Morgunblaðið - 26.03.1998, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 26.03.1998, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 ~~_________________AÐSENDAR GREINAR_________ Fyrstu rafbflarnir á göturnar FOSTUDAGURINN 13. mars táknaði mikil- væg tímamót á íslandi. Þá afhenti fyrirtækið Jöfur hf. í Kópavogi fyrsta rafbílinn á al- mennan markað hér á Islandi. Um er að ræða Peugeot 106, búinn öll- um nútíma þægindum. Hér er um að ræða hljóðlausan bíl sem al- farið er knúinn raf- magni. Þar með má segja að fyrstu alvöru skrefin hafi verið stigin hér á landi í áttina að vistvænum ökutækjum. Nokkrum dögum áð- ur var samþykkt í stjórn Rafveitu Reykjavíkur að eigendur rafbfla skyldu njóta ókeypis rafmagns á bflana fyrsta árið. Þá mun ennfrem- ur í bígerð að koma upp innstung- um við bflastæði og hjá stofnunum og fyrirtækjum á höfuðborgarsvæð- inu. Þetta felur í sér að almenning- ur á þess kost að hlaða rafbíla sína ókeypis heima og setja þá í sam- band meðan fólk stundar vinnu. Fyrstu skrefin eru ávallt erfiðust. Nú hafa þau verið stigin og er þess vegna mikilvægt að fylgja þeim vandlega eftir. Ekki fer á milli mála að almenningur hefur mikinn áhuga á þvi að nota vistvæn ökutæki, enda er umhverfisáhugi stöðugt vaxandi meðal þjóðarinnar. Milljón kílómetrar á rafmagni Borgin LaRouehelle í Frakklandi er í fararbroddi í Evrópu á sviði notkunar rafbfla. Það hefur gerst með markvissu uppbyggingarstarfi í samstarfi borgaryfirvalda, ríkis- valds og atvinnufyrir- tækja. Peugeot og Citroen hafa látið aka í borginni nokkrum tug- um rafbfla og hefur þeim nú verið ekið um 1 milljón kflómetra. Reynslan af þeim akstri er sú að notendurnir telja sig komast allra sinna ferða innan borg- arinnar og geta nýtt bíl- ana í sínum erindum. I LaRouchelle hafa sam- bærilegar tilraunir far- ið fram með rafknúin vélhjól og gefa þau sömu raun. Sú reynsla sem fengin er af þessu tilraunastarfi hefur orð- ið öðrum borgum í Evrópu hvatning til þess að taka upp sambærilegt kerfi. Þeir bflar, sem tilraunin nær til, komast allt að 150 km á fylling- unni en um 90 km í hreinum innan- bæjarakstri. Kostnaður af rekstri þeirra er hverfandi miðað við rekst- ur hefðbundins bíls. A það bæði við um orkukostnað, smurningu og bil- anir. I mínum huga er ekki nokkur vafi að sveitarfélög á Islandi eiga að stíga sömu skref og gengin hafa verið í borginni LaRouchelle. Hvetjandi aðgerðir Hin öra þróun á sviði rafbfla í Frakklandi er bein afleiðing af vilja stjómvalda í þá veru. Þess má geta að rfldsstjórn íslands hefur lýst yfir samskonar vilja. I Frakklandi fá kaupendur raíbfla beinan styrk við kaup á slíkum bflum. Um er að ræða allt að 200 þúsund krónur í styrk. Boðið er upp á ókeypis hleðslu (sama og hjá Rafveitu Almenningur hefur mikinn áhuga á því, segir Hjálmar Arnason, að nota vistvæn ökutæki. Reykjavíkur), og þá er boðið upp á ókeypis bílastæði fyi'ir rafbfla ásamt hleðslu á bflana. Opinberar stofnanir eru skyldugar til að hafa 20% af bílum sínum rafknúna. Þess- ar stjórnsýsluaðgerðir eru til þess að framfylgja stefnumörkun og hafa skilað þeim árangri sem raun ber vitni. Hvað gerum við? I framhaldi af stefnumörkun rik- isstjómarinnar samþykkti Alþingi lög í desember síðastliðnum þar sem kveðið er á um afnám vöru- gjalds á bíla sem nota vistvæna orkugjafa. Sú aðgerð lækkaði kostnað bíla um nokkur hundruð þúsund krónur. En betur má ef duga skal. I gildandi lögum er kveð- ið á um að þungaskattur sé á rafbfl- um, líkt og díselbflum. Undirritaður lagði fram á yfirstandandi þingi framvarp þar sem kveðið er á um tímabundið afnám þungaskatts á vistvæn ökutæki sem og tímabundið afnám virðisaukaskatts á sömu