Morgunblaðið - 26.03.1998, Page 35

Morgunblaðið - 26.03.1998, Page 35
34 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 35 v STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BETRI AFKOMA LANDYINNSLU GÓÐ AFKOMA landvinnslu hjá Fiskiðju Skagfirð- ings hf. á Sauðárkróki, sem sagt er frá í sérblaði Morgunblaðsins um sjávarútveg, „Úr verinu“, í gær, hefur vakið verðskuldaða athygli. ísfisktogarinn Hegranes hefur frá því í haust landað vikulega 50 til 70 tonnum af þorski til landvinnslu á Sauðárkróki. A sex mánaða tímabili, frá september til febrúar, hefur útgerð togarans og landvinnsla afla hans skilað rúm- lega 100 m.kr. afgangi upp í afskriftir og fjármagns- kostnað, sem skiptist nálega til helminga milli skips og vinnslu. „Úr verinu“ greinir einnig frá miklum umskiptum í rekstri landvinnslu hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf. í vetur, eftir breytingar í vinnslusal, breytta vinnutil- högun og útgerðarmynstur. Hlutfall hráefnis, sem unn- ið er í verðmætari söluvöru [hávirðispakkningar], hefur hækkað úr 55% í 70%. Afköst „á manntíma“ hafa og aukizt um 40%. Laun starfsfólks hafa hækkað en hlut- fall launakostnaðar í framleiðslunni lækkað. Fram- kvæmdastjóri ÚA segir í viðtali við blaðið í gær að framlegð í landvinnslunni sé komin í eðlilegt horf. Enn megi þó betur gera á þeim vettvangi. Þetta eru góð tíðindi, ekki sízt fyrir sjávarplássin og landvinnslufólkið. Þróunin hefur verið í þá átt að fisk- vinnslan hefur verið að flytjast úr landi og út á sjó [frystitogarar], sem veikt hefur afkomu- og starfsöryggi fólks í sjávarbyggðum. Reynslan hjá Útgerðarfélagi Akureyringa og Fiskiðjunni Skagfirðingi bendir á hinn bóginn til þess að landvinnsla geti átt góða framtíð, ef rétt er að verki staðið: í útgerð, vinnutilhögun og skipu- lagi vinnslunnar. Hlutaðeigendur, útgerð, fiskvinnsla og starfsfólk, þurfa að leggja allar árar út til styrkja enn stöðu landvinnslunnar og fylgja fast eftir góðum árangri hjá Fiskiðjunni Skagfirðingi og Útgerðarfélagi Akureyringa. FYRIRTÆKJASTYRKIR TIL KVIKMYNDAGERÐAR ÞRIR þingmenn í þingflokki jafnaðarmanna, Agúst Einarsson, Svanfríður Jónasdóttir og Rannveig Guðmundsdóttir, hafa endurflutt frumvarp, sem ekki varð útrætt í fyrra, um að gjafir og framlög til menning- armála, kvikmyndagerðar og vísindalegra rannsókna- starfa skuli verða frádáttarbær við álagningu tekju- og eignarskatts. Gjafir og framlög til þessara málaflokka skulu þó ekki vera yfir 0,5% af tekjum á því ári sem gjöf er afhent. Tilgangur frumvarpsins er að efla menningu, kvik- myndagerð og vísindi með tilteknum skattalegum að- gerðum. Nú er í lögum að fyrirtæki og aðrir lögaðilar megi draga ýmis framlög frá tekjum m.a. framlög til menningarmála og vísindalegra rannsóknastarfa. Gert er ráð fyrir því að með frumvarpinu megi fyrirtæki, sem gefur eða styrkir menningarmál, kvikmyndagerð eða vísindastarfsemi, draga frá tekjum fyrir skatta tvöfalda þá upphæð, sem það gefur. Þetta fyrirkomulag á að hvetja fyrirtæki til að styrkja menningarstarfsemi. Þetta frumvarp er athyglivert. Þessi háttur hefur víða verið hafður á erlendis og hefur þar gefizt vel. í fyrra þegar frumvarpið kom fram fékk það jákvæðar umsagnir