Morgunblaðið - 26.03.1998, Side 62

Morgunblaðið - 26.03.1998, Side 62
82 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Frá A til Ö; Hvað er að gerast? Hverjir voru hvar? Hvað er í boði - á skemmtistöðum? Þyrftu að vera 22 hæðir Veitingastaðurinn 22 er þekktur fyrir litríkt mannlíf og brjálaðan diskódans á efri hæð hússins og dúar þá gólfíð hættu- lega mikið. Hildur Loftsdóttir hætti sér út á dansgólfið, fyrst á homma- og lesbíu- kvöldi og síðan á almennum dansleik í bland við grímuball. Skrautlegt var það og skemmtilegt! Á FIMMTUDAGSKVÖLDI mættu Auðunn Kristbjarnarson og Eyvind- ur Eggertsson í sínu fínasta pússi. MATTHÍAS og Haukur tóku þátt í grímudansleiknum þrátt fyrir skyldustörf hinum megin við barinn. VEITINGASTAÐURINN 22 að Laugavegi 22 er orðinn rótgróinn í skemmtanlífí Reykvíkinga, og alltaf er það sama fólkið sem sækir þennan stað, þ.e.a.s allskonar fólk! Samkynhneigt fólk og listamenn eru oftast í meirihluta, og segir Ingi Rafn framkvæmdastjóri að allt frá stofnun staðarins hafi verið stflað inn á þann hóp. Inn á milli skvettist samt diskópían, venjulegi strákurinn, verkfræðingurinn, hverfisróninn og þessvegna sauma- klúbburinn. A fimmtudagskvöldum koma hommar og lesbíur sérstaklega saman á 22, enda einn af fáum föstum samastöðum sem þau eiga sér í Reykjavík, og þangað læðast einstaklingar sem vilja úr skápn- ,um. Þau kvöld dansa flestir á efri hæðinni, og aðallega fastagestir og nokkrir gangandi sötra bjór eða kaffi á neðri hæðinni. Reyndar eru hæðirnar núna orðnar þrjár og efst uppi hefur lít- illi koníaksstofu verið komið fyrir og salemisaðstöðu. Til að rúma allt það fólk sem vill inn á 22 um helgar þyrftu hæðimar helst að vera 22. Snemma upp úr miðnætti myndast röð við útidyrnar, þannig að það er eins gott að vera snemma í því. Til er ljósmynd sem sýnir húsið árið 1943, þar sem samskonar biðröð hefur myndast fyrir utan. Fólkið þá var ekki að sækjast eftir snún- ingi eða bjór, heldur var skóbúð á staðnum og ný skósending virkaði eins og hunang á býflugur. 22 verður 10 ára í endaðan aprfl og er þá fyrirhugað vikulöng af- mælisdagskrá sem verður nánar auglýst síðar. Um páskana verður annars konar hátíð í gangi, en þá munu „hommar í leðri“ koma sam- an á 22, og era um 50 manns vænt- anlegir frá öllum Norðurlöndunum. Þeir sem hafa meiri áhuga á kjöt- kveðjuhátíð verða hins vegar að bíða fram að menningamóttinni en þá er mesta „húllumhæið" sem haldið er á 22 með eldgleypum, fla- menco dönsuram, götuleikhúsi og ýmsu fleiru. Húsið sjálft er mjög gamalt og allt klædd panil að innan sem gerir staðinn einstaklega hlýlegan og skemmtilegan. Dúandi dansgólf og brattir marrandi stigar gefa húsinu sál. En húsið er ungt í anda, smitað af gleði hins margslungna og lit- ríka gestafjölda. Æm HH. IZ - 1998 - yerð br. 399 HEIOAR J0NSS0N snyrtlr fer HEYRT ANNA Katrín Kristjánsdóttir þjónar ávallt viðskiptavinum sínum vel. KLARA og Guðný ræddu vin- konumál í rólegheitum áður en allt varð vitiaust! Morgunblaðið/Jón Svavarsson VEITINGASALURINN á neðstu hæð er látlaus og huggulegur, og þar eru gjarna listsýningar. KVENNAHLJÓMSVEITIN ÓE er skipuð Ólöfu og Eddu sem fengu verðlaun fyrir besta bún- inginn - ekki að ástæðulausu. GUÐNÝ tílfarsdóttir var í frum- legasta búningnum sem betlari. Með henni er Heimir Helgason mun betur á sig kominn. VEITINGAHÚSIÐ 22 LAUQAVEQI 22 ►22 er opinn frá hádegi til kl. 01 á virkum dögum. Um helgar frá kl. 18 til 03. ►Aldurstakmark er 22 ár og að- gangur ókeypis. ► Stór bjór kostar 400 og lítill 300, en eftir kl. 22 hækkar verðið um 100 krónur. ► Margarítakokteillinn er sérlega ljúffengur og vel útilátinn. ► Viskítegundir era fjölmargar og áhersla lögð á að úrvalið sé gott. ► 22 býður ekki upp á veitingar í föstu formi. ► Avallt er einhver listsýning í gangi á 22. ► Salernisaðstaða er á efstu og neðstu hæð og virðist það nægja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.