öku- tæki. Samkvæmt framvarpinu á þetta ákvæði að gilda í fimm ár frá setningu laganna verði framvarpið samþykkt. Hugsunin á bak við það er að gera rafbfla og önnur vistvæn ökutæki samkeppnisfær við hefð- bundin ökutæki. Þá er mjög mikilvægt að leggja áherslu á að byggja upp innviði og skipulag hér innanlands þannig að notendur rafbíla geti annars vegar fengið aðgang að ódýru rafmagni heima við og hins vegar komið bíl- unum í hleðslu meðan eigendur sinna t.d. vinnu sinni. Þetta er mik- ilvægt til þess að gera rafbflavæð- inguna raunhæfa. Eg tel að sam- þykkt Rafveitu Reykjavíkur feli þessi atriði í sér. Önnur sveitarfélög þyrftu að taka sama fyrirkomulag upp. Fjölmargir bílar í eigu fyrir- tækja og stofnana eru notaðir til að sinna sendiferðum þar sem ekki er krafist mikils rýmis vegna vöra- flutninga. Enginn vafi er á að rafbíl- ar henta til slíkra sendiferða. Þess vegna er mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir hérlendis sýni þá fram- sýni að festa kaup á þessum bílum. Enginn vafi er á því að rafbílar eru ekki jafn hættulegir í umferð og hefðbundnir bílar. Þeim er ekki ætl- að að fara hraðar en 90 km á klukkustund, sem dugar vel fyrir innanbæjarakstur, og þar að auki era þeir hljóðlausir. Þess vegna er ekld óeðlilegt að tryggingafélög taki þátt í því að stíga fyrstu skrefin til rafbflavæðingar með því að veita eigendum rafbfla lægri iðgjöld en ella. Ávinningur Enn skal rifjað upp að 1/3 koldí- oxíðmengunar á Islandi stafar af út- blæstri bfla. Þetta sést glöggt yfir höfuðborginni. Með þvi að innleiða vistvæn ökutæki, svo sem eins og i'afbíla, erum við að leggja okkar af mörkum til að draga úr þessari mengun. Þá er mikilvægt að hafa í huga að rafbflar era hljóðlausir og notkun þeirra dregur úr þeirri há- vaðamengun sem sannarlega er Hjálmar Árnason MORGUNB LAÐIÐ orðin vandamál við helstu umferð- aræðar. Það eru líka mikil efnahagsleg rök fyrir þjóðarbúið að við getum sjálf framleitt og selt orkugjafa til bifreiða í stað þess að eyða gjald- eyri til kaupa á mengandi orkugjöf- um. Þar að auki má ætla að vaxandi notkun rafbfla auki tæknikunnáttu og þróunarstarf á þessu sviði og ýti þar með undir tækni- og menntastig þjóðarinnar. Ávinningurinn er í raun ómetanlegur. Næstu skref Gangi þau mál eftir sem hér hafa verið rakin tel ég fullvíst að rafbflum muni fjölga allveralega hér á næstu áram. í raun tel ég að hér geti orðið bylting hvað varðar samgöngutæki. Enda er það svo að almenningur er mjög áfram um að bæta umhverfi okkar og sýna það í verki með því að nýta vistvæn ökutæki. Eg hef áður fjallað um þróunina á sviði vetnis sem orkugjafa í bfla. Grundvallarmunurinn á rafbflum og vetnisbílum er í raun afskaplega lít- ill. Við rafbíla eru notaðar rafhlöður sem hlaðnar era úr veitukerfi um- hverfisins. Vetnisbfll hins vegar framleiðir sitt eigið rafmagn með vetni á efnarafölum. Að öðra leyti er uppbygging vetnisbfla að öllu leyti sú sama. Með vordögum mun koma hér til landsins sýningarbíll, knúinn vetni, og er það sannfæring mín að innan skamms tíma verði ís- lendingar einnig farnir að aka um á slíkum bflum - með vetni fram- leiddu á Islandi. I rauninni fæ ég lít- il rök séð gegn því að stefnunni um vistvæn ökutæki verði hrint í fram- kvæmd þegar í stað. Ávinningurinn er á flestum sviðum. íslendingar eiga í dag heimsmet hvað varðar nýtingu vistvænna orkugjafa. Við eigum áfram að vera forystuþjóð á þessu sviði. Vilji er allt sem þarf. Hötundur er alþingismaður. Af Útirauðsmýrarpólitík UNDANFARNAR vikur hafa menn keppst um að mæra Halldór Kiljan Laxness, svo sem verðugt er, ekki síðar en núna, að hon- um látnum. Engir seinni tíma menn a.m.k. hafa verið jafnskyggnir