Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
4
ÚR VERINU
ERLENT
Morgunblaðið/Rax
LANDAÐ í Grindavík. Sá fískur sem nú berst að landi er einungis
af smábátum, sem hafa mokfískað, þegar gefur á sjó.
„ V ertíðarstemmninguna
hefur vantað í vetur“
„ÞAÐ fer nú að koma að þrotum hjá
okkur. Það hefur engin vertíð verið
og við erum að klára að pakka og
ganga frá því sem hægt var að
vinna, en við reyndum auðvitað að
birgja okkur upp af hráefni þegar
sýnt var að verkfall væri yfirvofandi.
En kvótinn fer svo sem ekkert
þannig að þetta skaðar okkur ekki,
þannig séð, heldur bara lengir ver-
tíðina hjá okkur,“ sagði Hermann
Olafsson framkvæmdastjóri Stakka-
víkur í Grindavík í samtali við Morg-
unblaðið í gær, en fyrirtækið er einn
stærsti saltfiskverkandi landsins.
Stakkavík gerir út milli 25 og 27
smábáta, en veiðiskapur þeirra er
aðeins brot af hráefnisþörf fyrir-
tækisins. „Við tökum einungis afl-
ann af tveimur netabátum, en setj-
um allt hitt á fiskmarkaði. Þar
kaupum við sjálfir það sem á vantar
og þann fisk sem hentar okkur
best. Við höfum tekið á afleiðingum
verkfallsins, stytt vinnudag, fellt
niður helgarvinnu og við gætum
kannski juðað áfram í viku til tíu
daga enn við ýmis konar frágang
áður en til lokunar kæmi. Þetta er
sérkennileg staða. Það hefur alveg
vantað þessa skemmtilegu vertíðar-
stemmningu, þegar það er land-
burður af fiski og unnið myrkrana á
milli,“ bætti Hermann við.
Forráðamenn Stakkavíkur bíða
átekta eins og fleiri eftir því hver
framvinda mála verður í sjómanna-
verkfallinu. „Það er augljóslega
númer eitt, tvö og þrjú að þessi
deila verði leyst og fundinn þannig
flötur að það verði vinnufriður í
greininni næstu árin að minnsta
kosti. Það er að öðrum kosti ekki
hægt að standa í þessu. Ef ég lít yf-
ir þetta, þá sé ég aðeins einn ljósan
punkt, og hann er sá að við slepp-
um við fiskinn fullan af loðnu eins
og hann er alltaf á þessum tíma.
Fiskurinn verður þannig tekinn á
betri tíma að því leyti,“ sagði Her-
mann.
Auka eftirlit við Suðurskautið
NORSK stjómvöld hafa sett nýjar
reglur, sem gilda eiga um veiðar
norskra skipa við Suðurskauts-
landið. Töluverð brögð hafa verið
að því að skip skráð í Noregi eða
skip í eigu norskra aðila skráð ann-
ars staðar hafi stundað ólöglegar
veiðar á tannfiski á þessum slóð-
um. Veiðum þarna er stjómað af
þjóðunum sem liggja næst Suður-
skautinu, Nýja Sjálandi, Astralíu,
Chile og Argentínu.
Samkvæmt hinum nýju norsku
reglum verða norsk skip að fá sér-
stakt leyfi frá norskum yfirvöldum
til að stunda veiðar við Suðurskaut-
ið. Til að tryggja öryggara eftirlit
geta stjómvöld síðan skyldað skip-
in til að gangast undir gervihnatta-
eftirlit. Þá geta stjórnvöld krafizt
þess að eftirlitsmenn verði um borð
í skipunum og jafnframt sett enn-
frekari reglur til að ná fullnægjandi
stjóm og eftirliti yfir norskum skip-
um á þessum slóðum.
