Morgunblaðið - 26.03.1998, Síða 42

Morgunblaðið - 26.03.1998, Síða 42
J*42 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Áfram með smjörið, Gunni! IÞROTTAAHUGAMENN um land allt lyftust úr sætum sínum, þegar Vala Flosadóttir sveif yfír rána hærra en nokkur önnur stúlka í heimi, líkast því sem þeir héngu með henni á stönginni. Þannig fór ég líka í loftköstum heima hjá mér, þó að hnén séu ^ orðin fúin. Ég var þó 'Varla lentur og búinn að jafna mig, þegar næstu stórtíðindi bár- ust heim í kotið. Nem- andi minn, Gúnnar Guðbjörnsson tenór- söngvari, háfði unnið listsigur á sviði eins af frægustu óperuhúsum heims, Wiener Staats- oper, aðeins 32 ára gamall. En hvernig mátti það vera að gamli söngkennarinn hans vissi ekki að til stæði að hann syngi við slíkt hús? Hvemig stóð á því að Gunnar færi leynt með allar ^þær löngu og ströngu æfíngar sem hann hlaut að hafa stundað af kappi áður en hann kæmi fram fyr- ir einhverja gagnrýnustu óperu- gesti álfunnar? Sigurður Demetz Franzson Svarið er ósköp einfalt: Gunnar hljóp í skai’ðið fyrir forfallaðan söngvara fyrirvaralaust og söng aðalhlutverkið í Töfraflautu Moz- arts í fæðingarlandi tónskáldsins án nokk- urra æfínga! Og hvemig gekk honum? Alveg skínandi. Ahorf- endur fógnuðu honum vel og innilega eftir sýninguna. Þetta gera ekki nema vitleysingar eða stórsöngvarar. Og Gunnar Guðbjömsson hefur löngu sýnt lönd- um sínum með söng- túlkun sinni að hann er enginn vitleysingur. Það rifjaðist upp fyrir mér hve brátt það bar að, þegar ég fékk tækifæri til að syngja í Tosca í Þjóðleikhúsinu fyr- ir langalöngu og varð að vera án æfínga. Nógu var það strembið, en í samanburði við afrek Gunnars er það nánast eins og Islandsmet við hliðina á Ólympíumeti (þótt ég ætli ekki að fara að stæra mig af Is- landsmeti í öðm en stærðinni á nýrnasteinum). ÖLL HREINSIEFNI íbesta! Urvalið er hjá okkur Nýbýlavegur 18 • 200 Kópavogur Sími: 510-0000 • Fax: 510-0001 Þegar kallið kom var Gunnar ný- kominn úr söngferðalagi til Japans með Barenboim og Berlínaróper- unni, þar sem hann var varasöngv- ari fyrir heimsfrægan tenór. En í þetta sinn skyldi hann heldur betur fá að spreyta sig og sýna hvað í honum býr. Vínaróperan ætlaði sér að ná í Gunnar hvað sem tautaði og raulaði og leitaði hann uppi á flug- vellinum í Billund í Danmörku, þar sem hann hafði viðkomu á leið á tónleika. Og Gunnar bilaði ekki á taugum heldur greip stóra tæki- Vínaróperan, segir Sigurður Demetz Franzson, ætlaði sér að ná í Gunnar hvað sem tautaði og raulaði. færið þegar það gafst, skilaði sínu með prýði og er án vafa kominn á beinu brautina. Svona frammistöðu ungra söngvara er tekið eftir. Vinur minn, Jónas Ingimundar- son píanóleikari, flutti mér gleði- fréttimar og um mig fór sigur- hrollur eins og ætti ég pínulítið sjálfur í velgengni þessa unga ís- lenska listamanns. Stoltur og ánægður sagði ég vinum og kunn- ingjum fréttirnar, Guðbjörgu Sig- urjónsdóttur, sem vann svo mikið með Gunnari á námsárum hans, og Ragnari Bjömssyni, skólameist- ara, því að það er vissulega heiður fyrir Nýja tónlistarskólann að nemandi úr honum skuli hafa náð slíkum árangri. Það fer vel á því að Ijúka þessu greinarkomi með bravóhrópum og hvatningunni, sem söngnemendur mínir kannast svo vel við frá gamla manninum: Bravó bravissímó. Og áfram með smjörið! Höfundur er söngkennari. Langlundargeð sálfræðinga á SHR á þrotum SALFRÆÐINGAR á Sjúkrahúsi Reykja- víkur (SHR) eru að- eins fimm en hafa engu að síður mjög fjölbreytta sérþekk- ingu. Eins og á Ríkis- spítölum starfa sál- fræðingar á legudeild geðdeildar SHR og veita einnig þjónustu þaðan á almennar deildir. Þá starfa