Morgunblaðið - 26.03.1998, Page 53

Morgunblaðið - 26.03.1998, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 53 5 ] í 1 | < 1 1 4 l i I 4 4 a 4 1 4 4 íj j 4 6 4 4 FRETTIR Landssamtök hjartasjúklinga gefa búnað í neyðarbfl Morgunblaðið/Þorkell AGNES Smáradóttir útskýrir hvernig tækin virka. Henni til hægri handar er Gestur Þorgeirsson, einnig frá Sjúkrahúsi Reykjavíkur. LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga afhentu á mánudag slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, bráða- móttöku Landspítalans og Reykja- víkurdeild Rauða kross íslands að gjöf búnað sem mun flýta mjög fyrir greiningu sjúklinga með kransæðastíflu. Búnaðurinn var afhentur og kynntur við hátíðlega athöfn í Slökkvistöð Reykjavíkur en hann samanstendur af hjarta- stuðtæki, hjartarafsjá, GSM-síma og tveimur móttökustöðvum og kostar samtals rúmar tvær milljón- ir króna. Hjartastuötækið, hjartarafsjáin og síminn verða í neyðarbíl Slökkviliðs Reykjavíkur. Hjart- arafsjáin mun gera sjúkraflutn- ingamönnum kleift að senda hjart- sláttarrit af sjúklingi með hjart- sláttaróreglu í gegnum símann á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur eða bráðamóttöku Landspítalans þar sem móttökubúnaðurinn tekur við boðunum og prentar út hjart- sláttarritið. Þetta gerir læknum og Fyrstu mínúturn- ar ráða oft úrslitum hjúkrunarfræðingum kleift að meta ástand viðkomandi sjúklings áður en hann kemur á sjúkraliúsið og gera viðeigandi ráðstafanir til undirbúnings meðferð. Þannig mun hinn nýi búnaður stytta greiningartíma sjúklinga um þónokkrar dýrmætar mínútur, þar sem fyrstu mínúturnar ráða oft úr- slitum þegar sjúklingur fær kransæðastíflu. Gísli J. Eyland, formaður Lands- samtaka hjartasjúklinga, minntist þess í ávarpi sínu þegar hann var sjálfur fluttur á sjúkrahús fyrir tuttugu árum með gífurlegan verk fyrir brjósti. Hann var óþolinmóð- ur og honum þótti óþægilegt að liggja aftur í bflnum meðan sjúkra- flutningamennirnir sátu frammí og töluðu saman. „í dag þurfa sjúklingar ekki að biðja sjúkra- flutningamennina um að flýta sér, því boðin eru komin á vaktina á svipstundu," sagði Gísli. Agnes Smáradóttir, deildar- læknir á lyflækningadeild Sjúkra- húss Reykjavíkur, útskýrði hvern- ig búnaðurinn virkaði og lagði áherslu á að hann væru mjög ein- faldur í notkun. Sjúklingurinn er tengdur við rafsjána þegar í heimahúsi, eða um leið og hann er settur á sjúkrabörurnar. Þannig er hægt að tengja GSM-símann við rafsjána um leið og út í sjúkrabíl- inn er komið og senda þannig hjartsláttarritið beint á spítaiann, þar sem hægt er að veita sjúk- lingnum viðeigandi meðferð um leið og hann kemur í hús. Kynningar- dagur skjalasafna ÞJÓÐSKJALASAFN íslands og héraðsskjalasöfnin um land allt efna laugardaginn 28. mars nk. til kynn- ingardags skjalasafna. Þá verður opið hús í nær öllum skjalasöfnum. Sýnd verða skjöl í vörslu safnanna, leiðbeint um leit og notkun skjala og önnur starfsemi kynnt. Dagskrá hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. Kaffiveitingar verða á boðstólum. í Þjóðskjalasafni íslands í Safna- húsinu við Hverfisgötu verða til sýnis gömul og ný skjöl er varða sögu þjóðarinnar þ.