Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 25
___________ERLENT__________
A menningararfleifð Asíu-
ríkja þátt í flugslysum?
Rannsóknir á þúsundum atvinnuflugmanna hafa leitt í ljós áberandi
mismun á því hvernig flugmenn frá ólíkum löndum hegða sér gagn-
vart samstarfsmönnum sinum í sljórnklefa farþegaflugvéla.
LOTNING fyrir yfirboðurum og
óbilandi traust á sjálfstýringunni
kann að hafa átt sinn þátt í að
Boeing-747 breiðþota kóreska flug-
félagsins Korean Air fórst á eynni
Guam á Kyrrahafi í ágúst í fyrra en
228 af 254 sem um borð voru létust.
Sérfræðingar Öryggisstofnunar
samgöngumála í Bandaríkjunum
(NTSB), sem unnið hafa að rann-
sókn slyssins, telja að einhverju
leyti megi skýra slysið á Guam, og
reyndar fleiri flugslys í Asíu, með
skírskotun til menningarhefðar As-
íuríkja. A undanförnum 10 árum
hafa aðeins fimm flugfélög í heimin-
um orðið fyrir fjórum flugslysum
hvert og eru fjögur þeirra asísk.
Áður en aðvörunarbjöllur í
stjórnklefa kóresku þotunnar gullu
í afar bröttu aðflugi að flugvellinum
í Agana virðast aðstoðarflugmaður-
inn og flugvélstjórinn hafa vanrækt
þær skyldur sem brýndar eru fyrir
þeim í flugmannsþjálfuninni að vara
flugstjórann við aðsteðjandi hættu
og beinlínis að storka honum í því
sambandi.
Munaði aðeins nokkrum metrum
Þegar flugstjórinn tók sjálfstýr-
inguna loks úr sambandi og tók
stjóm þotunnar í sínar hendur var
það um seinan því hún skall á fjalls-
brún skammt frá flugvellinum.
Hefði hann gert það nokkrum sek-
úndum áður og þotan verið
nokkrum fetum ofar hefði hún
sloppið yfír brúnina.
Vitnaleiðslur vegna slyssins á Gu-
am hófust í vikunni í Honolulu á
Hawai. Að því er fram kemur í
breska blaðinu The Times leikur
sérfræðingum NTSB forvitni á að
vita hvers vegna áhöfnin lét þotuna
fljúga á sjálfstýringunni þar til á
síðustu stundu. Fyrir þeim vakir
einnig að leiða í Ijós hvers vegna
áhöfnin hafði óljósar hugmyndir um
aðflugshæð sína, hvers vegna bún-
aður á flugvellinum til nákvænisað-
flugs var óvirkur, hvers vegna
brautargeisli aðflugsbúnaðar flug-
vallarins var utan brautarmiðju og
hvers vegna aðvörunarbúnaður
flugstjórnarmiðstöðvarinnar, sem
varar við óeðlilegri aðflugshæð
(MSAW) var ekki í sambandi. Af
hálfu flugfélagsins hefur því verið
haldið fram að rangar merkjasend-
ingar hafi hugsanlega raglað áhöfn-
ina í ríminu.
I skýi’slu um rannsókn slyssins
segir, að MSAW-búnaðurinn hefði
aðvarað flugumferðarstjóra og gefið
þeim til kynna að þotan væri komin
niður fýrir 1.700 fet, sem var lág-
marks öryggishæð í aðfluginu. Sam-
anburðarrannsóknir í flughermum
hafa sýnt, að aðvörunin hefði gollið
64 sekúndum áður en þotan skall í
jörðina. Hefðu flugmennirnir því
haft nægan tíma til að afstýra brot-
lendingu hefði búnaðurinn verið
virkur. Mun búnaðurinn hafa verið
tekinn úr sambandi „til að lina
óþægindi" á vinnustað flugumferð-
arstjóranna.
Þá kom fram á upptökum af sam-
tölum í stjórnklefa þotunnar, að
áhöfnin ræddi um flughæð þotunn-
ar og einhver sagði að flugvöllurinn
væri ekki í augsýn. Af samtölunum
mátti ráða að áhöfnin var nánast
villt, en fram kemur að hvorki flug-
maðurinn né flugvélstjórinn gerðu
hvorki alvöru úr málinu né hvöttu
flugstjórann til að hætta aðflugi.
