Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga telur að með
húsnæðismálafrumvarpi félags-
málaráðherra sé í meginatriðum
komið til móts við óskir sveitarfé-
laga á félagslega íbúðakerfinu. Full-
trúaráðið vill þó að gerðar verði
tvær efnisbreytingar á frumvarpinu
áður en það verður að lögum.
„Nýtt húsnæðiskerfi verður í
senn einfaldara og sveigjanlegra í
umsýslu og framkvæmd bæði fyrir
sveitarfélög og einstaklinga,“ segir
í ályktun um frumvarpið sem sam-
þykkt var á fundi fulltrúaráðsins
sem haldinn var 20.-21. mars.
I ályktuninni segir að breytt
húsnæðiskerfi komi með ýmsum
beinum hætti til móts við þarfir
þeirra sem áður fengu viðbótarlán
til kaupa á félagslegum íbúðum.
Ennfremur sé líklegt að breytt
húsaleigubótakerfi, þar sem öll
sveitarfélög eru skylduð til
greiðslu húsaleigubóta, muni efla
leigumarkað og draga úr þörf á
byggingu félagslegra eignaríbúða
og viðbótarlánum.
Lánsheimild íbúðalánasjóðs
verði ótímabundin
Fulltrúaráðið leggur þunga
áherslu á að breytingar verði
EFNAHAGSBROTADEILD
embættis ríkislögreglustjóra hef-
ur að ósk sýslumanns á Húsavík
tekið til rannsóknar meintan fjár-
drátt fyrrverandi formanns trún-
arráðs og forstöðumanns bygg-
ingadeildar Dvalarheimilis aldr-
aðra á Húsavík.
Stjórn dvalarheimilisins lagði
fram kæru á hendur manninum
fyrir skömmu og hefur hann þegar
látið af störfum.
gerðar á bráðabirgðaákvæðum
frumvarpsins þar sem kveðið er á
um heimild íbúðalánasjóðs til að
veita lán til leiguíbúða sveitarfé-
laga með niðurgreiddum vöxtum.
Samkvæmt upplýsingum Pórðar
Skúlasonar, framkvæmdastjóra
Sambands íslenskra sveitarfé-
laga, er lagt til að í stað þess að
heimildin verði bundin við árin
1999 og 2000, eins og fi’umvarpið
gerir ráð fyrir, verði hún ótíma-
bundin eins og verið hefur. „Það
er opnað fyrir þann möguleika að
sveitarfélög sem hafa orðið að
innleysa íbúðir geti hugsanlega
breytt hluta þeirra í leiguíbúðir á
hagstæðari kjörum," segir Þórð-
ur.
í ályktun fulltrúaráðsins er rík
áhersla lögð á að framlög ríkisins
til afskrifta og niðurgreiðslna
eldri lána Byggingarsjóðs verka-
manna mæti þörfum þeiiTa sveit-
arfélaga sem þurft hafa að inn-
leysa íbúðir á verði sem sé langt
yfir markaðsverði, í samræmi við
bráðabirgðaákvæði í frumvarpinu
um varasjóð. „Fulltrúaráðið legg-
ur til að að samið verði um þetta
framlag ríkisins áður en frum-
varpið verður afgreitt," segir
Þórður Skúlason.
Grunur leikur á að fjárdráttur-
inn nemi allt að einum tug millj-
óna króna en maðurinn hefur end-
urgreitt um 4,5 milljónir króna.
Lögreglurannnsókn hefur enn
ekki farið fram, samkvæmt upp-
lýsingum frá embætti ríkislög-
reglustjóra, og var kæran til
sýslumanns byggð á útttekt lög-
gilts endurskoðanda Dvalarheim-
ilsins. Verið er að fara yfir kæru-
gögnin.
MARIE-Lucie Morin, sendiherra
Kanada á Islandi, og Helgi Agústs-
son, ráðuneytisstjóri í utanríkis-
ráðuneytinu, undirrituðu s.l.
þriðjudag samkomulag um sam-
vinnu í viðskiptum og efnahags-
málum milli Kanada og íslands.
Litið er svo á að samkomulag þetta
sé Uður í að hefja fríverslunarvið-
ræður milli EFTA-ríkjanna og
Kanada.