Norsk stjómvöld geta ennfrem-
ur bannað veiðar á vissum tegund-
um á ákveðnum fiskislóðum og
stöðvað veiðar, þegar heildarkvóta
er náð. Tilkynningaskylda og til-
kynningar um afla em hluti af
þessum reglum.
Auk þessa hefur sjávarútvegs-
ráðuneytið norska ákveðið reglur
um veiðar norskra skipa á alþjóð-
legum veiðisvæðum, sem falla ekki
undir lögsögu Norðmanna. Öll skip,
sem stunda slíkar veiðar, verður
fyrst að skrá hjá ráðuneytinu.
Ráðuneytið getur neitað að skrá
skipin, sé talið að veiðamar séu í
andstöðu við norska fiskveiðihags-
muni, þegar alþjóðlegir sáttmálar
kveða svo á og þegar veiðunum er
stjómað að fiskveiðinefndum
ákveðinna veiðisvæða. Þá er einnig
tilkynningaskylda og skylda til að
gefa reglulega upp afla skipanna.
SlGLING TIL FRAMTÍÐAR
Stýrimannaskólinn í Reykjavík
Kynningardagur Stýrimannaskólans
laugardaginn 28. mars frá kl. 13-16.30
Allir velkomnir
Bill Clinton segir að skilgreina
„Biðjið fyr-
ir okkur“
Jonesboro í Arkansas, Entebbe í Úganda. Reuters.
„HANN sagði að hann ætlaði að
koma og skjóta fólk, en ég trúði því
aldrei að hann myndi gera það, en
hann gerði það,“ sagði skólabróðir
annars af tveim drengjum sem
myrtu fjórar skólasystur sínar og
einn kennara í Arkansas á þriðju-
dag. Þrettán ára stúlka er lífs-
hættulega særð. Ekki er ljóst hvað
kom drengjunum til að fremja
verknaðinn.
Drengirnir tveir, 11 og 13 ára,
komu fyrir rétt í Arkansas í gær.
Morðin voru framin með skipu-
lagðri fyrirsát skammt frá bænum
Jonesboro, að því er lögregla
greindi frá. Að auki særðust níu
stúlkur og einn kennari er
drengimir hófu skothríð á nem-
endur og kennara. Sagði lögregla
að þetta hafi verið vandlega skipu-
lagt tilræði, drengirnir tveir hefðu
falið sig í runnum skammt frá skól-
anum, en félagi þeirra hefði sett
bmnabjöllur af stað í skólahúsinu
og er kennarar og nemendur yfir-
gáfu það hófu drengirnir skothríð.
Með riffla og
skammbyssur
Atburðurinn átti sér stað í
Westside miðskólanum, sem er í
dreifbýli skammt vestur af Jones-
boro, 52 þúsund manna háskólabæ
um 200 km norðaustur af Little
Rock. Lögregla handtók drengina
tvo er þeir reyndu að flýja, og vora
þeir vopnaðir rifflum og skamm-
byssum og í felulituðum klæðum
sem veiðimenn nota oft, að sögn
Wayne Jordan, fulltrúa Ríkislög-
reglunnar í Arkansas.
Drengimir tveir hleyptu af allt
að 27 skotum, en alls stóð skot-
hríðin í um fjórar mínútur. Dyr
skólans læsast sjálfkrafa þegar
branaboði er í gangi og ekki hægt
að opna þær utan frá. Því gátu
kennarar og nemendur ekki leitað
skjóls í skólanum. „Eg sá bestu
vinkonu mína, Natalie Brooks,
drepna, hún var skotin tvisvar í
höfuðið,“ sagði Amber Vanoven, 11
ára. Hún sá líka þegar Shannon
Wi-ight, 32 ára kennslukona, fékk;
skot í brjóstholið og kviðinn þegar:
hún hljóp til og skýldi nemanda
fyrir skotum.