og hann á Islend- ingseðlið og íslenskt þjóðlíf og jafnframt haft til að bera elju og listræna burði til að finna skyggni sinni far- veg í bókmenntum, sem að sönnu era alíslensk- ar, en um leið heims- bókmenntir, sem standa undir því nafni. Meðal þeirra gullkorna, sem Halldór skildi eftir sig, var sú einkunn, sem hann gaf íslendingum í Innansveit- arkróniku, að þá reki jafnan í rogastans og setji hljóða hvert sinn, sem komið er að kjarna máls, taki engum rökum en þrátti hins vegar endalaust um tittlingaskít. Því kemur þetta í huga skrifara þessarar greinar, að hann birti ný- verið yfirlitsgrein í Mbl. þar sem leitt var í ljós, hvemig deilan um fiskveiðistjórnun er miklu víðtæk- ari, djúpstæðari og flóknari en svo, að hún verði leyst með veiði- leyfagjaldi, eins og það hugtak hef- ur verið notað. Með gildum rökum var dregið í efa, að yf- irlýst hagkvæmni- markmið kerfisins séu að nást. Það séu mögu- leikarnir á braskhagn- aði, sem fyrirkomulag- ið gefur færi á, en ekki hagkvæmari afrakstur auðlindarinnar, sem ráði ferðinni í viðskipt- um þessi misserin. Þeir stóra éti upp hag- kvæma útgerð smærri báta og þrengi þannig að afkomugrundvelli ýmissa sjávarplássa. Því er raunar haldið fram í greininni, að brottflutningur fólks af landsbyggðinni sé að hluta til þessu að kenna og þess vegna að því leyti á ábyrgð þeirra stjóm- málamanna, sem standa fyrir fisk- veiðistjómunarkerfinu. Vakin er athygli á ógnarlegri sóun, sem kerfíð á sök á vegna brottkasts á verðmætum afla og því haldið fram, að fólk um allt land sé bál- reitt, en margir þori ekki að láta uppi skoðun sína vegna ótta um ýmiss konar hagsmuni. Undir lok greinarinnar var svo þeirri sprengju kastað fram, að vera kunni fræðilegur grunnur í smiðju stofnvistfræðinga undir því, að leyfa ætti óheftar þorskveiðar í eitt eða tvö ár, meðan verið væri að Gjafaúthlutun kvóta á grundvelli veiðireynslu útgerða telur Jón Sig- urðsson vera rót og eitt af höfuðvandamálum núverandi fískveiði- stjórnunarkerfis. búa til viðunandi og skaðlaust fisk- veiðistjómunarkerfi í stað þess óskapnaðar, sem nú er í lögum. I leiðinni var bent á þann fræðilega möguleika, sem reynslan úr Barentshafinu er að kenna þeim, sem vilja læra. Þar hefur sá árang- ur náðst með friðun þorsksins, að stórþorskurinn er búinn að éta upp kröftuga árganga af þeirri nýliðun, sem menn þóttust hafa séð fyrir. Af því stafar hrunið. Nýlegar frétt- ir úr Breiðafirði og sögusagnir hafðar eftir sjómönnum víðar benda til hins sama hér, a.m.k. sums staðar við landið. Því kynn- um við að vera að friða þorsk okk- ur til stórskaða sem næmi tug eða tugum milljarða króna á ári í þorski, sem samkvæmt gildandi fiskveiðiráðgjöf á að geyma sér í sjónum og láta vaxa. I staðinn hor- ast hann og drepst eða dregur fram lífið með því að éta upp ár- gangana á eftir sér, sem áttu að verða nýliðun næstu ára. Því verður varla í móti mælt, að þama var rætt um mörg og mikils- verð mál og fleiri hefði raunar mátt nefna úr téðri grein. Nú sækir sú spuming á skrifarann, hvort held- ur þessi grein var svo afspyrnu- vond og ómerkileg eða hún komst einhvers staðar nálægt kjama máls. Svo mikið er víst, að hvergi hefur skrifarinn séð þess stað, að nokkrum manni hafi þótt tilefni til að ræða þessi mikils verðu mál, a.m.k. ekki í þeim fjölmiðlum, sem skrifarinn fylgist með. Þetta er þess vegna eitt dæmið enn um að tilraunir til málefnalegrar umræðu um samfélagsmál verða eintal út í tómið. Greininni var ætlað að segja það án þess að segja það beinlínis, að það er gjafaúthlutun kvóta á grundvelli veiðireynslu útgerða, sem til vora þrjú ár endur fyrir löngu, sem er rót og eitt af höfuð- vandamálum núverandi