Morgunblaðið - 26.03.1998, Síða 28

Morgunblaðið - 26.03.1998, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Afbygging- endurbygging MYNDLIST Listasaln ASÍ MÁLVERK Verk Sigurðar Magnússonar. Opið 14-18 alla daga nema mánudaga. Að- gangseyrir 200 kr. Sýningin stendur til 29. mars. SIGURÐUR Magnússon á að baki langt listnám á Islandi og í London en heldur nú sína fyrstu einkasýningu á Islandi. Pótt hann hafi dvalist erlendis síðustu fimm árin virðast málverk hans að mestu sprottin úr íslenskum veruleika og fiskar og fiskimenn eru þar ráðandi viðfangsefni. Sigurður málar með olíu á striga og myndir hans hafa nokkuð expressjónískt yfirbragð þar sem sterkir litir og grófir pensildrættir draga fram órólegan veruleika sem virðist alltaf við það að leysast upp í abstraksjón. Menn og fiskar eru í forgrunni en á bak við má stundum greina líkt og net eða fjarlægt landslag. Myndir af þessu tagi eru vissulega nokkuð á skjön við tískuna í samtímalist, hvort sem horft er til Islands eða Bretlands, en dæmast að sjálfsögðu ekki ógildar fyrir það. Greinilegt er að Sigurður hefur valið sér sinn táknheim og þykir hann nægja til að koma til skila því sem hann vill miðla áhorfendum sínum. Og í texta hans í vandaðri sýningarskránni má líka lesa að hann ætlar sér mikið með myndunum, enda eggjar hann listamenn til virkrar og gagnrýn- innar þátttöku í samfélaginu: „Peir sem starfa á sviði menningar og lista geta síst af öllu skotið sér und- an umræðu og þátttöku í leit að betra samfélagi, samfélagi sem ber í sér skilyrði til vaxtar og þroska og setur markaðshyggjunni skorður, og andmælir þeirri þróun að sífellt fámennari hópur þjóðfélagsþegn- anna ráði og túlki nútímann fyrir fólki og móti ríkjandi viðhorf, menn- ingu og listir." Ekki er ljóst hvort Sigurður beinir þessum orðum til kollega sinna í listamannastétt og vill með þeim andmæla ríkjandi stíl- viðhorfum og stefnum, en óhætt er að segja að hann sjálfur tald nokkuð afdráttarlausa afstöðu með mál- verkum sínum. Þar ráða all-hefð- bundin vinnubrögð og framsetning, þótt málverkin séu á köflum ansi „villt“. En þrátt fyrir að Sigurður leiti einmitt þess vegna - eru myndir hans ögrandi. Litasamsetn- ingin er oft sláandi og frjálsleg úrvinnslan knýr áhorfendur til að kafa ofan í verkin og móta sína eigin af- stöðu. Þrátt fyrir skoð- anahitann 1 textanum í sýningarskránni virðist Sigurður staðráðinn í því að leiða ekki áhorf- andann fyrirhafnar- laust inn í málverk sín heldur virkja hann á svipaðan hátt og hann krefst þess að lista- menn verði virkir í samfélaginu. Allar til- raunir í þá átt eru vissulega af hinu góða og gefa sýningum af þessu tagi gildi. TEIKNINGAR OG LJÓSMYNDIR Verk eftir Steingrím Eyfjörð SPORÐREISTUR eftir Sigurð Magnússon. frekar til eldri hefðar eða sígildrar en til nýrri strauma - eða jafnvel í Gryfjunni í Lista- safni ASI sýnir Stein- grímur Eyfjörð verk sem unnin eru í ýmis efni útfrá Ijósmyndum. Hér er um að ræða verk á svipuðum nótum og Steingrímur hefur sýnt að undanförnu, enda hefur hann þróað