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, kvaðst harmi sleginn í gær
er hann frétti af atburðunum í
Arkansas. Hvatti hann landa sína
til þess að íhuga vandlega hverjar
gætu verið orsakir atburða sem
þessara. Clinton ólst upp í
Arkansas og sagðist hann vera vel
kunnugur Jonesboro. Hann sendi
fjölskyldum fórnarlambanna sam-
úðarkveðjur.
Nýhættur með
kærustunni
Stúlkumar sem létust vora á
aldrinum 11-14 ára. Læknar sögðu
að ein þeirra hafi látist samstundis
og hinar á leið til sjúkrahússins eða
á skurðarborði er þangað var kom-
ið. Kennari, er særðist lífshættu-
lega, lést á þriðjudagskvöld. Ekki
var fyllilega ljóst í gær hvað fyrir
drengjunum vakti, en einn skólafé-
lagi þeirra sagði að þeir hefðu ver-
ið vandræðagemlingar og annar
þeirra verið reiður vegna þess að
kærastan hans hefði nýlega sagt
skilið við hann.
„Þeir vora oft að gera eitthvað af
sér,“ sagði Laura Birdsong, 12 ára,
vinkona einnar telpunnar sem lést.
Annar nemandi, Michael Barnes,
sagðist þekkja annan drenginn, og
hefði hann sagst myndu drepa ein- j
hvern. Nemendur og foreldrar
komu saman í leikfimisal skólans
síðdegis á þriðjudag þar sem geð-
læknar veittu þeim aðstoð.
Skotin í bijóstholið
Rick Elder, ökumaður sjúkra-
bfls, lýsti vettvangi er hann bar að:
„Það vora böm, flest stúlkur, liggj-
andi úti um allt þegar ég kom. Eg
flutti kennara, konu, á sjúkrahús.
Hún hafði verið skotin í brjóst-
holið. Ég finn bara fyrir viðbjóði og
sársauka. Maður ímyndar sér að
Höggvið á hnútinn í friðarviðræðum
Nýtt tilboð
frá Israelum
BENJAMIN Netanyahu, forsætis-
ráðherra ísraels, hefur sent Bill
Clinton, Bandaríkjaforseta, boð um
að ísraelar séu reiðubúnir að sætt-
ast á málamiðlun í deilu sinni við
Palestínumenn um brottflutning
herliðs frá Vesturbakkanum, að því
er The New York Times greindi
frá í gær.
Samkvæmt boði Netanyahus
myndu ísraelar skila Palestínu-
mönnum minna landsvæði en
Bandaríkjamenn hafa hvatt til, en
meira en þeir hafa hingað til viljað
láta af hendi. Þá hljóðar tilboðið
upp á meira af samliggjandi svæð-
um, en Palestínumenn hafa kvart-
að yfir því að ísraelar vildu einung-
is láta eftir einangraða skika.
Segir fréttaskýrandi blaðsins að
þessir tveir þættir gætu orðið til
þess að höggvið yrði á hnútinn í
deilunni. Friðarumleitanir hafa
legið niðri síðan fyrir ári, er Israel-
ar leyfðu byggingaframkvæmdir í
landnámi gyðinga í Austur-Jer-
úsalem, sem Palestínumenn ætla
að verði höfuðborg sjálfstæðs ríkis
síns.
Ross sendur til Israel
Bandaríkjamenn hafa hvorki
sagt af eða á um tilboð Netanya-
hus, að því er The New York
Times hefur eftir bandarískum
embættismönnum. En eftir að
Clinton fékk bréf frá Netanyahu
og ræddi tvisvar við hann í síma
ákvað Clinton þó að grandvöllur
væri fyrir því að Dennis Ross, sér-
stakur sendifulltrúi Bandaríkja-
stjórnar, héldi til Mið-Austurlanda.
Palestínumenn hafa krafist þess
að Israelar láti eftir 13% land til
viðbótar á Vesturbakkanum, en
ísraelar hafa hingað til boðið 9%.
Bandaríkjamenn hafa þrýst á Isra-
ela að láta meira af hendi.