frá aðilum, sem það var borið undir, m.a. sam- tökum listamanna. Aukin framlög til menningar, kvikmynda og vísinda leiða til aukinna umsvifa, sem munu væntanlega skila auknum tekjum til ríkissjóðs í formi virðisaukaskatts og tekjuskatts einstaklinga. Því er líklegt, að skattaívilnun, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu, leiði til aukningar á tekjum ríkisins um leið og hún ætti að auðga menning- arlíf og vísindastarf. Það eru t.a.m. ekki litlar tekjur, sem ríkið hefur af bókaútgáfu og mætti vel minnka þær og styðja betur við bakið á þeim bókmenntum, sem hafa átt undir högg að sækja í markaðsþjóðfélaginu, t.a.m. ljóðlist. SAMÞYKKT voru afbrigði á Alþingi í gær til að hægt væri að taka frumvörp ríkisstjóm- arinnar vegna kjaradeilu sjó- manna og útvegsmanna til umræðu. Stjórnarandstaðan sat hjá við at- kvæðagreiðslu vegna frumvarpsins sem lögfestir miðlunartillögu ríkis- sáttasemjara í tæp tvö ár, en afbrigði vora veitt samhljóða vegna hinna frumvarpanna. Áður en gengið var til atkvæðagreiðslu tilkynnti sjávarút- vegsráðherra að því væri beint til sjávarútvegsnefndar Alþingis að ákvæði í frumvarpi um lögfestingu miðlunartillögunnar hvað varðar skiptakjaraákvæði kjarasamninga yrði breytt þannig að það tæki ein- ungis til rækjuveiða, þar sem að við nánari athugun hefði komið í Ijós að kjaraáhrif ákvæðisins væru nokkru viðtækari en að hefði verið stefnt. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð- herra mælti síðan fyrir frumvörpun- um, en þau voru öll tekin til umræðu í einu lagi. Hann ræddi fyrst frum- varpið sem lögfestir miðlunartillögu ríkissáttasemjara og rakti hvernig kjaradeila sjómanna og útvegsmanna hefði gengið fyrir sig undanfarna mánuði. Sagði hann að eftir að við- ræður sjómanna og útvegsmanna hefðu siglt í strand 23. mars, I kjölfar þess að sjómenn samþykktu miðlun- artillögu ríkissáttasemjara en útvegs- menn felldu hana, hefði hann kallað aðila á sinn fund. Á þeim fundi hefði komið fram að mikið bæri á milli aðila og engin lausn virtist í sjónmáli. „Því var fyrirsjáanlegt að yrði ekk- ert að gert myndi yfirstandandi verk- fall standa í margar vikur ef ekki mánuði. Ljóst er að almenn stövun veiða og vinnslu um lengri tíma hefði mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þjóð- Mælt fyrir frumvörpum vegna kjaradeilu sjómanna Nauðsynlegt að bregðast við vegna almannahagsmuna Loksins virðist sjá fyrir endann á harðvít- ugri kjaradeilu sjómanna og útvegsmanna með tilstyrk löggjafarvaldsins og líkur eru til þess að fiskveiðiflotinn geti látið úr höfn á morgun, föstudag. Arna Schram og Hjálmar Jónsson fylgdust með umræðum á Alþingi og ræddu við deiluaðila. arbúið. Þau áhrif yrðu þó mun meiri og alvarlegri fyrir einstaklinga sem starfa við fískvinnslu og fyrirtæki og bæjarfélög sem byggja á sjávarútvegi. Vinnsla á fiski er að stöðvast en það mundi leiða til þess að fjöldi físk- vinnslufólks missti atvinnu. Hér er því um mikla almannahagsmuni að tefla og nauðsynlegt að bregðast við til að koma í veg fyrir þann mikla efnahags- skaða sem stöðvun fiskiskipaflotans um lengri tíma myndi ella hafa í fór með sér,“ sagði Þorsteinn. Þorsteinn ræddi síðan efnisatriði frumvarps um kvótaþing