Morgunblaðið - 26.03.1998, Síða 31

Morgunblaðið - 26.03.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 31 H.C. Andersen verðlaunin DÓMNEFND alþjóðlegu IBBY samtakanna hittist um helgina, 28.-29. mars, í Vín til að ákveða hverjir hljóti H.C. Andersen verð- launin árið 1998. Nefndina skipa tólf fulltrúar hvaðanæva úr heiminum og mun val hennar verða tilkynnt á barna- bókamessunni í Bologna á alþjóð- lega barnabókadaginn, 2. apríl. Þar verða einnig verk allra sem til- nefndir vom til sýnis á sýningar- bás IBBY samtakanna. Tilnefndir vom tuttugu og fímm rithöfundar og jafnmargir mynd- listarmenn frá tuttugu og sjö lönd- um. Barnabókaráðið, íslandsdeild IBBY, tilnefndi Sigi-únu Eldjárn til hvorra tveggja verðlaunanna. A listanum yfír tilnefnda eru ýmis þekkt nöfn svo sem rithöf- undarnir Mats Wahl, Bent Haller, Anne Fine og Kathrine Paterson og myndlistarmennirnir Ilon Wikland, Tomi Ungerer og Dick Bmna. Verðlaunin verða afhent 24. september á heimsþingi IBBY samtakanna í Delhi á Indlandi. -------------- Sýningum lýkur Listasafn Kópavogs FRA og með sunnudeginum 29. mars lýkur málverkasýningum Einars Þorlákssonar í Austursal, Elísabetar B. Halldórsdóttur í Vestursal og sýningu Mattheu Jónsdóttur á neðri hæð. Listasafnið er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12-18. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Sýningunni „Myndskreytingar úr íslenskum barnabókum" lýkur nú á sunnudag. Ráðhús Reykjavíkur Sýningu Önnu Þóra Karlsdóttur og Guðrúnar Gunnarsdóttur á handgerðum flókamottum í Tjarn- arsal Ráðhússins lýkur mánudag- inn 30. mars. Sýningin er sölusýning og er op- in virka daga frá kl. 8-19 og um helgar kl. 12-18. HILMIR Snær og Þór Tulinius í hlutverkum. Sídustu sýning- ar á Hamlet Þjóðleikhúsið SÍÐUSTU sýningar verða föstudaginn 26. mars og laugardaginn 4. apríl. Verkið var frumsýnt annan í jólum í leikstjórn Baltasar Kormáks. Hilmir Snær Guðnason fékk Menningai’verðlaun DV í leiklist 1998 fyrir túlkun sína á Hamlet Danaprins, einnig fyrir leik sinn í Listaverkinu. Við eins manns borð í Þinghamri á Varmalandi Borgarnes. Morgunblaðið. í VETUR eru 20 ár liðin síðan leikdeild Ungmennafélags Staf- holtstungna setti upp sína fyrstu leiksýningu. Síðan hefur leik- deildin sett upp 12 sjálfstæðar sýningar og auk þess tekið þátt í samstarfsverkefnum með öðrum félögum. Námskeiðahald og leik- húsferðir hafa einnig verið drjúg- ur þáttur í starfi deildarinnar gegnum árin. Nú æfir leikdeildin breska gamanleikinn Við eins manns borð eftir Terence Rattingan í leiksljórn Þórunnar Magneu Magnúsdóttir. Að sögn formanns leikdeildarinnar, Sigríðar Þor- valdsdóttur, eru leikendur ellefu, en alls taka rúmlega 20 manns þátt í uppfærslunni. Leikritið gerist á litlu hóteli í enskum smá- bæ. Persónurnar virðast lifa ein- földu og hversdagslegu Iífí, en hver á sína sögu og sín leyndar- mál. Um þetta allt saman er fjall- að á léttum nótum en þó með hæfilegri alvöru í bland. Frumsýning verður í félags- heimilinu Þinghamri á Varma- landi föstudaginn 27. mars. Morgunblaðið/Ingimundur MYNDIN er tekin á æfíngu á gamanleiknum Við eins manns borð. *Viðamikil rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum sýnir ótvírætt að þú brennir mest við þjálfun á hlaupabraut. Toppur kr. 2.900. Buxur kr. 4.290. WESLO Cadence 925 Rafdrifin göngu/hlaupabraut Hraði 0-13 km./klst. Mjúk braut sem gefur öruggt ástig. Einfaldur hæðarstillir Hlaupasvæði: 400x1260 mm Vandaður tölvumælir sem sýnir: Hraða, tíma, vegalengd, kaloríubrennslu. Statív fyrir vatnsbrúsa og handklæði. Hægt að leggja saman og því mjög hentug fyrir heimili og vinnustaði. Komdu þér í toppform fyrir aðeins kr. Verið velkomin í stærstu og glæsilegustu æfingatækjaverslun landsins að Fosshálsi 1. pr.mán m/v. 36 mán Staðgr. verð kr. 99.750.- sport vöftuíuís Fosshálsi 1 - S. 577-5858 Heildarverð kr. 105.000. Ný sending af æfingafatnaði frá [GiLDAmarx] í verslun okkar að Skeifunni 19

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.