sál- fræðingar geðdeildar á neyðarmóttöku fyrir fómarlömb nauðgana. Á SHR er eina dag- deild landsins fyrir einstaklinga með geð- ræn vandamál og þar starfar sál- fræðingur með sérþekkingu á því sviði. Sálfræðingar með sérhæfða menntun hafa ennfremur verið ráðnir á aðrar deildir en geðdeildir til að sinna sérhæfðum störfum (s.s. öldrunarsálfræðingur og taugasálfræðingur). Þó að sálfræðingar á SHR hafi margt fram að færa og gegni sífellt fjölbreyttari störfum innan stofn- unarinnar hafa viðsemjendur okk- ar í núverandi kjaradeilu hinsvegar ekki talið ástæðu til að meta þessa sérþekkingu og ábyrgð til launa. Launakjör sálfræðinga á SHR hafa lengi verið lakari en launakjör sál- fræðinga við aðrar stofnanir þó því hafí þráfaldlega verið neitað. Nú hefur dregið enn meir í sundur því -sll E 3 C Q. 3 <0 3 tn < kjaradeilu sálfræðinga á SHR hefur verið vís- að til ríkissáttasemj- ara. Á sama tíma hafa nokkrar aðrar stofnan- ir samið við sína sál- fræðinga eftir nýju launakerfí og launa- hækkanir hafa verið umtalsverðar. Viðsemjendur okkar vísa gjarnan til þess að sálfræðingar vinni ekki sjálfstætt þar sem læknar beri ábyrgð á störfum María K. þeirra og því beri okk- Jónsdóttir ur ekki hærri laun. Það er vissulega rétt að stjórnunarlegir yfirmenn sál- fræðinga á SHR em læknar en ekki má horfa framhjá því að sál- fræðingar em faglega sjálfstæðir Viðsemjendur halda dauðahaldi í láglauna- stefnu, segir María K. Jónsdóttir, og það stefnir í atgervisflótta. og faglegt sjálfstæði skyldi líka meta. Það er algerlega háð okkar faglega mati hverju sinni hvernig við högum greiningu og meðferð á þeim sjúklingum sem er vísað til okkar. Gagnstætt því sem margir halda nægir B.A. gráða í sálfræði ekki til að öðlast starfsleyfi sem sálfræð- ingur. Til þess þarf frekara há- skólanám erlendis og flestir sál- fræðingar eiga 6-10 ára nám að baki. Að þessu leyti eru sálfræð- ingar ólíkir mörgum öðmm heibrigðisstéttum sem nægir B.S. gráða til starfsréttinda. Menntun sálfræðinga, mæld í áram, er því umtalsvert meiri en menntun flestra annarra heilbrigðisstétta. Sálfræðingar geta því helst borið sig saman við lækna hvað þetta varðar. Nýlega var samið við unglækna á sjúkrahúsum og þeir em vel að því komnir. Þeir hafa að baki langt og strangt háskólanám. En það hafa sálfræðingar líka og þrátt fyrir það er þeim gert að taka laun samkvæmt mun lægri taxta. Við slíkan ójöfnuð verður ekki un- að og ef viðsemjendur okkar halda áfram dauðahaldi í láglaunastefnu sína gagnvart sálfræðingum má búast við atgervisflótta úr röðum sálfræðinga á SHR. Höfundur er doktor íklínískrí taugasálfræði. ö) c c > cn Nú gefst tækifæri tii að skoða búnað þremenninganna sem gengu á Suðurpólinn, á sýnlngu sem sett hefur verið upp í anddyri Morgunblaðshússins í Kringlunnl 1. Ólafur Örn Haraldsson alþingismaður, sonur hans Haraldur Örn Ólafsson lögfræðingur og Ingþór Bjarnason sálfræðingur gengu á skíðum í 51 dag á Suðurskautslandinu og drógu á eftir sér þunga sleða með öllum búnaði og nauðsynjum. Göngugarparnir náðu takmarki sínu á nýársdag og voru þá búnir að leggja að baki 1.100 kilómetra í 20-30 gráðu frosti. Á sýnlngunni má sjá tjald þelrra félaga, sleða, fatnað, mataráhöld og ýmsa persónulega muni og á Ijósmyndum má skyggnast Inn í baráttu suðurskautsfaranna við óblfða náttúru. Sýningin er öllum opin og stendur til föstudagsins 27. mars. Sýningin er opin á afgreiðslutíma blaðsins kl. 8:00-18:00 virka daga og kl. 8:00-12:00 laugardaga. fltagtfiifMfaMfr flísar Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Nýbýlavegi 12, sími 554 4433

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.