og sagði ljóst að ef það yrði að lögum yrðu tals- verðar breytingar á starfsumhverfi þeirra sem stunda útgerð frá því sem væri. Viðskipti með aflamark hefðu yfirleitt gengið nokkuð greiðlega fyrir sig, enda væri slíkt nauðsynlegt, sér- staklega í þeim tilvikum þegar lítið væri eftir af aflamarki. Tryggja þyrfti að framkvæmd við rekstur kvótaþings yrði sem allra greiðust, þannig að tryggt væri að flutningur aflamarks gengi áfram hratt og örugglega fyrir sig. Utgerðarfyrirtækin þyiftu að sjálfsögðu að laga sig að þessu breytta fyi'irkomulagi og ef til vill skipuleggja flutning aflamarks með meiri fyi’ir- vara en gert hefði verði. „Starfsemi kvótaþings eins og hér er lýst mun hafa áhrif á sjávarútveg- inn í heild og tekjuskiptingu á milli sjómanna, útgerðar og fiskvinnslu. Áhrifin fyrir einstakar áhafnir eða einstök fyrirtæki geta verið misjöfn og leitt til ólíkra viðbragða. Meginat- riðið er að margt bendir til þess að hagkvæmni í sjávarútvegi í heild geti aukist ef vel tekst til með kvótaþingið og það getur stuðlað að bættum sam- skiptum útgerðar og sjómanna til lengri framtíðar,“ sagði Þorsteinn. Þá ræddi Þorsteinn frumvarp um verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurð- arnefnd sjómanna og útvegsmanna og fór yfir efnisatriði þess. Sagði hann að nokkurrar tortryggni gætti hjá forystumönnum samtaka sjó- manna varðandi það hvort raunveru- legt söluverð afla væri í öllum tilfell- um lagt til grundvallar hlutaskiptum á þann hátt sem lög og kjarasamning- ar kveða á um. Verðlagsstofu yrði falið að fylgjast með því, meðal ann- ars með úrtakskönnunum, en megin- hlutverk hennar yrði að fjalla um skiptaverð í einstökum tilvikum. Þá mælti Þorsteinn einnig fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, en hún lýtur að því að auka veiðiskyldu skipa í 50% árlega af úthlutuðum heimildum. Þorsteinn sagði að aukin veiðiskylda myndi gera það að verkum að aflahlutdeild færð- ist til þeirra skipa sem veiðarnar stunduðu og því drægi úr umfangi óeðlilegra aflamarksflutninga, en tengsl þeirra við fiskverð til uppgjörs á aflahlut sjómanna hefðu verið í brennidepli í kjaradeilum útvegs- manna og sjómanna á undanförnum árum. Mikilvægt væri að þessi aukna veiðiskylda drægi ekki úr sveigjan- leika fiskveiðistjórnunarkerfisins. Yrði það niðurstaðan mundi draga úr möguleikum einstakra útgerða til að hagræða í rekstri og nýrra aðila til að hasla sér völl í útgerð. / / Formaður LIU um breytingar á frumvarpi Urelt ákvæði kj arasamninga áfram í gildi STJÓRNVÖLD ákváðu eftir fundi með forystumönnum sjó- manna í gærmorgun að breyta ákvæði í lagafrumvarpi sem lögfestir miðlunartillögu ríkissáttasemjara til samræmis við þá gagnrýni sem sjó- menn höfðu sett fram og takmarka ákvæðið, sem koma á í veg fyrir að launakostnaður hækki við að það fækkar í áhöfn, einungis við rækju- veiðar. Sjómenn lögðu þar með á hilluna fyrirætlanir um að aflýsa verkfalli til að koma í veg fyrir lögfestingu miðl- unartillögunnar, eins og hugmyndir voru uppi um í fyrrakvöld. Útvegs- menn eru hins vegar afar ósáttir við þessar lyktir mála og verða þær ræddar á stjórnarfundi Landssam- bands íslenskra útvegsmanna I dag. Forystumenn sjómanna áttu tvo fundi