fiskveiði- stjómunarkerfis. Og það er vanda- mál, sem ekkert venjulegt veiði- leyfagjald eitt og sér .getur leyst. Það þarf að þróa kerfi með aðra og réttlátari gerð af úthlutun réttar til nýtingar fiskimiðanna. Allar nýlegar og síðbúnar undir- tektir forystumanna núverandi stjórnarflokka við gagnrýni á ríkj- andi ástand hafa falist í að dragast á eitthvert lítilræði af' veiði- leyfagjaldi í þeim augljósa tilgangi að tryggja lénsúthlutunina á gjafa- kvótanum til frambúðar. Þar kem- ur að þætti Steingríms Sigfússonar, sem birti í Mbl. á dögunum útlegg- ingu sína á nýlegri samþykkt Al- þýðubandalagsins um málið. Af þeim skrifum verður ekki annað ráðið en Steingrímur vilji einmitt þetta sama og forystumenn ríkis- stjórnarinnar - festa úthlutunina í sessi með einhverju „hóflegu“ veiði- leyfagjaldi. Þessi stuðningur Steingríms og skoðanabræðra hans við óréttlæt- anlega gallað og skaðlegt úthlut- unarkerfi er sorglegur. Að hann skuli ekki sjá, þótt forystumenn stjórnarflokkanna vilji ekki gera það, að auðlindarleigan á hvorki að vera hófleg né óhófleg. Hún á að vera sú leiga, sem hagkvæmustu útgerðirnar í landinu á hverjum tíma eru reiðubúnar að greiða í eðlilegri samkeppni sín í milli um réttinn til að mega nýta auðlind- ina, að því marki sem það telst óhætt á hverjum tíma. Þannig sætu allir aftur við sama borð, - í pípum og plötum sem má þrýsta og sveigja, laust við CFC, í sam- ræmi við ríkjandi evrópska staðla. Hentar vel til einangrunar kæli- kerfa fyrir loftræsti- og hitakerfi, og fyrir pípulagningar. I Leitið frekari upplýsinga Þ. ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29,108 REYKJAVÍK, SlMI 553 8840 / 568 6100. ÞÞ &co Jón Sigurðsson líka þeir, sem hefja vildu útgerð. Skrifari þessarar greinar hefur a.m.k. ekki til þessa, þrátt fýrir talsverða leit, fundið neina aðra leið, sem fullnægir réttlætiskröf- um hans og kröfunni um hámarks- afrakstur af auðlindinni. Stein- grímur Sigfússon sér réttlætið sýnilega öðrum augum og vill ráð- stafa þeim afrakstri, sem næst, einungis til hinna verðugu, en ekki til þjóðarheildarinnar. Úr því að menn sjá ástæðu til að mæra Halldór Kiljan er ekki úr vegi að nýta sér skyggni hans á samfélag- ið og taka ögn mark á henni. Undir lok hetjusögunnar af Bjarti í Sumar- húsum lýsir Halldór yndislega hvemig allt það, sem af hálfu hins op- inbera var gert í þágu landbúnaðai- á íslandi undir stjóm landnámsmanns- ins frá Útirauðsmýri, kom einungis vel efnuðum stórbændum að gagni. Þetta sá Halldór Kfljan sínum skörpu augum á miðjum ijórða ára- tugnum og samúð stjómmálanna með Bjarti og hans líkum hefur ekki verið meiri en svo, að þessar eigindir landbúnaðarstefnunnar hafa verið af- ar lífseigar allt til þessa dags. Sjávar- útvegsstefna síðustu ára hefur verið býsna góð eftirlíking landbúnaðar- stefnu þeirra Útirauðsmýringa. Hún gagnast vel þeim stóra, en gefur þeim litlu raunveralega þann kost einan að sejja undan sér án þess að eiga völ á samkeppni á jaftiræðis- grundvelli. Það er ekki ónýtt fyrir þá Útirauðsmýringa nútímans að hafa fengið oddvita Alþýðubandalags- manna á Norðausturlandi, af öllum stöðum, til fylgis við sig. Og síst er að undra, að þeir skyldu klappa Stein- grími á kollinn fyrir þann stuðning í þinginu. I hetjusögunni gáfu Útirauðsmýrarmenn með sama hætti óviðurkenndum afkomanda sínum stundum túkall. Þann túkall lét Bjartur týnast í keldu vegna þess hvers konar túkall það var. Af frétt- um úr þinginu var ekki annað að heyra en Steingrímur tæki hinn glað- asti við honum. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdasljóri og félagi í Saintökum um þjóðareign.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.