á m. forn bréf á skinni með hangandi innsiglum, gjörðabók þjóðfundarins 1851, gamlar kirkjubækur og bréfabæk- ur. Lestrarsalurinn verður opinn og þar verður m.a. leiðbeint um notkun örfilma sem geyma ættfræðiupplýs- ingar. Svarað verður fyrirspumum um leit að ýmsum tegundum skjala og notkun þeirra. I anddyri hússins verða sýndar teikningar af skipu- lagi framtíðarhúsnæðis Þjóðskjala- safns á Laugavegi 162. Opið hús með sýningum og kynn- ingum verður í eftirfarandi héraðs- skjalasöfnum: Borgarskjalasafninu, Skúlatúni 2 í Reykjavík, Héraðs- skjalasafninu á Akranesi, Borgar- nesi, Blönduósi, Sauðárkróki, Siglu- firði, Akureyri, Húsavík, Egilsstöð- um, Höfn, Skógum, Vestmannaeyj- um og á Selfossi. Borgarskjalasafnið verður þenn- an dag með bás í Kringlunni þar sem hægt verður að fá upplýsinga- rit og starfsmenn svara spurningum um starfsemi safnsins. A Akranesi verður fluttur fyrirlestur um skjöl og skjalasöfnun. Á Selfossi verður dagskrá um héraðsskjalasafnið í svæðisútvarpinu kl. 20-22 föstudag- inn 27. mars og bein útsending verður frá safninu á kynningardag- inn. í tilefni dagsins hefur verið gefið út veggblað og kynningarpési um starfsemi héraðsskjalasafna. Starfsnám fyrir atvinnu- lausa UNDANFARIN misseri hefur Iðja, félag verksmiðjufólks, greint nokk- uð aukin umsvif í fataiðnaði á fé- lagssvæði sínu. Þessu hefur tengst aukin eftirspurn eftir atvinnuleyf- um fyrir erlent launafólk til starfa á saumastofum á sama tíma og at- vinnuleysi virðist vera nokkuð við- varandi á höfuðborgarsvæðinu, seg- ir í fréttatilkynningu. Af þessu tilefni hefur Iðja, félag verksmiðjufólks, komið á samstarfi við atvinnurekendur og Iðntækni- stofnun með styrk úr Atvinnuleysis- tryggingarsjóði og komið á starfs- námi fyrir atvinnulausa í fata-, vefn- aðar- og skinnaiðnaði til að mæta aukinni eftirspurn eftir starfsfólki í greininni. Námið fer þannig fram að um 20 einstaklingar byrja á að sækja 40 tíma bóklegt nám sem skiptist í aÞ mennt nám og faglegt bóknám. I framhaldi af þessu munu þátttak- endur fara í minni hópum til starfs- náms út í fyrirtæki í 80 klst. Gert er ráð fyrir að greiða fyrirtækjum sem taka nema a.m.k. hluta kennslu- kostnaðar sem til fellur í starfsnám- inu. Bóklegi hluti námsins fer fram í fundarsal á skrifstofu Iðju, félags verksmiðjufólks. Þátttakendur halda atvinnuleys- isbótum meðan á náminu stendur en eiga væntanlega góða möguleika á störfum við iðnina að náminu loknu. Heildarkostnaður við starfsnámið nemur u.þ.b. sömu upphæð og greidd er til 20 atvinnulausra ein- staklinga á mánuði, þannig að þó ekki nema helmingur hinna at- vinnulausu þátttakenda verði kom- inn bstarf að loknu náminu mun það aðeins taka tvo mánuði að vinna upp þann styrk sem Atvinnuleysistrygg- ingarsjóður leggur verkefninu til. Frekari upplýsingar veitir Garð- ar Vilhjálmsson, skrifstofustjóri Iðju. Fyrirlestur um djúpsjávar- hveri VIGGÓ Þór Marteinsson, örveru- fræðingur á Iðntæknistofnun, held- ur fyrirlestur föstudaginn 27. mars á vegum Líffræðistofnunar HÍ sem nefnist „Djúpsjávarhverir". f fréttatilkynningu segir: „Fljótt á litið virðast hverir og umhverfi þein-a á landi vera lífvana þar sem ekkert sjáanlegt staðbundið líf finnst við þá og því síður var haldið að eitthvert líf gæti þrifist í kraum- andi jarðhitanum. Það var ekki fyrr en á seinnihluta sjöunda áratugar- ins að menn uppgötvuðu að hverirn- ir, hvort sem þeir voru tærar laugar eða leðjupollar, voru fullir af bakt- eríum og fornbakteríum (Archaea). Slíkar lífverur, sem hafa kjörhita- stig yfir 60°C hafa verið nefndar hitakærar örverur. Hverasvæði finnast ekki