með sjávarútvegsráðherra í gærmorgun um málið og í kjölfarið voru forsvarsmönnum útvegsmanna kynntar niðurstöðurnar í stjórnarráð- inu. Umræða um fjögur frumvörp ríkisstjómarinnar vegna kjaradeil- unnar hófst eftir hádegið á Alþingi og ef umræða og afgreiðsla þeirra geng- ur fram eins og ráð er fyrir gert verða frumvörpin að lögum á morgun, föstudag. Þar með yrði verkfalli sjó- manna lokið og fiskveiðiflotinn ætti að geta látið úr höfn í kjölfarið, en með lögfestingu miðlunartillögunnar verður kominn á samningur milli sjó- manna og útvegsmanna sem gildir næstu tvö ár. Með endemum Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, sagði í samtali við Morgun- blaðið að þessi þróun málsins væri með endemum. Sjávarútvegsráðherra hefði lagt fram frumvarp sem meðal annars fæli í sér ákvæði um áhrif þess sem yrði ef fækkaði í áhöfn. „Nú ber hann það fyrir sig að þau áhrif séu meiri en hann hafi ætlað. Hann hafði öll gögn um það í höndum hver áhrif af þessu yrðu, hvernig laun myndu hækka við fækkun í áhöfn, því þeir fá allan hlut sem sparast. Okkur var ekki ætlað að fá neitt af þeim sparnaði þegar fækkar í áhöfn, sem er náttúrlega einstakt og ekki hægt að bera saman við neinn annan at- vinnurekstur," sagði Kristján. „Það að gefast upp með þessum hætti fyrir hótunum, brigslyrðum og stóryi'ðum af öllu tagi finnst mér svona lýsa því hvernig eigi að koma fram við þessa ríkisstjórn í málefnum er varða sjávarútveginn," sagði hann ennfremur. Kristján sagði að það væri hlaupið til og frumvarpinu breytt að því litla leyti sem það kom til móts við útgerð- armenn, sum sé að firra þá útgjalda- aukanum sem fylgdi fækkun um borð. Nú ætti það ekki að ganga og út- gerðamenn myndu sitja uppi með þessi úreltu ákvæði kjarasamning- anna, sem þessu hafi verið ætlað að breyta. Kristján sagði að sjávarútvegsráð- herra hefði í tvígang hitt sjómenn í gærmorgun. Þrír ráðherrar hefðu síðan tilkynnt honurr. niðurstöðuna. „Sjávarútvegsráðherra hafði nú ekki fyrir því að láta okkur vita um að þetta stæði tii einu sinni, hvað þá að það væri nú rætt með hvaða hætti það yrði gert eða hvort við hefðum eitthvað um það að segja," sagði Kristján. Hann sagði að boðaður hefði verið stjórnarfundur í LÍÚ í dag til að fara yfir stöðu málsins. Létu sér segjast Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands íslands, sagði að þær breytingar sem gerðar væru á frumvarpinu kæmu í beinu framhaldi af þeim fullyi'ðingum sínum í íyrra- dag að stjórnvöld hefðu ekki vitað hvað þau væru að gera með þessum breytingum eða eitthvað annað verra væri þar á ferðinni. „Þetta var ger- ræði hvemig þeir ætluðu að fara í Morgunblaðið/Kristinn FORYSTUMENN sjómanna gátu verið kampakátir eftir fundi með sjávarútvegsráðherra í gærmorgun, þvi niður- staða fundanna var að tekið var tillit til gagnrýni þeirra á frumvarp sem binda á enda á kjaradeilu þeirra og út- vegsmanna. Að loknum fyrri fundinum urðu þeir allir samferða í lyftunni í gamla útvarpshúsinu, þar sem sjávar- útvegsráðuneytið er til húsa. þetta. Ég stend við það, en þeir hafa látið sér segjast og breytt þessari grein frumvarpsins í þá veru að við ætlum að láta það yfir okkur ganga," sagði Sævar. Hann sagði að það breytti