Sendinefnd frá Kanada hefur átt
viðræður við íslensk stjórnvöld að
undanfórnu hér á landi um gerð
fríverslunarsamnings milli EFTA-
ríkjanna og Kanada og átti hún
fundi með utanríkisráðherra, al-
þingismönnum, fulltrúum ráðu-
neyta og nokkurra íslenskra fyrir-
tækja.
Markmið samkomulagsins er að
efla samskipti landanna með sér-
stakri áherslu á vöru- og þjónustu-
viðskipti, fjárfestingar og sjávarút-
vegsmál. Styrkja á samstarf land-
anna í því augnamiði að auka
frjálsræði og draga úr hömlum í
viðskiptum og auka samvinnu
einkafyrirtækja á Islandi og í
Kanada.
Hveija til víðtækari viðskipta og
fjárfestinga milli einkafyrirtækja
Samningsaðilar ætla að leitast
við að skapa sem hagstæðust skil-
yrði fyrir afnámi hafta á viðskipt-
um með vörur og þjónustu og fjár-
festingum milli landanna sam-
kvæmt sameiginlegri vinnuáætlun.
Verður áhersla lögð á samvinnu
um þróun marghliða fjárfestinga-
sáttmála og vinnuáætlunar innan
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
Skuldbinda aðilar sig til að hvetja
til víðtækari viðskipta og fjárfest-
inga milli einkafyrirtækja í löndun-
um tveimur og lögð verður rækt
við regluleg upplýsingaskipti um
tækifæri á sviði viðskipta og fjár-
festinga og frumkvæði til kynning-
ar, m.a. sambönd á vettvangi fyrir-
tækja.
í sameiginlegri vinnuáætlun
landanna eru sett fram nokkur for-
gangsverkefni og er m.a. gert ráð
fyrir að lítil og meðalstór fyrirtæki
verði hvött til að taka þátt í sam-
vinnu á sviði viðskipta og efnahags-
mála og stuðlað verði að viðskipta-
ferðum, kaupstefnum og vörusýn-
ingum milli landanna.
Sett verður á fót sérstök sam-
ráðsnefnd til þess að auðvelda
framkvæmd samkomulagsins og
uppfylla markmið þess. Verður
nefndin skipuð fulltrúum stjóm-
valda en fulltrúum atvinnulífsins
verður boðin þátttaka í störfum
nefndarinnar.
Ríkislögreglustjóri rann-
sakar meintan íjárdrátt
Gengið frá kaupum á
100% hlut í Skímu hf.
Óháð framboð
í Hafnarfírði
Leiðbein-
andi skoð-
anakönnun
FJARÐARLISTINN í Hafharfirði,
„samtök um samfylkingu þeirra sem
aðhyllast félagshyggju og jafnrétti í
reynd“, gangast fyrii’ leiðbeinandi
skoðanakönnun vegna uppröðunar á
framboðslista fyrir komandi bæjar-
stjórnarkosningar.
Könnunin mun fa)-a fram laugar-
daginn 4. apríl n.k. og er opin öllum
sem hafa kosningarétt í Hafnarfirði
og styðja Fjarðariistann, segir í
fréttatilkynningu frá samtökunum.
Þar kemur einnig fram að skoðana-
könnunin sé leiðbeinandi og að kjör-
nefnd sé óhlutbundin af niðurstöðum
hennar.
Að framboði Fjarðarlistans standa
óháðir einstaklingar, aðilar úr Alþýðu-
bandalagi og Jafnaðai-mannafélagi
Hafnarfjarðar auk einstaklinga innan
Kvennalistans. Frestur til að gefa
kost á sér á framboðslista samtak-
anna rennur út klukkan 18 sunnudag-
inn 29. mars nk. í kjömefnd Fjarðar-
listans sitja Erlingur Kristensson,
Guðrún Margrét Ólafsdóttir, Harald-
ur Eggertsson, Ingibjörg Jónsdóttii-
og Símon Jón Jóhannsson.
ÞÓRARINN V. Þórarinsson,
stjómarformaður Landssímans hf.,
segist gera ráð fyrir að formleg eig-
endaskipti vegna kaupa fyrirtækis-
ins á netþjónustufyrirtækinu Skímu
hf. fari fram nú í vikunni.