með sér vinnsluaðferð sem gerir honum kleift að takast á við fjöl- breytt verkefni innan ákveðins ramma. Líkt og áður er hér um eins kon- ar greiningu að ræða þar sem áhorfandinn er leiddur gegnum ým- is hugrenningatengsl til að skoða viðfangsefnið frá ýmsum hliðum og með fjölbreyttum tilvísunum í tákn- heim okkar. Myndlega séð er úr- vinnslan gróf, enda eru það hug- myndirnar sem sitja i fyrirrúmi og skilningsferlið sjálf sem listamaður- inn býður áhorfandanum að taka þátt í. Verkin eru þannig eins konar heimild um vangaveltur sem leiða smátt og smátt til betri skilnings. Þau geta á stundum virst afar per- sónuleg, því Steingrímur veigrar sér ekki við að opinbera hugsanir sínai- og tengingar við áhrifavalda úr eigin umhverfi og lífi, ekki síður en úr sameiginlegum táknsagna- brunni okkar. Eins og Svanur Kristbergsson segir í texta sem fylgir sýningunni staðsetur Steingrímur sig „í völund- arhúsi þver- og fjölvísana og gagn- virkni“. Verk hans taka alltaf yfir vítt svið þótt tilefni þeirra sé ákveð- in mynd eða ákveðið tákn. Tákn- bygging heimsins gefur alltaf tilefni til fjölbreyttra og jafnvel óvæntra tenginga og sköpunin felst einmitt í því að draga fram tengsl sem ekki virðast við fyrstu sýn sjálfsögð. I því felst uppbyggingin í verkum af þessu tagi: Þau eru afbygging og endurbygging í senn þar sem hið sjálfsagða er sífellt brotið upp og endurskipulagt svo úr verður nýr skilningur, ný og skapandi sýn. Jón Proppé Pappírsfés MYJVDLIST Nýlistasafnið MÁLVERK Verk eftir Marlene Dumas. Opið alla daga nema mánudaga frá 14-18. Að- gangur ókeypis. Til 29. mars. ANDLITSMYNDIR eru áreiðan- lega eitthvert aðgengilegasta og al- mennasta form myndlistar sem til er. Þær segja sig sjálfar að vissu leyti. Stundum eru myndir ekkert flóknari, margbrotnari eða dýpri en þær virðast vera. En þegar um er að ræða jafn fræga og eftirsótta listakonu og Marlene Dumas þá ímyndar maður sér að það hljóti eitthvað að vera spunnið í myndir hennar umfram aðrar. Það hljóti að vera einhver falinn leyndardómur bak við andlitin á pappírnum sem skýri afhverju hennar andlitsmynd- ir skeri sig úr öllum öðrum. En svo þarf ekki endilega að vera. Sjálf lýs- ir hún furðu sinni á ýmsum langsóttum sálfræðilegum túlkun- um á verkum sínum. Gildismat byggist svo oft á samanburði og andstæðum. Einfaldar og aðgengi- legar myndir eiga sér einnig sinn sess í myndlist þó ekki væri nema sem mótvægi við hið margbrotna og hugmyndalega. Ástæðan fyrir því að myndir hennar hljóta svo mikla athygli getur verið sú að hún hafi verið rétta manneskjan, á réttum stað, á réttum tíma. í Gryfju Nýlistasafnsins getur að líta 24 myndir úr seríunni „Und- erground“, eða Neðanjarðar, teikn- ingar frá 1994 til 96. Myndirnar eru dæmigerðar fyrir verk Dumas, myndlýsingar með bleki á pappír af andlitum eða mannsmyndum tiltek- inna persóna, oft nafngreindra. Það sem gerir þessar tilteknu myndir frábrugðnar öðrum verkum Dumas er að fimm ára gömul dóttir hennar hefur flikkað upp á og „fegrað“ þær að eigin frumkvæði. Eftir