aftur á móti ekki þeirri skoðun sinni að sjó- menn og útvegsmenn verði að fá að klára gerð kjarasamninga og hann væri ósáttur við að rétturinn til þess væri tekinn af þeim. „Það er ekki búandi við að útvegs- menn geti treyst því aftur og aftur að ef þeir segi bara nei við okkur um alla þætti okkar mála í viku þá komi stjórnvöld og hjálpi þeim frá því. Þetta er ekki lýðræði og þetta er ekki frjálsræði í kjarasamningum að þeir geti treyst því með þessum hætti,“ sagði Sævar. Hann sagði að frumvörp þríhöfða- nefndarinnar myndu verða að lögum, um það hefði hann fyrirheit ráðherra. Hins vegar væri rétt að minna á, að þó frumvörpin væra sjómönnum þóknanleg, væru þau ekki krafa þeirra. Sjómenn hefðu viljað verð- myndun á markaði og því væri ekki rétt að líta á þessi frumvörp sem ein- hverja plúsa varðandi kjarasamning sjómanna. „Þetta er umgjörð sem stjórnvöldum ber skylda til að búa til um kvótabraskið og verðmyndunina. Það stendur úti hellingur af okkar kjarakröfum sem ekki hefur verið ansað allan tímann," sagði Sævar. Breytingin viðunandi Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Farmanna- og fiskimannasam- bands íslands, sagði að sú breyting sem fyrirhugað væri að gera á frum- varpinu væri viðunandi og kæmi til móts við þau sjónarmið sem sjómenn hefðu sett fram. Það að ákvæðið tæki eingöngu til rækjuveiða væri í sam- ræmi við það sem þeir hefðu dregist á í kjarasamningsviðræðunum við út- vegsmenn. Guðjón sagði að þess vegna þyrfti ekki að koma til þess að samtök sjó- manna aflýstu verkfalli til að koma í veg fyrir lögfestingu miðlunartillög- unnar. Sáttir við breytinguna Helgi Laxdal, formaður Vélstjóra- félags íslands, sagði að þeir væru sáttir við þá breytingu á frumvarpinu sem sjávarútvegsráðherra hefði + kynnt og ánægðir með það hve sjáv- arútvegsráðherra og ríkisstjórnin hefðu verið fljót að taka tillit til óska sjómanna. Hann taldi einna helst að ákvæðið, eins og það hljómaði, hefði verið sett inn vegna misgánings. Nú þyi'fti ekki að aflýsa verkfalli til að koma í veg fyrir samþykkt frum- varpsins. Hann sagði að hins vegar væra þeir ósáttir við að endi væri bundinn á deiluna með lögum. Þeir hefðu viljað leysa hana með samningum. „Ég ætla að vona að okkur takist í næstu lotu að ná kjarasamningi sem báðir skrifa undir og eru þokkalega sáttir við. Það er náttúrlega engin lausn að ljúka öll- um málum með lögum,“ sagði Helgi. Hann benti á að frumvörp þrí- höfðanefndarinnar væru sett fram til þess að reyna að tryggja það að út- gerðarmenn stæðu við gerða kjara- samninga, þannig að hin eiginlegi kjarasamningaþáttur í þessari lotu væri ekki mikill eða einungis þessi miðlunartillaga. Ef tillögur þríhöfða- nefndarinnar hefðu þau áhrif, sem vonast væri til, sýndist honum að næstu kjarasamningar ættu að geta snúist um hrein kjaraatriði. Stjórnarandstæðingar ósáttir við frumvarp til laga um kjaramál fískimanna Deilendur píndir til að komast að niður- stöðu í kjaradeilunni IUMRÆÐUM á eftir framsögu- ræðu Þorsteins Pálssonar sjáv- arútvegsráðherra kom fram stuðningur stjórnarandstæðinga við frumvörp svokallaðrar þríhöfða- nefndar og sögðust þeir ætla að greiða leið frumvarpanna í gegnum þingið. Þeir gagmýndu hins vegar