einungis á landi heldur einnig í sjó og þá á mismiklu dýpi, sem getur verið allt frá því að sjást á fjöru í það að vera á nokkurra kílómetra dýpi. Tæpum áratug eftir að fyrsta hitakæra bakterían var einangruð úr landhver uppgötvaðist nýtt lífríki við eitt slíkt hverasvæði en undir- staða lífríkisins voru efnatillífandi örverur. Síðan þá hafa fleiri slík svæði verið uppgötvuð en þau birt- ast eins og vinjar í eyðimörk á eyði- legum sjávarbotninum. Erindið fjallar um hvar og hvernig djúpsjáv- arhverir myndast og um það hvers konar líf þrífst þar. Sérstök áhersla verður lögð á hitakærar örvéhur og sagt verður frá einangrun einnar slíkrar örveru undir háum þrýst- ingi.“ Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum Líffræistofnunar, Grensásvegi 12, stofu G-6 kl. 12:20. Öllum er heimill aðgangur. Ráðstefna um veðurfar og sjávarstrauma RÁÐSTEFNAN verður haldin í Borgartúni 6. Fyrri daginn hefst ráðstefnan kl. 9.30 (skráning frá kl. 8.45) en síðari daginn kl. 9. Ráð- stefnan er öllum opin en þátttöku- gjald er 2.000 kr. Á fimmtudaginn og föstudaginn 26. og 27. mars, verður haldin ráð- stefna um veðurfar og sjávar- strauma í N-Atlantshafi. Á ráð- stefnuna koma 13 erlendir vísinda- menn sem flytja erindi um sérgrein- ar sínar auk þess munu 8 íslenskir vísindamenn greina frá niðurstöð- um rannsókna sinna. Tveimur fyrirlesurum var boðið sérstaklega. Þetta eru þeir Robert Dickson frá Bretlandi og Gerard Bond frá Bandaríkjunum. Báðir eru þessir menn heimsþekktir á sínu sviði, Dickson fyrir rannsóknir á sambandi veðurfars og hafstrauma en Bond fyrir rannsóknir á veður- fari fyrri tíma. Erindi Dickson heit- ir „The response of the Nordic Seas to long-term changes in the NAO“ (Viðbrögð norðurhafa við langtíma- breytinum í Norður-Atlantshafs- þrýstisveiflunni) en erindi Bond „Persistent milennial-scale climate instability in the North Atlantic during the Holocene" (Viðloðandi óstöðugleiki í Norður-Atlantshafi á Nútíma). Þó þess sé vart að vænta að fyrir- lesarar svari beint spurningunni um það hvort hætta sé á að Golfstraum- urinn lamist eða stöðvist í náinni framtíð verða stórar sveiflur í hon- um mjög til umræðu, segir í frétta- tilkynningu. Fyrirlestur á vegum Líffræðistofn- unar HI STEINDÓR J. Erlingsson, Raun- vísindastofnun HÍ, heldur fyrirlest- ur í dag, fimmtudaginn 26. mars, á vegum Líffræðistofnunar sem nefn- ist „Þróun lífsins: Hugmyndir ís- lendinga á árunum 1870-1940.“ í fréttatilkynningu segir: „í um- ræðu íslendinga um þróun á tíma- bilinu 1870-1940 má greina tvo meg- inþætti: Annars vegar voru menn almennt sammála hugmynd Darwins um þróun lifsins, hins veg- ar má segja að þeir sem lögðu sig eftir því að fjalla um efnið hafi hafn- að hugmynd Darwins um náttúru- legt val. I erindinu verður fyrst litið á hvernig jarðsagan og fósturfræðin voru túlkaðar sem vísbending um þróun. Síðan verður litið til skrifa Benedikts Gröndals og Ágústar H. Bjarnasonar um orsök þróunarinn- ar. Benedikt skrifaði árið 1872 mjög lofsamlega grein um kenningar Darwins en í síðari skrifum hafnaði hann alfarið hugmynd Darwins um náttúrulegt val en tók upp hug- myndina um stökkbreytiþróun. Ágúst birti fyrstu hugleiðingar sín- ar um þróun í „Nítjándu öldinni" frá 1906, en þar og í síðar skrifum sín- um hafnaði hann einnig náttúrulegu vali en aðhylltist í staðinn lamar- kíska þróun.“ Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum Líffræðistofnunar, Grensásvegi 12, stofu G-6, kl. 16:15. Öllurri er heimill aðgangur. LEIÐRÉTT Afgreiddu 62 þúsund lítra á 23 mínútum STARFSMAÐUR Eldsneytisaf- gi-eiðslu Keflavíkurflugvallar hafði samband við ritstjórn Morgunblaðs- ins í gær, vegna fréttar um Boeing 777 í blaðinu í fýrradag. Hann vildi upplýsa að Morgunblaðið hefði fengið rangar upplýsingar, þar sem greint var frá því í fréttinni, að elds- neytisáfylling hefði dregist. Hann segir að það hafi tekið 23 mínútur að setja 62 þúsund lítra af eldsneyti á vélina, sem teljist afar góð af- greiðsla. Leiðrétting við grein Svavars SVAVAR Gestsson sendir Morgun- blaðinu eftirfarandi: „I grein minni í Morgunblaðinu í gær segir að kannski geti A-flokk- arnir fengið 40% hvor í sínu lagi. Það er fullmikil bjartsýni; þarna átti að standa að flokkarnir gætu samtals fengið yfir 40% atkvæða þótt þeir byðu fram hvor í sínu lagi.“ Þverárhlíðahreppur í FRÉTT Morgunblaðsins um sam- einingu í Mýrasýslu láðist í myndar- texta að geta fulltrúa Þverárhlíðar- hrepps. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Ekki hefta útbreiðslu í GREIN um hitasóttina á fóstudag kom fram að Gunnar Arnarsson hrossaútflytjandi hefði verið þeirrar skoðunar að breiða ætti sóttina út um allt land. Hið rétta er að hann ' var þeirrar skoðunar að ekki ætti að » hefta útbreiðslu veikinnar og leið- réttist það hér með. 5 Formerki vantaði ÞAU mistök urðu við birtingu “j greinar Sveinbjöms Jónssonar Um i gagnsemi píramíta í sérblaði Morg- i unblaðsins Úr verinu í gær, að plús- - ar og mínusar féllu út úr einum ' kafla greinarinnar. Fyrir vikið varð kaflinn lítt skiljanlegur. Því er um- ræddur kafli birtur hér á ný með réttum formerkjum, það er plúsum og mínusum þar sem það á við: „Við skulum láta nægja að skoða tilgátu tölvu Kristjáns nr. 1.: 1 árs -s- 0.0302. Engin sérstök athuga- semd. 2 ára + 6.3268. Hvílíkar barnapíur. Sérhver þeiiTa leggur stofninum til 6,3 kg af nýliðum. 3 ára + 9.1814. Hvers lags geðsveifl- ur eru þetta, nú éta þeir 9 kg stykk- ið! 4 ára + 3.2101. Er samviskan r farin að segja til sín? 5 ára + t 4.3506. Vá, góðir í tvö ár í röð. 6 ára : + 0.0929. Eru þeir að springa á ' limminu? 7-10 ára + 0.0000. Komn- * ir í pásu eða hvað? 11 ára + • 989.0794. Það er bara hátt í tonn á stykkið. 12 ára + 15757.5436. Éta ‘ þeir nú 16 tonn stykkið umfram það i sem þeir leggja til? 13 ára + \ 26131.2410. Þá er bara að borga | með 26 tonnum árið eftir. 14 ára + 39283.4166. Og ef það er ekki nóg má bæta við 40 tonnum núna. 15 ára + 110008.2088. Nú er bara að hætta að gera það og liggja í leti það sem i eftir er. 110 tonn hljóta að duga í ! nokkur ár enn.“ Rafföng, ekki raflagnir í GREIN Armanns Jóhannssonar í rafverktaka um einkavæðingu raf- I magnseftirlits, sem birtist í Mbl. 19. t marz sl., varð meinleg misritun. Þar , sem stóð „raflagnapróf* átti að 5 sjálfsögðu að standa „raffangapróf* i| og leiðréttist það hér með. Fyrirlestur um sjálfsvíg ANNAR af fjórum fræðslu- og um- ræðufundum um sjálfsvíg verður j fimmtudaginn 26. mars kl. 20. Að þessu sinni verður fjallað um sjálfsvíg með hliðsjón af skömm og fordómum. Fundurinn fer fram í safnaðarheimili Óháða safnaðarins við Háteigsveg. Umsjónarmaður er Jóhann Björnsson, MA í heimspeki. 7r Allir eru velkomnir og er aðgangs- eyrir engrnn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.