Morgunblaðið - 26.03.1998, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ferðafélagar
Kristjáns
Kristján Jóhannsson fer síðar á þessu ári í
tónleikaferð um heiminn með tveimur öðr-
um tenórsöngvurum, Frakkanum Roberto
Alagna og Kanadamanninum Ben
Heppner. Verður fyrsti konsertinn í Tókýó
í október en alls verða þeir tíu talsins.
___Morgunblaðið kynnir hér þessa
ferðafélaga Kristjáns.
BEN Heppner er Kanadamaður og
vakti fyrst athygli í heimalandi sínu
þegar hann sigraði í hæfileikakeppni
kanadíska ríkisútvarpsins. Alþjóða-
athygli vakti hann þegar hann tók
þátt í inntökuprófum fyrir Metrop-
olitan óperuna í New York og hlaut
Birgit Nilsson verðlaunin 1988.
Frumraun hans á sviði í Bandaríkj-
unum var þegar hann söng í
Carnegie Hall á sérstakri sýningu
fyrir sænsku konungshjónin og í
kjölfar verðlaunanna kom hann
fyrst fram í Evrópu í Lohengrin í
Konunglegu sænsku óperunni, en
Heppner fór með óperunni til Rúss-
lands i þeirri sömu sýningu.
Meðal hlutverka sem hann hefur
sungið má nefna Walter von der
Vogelweide í Tannháuser, prinsinn í
Rusalka og Walther von Stolzing í
Meistarasöngvurunum. Hann hefur
sungið með óperunni í Seattle,
Chicago, La Scala í Mílanó, San
Franciseo Opera, Ríkisóperu Bæj-
aralands, Covent Garden í Lundún-
um, Marseille óperunni, Nice, Zurich
og nýverið í Metropolitan óperunni,
svo fátt eitt sé talið. Auk þessa hefur
Heppner komið fram með sinfóníu-
hljómsveit í áttundu sinfóníu Ma-
hlers og Das Lied von der Erde,
Gurre-Lieder eftir Schönberg svo
dæmi séu tekin og þá sungið undir
stjóm manna eins og Michaels Til-
sons Thomas, James Levine, Zubin
Mehta og James Conlon. Heppner
hefur sungið inn á nokkrar plötur, til
að mynda sem Calaf í Turandot á
vegum RCA útgáfunnar.
Roberto Alagna fæddist í Frakk-
landi en er af sikileysku bergi brot-
inn. Hann lærði tónlist í Frakklandi
og sigraði síðan í alþjóðlegri söng-
keppni kenndri við Luciano Pa-
varotti 1988. Sama ár kom hann
fyrst fram á sviði í stóru hlutverki
sem Alfredo í La Traviata með
Glyndeboume óperunni, en í kjöl-
farið söng hann það hlutverk víða
um heim, meðal annars í nýrri upp-
færslu í La Scala undir stjóm
Riccardos Mutis og vakti mikla
hrifningu.
í kjölfarið söng hann síðan Rodol-
fo í La Bohéme, meðal annars í
Monte Carlo óperanni, La Scala,
Liceo í Barcelona og Konunglegu
óperanni í Covent Garden 1992.
Upp frá því hefur Alagna komið
fram í mörgum helstu tenórhlut-
verkum óperabólgnenntanna, í
Rigoletto í Mílanó, Astardrykknum,
Lucia di Lammermoor, Faust Goun-
ods og Rómeó og Júlíu svo dæmi
séu tekin.
1993 gerði Ro-
berto Alagna út-
gáfusamning við
EMI-útgáfuna og
fyrsti diskurinn kom
út 1995. Næsta út-
gáfa hans á vegum
EMI var dúettar og
aríur sem hann söng
með eiginkonu sinni
Angela Gheorghiu
með hljómsveit kon-
unglegu óperannar í
Covent Garden.