frumvarpið til laga um kjaramál fiski- manna, einkum aðra grein frumvarps- ins um skiptakjaraákvæði kjarasamn- inga, þriðju grein frumvarpsins um bann við verkfóllum og fimmtu grein frumvarpsins sem kveður á um það að frumvarpið gildi til ársins 2000. Sögðu þeir m.a. að með frumvarpinu væri verið að pína deilendur til að komast að niðurstöðu í kjaradeilunni. Lög væru sett á sjómenn á sama tíma og flestar aðrar stéttir hefðu gert sína eigin kjarasamninga. Kom fram í máli nokkurra stjórnarandstæðinga að þeir myndu greiða atkvæði gegn síð- astnefnda frumvarpinu. I máli stjórn- arliða kom einnig fram gagnrýni á ýmis ákvæði frumvarpanna, m.a. að með þeim væri verið að lögbinda auk- inn launakostnað útgerðarinnar. Sighvatur Björgvinsson, þingmað- ur þingflokks jafnaðarmanna, lagði m.a. áherslu í máli sínu á að frumvörp svonefndrar þríhöfðanefndar yrðu samþykkt á Alþingi eins og þau lægju fyrir. Þau væru forsenda þess að framvarp til laga um kjaramál fiski- manna yi'ði afgreitt. „Verði frumvarp til laga um kjaramál fiskimanna sam- þykkt hér á Alþingi og verkfall sjó- manna bannað til 15. febrúar árið 2000 en frumvörp þríhöfðanefndar hins vegar ekki afgreidd eða afgreidd allt öðruvísi en þau eru lögð fram mun sú afgreiðsla eða það afgreiðslu- leysi engin áhrif hafa á þá lausn í kjaramálum fiskimanna sem frum- varp ráðherra gerir ráð fyrir,“ sagði hann meðal annars. I máli sjávarút- vegsráðherra kom hins vegar fram að hann hefði gefið sjávarútvegsnefnd Alþingis þau tilmæli að umrædd frumvörp þríhöfðanefndar yrðu af- greidd eins og þau lægju fyi'ir. Sighvatur fjallaði einnig um ein- staka þætti frumvarpsins um kjara- mál fiskimanna og sagði að vissulega væri það svo að í miðlunartillögu iTk- issáttasemjara væru ýmsir þættir sem vörðuðu sjómenn miklu. „Það er að sjálfsögðu eðlilegt að sjómenn vilji fá hækkun einstakra kaupliða svo sem eins og tryggingarinnar, tíma- kaups og hlífðarpeninga, til jafns við þær hækkanir sem hafa orðið al- mennt á launum landverkafólks.“ Sagði hann að það væri af hinu góða ef slíkt yrði lögfest. Sighvatur gagnrýndi hins vegar ýmis atriði frumvarpsins, einkum þau ákvæði sem bætt hefði verið við miðl- unai-tillögu ríkissáttasemjara. Átti hann þar m.a. við aðra grein frum- varpsins um skiptakjaraákvæði kjarasamninga, en þar er kveðið á um að fækkun í áhöfn eigi ekki að hafa aukin útgjöld í för með sér fyrir út- gerðarmenn. Spurði hann hvers vegna ráðherra hefði valið að bæta þessu ákvæði við, því þar með væri hann að „rústa öllum kjarasamning- um sjómanna á mismunandi veiðum“, eins og hann orðaði það. „Sjávarút- vegsráðherra kemur svo núna tæpum sólarhring eftir að frumvarpið var lagt fram á Alþingi og segir að því miður hafi þetta verið mistök. Hann hafi ekki ætlað að rústa kjarasamn- ingum sjómanna. Þetta ákvæði ætti bara við um úthafsrækjuveiðarnar," sagði Sighvatur og spurði hvers kon- ar flumbrugangur þetta væri eigin- lega. „Skipti hæstvirtur ráðherra um skoðun á þessum tæpum sólarhring?" spurði Sighvatur. Útgerðarmenn geri út á lagasetningu Sighvatur hafði einnig efasemdir um þá ákvörðun ríkisstjómarinnar yf- irleitt að setja lagasetningu á deilu sjómanna og útvegsmanna. „Það er vissulega orðin