því sem henni segist sjálfri frá þá hafði hún dóttur sína hjá sér á vinnustofunni og einhverju sinni varð dóttir henn- ar eirðarlaus og vildi fá að hjálpa móður sinni. Dumas leyfði henni það og ætlaði sér ekkert frekar að sýna afraksturinn. En skömmu síð- ar kemur einn af sýningarstjórum Feneyjatvíæringsins og vill óður og uppvægur fá myndimar á sýning- una (ég man ekki hvort það var nú síðast, árið 1997, eða þar áður). Þetta samstarf móður og bams hef- ur nú ratað á Nýlistasafnið. Margan fleiri fróðleik um Mar- lene Dumas er að finna í heimildar- mynd um listakonuna sem hægt er að skoða á staðnum, sem ber hinn skemmtilega tvíræða titil „Miss Interpreted", eftir Rudolf Evanhuis og Joost Verhey. Þar er talvert fjallað um bakgrann hennar, heima- slóðimar í Suður-Afríku, fjölskyldu hennar og uppvöxt í strangtrúuðu umhverfi. Dumas flutti til Hollands og settist að í Amsterdam á seinni hluta áttunda áratugarins, þar sem hún hefur búið síðan. Fyrsta sam- sýning sem hún tók þátt í var í Stedelijk-safninu 1978. Og frami hennar virðist hafa verið skjótur, því nokkram áram síðar, eða 1982, var hún þátttakandi á Documenta 7 sýningunni í Kassel, en þátttaka á þeirri sýningu þykir alltaf mikil upphefð, sérstaklega fyrir óþekkt- ari listamenn. Það má sjá af þeim myndum að hún fékkst ekki við andlits- og mannamyndir til að byrja með. Það sem hefur þó verið gegnumgang- andi allan hennar feril er notkun á pappír, kolum, krít og bleki, einfóld- ustu teikniáhöldum, og hvernig pappírinn hefur alltaf verið laus, án ramma og glers. ÚR myndröðinni „Under- ground" eftir Marlene Dumas. Galdurinn við myndir Dumas er hvort maður nær tengslum við and- litin, hvort að þessi síbylja andlits- falla skapi mannlega nálægð. Stíll Dumas er léttur og óþvingaður, án þess að vera léttúðugur eða laus í reipunum. Allir drættir era ákveðn- ir og sterkir. Ég kann betur við myndir Dumas án íhlutunar dóttur- innar, og í forsal era nokkrar slíkar. En það er heldur ekki af myndræn- um ástæðum, held ég, sem samstarf þeirra mæðgnanna vekur áhuga, heldur er það frekar sambandið þeirra á milli, eins og það kemur fram í myndunum, sem gefur þeim gildi. Það er mikill fengur að fá að sjá myndir Dumas frá fyrstu hendi og til marks um þá miklu breidd sem er ríkjandi í myndlist í dag. Gunnar J. Árnason Tónlist fyrir alla Tj ar nar kvartettinn í Hafnarborg TJARNARKVARTETTINN í Svarfaðardal lýkur tónleikasyrpu sinni í grunnskólum Hafnarfjarðar með fjölskyldutónleikum í Hafnar- borg, fimmtudaginn 26. mars kl. 20.30. Með lokatónleikum sínum hefur Tjarnarkvartettinn flutt á fjórða þúsund grunnskólanemenda dag- skrá sem gefur nokkra mynd af sönglist á Islandi fyrr og nú. Dag- skráin er byggð á dagskrá sem kvartettinn flutti á alþjóðlegri leik- listarhátíð í Tampere í Finnlandi sumarið 1995. Dagskráin hefst með því að nem- endur heyra fimmundarsöng og fá- breyttan rímnasöng; fjallað verður um þjóðsögur og þjóðkvæði og hlýtt er á dæmi um útsetningar seinni tíma tónskálda á þjóðlögum. Þá verður vikið að fyrstu