Alagna hefur
sungið inn á fleiri
diska á vegum EMI,
þar á meðal í La
Bohéme, með Le-
ontinu Vaduva,
Thomas Hampson, Simon Keen-
lyside, Samuel Ramey og Ruth Ann
Swenson og í Don Carlos eftir Verdi
með Thomas Hampson, Karita
Mattila og José Van Dam. Skömmu
fyrir jól 1996 kom einnig út jóla-
plata þar sem Alagna söng með Kiri
Te Kanawa og Thomas Hampson og
diskui- með trúarlegum aríum. A
síðasta ári kom út La Rondine eftir
Puccini á vegum EMI þar sem
Alagna söng á móti Angela Gheorg-
hiu, en sú upptaka hlaut tvenn
Gramophone-verðlaun, sem besta
óperaútgáfan og plata ársins. Þau
Alagna og Gheorghiu hlutu einnig
hlustendaverðlaun helstu sígildu út-
varpsstöðvar Bretlands. Síðasta
plata Alagnas heitir Serenades, en á
henni leika bræður hans tveir undir
á gítar.
Roberto Alagna hefur hlotið
margvíslegan heiður í heimalandi
sínu, meðal annars verið kjörinn
listamaður árins og hlotið orðu heið-
ursfylkingarinnar.
Vestmannaeyjar
Djassað í
minningu
Guðna
Hermansen
DJASSKVARTETT leikur í
minningu listmálarans Guðna
Hermansen í Akógeshúsinu í
Vestmannaeyjum, laugardag-
inn 28. mars kl. 21. Kvartett-
inn er skipaður Ólafi
Stolzenwald kontrabassaleik-
ara, Jakopi Olsen gítarleikara,
Kára Amasyni trommuleikara
og Óskari Guðjónssyni saxó-
fónleikara. A efnisskrá er tón-
list frá gamla tímanum í bland
við nýleg lög og spannar langt
tímabil djasssögunnar.
Þennan dag eru liðin 70 ár
frá fæðingu listmálarans
Guðna Hermansen. Hann hélt
mikla tryggð við Eyjamar og
„þar fann hann sig best við
trönumar og saxófónleik",
segir í fréttatilkynningu. Jafn-
framt segir að Guðni hafi um
langt árabil verið í hópi helstu
djasssaxófónleikara íslend-
inga og hafi gjaman blásið
swingtónlist í anda Coleman
Hawkins.
Það er hópur áhugamanna
um djass, sem haldið hefur úti
djasshátíð í Vestmannaeyjum
um hverja hvítasunnuhelgi,
sem stendur að þessum tón-
leikum.
The Art of Entertainment
Pioneer markaðsvtírburði á Isiandi?
Samkvæmt skoðanakönngn Hagvangs í desember
1996 eru 26,2% heimila á Islandi meo Pioneer
hljómflutningstæki. Fjórir næst stærstu keppinautarnir
samanlagt eru minni en Pioneer.
Hvað segir þetta þér um gæði Píoneer tækja?
...vínsœidjr
Pioneer hij
eru ótvírœo
69.900.-]
N-770
Magnari: 2x1 OOw (RMS, 1kHz, 8Í2) *•
Utvarp: FM/AM, 24 stööva minni *
Geislaspilari: Tekur 26 diska *
Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B *
Hátalarar: Þrískiptir 100w (DIN) f
Pegar stíll gœði
og afl fara saman
N -170
1 Magnari: 2x25w (RMS, 1kHz, 6D)
1 Útvarp: FM/AM, 30 stööva minni
Geislaspilari: Þrlggja diska
' Segulbandstækí: Tvöfalt
'Hátalarar: -
Tvískiptir 30w (DIN)
n -470 í v 2r v;; ?
Magnarl: 2x7Ów (RMS, 1kHz„60)
Útvarp: FM/AM. 24 stöðva minni i
Geislaspilari: Þriggja diska
Segulbandstæki: Tvöfalt Dolby B
Hátalarar:Tvískiptir 70w (DIN)
The Art of Entertainment
múla 8 • Sími 533 2800
Útsölustaðir: Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi. Vestfirðir: Geirseyrarbúðin,
Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvlk. Straumur, Isafiröi. Norðurland: Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvefninga, Blönduósi.
Verslunin Hegri, Sauöárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA, Lónsbakka, Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Lóniö.Þórshöfn.
Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Reykjanes: Ljósboginn.Keflavík. Rafborg, Grindavik. ^
Að lifa lífínu
KVIKMYJVPIR
Sambfóin
LITLA HAFMEYJAN
★★★%
Leikstjórar og handritshöfundar Jon
Musker og Ron Clements. Aðalhlut-
verk: Valgerður Guðnadóttir, Jóhann
Sigurðarson, Baldur Trausti Heimis-
son, Egill Ólafsson og Margrét Vil-
hjálmsdóttir, en þau tala fyrir Aríel,
Tríton, Eirík, krabbann Sæfinn og
Ursúlu sænorn. Leikstjóri ísl. tal-
setn.: Jakob Þór Einarsson.Disney
1989.
LITLA hafmeyjan og Fríða og
dýrið era uppáhalds Disney teikni-
myndirnar mínar því í þeim
blómstra fegurð og töfrar ævintýr-
anna að fullu. Fríða og Aríel litla
hafmeyja eru nokkuð svipaðar per-
sónur. Þær eru fallegar, góðar og
að vissu leyti hafnar yfir aðra því
þær eru fordómalausar, drifnar
áfram af einskærri lífsgleði og vilja
til að finna hamingjuna og sinn
rétta stað í lífinu. Þær era þó ekki
Síðustu
sýningar
Leikfélag Reykjavíkur
Galdrakarlinn í Oz
SÍÐUSTU sýningar á bama-
söngleiknum Galdrakarlinum í
Oz, sem Leikfélag Reykjavíkur
frumsýndi í október sl., verða
nú á sunnudag og sunnudaginn
5. apríl.
Leikendur era Sóley Elías-
dóttir, Ari Matthíasson, Bjöm
Ingi Hilmarsson, Ellert A,
Ingimundarson, Guðlaug
Elísabet Ólafsdóttir, Margrét
Helga Jóhannsdóttir, Kjartan
Guðjónsson og Theodór Júlíus-
son. Auk þess koma fram dans-
arar og fjöldi bama í sýning-
unni.
sjálfselskar og þegar til kemur
vilja þær fóma sér fyrir feður sína
sem þær elska mest af öllum. Þær
em góðar fyrirmyndir fyrir bömin
okkar og þau dýrka þær og dá.
Litla haímeyjan er byggð á fal-
lega ævintýrinu eftir frænda okkar
H.C. Andersen. Aríel er ein af
fimm prinsessum, dætram Trítons
konungs. En hún er nokkuð óstýri-
lát, sífellt að synda um allan sjó,
leitandi að mannadóti sem hún
safnar og er mjög heilluð af heimi
mannfólksins sem hún getur ekki
nálgast. Þegar hún verður svo ást-
fangin af mannaprinsinum Eiríki
lætur Tríton Sæfinn krabba hafa
auga með henni, en ekkert stöðvar
hana þegar ástin hefur náð tökum
á henni.
I stuttu máli er þessi kvikmynd
frábær skemmtun og ungir sem
aldnir geta setið andaktugir yfir
henni frá upphafi til enda. I fyrsta
lagi er ævintýrið mjög fallegt og
hér er unnið úr því með miklu og
skemmtilegu hugmyndaflugi. Per-
sónumar em allar einstakar á sinn
hátt og mjög mannlegar. Meira að
segja Ursúla hin vonda er mjög
skemmtileg og vel til fundin. Tón-
listin eftir Alan Menken er bæði
falleg, grípandi og öll lögin sérstök
á sinn hátt. Öll tónlistaratriðin eru
frábær einsog franski kokkurinn, í
grænum sjó, Úrsúlusöngurinn og
svo þegar dýrin era að reyna að fá
prinsinn til þess að kyssa Aríel
sem er eiginlega besta atriðið.
Ekki þarf að minnast á að teikn-
ingamar era óaðfinnanlegar. Það
verður líka að segjast að íslenskir
leikarar og hljóðmenn em orðnir
mjög færir í raddsetningu, en í
þetta skiptið er EgUl Ólafsson
bestur í hlutverki Sæfinns. Það
hlutverk býður upp á mörg
skemmtileg tilþrif sem Egill not-
færir sér til hins ýtrasta.
Litla hafmeyjan en frábær fjöl-
skylduskemmtun því fegurðin og
fyndnin láta engan ósnortinn, enda
endurvakti hún áhuga almennings
á teiknimyndum þegar hún kom út
á sínum tíma.
Hildur Loftsdóttir