spuming hvort það sé líklegt að sjómenn á íslandi fái nokkurn tíma að gera kjarasamning við sína viðsemjendur, eftir að ríkis- valdið hefur ítrekað gripið inn í þessa deilu með lagasetningu,“ sagði hann og spurði: „Er þá nokkuð annað lík- legra heldur en að útgerðarmenn bók- staflega geri út á það í framtíðinni, ná- ist ekld samningar og verkfall standi í einn dag eða hæsta lagi tíu daga, að ríkisstjóm komi einfaldlega og höggvi á hnútinn og banni sjómönnum að grípa til aðgerða í kjaramálum í eitt, tvö eða þrjú ár? Þetta er búið að ganga svona meira og minna í nær fimm ár og það er ekkert óeðlilegt að viðsemjendur sjómanna gangi út frá því sem gefnu að þetta sé orðin regla.“ Sighvatur kvaðst ekki ætla að hafa mörg orð um frumvörp þríhöfða- nefndar á þessu stigi málsins enda ættu þau eftir að fara í umfjöllun til sjávarútvegsnefndar. Hann sagði þó að við þessi frumvörp væru bæði kostir og gallar. Kostur frumvarps til laga um kvótaþing væri sá að með samþykki þess yrðu viðskiptin gegn- sæ og ljós. Okosturinn væri hins veg- ar sá að þarna væri um að ræða að- eins einn markað sem hefði einokun á öllum viðskiptum. Hættan við það væri sú að svo gæti farið að aflaheim- ildirnar söfnuðust á æ færri hendur. Sighvatur sagði ennfremur ýmsa kosti við frumvarpið um Verðlags- stofu skiptaverðs og úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, en ókost- irnir væru þeir að þarna væri um aukna miðstýringu að ræða. Steingrímur J. Sigfússon, þingmað- ur Alþýðubandalags og óháðra, gerði eins og Sighvatur frumvarp til laga um kjaramál fiskimanna aðallega að umtalsefni. Hann rakti aðdraganda þessarar deilu milli sjómanna og út- vegsmanna og sagði m.a. að ríkis- stjómin hefði komið fram við sjómenn með óvenjulegri lítilsvirðingu hvað varðaði réttindi þeirra til verkfalls- og samningsréttar. „Mestu vonbrigðin í sambandi við þetta mál er auðvitað það skipbrot sem frjáls samningsrétt- ur í landinu bíður ítrekað með því að sjómenn og útvegsmenn skuli ekki geta lokið sínum málum hjálparlaust. Jafnvel þótt það taki einhvern tíma og þótt það kosti að flotinn sé bundinn í höfn einhverja daga eða einhverjar vikur,“ sagði hann og bætti því við að annað hvort hefðu menn samningsrétt og rétt til að beita samtakamætti sín- um eða ekki. „Mér sýnist þróunin vera grafalvarleg í þessu máli hvað varðar umhverfi það sem sjómenn eru staddir í. Auðvitað fýrst og fremst vegna þess að þær ríkisstjórnir sem setið hafa í landinu á þessum tíma hafa ekki virt rétt sjómanna, þær hafa þvert móti haft hann að engu þegar svo ber undir.“ Launamisrétti í þjóðfélaginu Steingrímur fór ennfremur nokkrum orðum um frumvörp þrí- höfðanefndarinnar og sagðist geta stutt efni þeirra allra. Þau væru skref í rétta átt. Sagði hann hins vegar um frumvarpið um breytingu á lögum um stjóm fiskveiða, þar sem m.a. væri kveðið á um að veiðiskylda fiskiskipa yrði hækkuð upp í 50% af samanlögðu aflamarki sínu, væri umhugsunar- vert. Þvi menn misstu annað hvort allt eða ekkert. Guðný Guðbjörnsdóttir, þingmaður Kvennalista, minnti m.a. í máli sínu á hið gífurlega launamisrétti sem ætti sér stað í þjóðfélaginu. „Sjómönnum finnst sín kjör eðlilega ekki nógu góð þegar kjarasamningar