Gengið hefur verið frá kaupum á
100% eignarhlut í fyrirtækinu og
sagði Þórarinn að málið ætti að
vera frágengið nú, en eins og fram
hefur komið í fjölmiðlum hefur Is-
landia-Internet einnig sóst eftir
kaupum á fyrirtækinu. Um helgina
hefði það gerst að eigendur 92%
hlutafjár í Skímu hefðu keypt þau
8% sem út af stóðu „og munu
þannig standa við þann kaupsamn-
ing sem gerður hafði verið við
Landssímann og miðaðist við kaup
á öllum hlutum í Skímu hf.“, sagði
Þórarinn.
Þórarinn sagði að hvorki við-
skiptavinir né starfsmenn fyrirtæk-
isins myndu verða varir við eig-
endaskiptin að öðru leyti en því að
gert væri ráð fyrir að ná upp vissri
tækni og samnýtingu á tækni- og
markaðssviði, sem yrði til þess að
efla Skímu og þá þjónustu sem hún
hefði boðið upp á.
Skipulagið til
umfjöllunar
„Skipulag Landssímans er til
umfjöllunar um þessar mundir og
verður viðfangsefni stjórnarinnar á
síðari hluta ársins. Við miðum okk-
ar starf við það að leita okkur ráð-
gjafar bæði innanlands og utan við
það og höfum raunar þegar hafið
samtöl af þeim toga. Við gerum
okkur grein fyrir því að það skipu-
rit kann að fela í sér að síminn
verði meira brotinn upp í sjálfstæð
dótturfélög um einstaka þjónustu-
þætti en nú er gert. Þess vegna
kann það vel að vera að Internet-
þjónusta símans færist frekar yfir í
Skímu á komandi tímum,“ sagði
Þórarinn.
Hann sagði að þetta stefnumót-
unarvgrkefni um skipulag Lands-
síma íslands hf. væri mjög viðamik-
ið og ákvarðanir í þeim efnum
tækju meðal annars mið af því
hvernig skattaleg umgjörð yrði í
framtíðinni. Það væru hömlur á þvi
hér á landi vegna þess að skattalög
leyfðu ekki samsköttun móður- og
dótturfyrirtækja eins og gerðist í
öllum nágrannalöndunum. Norski
síminn væri til dæmis mikið skipu-
lagður upp í sjálfstæð dótturfélög
og hefði náð mjög athyglisverðum
árangri á síðustu árum.
Þórarinn sagði að atvinnulífið
hefði lengi haft uppi þessa kröfu
gagnvart fjármálaráðuneytinu og
fengið við henni jákvæð viðbrögð,
en minna hefði orðið úr fram-
kvæmdinni.
„Við erum sannfærð um að Inter-
netið á eftir að taka við miklu stærri
hluta af umferð í fjarskiptaneti
framtíðarinnar. Við getum séð það
fyrir okkur að hluti af tal- og mynd-
máli fari yfir Internetið og þess
vegna er óhjákvæmilegt að Lands-
síminn byggi upp öfluga þjónustu á
þessu sviði til að geta mætt kröfum
viðskiptavina sinna á komandi ár-
um. Þetta er eðlilegur og nauðsyn-
legur þáttur í þróun símans," sagði
Þórarinn ennfremur.
Ingvar
Helgason hf.
lækkar vara-
hlutaverð
INGVAR Helgason hf. hefur lækk-
að verð varahluta í Nissan bfla um
30% að meðaltali. Einnig stendur til
að verð á varahlutum í Subaru bíla
verði lækkað verulega. Þetta kom
fram í samtali við Helga Ingvarsson,
framkvæmdastjóra fyrirtækisins.
Helgi sagði verðlækkunina bæði
stafa af hagstæðum samningum og
hagræðingu innan fyrirtækisins
sem mioaði að því að gera vörur
þess samkeppnishæfari.
Hjá Bifreiðum og landbúnaðar-
vélum, Heklu og P. Samúelssyni
fengust þær upplýsingar að ekki
stæði til að lækka verð í kjölfar
lækkunar Ingvars Helgasonar.
„Neytandinn er svo vel upplýstur
að hann verslar bara þar sem verð
og vara eru best. í stöðugu verðlagi
og mikilli samkeppni þýðir því ekk-
ert að vera með mikla álagningu,"
sagði Sigfús Sigfússon, forstjóri
Heklu.
„Við seljum bæði bfla og varahluti
á jafn samkeppnishæfu verði og
mögulegt er og hvorki þurfum því
né getum þrumað verðinu niður“.