tónskáld- unum, s.s. Sigvalda Kaldalóns, fjallað um ljóðskáldin, m.a. Jónas Hallgrímsson, Davíð Stefánsson og Halldór Laxness og hvemig kvæð- in hafa orðið tónskáldunum inn- blástur. Undir lokin verða sungin lög eftir ýmsa höfunda samtímans: Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Jón Múla Árnason, Sig- Menningarmálanefnd úthlutar 29 milljónum króna í styrki Á FUNDI menningarmálanefndar 11. mars sl. var samþykkt að út- hluta eftirtöldum 59 aðilum styrki nefndarinnar fyrir árið 1998: Inga Margrét Róbertsdóttir kr. 50.000; 100.000 kr. styrk hlutu Bamabókaráð íslandsdeild IBBY, Esperantistafélagið Aurora, Þor- valdur Gunnarsson og Rannveig Jónasdóttir, Viðeyingafélagið, Ás- hildur Haraldsdóttir, Steinunn Birna Ragnarsdóttri og Zilia-pí- anókvartettinn; 150.000 kr. styrk hlutu Gallerí Stöðlakot, Listvinafé- lag Hallgrímskirkju, Musica Ant- iqua og Voces Thules; 200.000 kr. styrk hlutu Draumasmiðjan v./Uppgjörsins, Halaleikhópurinn, Leikfélagið Snúður og Snælda, Fé- lag íslenskra myndlistarmanna, Sumarskóli HÍ v. myndlistarsýn- inga, Drengjakór Laugarneskirkju, Félag ísl. tónlistarmanna og Tríó Reykjavíkur; 250.000 kr. styrk hlutu art.is. v. sýninga á Mokka, og hjá Sævari Karli, art.is v. Reykja- víkursýningar, Atli Heimir Sveins- son, Camerartica og Ung Nordisk Musik; 300.000 kr. styrk hlutu Bjarni H. Þórsson v. „Trainspott- ing“, Hugleikur, Leikhópurinn Perlan, Leikhúsið í kirkjunni, Möguleikhúsið v. Einars Áskels, Reykjavíkurleikhúsið, Þróunar- samvinnustofnun Islands, Blásara- kvintett Reykjavíkur, Erki tónlist, Kammermúsíkklúbburinn, Lúðra- sveit Reykjavíkur, Lúðrasveit verkalýðsins, Lúðrasveitin Svanur, Mótettukór Hallgrímskirkju, Sin- fóníuhljómsveit áhugamanna og Söngsveitin Fílharmonía; 350.000 kr. styrk hlaut Kvikmyndafélag Is- lands v. Stuttmyndadaga; 400.000 kr. styrk hlutu Leikhúsið 10 fingur, Stoppleikhópurinn og Leifur Þór- arinsson; 450.000 kr. styrk hlaut ís- lensk tónverkamiðstöð; 500.000 kr. styrk hlutu Draumasmiðjan v. Ban- eitrað samband á Njálsgötunni og Furðuleikhúsið; 600.000 kr. styrk hlaut Gallerí Ingólfsstræti 8; 700.000 kr. styrk hlaut Leikfélagið Snúður og Snælda; 900.000 kr. styrk hlutu Flugfélagið Loftur, Kaffileikhúsið; 1.200.000 kr. styrk hlaut Kammersveit Reykjavíkur; 1.500.000 kr. styrk hlaut Rúri v. sýningarinnar Paradís - hvenær?; 2.000.000 kr. styrk hlutu Mynd- höggvarafélagið, Caput-hópurinn og Jazzdeild FÍH; 2.500.000 kr. styrk hlutu Félag Nýlistasafnsins og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar. w S V . .. \Æ -JfSlJi *1 -i ’ , *•<■" fÁ -I . mr TJARNARKVARTETTINN skipa Kristján Hjartarson, bassi; Kristjana Arngrímsdóttir, ait; Rósa Kristín Baldursdóttir, sópran og Hjörleifur Hjartarson, tenór. fús Halldórsson, Jónas Jónasson o.fl. Tjarnarkvartettinn er blandað- ur k\'artett sem starfað hefur síð- an 1989. Aðgangseyrir, 700 kr., rennur til tónlistarmála í Hafnarfirði. Ókeyp- is aðgangur er fyrir nemendur grann-, framhalds- og tónlistar- skóla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.