þeirra eru brotnir æ ofan í æ meðal annars vegna kvótabrasks og viðskipta með fisk milli skyldra aðila. Þeim finnst kjör sín heldur ekki nógu góð af því að viðmiðunarhópar þeirra eru ekki aðrir verkamenn eða verkakonur eða fólkið í frystihúsum landsins sem einnig vinnur við sjávarútveg. Nei, viðmiðunarhópar þeirra eru útgerð- armenn. Útgerðarmenn sem fá gjafa- kvóta þjóðarinnar á silfurfati og þurfa aðstoð ríkisvaldsins til að greiða laun sjómanna, samanber sjómannaaf- sláttinn. Og geta samt ekki eins og aðrir atvinnurekendur samið við sína '■ undirmenn um kaup sín og kjör,“ sagði hún og benti m.a. á að allt frá því að framsal á veiðiheimildum hefði almennt verið heimilað árið 1990 hefðu kjaramál sjómanna verið í upp- námi og oftsinnis komið til verkfalla. Guðný fór yfir einstaka þætti frum- varpsins um kjaramál fiskimanna og gagnrýndi eins og Sighvatur og Stein- grímur ákvæði um að bann skyldi lagt við kjaradeilur sjómanna til 15. febrú- ai’ árið 2000 og ákvæðið um að fækkun í áhöfn ætti ekki að hafa auldn útgjöld í - í för með sér fyrir útgerðarmenn. Sagði hún það ekki skrítið að sjómenn skyldu taka síðarnefnda ákvæðinu illa • þar sem Ijóst væri að um verulega kjaraskerðingu væri að ræða frá því sem nú væri. Sagði hún því ánægju- efni að sjávarútvegsráðherra hefði samþykkt fyrir sitt leyti að þessu ákvæði verði breytt eftir tOlögum sjáv- arútvegsnefndar. Þá sagðist Guðný mótfallin því að verkfallsrétturinn, eða „sjálfsögð mannréttindi heillar stétt- ar“, eins og hún orðaði það skyldi tek- inn af henni ár eftir ár, en það ástand væri framlengt í frumvarpinu um kjaramál fiskimanna eins og komið hefur fram. Kvaðst hún mótfallin því. Guðný tók nokkuð vel í frumvörp þríhöfðanefndarinnar og taldi mikil- vægt að þeim yrði ekki breytt í trássi við vilja sjómanna. Guðný fagnaði einnig sérstaklega ákvæðinu í fram- varpinu til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða um að veiðiskylda yrði aukin í 50% á ári. Hún taldi hins vegar að veiðiskylduna hefði mátt hækka meira án þess að nauðsynleg- ur sveigjanleiki kerfisins væri heftur um of. Mismunandi áhrif á kjör sjómanna Árni R. Ámason, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, var einn þeirra stjórn- arþingmanna sem gagnrýndu ýmis ákvæði í framvörpum þríhöfðanefnd- /• arinnar. Hann sagði m.a. um frum- varpið til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða að þar væri verið að spilla þeim ákvæðum sem menn hefðu fram að þessu þróað í þessum lögum. Sagði hann að eitt þeirra ákvæða sem hvað best hefðu reynst við takmarkaðar veiðiheimildir ís- lenska fiskiskipaflotans væri sveigj- anleikinn sem fælist í því að geta flutt veiðiréttindin með aflaheimildir á milli skipa, á milli útgerðaríyrirtækja. „Með þessu framvarpi ef það verður óbreytt að lögum eru þær heimildir stórlega takmarkaðar," sagði hann. — „Það er alveg ljóst að stór og mikil- væg útgerð við sunnanvert landið, allt frá austurlandi, suður um og á vestur- landi mun eftir það búa við stórskerta möguleika," sagði hann m.a. Fleiri þingmenn, bæði í stjóm og stjórnarandstöðu, tóku til máls í þess- um umræðum sem stóðu fram á tólfta tímann í gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.