Þotan hóf aðflug mun fyrr en eðli-
legt getur talist og flugstjórinn taldi
sig vera mun nær flugvellinum en
raun var á. Þegar hann greip loks
til sinna ráða; hugðist hætta aðflugi
og reyna lendingu öðru sinni var
það um seinann. Var þotan 700 fet-
um undir eðlilegri aðflugshæð er
hún brotlenti 5 km undan flugbraut-
arendanum.
Af hálfu NTSB hefur verið forð-
ast að nefna hinn menningarlega
þátt sem hugsanlega skýringu á
slysinu á Guam af ótta við að litið
yrði á slíkt sem kynþáttafordóma í
Asíuríkjum. En við vitnaleiðslurnar
verður þess þó freistað að fá svör
við því hvort undirmenn flugstjór-
ans hafí hugsanlega lotið of mikið
fyrir honum.
Svarið varðar miklu því átta af
hverjum 10 flugslysum verða af öðr-
um ástæðum en vélarbilunum, þ.e.
flugvélum í fullkomnu lagi er flogið í
jörðina, og rúmlega 9.000 manns
hafa farist með þotum í áætlunar-
flugi frá upphafi þotualdar.
Kóreskir flugmenn treysta
sjálfstýringunni mest
í sjálfu sér er ekki gengið út frá
því að samfélagsgerð ráði hversu
góðir flugmenn verða. Rannsóknir
hafa þó leitt í Ijós áberandi mismun
á því hvemig flugmenn frá ólíkum
löndum hegða sér gagnvart sam-
starfsmönnum sínum. Þannig
treysta kóreskir flugmenn sjálfstýr-
ingunni langmest meðan bandarísk-
ir, ástralskir og írskir flugmenn vilja
sem minnst reiða sig á hana. Sýnt
hefur verið fram á að hættulegt sé
að reiða sig fyllilega á sjálfvii-kni.
Engu að síður leiddi athugun sál-
fræðideildar Texasháskóla á 5.879
flugmönnum frá 12 ríkjum í ljós, að
hver einasti flugmaður frá Kóreu,
sem rannsóknin náði til, kvaðst frek-
ar vilja láta sjálfstýringuna ráða
ferðinni en fljúga sjálfur. Notuðu
þeir hana undantekningarlaust.
Önnur rannsókn á um 10.000
flugmönnum leiddi í ljós, að kóresk-
ir þotuflugmenn skömmuðust sín
meira og létu iðrun sína vegna mis-
taka með meira áberandi hætti í ljós
í viðurvist áhafnarinnar en flug-
menn annarra þjóða.
Á undanförnum 10 árum hefur
Air India orðið fyrir sjö flugslysum,
Korean Air Lines fyrir fimm, China
Air fjórum, Garuda Indonesian fjór-
um og bandaríska flugfélagið US
Airways fimm. Þota Korean Air
Lines sem fórst á Guam var 14.
flugvél asískra flugfélaga til að far-
ast á 10 mánaða tímabili en með
þeim fórust 856 manns. Ráðgjafar-
íyrirtækið Morton, Beyer og Ágnew
hefur lagt til að þjálfun og færni-
kröfur til flugmanna í Asíu verði
endurskoðaðar því svo virðist sem
flestum þotnanna 14 hafí verið bein-
línis flogið í jörðina.
Japanir undantekning
Ekki virðist menningararfleifð
alls staðar ráða ferðinni. I Japan er
félagsleg stigskipun ekkert frá-
brugðin því sem á við annars staðar
í álfunni en engu að síður er orðspor
Japana á sviði flugöryggis með því
besta sem þekkist í veröldinni. Og á
sama tíma er mikil fjöldi flugslysa í
Suður-Ameríku fyrst og fremst rak-
inn til fjöllótts landslags, lélegs
ástands flugleiðsögubúnaðar á
jörðu niðri og þungrar flugumferð-
ar frekar en vinnufyrirkomulags í
stjómklefanum.
Staðalbúnaður:
Vökvastýri
Samlæsingar
Útvarp, segulband og 4 hátalarar
Litab gler
Fimm höfuðpúðar
Tvöfaldir styrktarbitar í hurðum
Stillanleg hæð bílstjórasætis
Frjókornasía
Bílbeltastrekkjarar
8 ára ryðvarnarábyrgð
3ja ára ábyrgð
Opið um helgar kl. 14-17
OPEL6 Bílheimar ehf.
■Þýskt eöalmerki
Sævarhöfba 2a Simi:52S 9000
www.opel.is
Sportlegur og spennandi
Corsa
meb álfelgum, vetrardekkjum og
vindskeiö á frábœru verbi
1.160.000,-